Þjóðviljinn - 15.11.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 15.11.1955, Qupperneq 7
Þriðjudagnr 15. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Björgvinjarbúar kaila bæinn sinn stundum borg binna sjö fjalla; engin ástæða ti! að efast um að þeir telji rétt. Og Loft- leiðir fóru með okkur upp á of- urhátt fjall, — en svikust um að bjóða okkur öll ríki verald- ar, enda kröfðust þær engrar tilbeiðslu. Fyrir neðan fjall þetta, Flöien, breiðist Björgvin út vrið víkur, vötn og fjöll, með marglit ljós og margskyns gull. Uppi yfir máninn blindfullur. (Við vorum enn ófullir). Og þarna uppi sá ég snöggvast inn fyrir hversdagsskel starfs- bræðra minna: hve rómantískir þeir eru. Það lá við sjálft að þeir féllu fram og tilbæðu Björgvin! Og dvölin þarna uppi hafði þau áhrif að hlédrægasti maðurinn í hópnum var á nið- okkur ýmsa markverðustu staði bæjarins, formálalaust að lesa vfir okkur á ensku. Við erum allir íslendingar og skiljum allir norsku,. svo þú skalt held- ur tala norsku, sagði Sigurður Magnússon. í „Stjörnuhöllinni" kvöldið áður var fyrsta spum- ing norska blaðamannsins er lenti við hlið mér: Skilur þú norsku? Ofuriítið, svaraði ég, til þess að valda honum ekki alltofmiklum vonbrigðum með norsku mina. Eigum við þá ekki heldur að tala ensku? spurði hann. Hann taldi ó- þarfa að spyrja fyrst hvort ég skildi ensku. Þetta, ásamt ýms- um fleiri slíkum atburðum gef- ur nokkra vísbendingu um hve enska — bandaríska — Skandi- navar telja okkur vera orðna. bands uppi á vegg, en kynóra- vofur Heimilisritsins, Venusar, Bérgmáls og Lögreglumála skipi nú þann sess í hugum íslenzkra æskumanna sem Auð- ur djúpúðga, Þorgeir ljósvetn- ingagoði, Þorkeil máni, Njál! á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda sátu hjá eldri kyn- slóðinni. Og jafnvel þótt ísvo væri myndi slík andleg mænu- sótt réna á ný, — þótt margir yrðu kannski til endadægurs að hafast við í siðferðilegum hjólastóli. • Aðeins þrjú nöfn þótt hér verði ekki skrifuð „leiðsögn um Björgvin" skal drepið á fáein atriði. Björgvin er bær þeirra Holbergs, Óla Bull og Edvards Grieg, en flest- ir íslendingar munu einhve'rju sinni hafa raulað lög eftir annanhvorn hinna siðarnefndu, eða báða. Jafnvel Holberg gamli er ekki gleymdur enn. Á leið- inni að Tröllahaugi, en þar bjó Grieg yfir 20 ár, og vann að tónsmíðum í kyrrð litlu vikur- innar, var okkur sýnt hús handan lítils vatns. 1 þessu húsi samdi Grieg lagið við Ja, vi elsker, sagði leiðsögukonan með stolti i röddinni. Svo benti hún á risbratt hús nokkru fjær inni Þarna inni á niilli trjánna leikur Oli búll enn á fiðluna sína, á hæla okkar út að Tröllahaugi komu fjórir þeldökkir Indverj- ar á pílagrímsgöngu að bú- stað — og legstað — hins norska tónskálds. Björgvinjarbúar eiga sinn urleiðinni allt í einu farinn að tala við okkur — á norsku. • f „Stjörnuhöll- inni“ Skömmu síðar um kvöldið fórum við á fund norskra stétt- arbræðra í „Stjörnuhöllinni“, einskonar „Röðli“ þeirra Björg- vinjarbúa. þar inni dönsuðu hárprúðir ungir menn og sköll- óttir gamlingjar við nýút- sprungnar sem löngu fölnaðar blómarósir. íslendingar eru (guði sé lof) frekar kven- hollir. Það er því nánast skylda okkar að var.a unga menn, sem til Björgvinjar kjmnu að fara, ofurlítið við. Björgvin er gam- all bær með hefðbundnum, fastmótuðum venjum. Þar í bæ er það ekki til siðs þótt manni kunni að lítast vel á stúlku að bjóða henni upp í dans fyrir- varalaust. Gerir þú slíkt ón þess að hafa verið kynntur dömunni með tilhlýðilegri al- vöru áttu á hættu að þjónarnir komi og fleygi þér út! (Raunar mun það svo í Björgvin sem annarstaðar, að ef maður og kona aðeins vilja heldur þeim enginn siðvenjugaddavír). Og því var það að Sigurður Magn- ússon stríddi okkar ágætu gest- gjöfum á því að Björgvin væri kynlaus bær. Það kvað ein- hvemveginn hafa síazt út að ís- lendingarnir ásökuðu Björgvin um að vera kynlausan bæ. Og vitanlega þoldi hið fagra kyn ekki slíka móðgun, heldur kvað hafa ákveðið að afsanna slík- an rógburð um bæ sinn. En því miður vorum við Hensi þá komnir heim í hótel, hann far- inn að tala upp úr svefninum á 15—20 tungum, en ég að blaða í kynlausum bókum! • Svo liyggja Skandinavar Þegar við morguninn eftir komum út í bílinn hóf leiðsögu- kvinnan, er ætlaði að sýna Björgvin er ein fegurst borga á Norðurlöndum— eða hvað finnst ykkur? • Þaðan komu landnámsmenn Þótt Sigurður Magnússon, fulltrúi Loftleiða, hefði undir- búið dvöl okkar með það fyrir augum að við gætum kynnzt sem flestu markverðu, þá verð- ur hér engin „leiðsögn um Björgvin" skrifuð, Margir af eldri kynslóðinni þekkja Björg- vin, því einmitt hún — næst Höfn — var sá erlendi bær sem flestir íslendingar sáu fyrstan áður fyrr. Eftir að áætl- unarferðir Bergenska gufu- skipafélagsíns íéllu niður í byrjun síðasta stríðs breyttist þetta. íslendingar fóru að leita í vestur. Með áætlunarferðum Loftleiða mun þetta breytast aftur. Það er ástæða til að ætla að „söguþjóðinni" renni blóðið til skyldunnar við forn- an uppruna sinn, og vilji hún gjarna kynnast Noregi betur. I huga okkar sem lásum ís- lendingasögurnar sem smá- strákar greyptust óafmáanlega nöfn staða og atburða um endi- langan Noreg, samhliða atburð- um um gervallt ísland. Og ekki vil ég trúa að óreyndu að síð- ustu útgáfur íslendingasagnanna séu aðeins einn metrí skraut- miUi trjánna: Og þarna átti Nordahl Grieg einu sinni heima. — Lög Edvards Grieg hafa borizt víðar en til Islands: eigin háskóla. (Þaðan er fyrir skömmu kominn frá riámi einn af okkar yngstu og efnilegustu arkitektum). í Björgvin er töluvert af söfnum. Ekki er ó- líklegt að margir islendingar hefðu gaman af að líta inn í fiskveiðasafnið, þjóðminja- safnið, þeirra. eða sjóminjasafnið í þessum kofa í kyrrð litlu víkurinnar vann Grieg að tón- smíðuni sínuin. Þar inni er hljúðfæri hans, borð, stóll og pennastöng eins og Iiann Itvað liafa skilið við það. Húsið háns uppi á bakkanum er nú minjasafn. • Miðstöð sigiinga og- verzianar Björgvin er hið forna norska konungasetur frá því um 1070. Það var höfnin frá náttúrunn- ar hendi sem réði úrslitum um það, að Björgvin varð ekki að- eins konungasetur heldur allt frá söguöld miðstöð siglinga og verzlunar. Þótt að baki Björg- vinjar væru illfærir fjallgarðar var sjóleiðin greið og fram á þessa öld var Björgvin mesti siglingabær Norðmanna. Skipa- floti bæjarins er talinn 783 þús. brúttólestir, enda eru sum stærstu skipafélög Norðmanna búsett þar. í höfninni í Björg- vin getur yfir 50 þús. lesta skip lagzt að bryggju. Hlutur Björgvinjar i utanrik- isverzlun Noregs er álitlegur. Fyrir þá sem hafa gaman a£ tölum er eftirfarandi: 60% af þurrfiskútflutningnum, 54% af meðalalýsinu, 43% af saltsíld- inni og 30% af niðursuðuvör- um. Geymslur frystihúsanna taka 12000 tonn. Vel að merkja fást Björgvinjarbúar við fleira en siglingar, fiskveiðar, verzl- un og túristastjan: þriðji hluti af silfurvarningi Noregs er smíðaður þar. (Seldur ferða- mönnum i líki víkingaskipa c. þ. h.). ® Vinstri stjórn Björgvin er nokkurskona: Hafnarfjörður þeirra Norð- manna — í pólitískum skiln- ingi. Bæjarstjórnarkosningar eru afstaðnar þar fyrir all- skömmu. Sósíaldemókratar eru langstærsti flokkurinn, og sósí- aldemókratar og kommúnistar stjórna bænum, hafa samtals 40 fulltrúa af 77. Fulltrúatala flokkanna er þannig: Sósíai- demókratar 34, Hægri menn 18, Vinstri 12, Kristilegi flokkur- inn 7, kommúnistar 6. Þótt ég hafi litla skemmtim af tölum, er skylt að taka til- lit til hinna mörgu sem unna þeim, og því nokkrar tölur enn. Árið 1952/53 var kostnað- ur við stjóm Björgvinjarbæj- ar 4,3 millj. af 121,9 millj. kr. heildarupphæð bæjarreikning- anna, eða 5,24%. Til saman- burðar má geta að árið 1952 kostaði stjórn Reykjavíkurbæj- ar (og er þá raunar ekki allt talið) 7,4 millj. kr. af 101 (100,98) millj. kr. heildarupp- hæð, eða 7,47%. Gjöld Björg- vinjar til lögreglu voru fyrrnefnfc ár 1,6 millj. kr. eða 1,95%, en árið 1952 greiddu Reykvíkingar fil löggæzlu 5,1 millj. kr., eða 5%. Að vísu sá ég fátt lögreglu- þjóna i Björgvin, en heldur engin merki þess að þeir þyrftu að vera fleiri. • Vinátta — jafn- rétti Björgvin er tengd íslandi margháttuðum böndum, allt frá landnámstíð, sagði Bernh Bernt- sen, varaforseti bæjarstjórnnr- innar í hófi er vi(5 satum hjá bæjarstjórninni. Við áttum Frh. á 10. síðu. ; ; í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.