Þjóðviljinn - 20.11.1955, Blaðsíða 4
■■■■■■^•■■■•■■■•■■■■■aiaaaimmMiaatasaaaaaaaaaHaBaaaBaatftmtQ
’4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunaudagur 20. nóvember 1955
Cerbylting á næstu árurvrí
smíði bílhreyfiisins
Ðagar bulluhreyfilsins eru senn faldir
— gastúrbinan tekur viS af honum
r Á næstu árum veröa miklar breytingar á gerö' bíla,
■ marg'ar nýungar eru á næstu grösum, veriö er aö reyna
þær og þær hafa reynzt vel, aöeins er eftir aö hefja
' stórframleiöslu á bílum sem þeim eru búnir, en af því
veröur fyrr en varir.
Við höfum getið ýmissa ný-
unga hér á síðunni áður, eins
og t. d. þeirra sem hinn nýi
bíll Citroens er búinn og við
höfum sagt nokkuð frá áætl-
unum um smíði kjarnorku-
knúins bíls, sem áreiðanlega
verða framkvæmdar á næstu
áratugum. En margar aðrar
nýungar eru í bígerð.
11
Ratsjárhcmlar
■ »
Ein þessara nyunga mun
sennilega draga mjög úr
. slysahættu og ber því sér-
staklega að fagna henni. Hér
er um að ræða ratsjárhemla.
Hemlunum verður stjórnað af
i ratsjá sem komið verður fyr-
1 ir framan á bilnum. Þegar
bíllinn nálgast einhvern lilut,
t. d. annan bíl eða bílskúr-
! inn, sendir ratsjáin boð til
1 hemlanna, sem munu þá hægja
: á bílnum eða stöðva hann.
1 Þetta áhald verður þannig
1 úr garði gert að það taki til-
lit til hraða bíisins og fjar-
I lægðar hans frá vegartálman-
um. Bíllinn verður þannig
stöðvaður skyndilega, ef bíll
sem ekur skammt á undan
stanzar fyrirvaralaust. Ef
bíllinn á undan er langt frá
jþegar hann hægir á sér eða
stanzar, munu hemlarnir að-
eins draga úr ferð bílsins á
eftir. Ökumaðurinn getur þó
ævinlega stjómað hemlunum
að eigin vild, ef engin hætta
er á ferðum, með þvi að auka
benzíngjöfina, t. d. ef hann
ákveður að fara fram úr bíln-
um á undan.
Bandaríska vikublaðið TIME
skýrir frá því að slíkir rat-„
sjárhemlar muni verða í bíl-
um eins bandaríska bílafram-
leiðandans árið 1957.
Blöndungurinn úr sögunni?
En þetta segja fróðir menn
að sé aðeins upphafið og langt
frá að vera merkasta nýung-
in sem fram muni koma í
bilum næstu ára. Sú merkasta
er sögð vera að á næstu ár-
um mun gerð stórbreyting á
bílhreyflinum. Sú breyting er
fólgin í því að blöndungurinn
verður lagður niður og tekið
upp benzinspýtingarkerfi fuel
injection system) áþekkt því
sem lengi hefur verið notað
í flugvélum og kappaksturs-
bílum. Þetta kerfi hefur hing-
að til ekki verið notað í venju
legum bílum sökum kostnað-
ar, en síaukinn kostnaður
hinna nýju fjögurra hólfa
blöndunga hefur mjókkað bil-
ið, jafnframt því sem gerðar
hafa verið ýmsar endurbætur
á spýtingarkerfinu til nota í
venjulegum biium.
I blöndungnum er benzínið
blandað lofti, síðan er bland-
an sogin frá blöndungnum
gegnum innsogspípuna inn í
strokkana. Þegar spýtings-
kerfið er notað, eru litlar dæl-
ur sem eru i sambandi vio
hvern strokk látnar spýta
blöndu benzíns og lofts með
þrýstingi inn i brunaholið.
Með þessu kerfi fæst betri
hraðaaukning, einkum í upp-
hafi, aukin afköst og spar-
..neytni.
Síðasta endurbótin á bullu-
hreyflinum?
Telja má líklegt að þetta
verði síðasta endurbótin á
bulluhreyflinum, en allmörg
ár munu að líkindum líða þar
til hún verður í almennri
notkun. Þegar saga bullu-
hreyfilsins er öll, mun túr-
binuhreyfillinn taka við. En
bilið milli þeirra mun senni-
lega verða brúað af öðrum
hreyfli, sem er skyldur báð-
um.
Þetta millistig hefur á
ensku verið kallað „free-
piston engine“. Langt er síðan
menn fóru að ráðgera smíði
slíkrar vélar, en ýmsir tálm-
ar voru í veginum, sem ekki
hefur verið sigrazt á fyrr en
nú nýlega. I hinum venjulega
hreyfli snúa bullurnar sveifar-
ásnum þegar sprengingarnar í
strokkunum reka þær niður
og flytja þannig orkuna út í
drifkerfið og knýja bílinn. í
,,frjálsbulluvélinni“ er enginn
sveifarás. I hans stað ertt tvær
bullur, hvor sínum megin í
strokknum, sem þrýsta gasi
með gífurlegum þrýstingi inn
í túrbínu. Túrbínan sendir síð-
an orkuna til hjólanna um til-
tölulega einfalt drifkerfi. Með
þiví að gera sveifarásana ó-
þarfa og drifkerfið stórum
einfaldara dregur þessi vél
úr þunga bílsins, kostnaði og
afkastatapi vegna núnings-
mótstöðu og bætir þannig
nýtingu eldsneytisins og spar-
neytni.
Framhald á 10. síðu.
Allt á sczma stað
' fiMk* r.
- .
r' /.
-
'• 1**5, u.
Ef j
þér !•
notið
ný
CHAMPION
KERTI
dagiega
eru um 100.000.000 —
hundrað milljón —
CHAMPI0N kerti í notkun í heiminnm
Hi. Egill Vilhjálmsson
LAUGAVEG 118 — SlMI 8-18-12.
Nýi DKW hefnr breikkað um
10 sm. Hreyfillinn er 38 hö. og
liámarkshraði 120 km/klst.
Einkaumboð á Islandi:
Iabelia frá BorgAvardverksmiðjunum hefur verið rómaður fyrir
fallegt útlit, og nú er hægt að fá hann af þeirri gerð sem hér
sést á myndinni, bæði fyrir farþega og vöruflutninga. Útlitið
er svipað, óbrotnar og einfaldar línur, og vélin er sú sama.
Fjaðrirnar hafa verið styrktar og hjólin stækkuð til að hann
geti borið 520 kg.
sýndu þannig þrjár nýjar:
BMW 503, fjögurra manna
hraðakstursbil, 140 hestafla
sem getur farið 190 km á
klst., BMW 505, og BMW 507,
einnig hi’aðakstursvagn, 3,2
lítra eins og BMW 503, en há-
anarkshraðian 220 km/lrist.
Daimler-Ðenz sýndu nýjan
Mercedesvagn, Mercedes 220
A, sem rúmar fimm menn,
afkastar 85 hestöflum og hef-
ur 155 km/klst. hámarks-
hraða. Nýr bíll frá Lloyd kom
á óvart, hann hefur 600 sm'
fjórgengishreyfil, 19 hestafla,
hámarkshraði 95 km/klst.
Hann er glæsilcgur þessi Mercedes, f jögurra metra langur. Það
er nýja gerðin 190 SL. Hann er sjálfsagt ekki sérlega hentugur
til að aka í vinnuna í, og á sjálfsagt bezt heima á kappaksturs-
brautum.
Miklð og gott úrval
að þýzkum bílum
Við höfum sagt hér á síð-
unni frá nýjum brezkum,
ítölskum, frönskum, sovézk-
um og bandarískum bílum,
en hingað til síður getið um
þýzka bíla. Það er ekki af
því að Þjóðverjar fylgist ekki
með á þessu sviði, þvert á
móti mætti segja: það eru
Frankfurt am Main alþjóðleg
bílasýning, sú mesta sem um
getur á Þýzkalandi. 642
verksmiðjur sýndu þar fram-
leiðslu sína, þar af 47 er-
lendar, frá Bretlandi, Frakk-
landi, Danmörku, ítalíu, Belg-
íu, Austurríki, Hollandi, Sviss
og Tékkóslóvakíu. Á sýning-
Trúir því nokkur að hér sé kominn alþýðuvagninn þýzki? En
svo er, aðeins er yfirbyggingin Önnur en venjulega, hún er
smíðuð hjá Karmann í Frankfurt eftir ítölskunt teikningum.
aðrir sem fylgja þeim eftir. unni voru að sjálfsögðu auk
Víst er um það að þýzku bíl- bílanna sjálfra og annárra
arnir eru miklum kostum bún- vélknúinna ökutækja livers
ir og þýzkir bílasmiðir hafa kyns hlutir til þeirra.
að mörgu leyti verið braut-
ryðjendur, nægir þar að Nýir þýzkir bílar
minna á alþýðuvagninn þýzka. Þýzku verksmiðjurnar sýndu
Því verður bætt fyrir þessa ýmsar nýjar gerðir. BMW
vanrækslusynd með lýsingu
á nokkrum nýjum þýzkum
bílum.
Alþjóðleg sýning
Fyrir skömmu var haldin í