Þjóðviljinn - 01.12.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.12.1955, Qupperneq 7
Fúnautudagur 1. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eánn at' traustustu fonífí- ismönnum sósíalismans á ís- iandi, Steinþór Guðmimds-' f son kennari, er 65 ára í dag. | Þegar á unga aldri skipaði | hann sér í hina fámeunu sveit sósíalista, fyrst. í Al- þýðufiokknum, siðar Sósíal- istaflolíknum, en Steinþór er einn af stofnenduin hans. Fáa menn get ég hugsað mér sem - frábitr.ari eru hverjum minnsta votti af sjálfshóli en Steinþór Guðmundsson er. Þegar ég skrapp heim til hans í gær virtist hann telja fátt frásagnarvert um ævi sína og starf, ég varð blátt áfram að hefja yfirheyrslu, — og hér'er árangurinn. — Ætt og uppruni? — Eg er kominn í beinan karilegg af Magnúsi sútara á Siglunesi á Barðaströnd (d. 1830-1840), — lengra veit ég ekki um ætt mína, svaraðij Steinþór og brosti. Foreldrar mínir voru Helga Helgadóttir og Guðmundur Eggertsson. Fæddur er ég á Holti við Arn- arfjörð, en fluttist á fyrsta ári að Krossdal í Tálknafirði og ólst þar upp. — Og hvað um æskuárin? — Eg missti föður minn þeg- ar ég var á 11. ári, — og fór að fást við sjóróðra strax og því varð við komið. Fékkst við sjómennsku í Tálknafirði og víðar á Vestfjörðum. Stúdentspróf eftir eins vetrar skólasetu — Og svo tóku skólaárin við? — Já, ég fór að reyna að basla við skólagöngu. Stúdent varð ég 1911. Raunar var ég ekki nema 1 vetur í Mennta- skólanum, tók fyrst gagnfræða.- próf, og stúdentspróf tveimur árum síðar. — Það hlýtur að hafa verið ólíkt örðugri aðstaða til að lesa undir stúdentspróf þá en ungir menn hafa nú. — Ojá, það dugði ekki ann- að en gleypa þetta í sig á hlaupum eftir því sem tími vannst til. Háskólanám í Höfn og Reykjavík — Og svo? ■ — Eftir það var haldið til Kaupmannahafnar og lifað á Garðstyrk næstu 4 árin við nám á verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn, en ég var þó lengst af þeim tíma „spítala- matur.“ Þegar Garðstyrkurinn var þrotinn hélt ég heim til Reykjavikur, og lauk þar guð- fræðiprófi 1917. Eftir það fór ég strax að gefa mig að kennslustörfum. 1 ’ Mcr líknr Þótt stundum sé eríitt að kenna henni, ber ég hið {yllsta traust til hennar” ÍK Segir Sfeinþó? Guðmunds- s«m eftir kernisSustarl £ iær Tók á móti Stephan G. Stephanssyni — Þú munt hafa tekið mik- inn þátt í starfi ungmennafé lagsskaparins í þann tíma er þau buðu Stephani G. heim. — Já, á háskólaárunum í Reykjavík starfaði ég ir.ikið í ungmennafélögum og það er rétt að ég starfaði í heimboðs- nefndinni er sá um móttöku Stephans G. er honum var boð- ið heim 1917. Ungmennafélögin áttu frumkvæðið að því að bjóða Stephani G. heim, en heimboðsnefndin var skipuð fulltrúum ýmissa félaga í Reykjavík og nágrenni, m. a. voru í henni Guðmundur Finn- bogason og Ágúst H. Bjarna- son prófessor. — Þetta hljóta að hafa verið ánægjulegir dagar? — Já, þeir voru hinir á- nægjulegustu í alla staði, svar- ar Steinþór, brosir við og svipurinn yngist skyndilega er hann rifjar upp þessar minn- ingar. Stephan G. dvaldi hér á landi frá 16. júní og fram í október. Þótt ungmennafé- lögin, og þá fyrst og fremst hér i Reykjavík og nágrenn- inu hefðu forgönguna, voru mjög almenn samtök um mót- töku Stephans G. Stephans- sonar. — Voru ungmennafélögin þá ekki næstum einu æskulýðssam- tökin i landinu? — Jú, ungmennafélögin munu hafa verið eini æskulýðs- félagsskapurinn sem eitthvað kvað að, að undanteknum stúdentafélögum. Þoldi ekki daður \ið Dani — Var það ekki um þetta leyti sem þú gerðist sósíalisti? — Jú, ég gekk snemma í Jafnaðarmannafélag Reykja- víkur, — en sagði mig úr þvi félagi ásamt Jörundi Brynjólfs- syni o. fl. vegna afstöðunnar í samningunum við Dani 1918. Okkur þótti forustumenn fé- lagsins ekki standa nógu fast í ístaðinu gagnvart Dönum. Eftir það var ég ekki í nein- um pólitískum félagsskap fyrr en Einar Olgeirsson stofnaði Jafnaðarmannafélag Akureyrar árið 1924, en til Akureyrar flutti ég 1918 og var þar í 15 ár. Gleymdi formennskunni! — Þú byrjaðir snemma að taka þátt í verkalýðssamtökun- um? — Eg kynntist þeirn fyrst í hásetaverkfallinu 1916, þá hýsti ég einn verkfallsmanninn. Eg fylgdist því með þeim átökum (líka því þegar Jónas frá Hriflu var að lesa yfir þeim!) Eg bjó þá í húsi Ottós Þor- lákssonar, sem var miðdepill í stéttasamtökunum, en um þær mundir voru þeir að undirbúa stofnun Alþýðusambandsins. Og síðan ég kom í félagsskapinn hef ég nokkumveginn óslitið Steinþór Guðmundsson tekið þátt í baráttunni. — Lentirðu aldrei í neinum átökum ? — Nei, ekki lenti ég í nein- um ,,ævintýnim,“ — einu siuni í tuski á Akureyri. Lenti í á- flogum út af togaranum Rán í verkfalli. — Hvað varst þú að reka finguma í það? — Eg var þá formaður verkamannafélagsins. Þannig hafði Steinþóri gleymzt að telja það frásagn- arvert að hafa verið kosinn formaður Verkamannafélagsins á Akureyri, sagði frá því næst- um í ógáti! Má af því ráða hvort hann muni ekki hafa gleymt fleiru sem vert væri frásagnar. Þannig mun hann hafa gleymt því að hann sat í bæjarstjóm Akureyrar sem fulltrúi verkalýðsins. Síldarsöltun — Fleira muntu hafa starf- að fyrir verkamenn á Akureyri en fljúgast á út af Rán? — Já, ég var fulltrúi verka- lýðssamtakanna á Norðurlandi í stjóm Síldareinkasölunnar meðan hún stóð. Vann mikið áð þeim málum með Einari Ol- geirssyni þar til hann var hrakinn frá og sildareinkasal- an Iagðist niður skömmu síð- ar. Eg var líka með í að stofna Söltunarfélag verka- lýðsins, sem átti að vera til atvinnubóta og til að bæta hag verkalýðsins á Akureyri. Eg veitti því forstöðu í 4 ár, en eftir það mun það hafa far- ið að veslast upp. Eg byrjaði að fást við síldarsöltun fyrir norðan og hafði hana í hjá- verkum á sumrin fyrst eftir að ég kom suður. Stofnun Sósíalistaflokksins — Og stjómmálaafskipti? — Eftir að ég kom hingað suður aftur fór ég í alvöru að fást við þau mál, og þá einkum í sambandi við sameiningu verkalýðsflokkanna, Kommún- istaflokksins og .Alþýðuflok ,cs- ins og var einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og hef átt sæti í miðstjórn hans frá upp- hafi. (Steinþóri finnst víst ekki taka að segja frá því að hann hefur verið varaformaður hans sl. tvö ár.) Allir sósíalistar í Reykjavik vita að Steinþór var eimnitt formaður Sósíalistafélags R- víkur fyrstu árin, og allir þeir sem muna fyrstu ár þess, 1938, Finnagaldurinn 1939, hernámið 1940 og herleiðingu ritstjóra Þjóðviljans vita að það vom ekki nein makindaár til að- gerðaleysis og leti. Steinþór var einnig fulltrúi Sósíalistaflokksins í bæjar- stjóm Reykjavíkur í 2 kjör- tímabil eða 8 ár samfleytt, og undirrituðum er persónulega kunnugt um að í bæjarstjóm Reykjavíkur átti reykvísk al- þýða öraggan fulltrúa þar sem Steinþór Guðmundsson var. Þarf því ekki að ergja hann á spumingum um það. Er að byggja 36 íbúða sambyggingu — Þú hefur látið mál kenn- ara, einkum byggingamálin, mikið t.il þín taka. — Já, Byggingarsamvinnu- félag kennara var stofnað 1945. Eg var fyrst formaður þess, en síðan framkvæmda- stjóri. Á fyrstu árunum var aðalstarfið að útvega félags- mönnum lán til bygginga, sem þeir framkvæmdu svo sjálfir. Nú byggir félagið á eigin veg- um. Núna erum við að byggja 36 íbúða sambyggingu við Fjallhaga, fyi-ir félagsskapinn. Þá getur undimtaður einnig bætt því við að kaup og bygg ing húsnæðis þess er Þjóðvilj- inn hefur undanfarið haft á Skólavörðustíg 19 mæddu fyrst og fremst á Steinþóri Guð- mundssyni, og eiga sósíalistar Steinþóri mikla skuld ógoldna fyrir dugnað hans og ósér- plægni í þeim málum. Fólkinu bezt borgið undir eigin st.jórn — Þú fórst til Sovétríkjanna s. 1. sumar. -— Já, s.l. ár veittist mér sú ánægja að heimsækja Sovétlýð- veldin, mér til mikillar gleði, og fullvissa mig um það, sem ég raunar elaðist aldrei um áð- ur, að fólkimi er bezt borgið undir sinni eigin stjórn. Eg fékk tækifæri til að fara til Stalíngrad og sigla gegnum Volgu-Donskurðinn, til að sjá uppbygginguna þar sem hún er stórstígust. — Og Stalíngrad? — Það er glæsilegt borgar- stæði og lagður mikill myndar- skapur í byggingarnar á Volgu- bökkum. Borgin er talin ná yf- ir 60 km. langa strandlengju meðfram Volgu, en vitanlega eru ekki samfelldar byggingar á öllu því svæði. Stalíngrad mátti heita bókstaflega öll logð í rústir í heimsstyrjöldinni, en hvergi sá ég rústir, nema nokk- ur hús sem varðveitt era til minja. Sem dæmi um hvað uppbygg- ingin gengur ört er t. d. að í maí s.l. vor byrjuðu þeir á grunni barnaskóla fyrir 650 börn. Þegar ég var í Stalín- grad, í lok ágústmánaðar, voru þeir að hlaða efri liæðina, —■ og það var ákveðið að skólinn tæki til starfa 20. nóvember. (Skyldi Gunnar okkar Thor- oddsen geta lært þar nokkuð? varð mér að hugsa, en ég athugaði ekki að leita áiits Steinþórs). Mér líkar Ijómandi vel við æskuna — Hvenær byrjaðir þú kennslu ? — Fyrsta kennslustarf mitt var stjóm Flensborgarskólan3 veturinn 1917-1918 í fjarveru Ögmundar Sigurðssonar. — Þú hefur kennt við marga skóla ? — Já, ég hef kennt við ýmsa skóla eftir að ég kom suður aftur, auk kennslu við Mið-* bæjarskólann og Gagnfræða- skóla Vesturbæjar hef ég kennt við Menntaskólann og Kenn- araskólann. En nú er ég hættur, kominn á eftirlaunaaldur, en kenni þó dálítið í vetur. ■— Og hvað segir þú imi æskuna eftir þetta langa kennslustarf ? — Mér líkar ljómandi veí við æskuna yfirleitt. Þótt stuuduiii sé erfitt að kenna henni ber ég fyllsta traust tit hennar, og er í aðra röndina hálftregnr til að slíta öll sam- bönd við liana. Mér er það sér- stakt ánægjuefni að 2 af börnum mínum hafa gerzt kennarar og að sonur minn — sem einnig á afmæli í dag — hefur tekið við skólastörf- unum. Kennsla var einnig starf konu minnar á tímabili, Þegar ég nú er orðinn ein- stæðingur er það mín mesta umbun að hafa hjá mér börn mín, sem tekið hafa að sér mitt lífsstarf. Í=S^==! Rabbinu við Steinþór Guð- mundsson er lokið. Þjóðviljina óskar Steinþóri hinna beztu heilla á afmælisdaginn og þakkar hans mikla og trausta framlag, er seint verður full- metið. J. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.