Þjóðviljinn - 08.11.1955, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.11.1955, Qupperneq 10
 10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagnr 8. nóvember 1955 i Eru 12 stundir á sólarhring.... i Framhald af 4. síðu. eíður fengizt til að skila nokkru nefndaráliti. Ég verð að segja það í fullri alvöru, að slík afgreiðsla á máli eins og þessu er í alla staði ófor- svaranleg og það væri þá mik- ið nær, ef háttvirtir þingmenn eru á móti frumvarpinu, að fella það þá strax frá því að fara í nefnd, heldur en að samþykkja það með þeim á- setningi að það fáist ekki af- greitt frá nefndinni. Sósíalistaflokkurinn hefur haldið baráttunni áfram fyrir málinu á Álþingi, og hann mun halda henni áfram þar til yfir lýkur í fullu trausti þess, að réttur og góður mál- staður sigrar ætíð að lokum. í sjöunda sinn fluttu þing- nienn Sósíalístaflokksins frum varpið á Alþingi 1952, í átt- unda sihn 1953 og í niuhda sinn 1954, en alltaf hefur far- ið á sömu leið sem fyrr, Al- þingi hefur ekki fengizt til þess að samþykkja frum- varpið. Nú er frumvarp þetta flutt hér í deildinni í 10. sinn. Alþingi gefst því enn á ný tækifæri til þess að sýna, hvers það metur störf þeirra manna, sem vinna hin erfið- ustu og lífshættulegustu störf á höfum úti. Það er eindregin ósk okkar sem erum flutningsmenn að þessu frumvarpi, að það fái nú á þessu þingi fljóta og góða afgreiðslu, og að frum- varpið verði samþykkt sem lög. Með því bætti Alþingi að nokkru fyrir margra ára and- stöðu og óvild í garð togara- sjómanna í þessu mikla hags- muna- og menningarmáli þeirra. Að lokum vil ég aðeins benda á, að nú nýverið áttu samtök sjómanna hér í Reykjavík 40 ára afmæli. Það væri því vel viðeigandi að háttvirt Alþingi sýndi sam- sóltjöld GLUGGAR h.f. tökum togarasjómanna í Reykjavík og annarstaðar þá velvild og skilning að færa þeim sem afmælisgjöf löggjöf um 12 tíma hvíld við allar togveiðar. Ég trúi ekki öðru f.yrr en á reynir, þrátt fyrir það þó hv. Alþingi hafi sýnt vítavert skilningsleysi og andstöðu við þetta mál, en að það nú á þessum merku tíma- mótum samtaka sjómanna sjái sér þó fært að samþykkja þetta frumvarp sem lög og sýni þar með að það kunni að meta þau miklu þjóðnytja- störf, sem sjómannastéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins sem heild. Ég vil svo að lokinni þess- ari umr. leggja til, að málinu verði vlsað til 2. umr. og sjáv- arútvegsnefndar í fuilu trausti þess að nefndin sjái' sér nú fært að afgreiða málið og liggi ekki á því eins og und- anfarin ár. Avarleg&sfa hættan Framhald af 6. síðu horf, sem hann skapar hjá þjóðinni gagnvart landinu, gagnvart framleiðslumöguleik- um fólksins. Eins og áður hefur verið að vikið, hefur menning ís- lenzku þjóðarinnar verið bund- in órofa böndum við starf hennar og strit í blíðu og stríðu. Samskipti mannsins og náttúrunnar í þeim marg- breytilega leik, sem við köll- um framleiðslu, hefur öðrum þræði verið orkugjafi íslenzks menningarlífs. Þróunin gengur nú í þá átt, að höggva á þessi tengsl. Ef íslenzka þjóðin á að breytast úr því, að vera starfsöm, afkastamikil fram- leiðsluþjóð í að verða sníkjandi lausingjalýður, leiksoppur braskara . og kaupahéðna, er- lendra og innlendra, er það þá sama þjóðin? Er það sú þjóð, sem beztu menn okkar dreymöi um? Flóttinn; frá framleiðslunni er alvarlegasta hættan, sem þjóðin á nú við að etja, bæði á sviði efnahags- og menning- armála. þ>að er nú brýnasta verkefnið að afstýra þessari hættu, hverfa af þeirri braut, sem nú er farin og snúa á aðra heillavænlegri. ÁA. Skipholt 5. Sími 82287 : ____________________________J ............. »■■■■*»■•*■■■■■•■■■■ Dömu-, Hcrra- og Barna- I ULLARNÆRFÖT T0LED0 Fischersundi Nokkrir menn geta fengið fast fæði í prívathúsi í Austurbænum. Uppl. í síma 80525. Þjóðviljann vantar unglinga til að bera blaðið til kaupenda í Skjólin og við Kársnesbraut ’ ■ Talið við afgreiðsluna. Þjóðviljinn, Skólavörðustíg 19. Sími 7500 I I deiglunni Framhald af 7. síðu. og helzt á færi Herdísar Þor- valdsdóttur af leikkonum Þjóðleikhússins. Þóra Frið- riksdóttir er ýmsum kostum búin, gervileg, lagleg og ung, framsögnin þróttmikil og skýr en nokkuð einstrengingsleg sem að vonum lætur; hún er munuðleg, svörul og ósvífin og lýsir vel óskoruðu valdi Abígaelar yfir hinum stúlk- unum. En hún veldur ekki hlutverkinu til fulls, skortir þá hörku, þann djöfullega kraft og trylltu ástríðu sem býr í brjósti hinnar morð- fýsnu stúlku. Hólmfriður Páls- dóttir leikur stallsystur henn- ar, hina lítilsigldu og áhrifa- gjörnu vinnustúlku sem ýmist vitnar með eða móti, og tekst að gera vandkvæði hennar eðlileg og átakanleg, þótt nokkuð skorti á öryggi og fullkomna tækni. Hinar stúlk- urnar gera líka skyldu sína: Katrín Thors, Guðrún Ás- mundsdóttir og Bryndís Pét- ursdóttir. Baldvin Halldórsson ber það ekki utan á sér að hann sé ríkastur jarðeigandi í þorpinu, en það er veigur í leik hans engu að síður, hann túlkar ágirnd, harðneskju og freka ágengni Tómasar Putnams af sannfæringu og mikill festu. Kona hans er Inga Þórðar- dóttir, hjátrúarfull og æst í skapi, kvalin af dauðabeyg og illum draumura. Það sópar að Haraldi Björnssyni sem að vanda lætur, hinum aldur- hnigna, þrætugjarna og ó- sveigjanlega bónda, hann er fjörmikill og kvikur á fæti og orðsvör hans kjamgóð og fyndin. Arndís Björnsdóttir á mikinn og góðan þátt í leikn- um, þótt henni bregði aðeins fyrir — svo fallega lýsir hún hjartahlýju, guðstrú og festu píslarvottsins, hinnar gömlu, hvíthærðu konu; Gestur Páls- son er maður hennar, bug- aður af kvíða og elli. Emilía Jónasdóttir leikur ambáttina svörtu af ósviknum þrótti, en virðist þó eiga betur heima í gamanleikum; loks er Anna Guðmundsdóttir galdranorn og Klemenz Jónsson vörður í fangelsinu. Þýðing Jakobs Benedikts- sonar er ágætt verk og merki- legt í alla staði, unnið af mikilli smekkvisi og vísinda- legri nákvæmni og þekkingu — þýðandanum tekst prýðis- vel að ná hinum máttuga, þunga, fornlega og biblíu- kennda stíl höfundarins án þess að tilsvörin verði tor- kennileg eða óþjál í munni. Búningar Lárusar Ingólfsson- ar eru hafnir yfir gagnrýni og fábreytt leiktjöld hans falla vel að efni leiksins, naktir timburveggir gulgráir að lit og öll híbýli og hús- búnaður með púritönskum svip; en málarinn hefði mátt leggja meiri alúð við fang- elsið í síðasta þætti, það er of líkt dómsalnum, seiðir ekki nægilega fram þann hugblæ miskunnarleysis og ógna sem leikslokum sæmir. Leikgestir hlýddu þögulir og hrifnir á máttug orð skáldsins og tóku leikstjóra og leikendum ágæta vel að unnu verki. ,,I deiglunni" er gleðilegt merki þess að Þjóð- leikhúsið þekki sinn vitjunar- tíma, skilji þá ábyrgð sem því er á herðar lögðf við væntum þess að fram verði haldið á sömu braut, og snilld- arverk flutt islenzkum leik- gestum á komandi árum Á.Hj. íþróitir Framhald af 8. síðu. af kappi allan veturinn undir til- sögn kunnáttumanna. í ;stjórn félagsins eru nú, Snorri Gunnlaugsson, sem hefur "átt sæti þar frá uþp'frafi;”Afbfert Jónsson, Ólafur Jakobsson, Jón H. Hálfdánarson og Snorri D. Halldórsson. Þjálfari s.l. sumar var Hannes Sigurðsson Ó D Ý R T ! Nærfatnaður lítið eitt gallaður seldur ódýrt. Verzlunin Garðastræti 6 Tékkheskt byggingarefni úr asbest-semenfi - ruggf gegn eldi dD ŒD DU cm Veggplötur, þilplötur, báruplötur, þakhellur, þrýstivatnspipur, frárennslispípur og tengistykki EINKAUMB0Ð: MARS TRADING C0MPANY Klapparstíg 20 — Sími 7373 : j CZECH0SL0VAK CERAMICS. PRA6. TEKKðSLÓVAKÍU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.