Þjóðviljinn - 06.10.1955, Side 4
£tHMlfct69!i4>i&«£ii£fiss£S»£«i$§eð*«5éi»i£iÍ8Íis£!sv9$£eÍ!ði2§i&
ij.) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. októtoer 1955
P. SKRIFAR:
KÆRI BÆJARPÓSTUR. Mœtti
ég biðja þig að koma á fram-
iæri fyrir mig þeim tilmælum
fil strætisvagnanna að bætt
verði við Vogavagnana nýrri
þiðstöð við Drekavoginn. Að
vísu væit ég að þetta er ekki
auðvelt þar sem tími vagnanna
lil hverrar ferðar er mjög
vaumur, en þó tel ég ekki úr
vegi að vekja athygli forráða-
rnanna strætisvagnanna á því
að við sem búum fyrir neðan
Langholtsveginn móts við
Drekavog, niðrí Skipasundi,
JJjörvasundi og þar um kring,
íigum ekki annarra kosta völ
en fara annaðhvort uppað
Skeiðarvogi eða Langholti til
rð komast í strætisvagn. ‘Þetta
tr löng leið og erfið að fara oft
i misjöfnum veðrum, og nú
vildi ég beina þeirri ósk til for-
stjóra strætisvagnanna að hann
:með einhverjum ráðum reyni
r.ð lagfæra þetta. — Þá tel
ég ekki úr vegi að minna á að
■enn bólar ekki á biðskýlunum
fiem Bláa bókin lofaði okkur
jyrir síðustu kosningar og væri
sannaríega vel þegið ef við
íengjum eitthvað af þeim fyr-
5r veturinn. — P.
★
ÍBÆJARPÓSTtJRINN tekur und-
;ir þessi tilmæli P og vísar
þeim áfram til réttra aðilja.
Tilmæli til strætisvagnanna — Langt að fara í
(ístrætó" — Loforð bláu bókarinnar — Hvers vegna
er bíóum og samkomuhúsum ekki loka?
Það er tvímælalaust brýn
nauðsyn að fjölga biðskýlun-
um. Og ég held, að smákrók-
ur, sem strætisvagn leggur á
leið sína þurfi ekki að tefja
för hans svo neinu nemi, en
getur verið til ómetanlegs hag-
ræðis fyrir það fólk, sem þarf
að ferðast með honum.
★
KONA EIN hringdi til mín í
gær og spurði hvort ég vissi
til, að fyrirskipað hefði verið
að loka bíóum og samkomu-
húsum, vegna mænuveikifar-
aldursins. Ég vissi ekki til, að
það hefði verið gert. Undraðist
konan það mjög, og taldi, að
slíkum stöðum hefði átt að
loka ekki síður en skólunum.
Jafnframt sagðist hún búast
við, að skólunum hefði ekki
verið lokað, ef þeir væru einka-
fyrirtæki-, rekin í fjáröflunar-
skyni. Ég verð að segja, að ég
kem ekki auka á neina skyn-
samlega afsökun fyrir því, að
loka ekki bíóunum og sam-
komuhúsunum, ef það mætti
verða til að hefta útbreiðslu
mænuveikinnar. Við vitum öll,
að það er eins og að tala við
steininn, þegar fólk er áminnt
um að forðast slíka staði, ef
þeir eru opnir á annað borð.
Verður að vænta þess, að heil-
brigðisyfirvöldin geri allt, sem
hægt er að gera til að vinna
bug á þessum faraldri strax.
★
AÐ LOKUM skal þess getið, að
mér hafa borizt allmargir botn-
ar við fyrripartinn. Samkvæmt
hinu fornkveðna spakmæli, að
skylt sé að hafa það er sann-
ara reynist, hlýt ég að viður-
kenna að botnarnir eru yfirleitt
betri en fyrriparturinn. I
sunnudagspóstinum mun ég
væntanlega birta alla botnana
og númera þá, og geta les-
endur þá dæmt um, hver þeirra
sé beztur. Einnig mun ég reyna
að vanda betur til næsta fyrri-
parts.
j Ávorp fli islenzkrssr œsku
Framhald af 1. síðu.
öll pessi verkefni og fjölmörg önnvr hliðstœð af einurð
og eldmóði, og pá geta jafnvel djörfustu draumar orðiö
að veruleika á skömmum tíma. Tœkni nútímans fœrir
mannkyninu svo stórfellda möguleika að pví er fátt um
megn, og fáar pjóðir heims hafa betri aðstæður til að
hagnýta pá umsvifalaust en íslendingar. Enn eru auð-
1 lindir hafsins aðeins notaðar að takmörkuðu leyti, afl
fossanna streymir enn að mestu öbeizlað tíl sjávar, orka
hveranna rýkur út í geiminn, og víst ættu íslendingar
aö geta orðið pátttakendur í próun kjarnorkualdar peg-
I ar í upphafi. Hvarvetna blasa við hin stórfelldustu
j verkefni, glœsileg viðfangsefni fyrir djarfa og dug-
f mikla œsku, fyrir atorkusama og frjálsa pjóð. Aldrei
[ hefur verið meiri ástæða til bjartsýni en nú, aldrei
! hefur landið okkar boðið pegnum sínum fjölbreyttari
f skilyrði til góðrar afkomu og nýs blómaskeiðs í menn-
f ingarmálum.
FORSENDUR ALLS ERU að hernáminu sé létt af
| pjóðinni, að hún fái að móta örlög sín ein og frjáls,
} að hún verði sjálfstœð pjóð en ekki nýlenda. Þess
} vegna er pað heilagasta skylda hvers œskumanns að
} gera allt sem hann megnar, smátt og stórt, til pess
\ að hrekja innrásarherinn burt af íslandi. Baráttan
I gegn hernáminu er sameiginleg hugsjón allra heil-
} brigðra æskumanna, allra peirra sem unna landi sínu
I og pjóð, og hún verður aðeins háð til sigurs með sameig-
| inlegu átaki, par sem ágreiningsmálin eru látin skipa
' óœðri sess. 14. ping Æskulýðsfylkingarinnar — sam-
bands ungra sósíalista heitir á íslenzka œsku til slíkrar
j samvinnu, til allsherjar fóstbrœðralags par til enginn
| erlendur fjötur hvílir lengur á íslenzku framtaki og
f íslenzkri menningu.
Utboð
Byggingarmannvirki Mj ólkurárvirkj unar fyrir
botni Amarfjarðar, verða boðin út í byrjun næsta
árs. Þeir, sem hug hafa á að kynna sér staðhætti,
áður en vetur gengur í garð, geta fengið nauðsyn-
leg gögn á teiknistofu Almenna byggingafélags-
ins h.f., Borgartúni 7.
, , Rafmagnsveitur ríkisins
„Volaðir
atmtinfpr"
í fyrradag komst Alþýðu-
blaðið svo að orði um útflutn-
inginn á dilkakjöti:
„Sumt af þessu útflutta kjöti
á að hafna á borðum Banda-
ríkjamanna. íslendingar eiga
með öðrum orðum að greiða
skatt til þess að ríkasta þjóð
heimsins geti keypt frónskt
kindakjöt ofan í sig eða hund-
ana sína. Hingað til hafa
stjórnarflokkarnir verið bein-
ingamenn og sníkt af Banda-
ríkjamönnum eins og volaðir
aumingjar. En nú er fundin
gjöf til gjalda, og hún er ís-
lenzka kjötið. Hér eftir geta
valdsmenn okkar borið höfuð-
ið hátt í betliferðum sínum
vestan hafs og spurt húsbænd-
urna, hvort þeim bragðist ekki
gjafakjötið bærilega. Og þenn-
an brúsa eiga neytendur að
borga. Miklir menn erum við
Hrólfur minn!“
Við þessa ógætu lýsingu
er engu að bæta öðru en
því að minna má á að
fyrsta stjórnin sem tók upp
hætti „beiningamanna og sníkti
af Bandaríkjamönnum eins og
volaðir aumingjar" gekk undir
nafninu „fyrsta stjómin sem
Alþýðuflokkurinn hefur mynd-
að“. Forsætisráðherra hennar
hét Stefán Jóhann Stefánsson
og viðskiptamálaráðherrann
Emil Jónsson, og skrifaði hann
undir samningana við „hús-
bænduma" um beiningar, • betl
og sníkjur.
Fiðlutónleikar
Fiðlusnillingur frá Banda-
ríkjumim, Ruggiero Ricci, af
ítölskum ættum eftir nafninu
að dæma, hélt hér hljómleika
fyrir félaga Tónlistarfélagsins
síðastliðinn mánudhg. Hand-
bragð hins fullkomna tækni-
meistara kom þegar fram í
„Sónötu í A-dúr“ eftir Vi-
valdi og „Sónötu í a-moll“ eft-
ir Beethoven. En þessi fiðlu-
^leikari á líka fleira í fórum
sínum en tækni eina saman,
eins og heyra mátti víða í
„Sónötu í d-moll“ eftir
Brahms og „Chaeonne“ eftir
Bach. Hvergi skorti kraft né
tilþrif, og allt var skýrlega
og skilmerlcilega mótað, eins
og bezt verður á kosið. Frá-
bær leikni listamannsins naut
sin ekki sízt í smálögum eft-
ir Smetana, Tsjaikovskí,
Skrjabín og Paganiní og
nokkrum aukalögum svipaðr-
ar tegundar, sem liann lék að
endingu. — í dagblöðum hér
hefur verið frá þvi skýrt, að
sumir telji Ruggiero Ricci
meðal fimm snjöllustu fiðlu-
leikara í Bandaríkjunum, og
má vel vera, að það mat sé
ekki mjög fjarri lagi. Það er
að minnsta kosti ekki um að
villast, að hann má telja í
fremstu röð fiðlusnillinga. Og
sá, sem búið er að skipa svo
innarlega á toekk, þolir að ó-
sekju ofurlitla gagnrýni. Það
sem helzt mætti að leik þessa
listamanns finna, er það, að
hann var ekki nógu innilegur
og hjartahlýr. Hann hreif
mann ekki, svo að hætt væri
við, að maður gleymdi stund
og stað. En það var í alla
staði fróðlegt og menn'tandi
að hlusta á hann.
1 dómi um tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Þjóðvilj-
anum 4. október voru nokkr-
ar prentvillur og skiptu litlu
máli nema þar sem stóð
„Fyrst“ í staðinn fyrir „Fyrst
Igor“, sem er danska heitið á
umrædpri óperu eftir Borodin.
B. F.
Stpbuxar
verð frá kr. 55.00. —
Hettublússur, verð frá
kr. 180.00. —
T0LED0
Fichersundi.
LIGGUR LEIÐIN
Segja Ólafur Thors og Stein-
grímur Steinþórsson af sér?
Mikið er nú rætt manna á meðal um kosning-
arnar í Kópavogi og áhrif peirra. Eru menn sam-
mála um pað, að pegar bakkabrœðurnir í Kópa-
vogi eru undan skildir, séu pað einkum tveir
menn sem hlotið hafa eftirminnilega rassskell-
ingu: Ólafur Thors forsœtisráðherra og Steingrím-
ur Steinpórsson kirkjumálaráðherra.
Ólafur Thors lýsti yfir pví fyrir kosningarnar
að heiður sinn og Sjálfstœðisflokksins lœgi við að
pað tækist að fella G-listann frá meirihluta. Ólafur
fór hamförum pegar kaupstaðarbröltið var á döf-
inni, hélt daglegar ræður á Alpingi, beitti hótunum
og blíðmælum. Það var Ólafur sem barði saman
lista Sjálfstœðisflokksins í Kópavogi, pegar allt
var komið í óefni vegna sundurlyndis. Og á kosn
ingadaginn stjórnaði Ólafur sjálfur baráttunni og
smöluninni í Kópavogi, skipaði fyrir verkum,
hvatti menn og eggjaði.
Nánasti samherji Ólafs í pessari baráttu var
Steingrímur Steinpórsson kirkjumálaráðherra. Það
var Steingrímur sem gerði Hannes félagsfrœðing
að lénsherra í Kópavogi. Það var Steingrímur sem
gekk í að berja niður alla andstöðu innan ping-
flokks Framsóknarflokksins gegn Kópavogsbrölt-
inu. Það var Steingrímur sem lét ráðuneyti sitt
senda „vítúr“ á Finnboga Riit premur dögum fyrir
kosningar.
Og nú finnst almenningi að pessir andlegu tví-
burar eigi að taka afleiðingunum af hrakförum
sínum. Þeir sem eitthvert álit hafa á „heiöri“
Ólafs Thors telja að honum beri að segja af sér,
en minna er nú talað um pann eiginleika í sam-
: bandi við Steingrím Steinpórsson, pótt ekki fýsi
\ menn síður að losna við hann úr ráðherrastóli.