Þjóðviljinn - 15.11.1955, Page 11
Þriðjudagur 15. nóvember 1955— ÞJÓÐVILJINN - (11
Hans Kirk:
©g aYRir
41. dagur
menn okkar eru umgengnisgóðir og skynsamir menn, og
þegar húseigendur barma sér sýknt og heilagt um aö
þeír séu alveg á kúpunni og heimta hundraö prósent
hækkun, þá fer ekki hja því aö stjórnmálamennirnir
þoki henni upp um ein tiu prósent.
— Tíu prósent — þaö er ekki svo afleitt, því aö ekki
fer mikiö í viöhald — ekki hjá mér aö minnsta kosti.
— Og nýbyggingarnar veröa fjandi dýrar.
— Já, það er lóöið. Og ef til vill ættum viö að fylgjast
dálitiö með byggingabroskurunum, því að einhverjir
þeirra eiga eftir aö kollsigia sig, og þá er hægt áö kaupa
bygginguna við sæmilegu veröi. Ef þú fréttir um eitthvað
þessháttar ættirðu aö gera mér áö'vart.
Já, enn voru möguleikar fyrir duglega og athafna-
sama menn sem höföu hæfilegt fjármagn handa á milli,
og þessar framtíðarhorfur höfðu svo uppörvandi áhrif á
Jóhannes Klitgaard aö hann ákvaö aö fara samstundis
út á skrifstofu Frydenlunds og aögæta hvernig alit hefði
gengiö til í fjarveru hans Hann fór meö sporvagni út
á Vesturbrúgötu og þegar bann kom aö skrifstofudyrun-
um var Runge gamli að snúa lyklinum í skráargatinu.
— Nei, góöan daginn, herra forstjóri, og velkominn
aftur, sagöi gamli skrifarinn. Nú skal ég opna dyrnar,
því forstjórinn vill sjálfsagt komast inn?
Jóhannes Klitgaard nennti ekki að svara þessu, því aö
maöurinn hlaut aö geta sagt sér sjálfur aö hann. var
ekki hingaö kominn til að horfa á læstar dyr. Runge var
skjálfhentur þegar hann opnaði dyrnar aftur, því að
nú var runnin upp sú stund, þegar ákvörðun yrði tekin
um. hvort hann gæti veriö kyrr í starfinu, og hvaö ætti
hann aö taka til bragös aö öörum kosti?
— Nújæja? spuröi Jóhannes og fleygði sér niður í
skrifborðsstólinn en Runge stóö auömjúkur fyrir framan
hann. — Hvernig hefur þaö gengið meðan ég var í burtu?
— Ágætlega, herra forstjóri, sagöi Runge. Þaö hefur
bara gengið vel. Leigan hefur komið reglulega inn 1
hverjum mánuöi, og þaö eru áðeins örfáir sem skulda dá-
lítið, en þeir hafa lofað statt og stöðugt aö standa í skil-
um.
— Hvaö á nú þetta aö þýöa, Runge? sagöi Jóhannes
Klitgaard gramur. Ætlið þér nú líka áö byrja á þessari
vitleysu? Þaö var nógu slæmt hvaö ungfrú Leth var eft-
irgefanleg, en hún var þó kvenmaöur og þaraöauki
taugaveikluð, annars hefði hún tæplega kálaö sér á gasi.
Þetta pakk á aö borga á gjalddaga, annars getur þaö
hypjaö sig út.
’ — Já, auðvitaö, herra forstjóri, en þama stóö sérlega
illa á .... í öðru tilfellinu haföi maöurinn veriö veikur
og þau höföu ekki annaö en styrkinn frá sjúkrasamlag-
inu aö lifa af .... og börnin eru fjögur .... Þaö er ekM
auðvelt ....
— Nei, en þaö er auðvelt aö velta. því yfir á mig!
Hvers vegna í fjandanum fór þetta fólk ekki á fram-
færsluskrifstofuna? ÞaÖ þarf ekki annaö en sýna sig,
þá er ausiö yfir þaö peningum.
— Ekki í þessu tilfelli, sagöi Runge vandræöalega.
Þau fengu ekki neitt. Framfærsluskrifstofan vildi ekkert
leggja af mörkum .... þeir sögöu að hann heföi unniö
fyrir of miklu og hann heföi átt að leggja eitthvaö fyr-
ir, e-f veikindi kynni aö bera aö höndum. En þáö er ekki
garnan aö leggja fyrir á þessum erfiöu tímum og eiga
fjögur börn.
— Þetta var svosem nógu skynsamlegt hjá framfærslu-
skrifstofunni, sagöi Jóhannes Klitgaard. Því aö ef mað-
ur vill er alltaf hægt aö leggja eitthvað til hliöar. En
þaö er g.uöveldara að heimta hjálp og láta okkur skatt-
greiðendur borga. Og hverju bar hinn ónytjungurinn j
fyrir sig?
— Þaö eru gömul hjón sem hafa aðeins ellistyrkinn
sinn, og þau eru ósköp illa stödd, því aö styrkurinn er
hvorki fugl né fiskur.
— Og á ég svo aö borga? Nei, nei og aftur nei, Runge,
sagöi Jóhannes og sló flötum lófanum í skrifboröiö. Og
viö tveir þurfum aö tala alvarlega saman í eitt skipti
fyrir ÖU. Sjáið þér til, þegar maöur hefur eins mikla pen-
inga handa á milli og í fasteignafélaginu Frydenlund
er aöeins ein stefna sem gildir, reglusemi í viöskiptum.
Viö rekum þau viösMpti aö leigja út íbúöir, og hvernig
fólkinu líður sem í þeim býr kemur okkur hreint ekkert
viö. Þaö þarf bara aö koma meö peningana á gjalddaga,
og ef þaö gerir þaö ekki, getur þaö hypjaö sig út. Þótt
þaö lendi á götunni, þá stendur mér þaö á sama , þótt
þaö lendi á fátækraheimili stendur mér þaö á sama, og
þótt öll fjölskyldan drepi sig á ga&þ, þá..þragða,at mér
vindillinn minn ekM vei’r fyrir þaö. Skiljiö þér þetta,
Runge?
— Já — já, einmitt, sagöi Runge og skalf í hnjáliðun-
um. Þetta á aö vera á hreinum viðskiptagrundvelli, seg-
ir forstjórinn.
— Enga náð og miskunn fyrir mína peninga! ÞaÖ ‘
verðiö þér aö gera yöur ljóst undir eins, ef þér ætliö aö
ílendast hérna hjá mér. Þetta er afareinfalt: meöan fólk
stendur í skilum hefur þaö rétt til aö vera í ibúöinni
eins og löggjöfin er. En ef það borgar ekki á gjalddaga,
hef ég rétt til aö bera þaö út meö fógetavaldi, og það
ætla ég svo sannarlega aö notfæra mér. Og svo er enn
eitt atriði, Runge, sem ég þarf aö segja yður, fyrs! viö
erum aö tala alvariega saman á annaö borð. ÞaÖ kemur
fyrir aö ég lána út peninga meö vöxtum sem mér þykja
hæfilegir eftir atvikum, þótt þaö sé fjandans áhætta.
Og þau viðsMpti veröiö þér líka aö sjá um, því aó ég
hef mikiö aö gera, og til hægðarauka veröum viö að
skrifa yöur fyrir lánveitingunum. En ég get sett yöur
betur inn í þau mál síöar, því aö nú verö ég aö fara. &ælir.
Hann kinkaöi kolli til Runge og hvarf út um dyrnar.
Gamli skrifarinn lét fallast niöur í skrifborðsstólinn sem
húsbóndi hans var nýstaöinn upp úr. Hann fól andlitiö
í höndum sér og fann aö hann var skelfing gamall og
53
%
is^
nmmecúe
si o.uumaítraiið m.
MinRÍngar
i
eru tll sölu .í skrlfstofu Sö-
síalistaflokksins, Tjarnar-
götu 20; afgTeiöslu l»jóðvilj-
ans; Bókabúö Kron; Bólca-
bú3 Máls ng ntennlngar,
SkólavörSustíg 21, og í
Bókav. I'orvaldar Bjarna-
sonar í HafnarfirSl.
, t. - k V
ibyxur
Verð frá kr. 93,00
Fischersundi
igtir og sknm
—*\
eimflisþáttnr
Hór hiti táknar ekki œvinlega
alvarleg veikindi
Faðir minn,
Magnás lónsson.
Baugsvegi 31, andaðist 9. nóvember s.l.
BálfÖr hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda.
Stefán O. Magnússon.
i>egar maður mæiir litla barn-
ið og kemst að raun um að það
er með yfir 40 stiga hita, er ekki
undarlegt þótt móðirin verði
skelfingu lostin. Auðvitað er líka
sjálfsagt að vitja læknis undir
eins þegar hitinn er svona hár og
það þarf að meðhöndla barnið
méð varúð, en það er óþarfi að
gera sér of miklar áhyggjur af
háa hitanum. Börn fá oft ofsa-
háan hita, jafnvel þótt um létta
sjúkdóma sé að ræða. Venjuleg'
ofkæling getur orsakað 40 stiga
hita hjá litlu barni.
Aftur á móti er engin trygg-
ing' fyrir því að lágur hiti tákni
það að sjúkdómur sé vægur og
góðkynjaður; margir alvarlegir
sjúkdómar hefjast með lágum
hita. Það gerir litla sjúklingnum
með háa hitann ekkert til þótt
mamma sé afar varkár, en það
getur verið hættulegt ef gengið
er fram hjá lægri hita. Ef barn
virðist lasið á maður aldrei að
hugsa sem svo; Hitinn er ekki
nema 38, það g'etur ekki verið
neitt alvarlegt. I flestum tilfell-
um er sem betur fer ekki um
alvarlega sjúkdóma að ræða, en
þó kemur það fyrir, og sem dæmi
má nefna að lömunarveiki hefst
oft með 38 stiga hita. Þegar um
langvinna víruslungnabólgu er að
ræða, er hitinn oft milli 38 og 39.
Botnlangabólgu fylgir stundum
enginn hiti.
Og hvort sem barnið er með
háan eða lágan hita, má maður
aldrei lækka hitann með töflum,
áður en maður veit hvað að barn-
inu er. Hitalínuritið er þýðingar-
mikið fyrir lækninn til þess að
geta greint sjúkdóminn og í öðru
lagi er hitasóttin sjálf varnar-
ráðstöfun líkamans gegn sjúk-
dómnum. f baráttunni gegn sjúk-
dómnum hækkar líkamshitinn
og með því að draga úr hitan-
um getur maður torveldað lík-
amanum þá baráttu. Venjulega
er hiti ekki lækkaður með töfl-
um, nema um ofkælingarsjúk-
dóma sé að ræða; sótthitinn er
varúðarráðstöfun líkamans.
Skinnbryddingar eru -mikið
notaðar á dragtir, og hægt er að
nota þá hugmynd ef mann lang-
ar til að hressa upp á gamla
dragt. Nýtt er að nota stóra
kraga úr refaskinni, og það er
bæði notaður silfurrefur og ann-
ar refur. Dragt sem skreytt er
með svo áberandi skinni barf
að vera mjög látlaus í sniðinu.
í mörgurn tilfellurh er skinn-
skrauiið notað við dragtina en
ekki haft á henni. Skinnklútar
eru notaðir í hálsinn, hatturmii
hafður úr skinni eða skreyttur
skinni, og' stórar, glæsilegar
töskur eru saumaðar úr skinni.
Á þennan hátt má nota skimT-
afganga, því að maður getur
sjálfur ákveðið hve mikið skinn
maður vill nota. Einnig sjást
lítil uppslög og bryddingar úr
skinni á vasalokum.
llðSVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús
Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. — Blaða-
menn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H.
Jónsson. Magús Torfi Ólafsson. — AuglýsingastJóri: Jónsteinn Haraldsson. — RitsUórn,
afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími: 7500 (3 linur). — Askrift--
nrverð kr. 20 á mánuði 1 Reykjavík o« nágrenni: kr. 17 annarsstaðar. — LausasöluverB
kr. 1. — Prentsmiðja ÞjóðvU-ians h.í.