Þjóðviljinn - 25.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.11.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. nóvember 1955 —■ ÞJÓÐVILJINN — (7 FyrirmyncLar staöur til að hreinsa grænmeti og pvo u'p'p [ efíir máltíðir er stálvaskurinn meö stóra brettinu. KaupiS strax miSa i Árin eftir stríðið hefur ver- ið mikið rætt um eldhús í sambandi við hentugt húsnæði. Mönnum er ljóst að ekki ein- ungis úrelt og óhentug eldhús heldur einnig ný, en alltof lítil eldhús gerðu störf hús- Rúgbrauð er auðvelt að skera án þess að færa brauðhnifinn, því að hann stendur á eins konar hillu sem draga má út. móðurinnar óþarflega erfið og þreytandi. Á vegum húsnæðis- málastjórnar var í Danmörku sett ó laggirnar nefnd árið 1947, sem undirbjó samkeppni um úrvalseldhús, sem hentaði í hvaða nýtízku húsnæði sem væri og gæti létt störf hús- móðurinnar. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri fyrir hendi næg þekking á þvi hvemig gott eldhús ætti að vera. Gerðar voru fjölmargar rannsóknir á þvi sem fólk hafði í eldhúsum sínum, hvemig hlut- irnir væru notaðir og það kom í ljós að viðast hvar var rýmið of lítið. Matarskáparn- ir urðu of litlir og það þurfti að geyma postulínið í stofun- um o.s.frv. Innrétting nýju eldhúsanna byggist á því að eldhúsi þarf að skipta niður í mörg vinnu- pláss sem raðað er niður á hentugan hátt innbyrðis, og sumum er hægt að sleppa ef rýmið útheimtir bað. Að no’ckru leyti hefur verið stuðzt við sænska reyrslu. í eldhúsum' þtssum er t. d. bökunarkrókur. Reynslan hef- ur sýnt að húsmæður hafa únægju af að baka sjálfar og því hefur verið hugsað fyrir nauðsynlegu borðplássi með skápum fyrir bakka til að hnoða i, kökukefli og annað þess háttar. Hér er líka hægt að smyrja brauð og brauð- hnífurinn stendur á hillu sem hægt er að draga út, svo að ekki þarf að flytja hann til. Tekið er tillit til þess að mat- vörur þurfa mismunandi geymstu. Vörur sem geymast bezt í svala og dálitlum raka hafa sérstakan skáp, þær sem þurfa mikinn kulda geymast í ísskáp. Yfir ísskápnum sem gefur frá sér hita er geymsla Á þessari mynd sést m.a. hillan milli vasks og eldavélar, sem húsmóðirin getur dregið út og unniö við sitjandi. fyrir kex og hrökkbrauð og það sem þarf þurra geymslu. Lóðréttar pönnur í Sví- þjóð, láréttar í Daninörku .Mikilvægasta vinnuplássið í eldhúsinu er milli vasksins og eldavélarinnar. þ>ar er plata * sem draga má út og húsmóðir- in getur setið við og unnið á j þægilegan hátt. f skápnum fyrir ofan getur hún náð auð- velalega í skálar, föt og þess háttar. Steinplata hægra meg- in við eldavélina er ætluð fyr- ir heita potta og þess hátt- ar. Undir plötunni er skápur fyr- ir potta, skaftpotta og pönnur. í Svíþjóð voru pönnurnar hafð- ar lóðréttar eins og í bókaskáp, en það kom í ljós að danskar húsmæður vildu gjarnan geyma feitina sem eftir verður ó pönn- unni að iokinni steikingu, og því eru pönnurnar þar látnar standa lárótt. Pottahillurnar má draga út, svo að hægara er að komast að poitunum. Og vitaskuld er stálvaskur í eldhúsinu —- tvöfaidur, annar til að skola leirinn, hreinsa grænmeti o.þ.h. og hinn til uppþvotta. Maður þvær frá hægri til vinstri og vinstra megin við vaskana. er stálplata til að taka við vatni og .grind að þurrka leirinn á. Leir- tauið er geymt í skápnum fyrir ofan (en ekki inni í stofu), hnífar og gafflar í skúffu fyr- ir neðan og þarna eru einnig lausir bakkar sem leggja má hnífapörin á í skyndi og bera, þau inn í stofu þegar lagt er á borð. Kústaskápurinn er þægilega innréttaður, og gólffatan, sem venjulega er geymd á gólfinu, stendur á hillu svo að ekki þarf að beygja sig eftir henni, og flöskur með þvottalegi og hreinsiefnum, t.d. sýrum standa svo hátt uppi að böm geta ekki náð í þær. Og lamparnir? Lampinn miili eldhúsborðs og vasks er hafður allneðarlega, og fyr- ir honum er plata, annar iampi lýsir yfir eldavél- ina og í miðju lóftínú’ er Ijós — í eldhúsi þurfa að minnsta kosti að vera þrjú ljós. Ljós- rör eru ekki notuð, þvi að þau eru dýr. í notkun, þegar oft er kveikt og slökkt á þeim og birtan af þeim gerir matinn ó- girnilegan. Hvað um opnu eld- liúsin? Talsvert hefur verið rætt um svonefnd „opin“ eldhús, þar sem húsmóðirin á að geta unn- ið í miðri íbúðinni, talað við gestina án þess að vera ein- angruð við eldhússtörfin. Arki- tektarnir halda því fram að slík eldhús séu ekki tímabær enn sem komið er, því að loft- ræsting sé ekki orðin nógu fullkomin. Auk þess gerir slikt eldhús miklu meiri kröfur til húsmæðranna, eidhúsið þarf alltaf að vera í röð og reglu og tandurhreint. f pottaskápnuni má draga hill- urnar út os pönnurnar eru geymdar hver yfir annari, lá- rétt svo að feitin renni ekki af þeim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.