Þjóðviljinn - 15.11.1955, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.11.1955, Qupperneq 9
A RÍTSTJÓRl FRÍMANN HELGASON Þriðjudagur 15. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Irlingur Pálsson sextngur Ég hef verið beðinn að skrifa ir sér ekki, hann líkir honum nokkur orð um Erling Páisson (við kappa Islendingasagnanna. fyrir lesendur Iþróttasíðui'nar, Þá vonuðust margir til þess, að þó nokkrir dagar séu liðnir frá Erlingur yrði fcýrsti Islendmgur afmæli lians, en hann varð sex- nútímans til að gera garðinn tugur 3. þ.m. jfrægan. Önnur hver fjölskylda Erlingur lærði að synda hjá jút um landsbyggðina prýddi föður sínum 1906. Svo hefur | heimili sitt með mynd af Er- verið sagt, að Erlingi hafi alls jlingi í sundfötum. Æskulýðs- ekki gengið vel að læra sund, jblöð og tímarit kepptust um enda var laugin köld, því að að lofsama hann. I Skinfaxa hún var hluti af læknum í þá jl914 er m.a. kvæði, sem heitir daga-. En eftir sundnámskeiðið Sundhvöt eftir St, Sigurðsson. hófst sundpróf, syntir voru 200 jVísurnar eru margar. Hér skulu faðmar, og kom Erlingur 10 föðmum á undan næsta manni að marki. Einum í hópnum varð þá að orði um Pál sundkenn- ara: „Ekki kenndi hann honum betur en okkur“. Upp frá þessu má segja, að Erlingur vinni hvert sundafrekið af öðru. Ég hef heyrt skyldmenni Erl- ings segja það, að Morten Han- j sen, skólastjóri hafi eitt sinn fengið Þorstein Erlingsson, föð- urbróður Erlings, í lið með sér og þeir hafi talað um það við Pái, að Erlingur hefði góða námshæfileika og það væri synd að láta hann ekki ganga menntaveginn. En þctta var á þeim árum þegar Páll þurfti mest á aðstoð sonar síns að halda svo ekkert varð úr þvþ að Erlingur gengi menntabraut- ina. Maður sér það á sögu sundsins, hvílík stoð og stytta Erlingur var föður sínum. Ungt fólk nú á dögum hef- ur ekki hugmynd um það, að Erlingur var ókrýndur konung- ur æskulýðsins, þegar hann var ungur. Frammistaða hans hafði uppeldisgildi fyrir æskulýð Iandsins,- Hann var talinn með beztu og fljótustu sundmönnum á Norðurlöndum. Menn komu utan af landi til Reykjavíkur bæði til að læra sund og til þess að sjá Erling synda. I 1. tölublaði Vísis 1914 er stór mynd af Erlingi Pálssyni. Á sömu síðu er feitletruð tyrir- sögn svohljóðandi: „Erimgur Pálsson vinnur í þriðja sinn ný- ársbikar „Grettis" og eignast hann“. Slíkar blaðagreinar voru miklu áhrifameiri þá en nú: Þetta var „Nýárssundið“ Og fór fram á nýársdag, hvernig sem viðraði, Það var synt i sjón- um, og sjávarhitinn var oft um frostmark. Ekki ómerkari mað- ur en dr. Helgi Péturss hélt ræðu við þetta tækifæri og af- henti sigurvegaranum bikarinn. Nýárssundið var herhvöt í- þróttaæskunnar til þjóðarinnar til að endurreisa forna íþrótta- menningu. Á nýárssundum héldu venjulega ræðuskörung- ar eins og Bjarni frá Vogi, Guð- mundur Björnsson, landlæknir og dr. Helgi Péturs ræður. Ræð- ur þeirra voru einnig blandaðar áróðri fyrir frelsi og sjálfstæði’ þjóðarinnar. I þessum sama mánuði skrif- ar dr. Helgi kveðjugrein’í ,Vísi‘ til Erlings, sem þá var að sigla til Englands til að kynna sér nýjungar í sundi, en Eng- iendingar voru þá fremstir í þeirri grein. Hrifning dr. Helga á íþróttaafrekum Erlings leyn- Erlingur Pálsson aðeins tvær birtar til fróðieiks: Úti í beljandi á, út í brimóðri lá hetjur byltu sér fyrr, — jafn- vel kóngborin sprund, hver einm frjáls maður svam, þrællinn fordæmið nam, íþrótt feðranna varpaði ijóma á grund. Fylgjum Erlingi á mið, nem- um sundkóngsins sið, mun þá sækjast að ávinna oss frægðarorð misst. Vinnum IslandiaJIt! gefum Is- iandiallt! heitum Islandi tryggð við þess göfgustu iist! Seint á þessu sama ári, eða um haustið 1914, hvolfdi pramma með fjónim mönnum úti fyrir Ingólfsgarði, 30 til 40 metra frá landi. Meðal þeirra, sem vorn á prammanum var Guðmundur Eyþóreson, og bjargaði hann. tveimur mönnum ásamt sjálfum sér, en sá ijórði drukknaði. Mennirnir, sem Guð- mundur bjargaði voru báðir fjölskyldufeður. Það var talið víst, að ef Guðmundur hefði hvorki kunnað sund né björg- unarsund hefðu allir drukknað. En hvar hafði Guðmundur lært? Þessi björgun var árangar af utanför Erlings. Hann fór til Englands i janúar, eins og áð- ur er sagt, en kom aftur í júní sama ár. 1 Skinfaxa frá 1914 má lesa eftirfarandi: „I London æfði Erlingur nú öll algengustu sund: grúfuaund, baksund, liliðsund og björgun og tók kennslupróf í þeim öll- um. Ennfremur dýfingar, skrið- sund og vatnsleiki ýmsa, svo sem Water Polo“. Erlingur er þá sá fyrsti, sem kennir hér björgunarsund, leysi- aðferðir og lífgun úr dauðadái. Og svo heppilega vildi til, að Guðmundur EyþórsSon var einn af fyrstu nemendum hans, því að Erlingur hóf kennslu strax og hann kom til landsins. Ég sé það í Ægi, tímariti Fiskifé- lagsins, að þar er grein eftir Erling frá 1915, sem heitir „Um sund, björgun og endur- lífgun". Erlingur innleiddi nútíma skriðsundið, dýfingar og sund knattleik (Polo). Öll kennsla Erlings var sjálfboðavinna. Hann kenndi endurgjaldslaust. Og milli þess sem . liann kenndi, stundaði hann’ 'ájó1 róðra á vertíðum og hey- vinnu -yfir sláttinn. Frá, 1908 til 1919 kenndi Erlingur sund með föður sín- um. Allir skólar sem nutu styrks úr opinberum sjóði, höfðu ókeypis sundkennslu fyrir nemendur sína. 1908 eru nemendur Páls og Erlings um 100, en 1919 lærðu um 800. Jón Hermannsson, þáver- andi lögreglustjóri, hefur ver- ið mjög vitur maður. Lögregl- an þurfti á vinsælum manni að halda, því að liún var óvin- sæl í landinu. Og fyrir áeggj- an Jóns Hermannssonar varð Erlingur lögreglumaður. Hvort sú staða Erlings hefur orðið honum til góðs eða ills, er ég ekki fær um að dæma. En Erlingur fór ekki í lög- regluna fyrr en hann ’ hafði tryggt föður sínum góða að- stoð. Bræður Erlings, Ólafur og Jón tóku við af honum. Tímarnir hafa þegar sannað, að áframhaldandi þróun sundsins var tryggð með ráðningu Ólafs og Jóns. Erlingur hélt áfram að vinna fyrir sundið, þó hann væri í lögreglunni og enn starfar hann af eldmóði fyrir þá íþrótt. Eftir að Erlingur hætti sundkénnslu starfaði hann meira út á við fyrir sundið. Fáir hafa unnið meira að því að Sundhöllin varð reist. Fáir áttu meiri þátt í því en Ex'- lingur, að sundskyldan varð að lögum. Hann er fyrsti maðurinn sem kemur þeirri hugsjón á framfæri, að gera Laugardalinn að framtíðar lystigarði Reykvíkinga. En aldrei tókst Erlingi að gera garðinn frægan með sín- um eigin sundafrekum. Ef til vill kom heimsstyrjöldin fyrri í veg fyrir það. En Erlingur á sinn stóra þátt í því, að nú er íslenzka þjóðin talin sund- færasta þjóð heimsins. Eg ætla ekki að hafa þetta lengra. Eg vildi aðeins bregða upp smá-mynd af honum. Eg vil að lokum fyiár hönd Iþróttasíðu Þjóðviljans óska Ei-lingi allra heilla í nútíð og framtíð. Einar Kristjánsson Freyr. Auglýsið í Þj óö vifl j aiiuiii Bútasala — Bútasala • Seljum allskonar búta á mjög’ lágu verði næstu daga. Við seljum ódýrt TE M PLARAS U NDI — 3 K til viðskipta- vina vorra Þrjár leiðir geSið þér valið um til þess ao fá yður iöS og irakka hjá oss. I FYRSTA LÁGI getið þér valið úr mörg hundruð fötum af mismunandi stærðum og gerðum, vönduðum og tiltölu- lega ódýrum, sem vér höfum á lager. Vér lögum fötin eftir yðar geðþótta eða eins og þarf, yfirleitt yður að kostnaðarlausu. — Reynslan sýnir að vel sniðin lnger- föt vei’ða flestir ánægðastir með. Þe.a.s. ef eitthvert það snið sem fáanlegt er hæfir vexti þeirra. Það er engin áhætta að kaupa lager-föt, sem fara vel, því kaup- andinn sér strax hvort efni og snið klæða hann. 1 ÖÐRU LAGI getum vér saumað föt á yður — eftir númeri. — Það er 100 krónum dýrara en lager-föt úr tilsvarandi efni. Þessi aðferð á við, ef þér finnið út við mátun að einhver ákveðin stærð, sem vér höfum á lager, hentar yður í aðalatriðum. E.t.v. þarf jakkinn að vera nokkrum cm. síðari eða styttri en það ,,standard“-númer sem er næst því að hæfa yður, og það er þá skrifað niður, (þegar þér pantið). — Svo getið þér valið úr þeim ca. 60 mismunandi efnisgerðum sem vér getum boðið yður og þér getið beðið um hvaða snið eða stíl, sem yður kann að detta í hug. Ný tízkublöð höfum vér ætið við hendina. I ÞRIÐJA LAGI getið þér fengið föt eftir máii. Þá kosta fötin 200 krónum meira en lager-föt úr sama efni, vegna máltöku, mátunar o.s.frv. Þessa leið velja m.a. allir þeir, sem ekki geta fengið lager-föt við sitt hæfi. Einnig í þessu falli má auðvitað velja úr hinum mörgu mismun- andi efnum og sniðum. Verð fatanna er mjög mismunandi eftir efnisgæðum. Vér getum ekki ábyrgst að efnin séu ven.ilega góð í fötum sem kosta undir eitt þúsund krónum, lager-fötin, en þegar kemur yfir það verð, getið þér verið viss um að aðeins er um góð alxxllarefni að ræða. Vér höfum nýléga fengið nokkuð aukið húsrými, þar sem verzlun vor er til húsa, og vonumst þvi til að geta mætt óskxim yðar enn betur en hingað til. Verið velkomin. Ultíma Laugavegi 20 Auglýsið I Þjóðviljanum ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■ ■■■■■MMUiaa ■ ■■■■■■ ■■••-••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»•«■■■■■■■■■'*■■■«■■■■ ■■■■•■■■•<■ •■••■■ ■■■■«■•■»•■■ ■■■■■■fl*M> » Ályktanir 10. þingsins | Framhald af 4; síðu. að hirða arðinn af framleiðslu vinnandi manna. J>ess vegna vill flokksþingið eindregið livetj a bændur landsins til að ganga til samstarfs við þau öfl er nú krefjast vinstri samfylkingar, er taki ríkis- valdið í sínar hendur og setji framleiðsluna og hags- muni þeirra er að henni vinna ofar gróðabráils ,og,. | okurstarfsemi í þjóðfélaginu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.