Þjóðviljinn - 25.11.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1955, Blaðsíða 9
* Rrrsrjóm. fpJmann helgasqn Frá þingi F.E.Í. ESni til 'happdiættis ef Itægt verSur Um íþróttir kvenna var mjög mikið rætt á þingi FRÍ. Áður hefur verið getið af- stöðu Þorsteins Einarssonar sem vill gera þeirra hlut sem beztan og að keppni þeirra fari fram um leið og karlamótin. Ymsir- éötdn að erfitt væri rrð framkvæma kvenna- og karla- mótin saman. Lárus Halldósson: Get ekki séð að það sé ómögulegt að framkvæma kvenna og karla- keppni á sama móti. Kvenna- mót hér í Reykjavík yrði ekki nógu virðulegt. Það myndi auka fjölbreytnina og aulca áhorf- endafjöldann. Nefndin, sem athugaði til- lögur Þorsteins, hallast ekki að sérstöku kvennamóti og leggur til að horfið verði að því sem áður var. Axel Jónsson tók í sama streng og var tillaga Þor- steins samþykkt mótatkvæða- laust. I umræðunum upplýstist það að starfandi væri nefnd kvenna sem er ráðgefandi um íþróttir þeirra og hefðu þær sent stjórn ÍSÍ tillögur um þau mál. Opin- berlega hafa þær tillögur hvergi komið fram og heldur ekki vit- að hvernig stjórn ÍSl hefur unnið úr þeim og gæti verið fróðlegt að sjá það og gagn- legt, ef nefnd þessi á að vera annað en nafnið tómt. Það einkennilega kom líka fram að í tillögum kvennanefnd- arinnar var engu orði vikið að frjálsum íþróttum. Hefði sann- arlega verið mikils virði að liafa tillögur kvennanna sjálfra og viija um það, hvernig þeim fyndist málum þeirra, æfingum og keppni bezt borgið. Eg er þeirrar skoðunar að ef veruleg- ur skriður á að komast á þátt- töku kvenna í frjálsum iþrótt- um, sé bezta ráðið að fá konur með í framkvæmdastai’fið, hafa þær með í ráðum. Það get- ur því verið rnjög skynsamlegt fyrir stjórn FRÍ að kjósa sér 2—3 konur til samstarfs um þessi mál. Því verður ekki neit- að að mál kvenna eru heldur sniðgengin. Sem lítið dæmi má Úefna að iiin ágæta hugmynd um íþróttadaginn er ekki látin ná til kvenna. Fyrir þær þurfa aðrar tölur og greinar. Væri e.t.v. ekki of seint að koma þeim með í keppnina ennþá. Yrði að því horfið mundi ekki ónýtt að hafa konur með í þeim undirbúningi og áróðri. Hvað sem því veldur þá vii’ðist frjáls- íþróttum kvenna ekki sá sómi sýndar sem æskilegt er og eðli- legt, ef litið er á hið svonefnda jafnrétti kai’la og kvenna. Séu körlum líkamsíþróttir nauðsyn, þá hlýtur það sama að gilda fyrir konur. Hafi íþróttir fé- lagslegt gildi fyrir karla hlýtur það sama að vera um konur. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma: Ársþing FRÍ '1955 samþykkir að heimila stjórn sambandsins að efna til happdrættis í fjár- öflunarskyni fyrir sambandið, um bifreið eða annan vinning, sem stjórnin ákveður. 1 sambandi við tillögu þessa má að gefnu tilefni benda stjórn Föstudagur 25. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 KRÍ á. að reyna að tryggja fyrirfram að frjálsíþróttafélög- in a.m.k. hér í höfuðstaðnum, þar sem salan verður sjálfsagt mest, verði ekki með liapp- drætti samtímis. Friðarþing FRÍ! Áður en þingi lauk þurfti Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ, að fara, en hann var gestur þess. Um leið og hann kvaddi þing- ið sagðist honum m.a. á þessa leið: — Það hefur sannarlega ver- ið ánægjulegt að sitja þetta friðarþing FRÍ. Ég þakka góðar framsögu- ræður sem hafa verið fræðilega fluttar. Margar góðar tillögur hafa komið fram. I sambandi við bílhapphrættið vil ég benda stjórn FRÍ á að forðast sam- keppni við aðra aðila. Stjórn ISÍ lenti í samkeppni við sam- bandsaðila með sitt happdrætti. Vil ekki þreyta þingfulltrúa með því að tala mikið um íþróttir kvenna. Þær eiga að iðka íþróttir, uin það þarf ekki að deila, en skiptar geta orðið skoðanir um það hvaða íþróttir þær eiga að iðka. Þá vil ég minna á að hér er til blóð- banki sem alltaf vantar blóð. Það er mjög æskilegt að ein- mitt íþróttamenn gefi blóð. I- þróttahreyfingin myndi vaxa af því. Við það að gefa % lítra fær íþróttamaðui’inn eftirlit sem er jafnvel betra en skoðun í- þróttalæknis. Þetta er málefni sem alla varðar. Vil svo óska þinginu far- sældar í starfi og allra heilla. Yfirlýsing frá bíóeigendum Svíþjóð vann Portúgal 6:2 Svíþjóð keppti við Portúgal um síðustu helgi í knattspyrnu, og fór leikurinn fram í Lissa- foon. Úrslit urðu þau að Nor- urlandabúarnir unnu með 6 mörkum gegn 2. Portúgalarnir foöfðu aðeins úthald í annan hálfleikinn. Fyrri hálfleikur endaði 1:1, en þegar líða tók á síðari hálfleik gerðu Svíarn- ir mörkin með stuttu millibili. Til að byrja með var leikur- inn mjög tvísýnn og skemmti- iegur. Fyrsta mark Svia setti Hamrin, en á 32. mín. jafnaði Portúgalinn Agnas. Hann gerði líka hitt mark Portúgala. Mörk Svíanna gerðu: Nilsson, Löv- gren, Johnsson og Sandell, sem elcoraði tvö síðustu mörkin. í dagblaðinu Vísi 22. þ.m. er birt grein undir fyrúsögn- inni „Bíóhléin tekin upp aftur“. Er þar skýrt frá því að hléin í kvikmyndahúsunum hafi ver- ið tekin upp á nýjan leik. Jafn- framt er skýrt frá því að kvik- myndahúsin hafi hækkað verð aðgöngumiðanna, vegna þess að afnema átti hléin. Út af þessu vill Félag kvik- myndahúsaeigenda taka fram: 1. þ>að er ekkert samband á milli hækkunar á aðgöngumiða- verði og afnáms hléa. Miðaverðið var fyrir skömmu hækkað um eina krónu vegna síaukins reksturskostnaðar, t. d. hækkunar á kaupi, auglýsingum, rafmagni, myndaleigu o.m.fl. Þessi hækkun ,var ákveðin löngu áður en til tals kom að afnema hléin. Þó kvikmyndahúsin hafi nú neyðst til þess að hækka verð aðgöngumiða lítið eitt er verðið hér mun lægra en í öðrum löndum. í þessu sambandi má geta þess að fyrir síðasta stríð var meðalverð miðanna hér um kr. 2,50 en er nú á milli 8 og 9 krónur, en ef fylgt hefði ver- ið öðrum verðhækkunum í þjóð- félaginu síðan fyrir stríð, ætti meðalverðið nú að vera einhvers- staðar á milli 25 og 30 krónur, hver miði. 2. Atkvæðagreiðslan um afnám hléa sýndi að mjög stór hópur kvikmyndahúsgesta vildi hafa hlé áfram, eða rúmlega 10 þús. manns af 24 þúsundum, er greiddu atkvæði. Atkvæða- greiðslan sýndi hví að hléin eru ekki eins óvinsæl og látið var í veðri vaka. Sum kvik- myndahúsin hættu þó strax að hafa hlé og hafa eklci tekið þau upp aftur, en önnur hættu að nokkru leyti. Nú hafa kvikmyndahúsin á- kveðið að afnenta hléin 5 daga vikunnar, en til þess að taka tillit til hins stóra minnihluta kvikmyndahúsgesta verður hlé framvegis á sýningum 2 daga vikunnar. Er það það von kvikmyndahús- eigenda að allir megi vel við una og öllum sé gert til hæfis og ættu því frekari umræður um málið að vera óþarfar. Reykjavik 23/11 1955 Stjórn félags kvikmyndahúseig- enda í Reykjavík. NIÐURSUÐU VÖRUR Hátíðia byrjai ekki íyrr en kveikt hefir verið á kertuniiM Skrautkerti Antikkerti Gotikkerti Blómakerti Brúðukerti J ólakerti Parafínkerti Sterinkerti Altariskerti Vatnarósir INS nmrtg frá Menntamálaráði Islands Umsóknir um styrki eða lán af fé þvl, sem væntanlega verður veitt í þessu skyni á f járlögum 1956 til íslenzkra námsmanna erlendis, verða að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1043, Reykjavíkj fyrir 1. janúar næstkomandi. Um væntanlega úthlutun vill Menntamálaráð sérstak- lega taka þetta fram: 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt íslenzku fólki til náms erlendis. 2. Framhaldsstyrkir eða lán verða alls ekki veitt, nema umsókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem umsækjendur stunda nám við. Vottorðin verða að vera frá því í desember þ.á. 3. Styrkir eða lán verða ekki veit.t til þess náms, sem hægt er að stunda hér á landi. 4. Tilgangslaust er fyrir þá, að senda umsóknir, sem lok- ið hafa kandidatsprófi. 5. Umsóknir verða að vera á sérstökum eyðublöðum sem fást í skristofu menntamálaráðs og hjá sendiráðum Islands erlendis. Eyðublöðin em samskonar og notuð hafa verið undanfarin ár fyrir umsóknir um náms- styrki og lán. Nauðsynlegt er, að umsækjendur geti um núverandi heimilisfang sitt erlendis. Prófskírteini og önnur fylgislcjöl með umsóknunum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar sem þau verða geymd í skjala- safni menntamálaráðs, en ekki endursend. Æskilegt er, að umsækjendur riti umsóknir sínar sjálfir. Rafvelfa á Suðurlandi óskar eftir að ráða til sín raflagnaeftirlitsmann frá nsestu áramótum. Nánari upplýsimgar gefur Rafmag’nseftirlit rík- isins Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.