Þjóðviljinn - 10.12.1955, Qupperneq 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. desexnber 1955 -
s---------------;-------; •'v
þiðeviuiNN
■Otgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
s_________________________v
Vextirnir—versti
dýrtíða r va I d u r i n n
Grein Halldórs Halldórssonar
arkitekts í Þjóðviljanum í gær,
og hinar merku upplýsingar
hans um hinn mikla þátt vaxt-
anna í verðlaginu mun vekja
eftirtekt og umhugsun margra.
Það hefur alltaf verið stefna
íslenzkrar alþýðu, þegar henni
hefur tekizt að hafa áhrif á að-
gerðir stjórnmálaflokka þeirra.
sem kennt hafa sig við hana,
að halda vöxtunum lágum.
, —'-T*
Islenzk alþýða til sveita knúði
fram lága vexti af Framsóknar-
f’okknum t.il Byggingar- og
la.ndnámssjóðs, — aðeins 2%
— er hann var stofnaður forð-
ura daga.
Islenzkur verkalýður knúð;
fram á Alþingi 2% vexti ti'
verkamannabústaða og síðar ti’
útrýmingar heilsuspillandi íbúð-
ura meðan íslenzk sjónarmið enn
réðu í efnahagsmálum. — Nú
fyrst, þegar alræði amerísks
auðvalds er komið í algleyming
í þjóðarbúskapnum fyrir aum-
irgiahátt og undiriægjuskan
valdhafanna, eru vextimir hækk
a'ir unp í 5V2%, jafnvel upp f
7% af lánum til almennra í
búðarhúsa.
Þegar íslenzk alþýða hafði á-
hrif á ríkisstjóm landsins á ný-
sköpunarámnum, tókst að
Iriýja það fram fyrir harð-
fylgi Sósíalistaflokksins að
vextir af stofnlánum til togara.
bíta og fiskiðjuvera vom settir
2%,—- En það er að heita má
það eina af róttækri vaxtalög-
gjöf —, sem staðist hefur högg-
omistönn amerísks auðvalds í
Islenzkum þióðarbúskap, —-
enda hefur afturhaldinu tekist
að stöðva öll ný lán með þeim
kiorum.
Island þjáðist á ámnum 1930
til 40’ undir hrammi brezka
bankaauðvaldsins. Þá var
vaxtabvrðin af skuldunum til
þess beint um 200 kr. á hverja
fimm manna fjölskyldu í land-
inu. (iDagsbrúnarkaup var þá
1,45 um tímann og árstekjur
margra aðeins 1500 kr.).
Brezka auðvaldið kunni að
maka krókinn. Það skildi hvað
báir vext.ir eru efnilegir til arð-
ráns, enda segir máltækið um
þolgæði Bretans að „Jón Boli
etandist allt nenia 2%“.
Ameríska auðvaldið skipu-
leggur nú arðránið á landi vom
í sama stíl, íslenzku og erlendu
peningav-aldi til auðs, en allr;
vórri duglegu, starfsömu þjóð
til armæðu og þyngsla.
Þeim ríkisstjórnum, sem set-
Ið hafa að völdum hin undan-
fömu amerísku niðurlægingar-
ár, hefur ekkert verið heilagt,
nema peningurinn og rentan af
honum: gróðinn, auðurinn. —
Velferð mannanna, heiður og
frelsi föðurlandsins, allt það
var þeim einskis virði.
Það er hér, sem þarf að brjóta
við blað. Það verður að hnekkja
valdi peningaima og oki vaxt-
anna. Það verður að setja
manninn og vinnu hans í önd-
.vegi ,í þjóðfélaginu.
FJÖLDI vina minna og
kunningja hefur farið
þess á leit, að ég segði
frá samveru okkar Halldórs
Laxness í Kaliforníu, þvi nú
vilja allir vita allt sem vitað
verður um þetta fræga skáld
okkar. Mér er bæði ljúft og
skylt að verða við óskum þeirra,
þó ég sé enn ekki nógu gamall
til að fara að skrifa endur-
minningar mínar yfirleitt.
Það haía gengið slíkar trölla-
sögur af félagsskap okkar á
þessum árum, að hætt er við
að þeir, sem búast við einhverj-
um reyfarasögum, verði fyrir
vonbrigðum.
Skömmu eftir að stríði lauk
kom Thompson, sá er þýddi
Sjálfstætt fólk á ensku, í heim-
sókn hingað. Haim spurði mig
hvort saga, sem hann hafði
heyrt af okkur Halldóri meðan
við vorum í Kalifomíu, væri
sönn. Við hefðum verið auralitl-
ir, eins og satt var, og þá
hefði Halldór farið með gítar
um öxl á ýmsa skemmtistaði
og sungið og spilað fyrir fólkið,
en ég gengið í kring með hatt-
inn á eftir. Ég hló, en svaraði
ekki spurningunni. Þeir sem
þekkja okkur báða þurfa ekki
á neinu svari að halda.
I París sagði Pétur Benedikts-
son sendiherra mér aðra sögu,
sem er sýnilega samin útaf
skeggi mínu, sem mér tók þó
ekki að vaxa fyrr en tuttugu
árum eftir að sagan liafði átt
að gerast. Við hefðum verið
auralitlir eins og vant var, en
þá hefði Halldór gerzt leikpré-
dikari, farið út í garð og staðið
upp á kassa til að prédika. En
hann lét sér ekki nægja að
flytja fólkinu guðsorð, heldur
sagðist hann hafa Jesúm Krist
hcrna með sér — og ýtti fram
vini sínum Magnúsi Árnasyni,
alskeggjuðum.
Nú hélt ég að sagan væri öll,
en nokkrum mánuðum síðar
varð ég samskipa Kristjáni Ál-
bertssyni á leið heim og þá
sagði hann mér niðuilag sög-
unnar: Þegar leikprédikarinn á
næsta kassa sá hvað Halldór
dró að sér mikinn mannfjölda,
varð hann öfundsjúkur og
heimtaði að Jesús geíði krafta-
verk. En þá flýtti Magnús sér
til rákarans.
Það væri synd að segja, að
Halldör Kiljan Láxness væri
eina skáldið á Islandi.
★ •
Skömmu fyrir jól 1927 hafði ég
tækifæri til að skreppa suður
til Los Angeles, þar sem kunn-
ingi minn fór einn í bíl frá San
Francisco og ætlaði að vera í
burtu í viku. Ég hafði verið
sex mánuði í Los Angeles
nokkrum árum áður og átti þar
nokkra góða kunningja. Á að-
fangadagskvöld var mér boðið
til miðdags hjá Jóni Þorbergs-
syni söngvara* ásamt Bjarna
Bjömssyni skopleikara. Þetta
var á þeim árum, þegar vín-
bann var í Bandaríkjunum, en í
Kalifomíu er mikil vínviðar-
rækt, og nú vora allir markaðir
yfirfullir af rúsínum og því
ekkert við vínberin að gera en
að fleygja þeim. Þá var það
ráð tekið að leyfa hverju heim-
ili að framleiða 400 potta af
rauðvíni á ári til eigin þarfa.
Að öðra leyti giltu sömu lög
um meðferð vínsins og mátti
* Jón JÞorbergsson hafði fegrurstu
söngrödd. sem ég hefi nokkru
sinni heyrt úr ís’enzkum barka.
Mér er alltaf minnisstætt er hann
söng fyrir mig Fífilbrekku Árna
Thorsteinssonar með allri fegurð
ljóðs og Tags, en lagði auk þess í
það tuttugu ára söknuð þrettán
ára drengs af Vesturgötunni i
Reykjavík. Því miður varð ekkert
úr hans miklu hæfileikum sökum
ei-fiðra heimilisástæðna og heiisu-
brests Cbronkítis),
ekki taka það út af heimilinu
og fyndist það í bíl, var billinn
gerður upptækur auk annarra
sekta. Gestgjafinn hafði fram-
leitt hið ágætasta vín og nutum
við þess ríkulega með máltið-
inni.
Það hafði verið ákveðið að við
færum allir þrír á fund skálds-
ins unga frá Islandi eftir mat.
Og nú vildi Jón Þorbergsson
að við tækjum með okkur átta
potta ílát með víni til að dreypa
á um kvöldið, en kona hans og
ég öftraðum þvi, sem betur fór
eins og síðar kom á daginn.
Ég hafði heyrt talsvert um
skáldið talað, þó erfitt væri að
fylgjast með því sem gerðist
heima, enda fór það ekki dult
eftir vestur-íslenzku blöðunum
að dæma, hverskonar maður
væri hér á ferð. Auk þess hafði
Ársæll bróðir minn skrifað mér
af óvenjulegum áhuga um
skáldið, um það leyti sem hann
var að gefa út Undir Helga-
hnúk. Halldór þekkti mig einnig
af orðspori og einkum fyrir
þýðingar mínar á Tagore. Svo
hafði hann einnig orðið svo
frægur að sjá mig og heyra á
kvöldskemmtun þar sem ég
hafði lesið upp frumsamin æ in-
týri, ég 17 og hann 10-11 ára,
og þótt mjög til fyrirmyndar.
Auk þ-ess áttum við sameigin-
legan kunningja þar sem Jó-
hann Jónsson var.
Halldór bjó þá í litiili en snot-
urri íbúð, stofa, svefnherbergi
og eldhús.
Um kvöldið var mikið ta’að og
mikið hlegið. Jón hafði jafn
dillandi hlátur og rödd hans
var heillandi. Bjarni var snjall
skopleikari, en skemmtilegastur
í góðum félagsskap, því þá kom
kímni hans og glettni berast
í ljós. Og auðvitað höfðum
við Halldór okkar sögur að
segja.
Svo var það klukkan eitt um
nóttina. Ég stóð frammi á gólfi,
sneri baki að hurð og var að
að segja einhverja sögu, þeg-
ar skyndilega var barið harka-
lega að dyram. Ég sneri mér
við og opnaði og óðara var rek-
inn stór fótur milli stafs og
hurðar, en lögregluhúía skagaði
yfir höfði mínu og önnur á
bak við. Þeir raddust þegar inn
og spurðu hvað gengi hér á.
Ekkert, sagði ég, við eram hér
aðeins fjórir samlandar að
skemmta okkur. Við sjáum nú
til, sögðu þeir og leituðu dyr
um og dyngjum að vínföng-
um, en fundu ekki. Þá báð-
ust þeir afsökunar, sögðu að
kæra hefði borizt úr næsta
húsi, því fólk gæti ekki sofið
fyrir hávaðanum í okkur og
báðu okkur að loka glugganum
og hlæja ekki alveg eins hátt.
Ef við hefðum haft vínið með-
ferðis, hefðum við eílaust allir
verið teknir á lögreglustöðina
og sennilega orðið að dúsa í
steininum alla jólanóttina.
Þetta vora okkar fyi’stu
kynni.
Að ytra útliti kom Laxness mér
þannig fyrir sjónir: Hann var
allhár, rúmlega meðalmaður á
hæð, mjög grannur og óvana-
lega mjóbeinóttur; hárið ljóst
en lítið, ennið hátt, augabrúnir
ljósar, nefið fremur stórt og
neðri vör framstæð r.okkuð
Augun vora einstaklega falleg,
ljósblá og tindrandi og lýstu
vökulli ihygli, góðvild og kímni.
Hendurnar voru sérlega falleg-
ar og langar og fingur mjóir,
og hefðu hæft píanista engu
síður en rithöfundi. Hann var
snyrtilega til fara, fjörlegur I
íasi, ekki friður, en óvenjulegur
að mörgu leyti og bauð af sér
góðan þokka.
Síðar heimsótti ég Halldór að
degi til. Þá hringdi síminn og
fór fram langt samtal. Það var
við húseigandann, sem var ís-
lenzkur harðjaxl og dugnaðar-
forkur — og skáld. Hann var
að láta Laxness heyra síðasta
kveoskap sinn, en Plalldór end-
urorti Ijóðið í símanum og stór-
bætti. Mér skildist að þetta
væri næstum dagleg iðja og að
með því greiddi hann húsa-
leiguna.
Nú fór ég til San Francisco
aftur og hafði Bjarna Björns-
son með mér, sem varð upp-
hafið að hans löngu pílagríms-
göngu heim, en það er nú önn-
ur saga.
Eftir þetta skrifuðumst við
Halldór á og nokkra síðar varð
það úr, að hann kom til min
og settist að í vinnustofu minni.
Ætlunin var að reyna að þýða
Vefarann á ensku, sem við og
gerðum, þó af vanefnum væri.
Það tókst þó ekki verr en það,
að Upton Sinclair, sem las þýð-
inguna rækilega yfir, taldi að
hver góður próíarkalesari gæti
lagfært hana í hendi sér. En út-
gefanda fengum við engan, þó
Sinclair hefði úti allar klær.
Nú liggur handritið í Lands-
bókasafninu.
Við störfuðum að þýðingunni
saman í fjóra til fimm mánuði,
en alls tók það mig hálft annað
ár að ljúka henni. Jafnhliða
unnum við auðvitað að okkar
eigin störfum. Laxness orti sum
af sínum beztu ljóðum á þess-
um mánuðum, en ég samdi lög
við jafnóðum. Ljóð frá Syríu
(Ég er sú sorg —) orti hann
12. febrúar ’28, en ég lagið
daginn ertir. Þá orti hann Leir
skálmandi um gólfið og hnoðaði
leir um leið, en ég samdi lagið
sama dag. íslenzk vögguljóð
urðu þá einnig til og lagið litlu
siðar. Ég á enn framdrög kvæð-
isins, sem sýna vel starfsaðferð
skáldsins við yrkingar sínar.
Síðar sendi liann mér frá Los
Angeles Hún var það alt — og
Vor hinsti dagur er hniginn,
sem ég einnig samdi lög við.
En alls eru lögin orðin ellefu
/■
Magnús Á. Ár
við Ijóð Halldórs og kallast
syrpan Laxnessía*
Halldór skrifaði'þama nokkra
kafla Alþýðubókarinnar. Ann-
ars var eins og hann hefði
„tæmt“ sig eftir Vefarann, eins
og hann væri að þreifa fyrir
sér og sækja í sig veðrið tii
enn stærra átaks. Ég tel engan
vafa að hann hafi þroskazt
mikið þennan tíma, sem hann
var í Ameríku, þó lítið liggi
eftir hann af fögrum bókmennt-
um frá þeim áram. Það er
geysilegt stökk frá Vefaraniun
til Sölku Völku. 1 Vefaranum
er hann eins og brokkgengur
foli eða liestsefni, en í síðara
verkinu eins og vel taminn gæð-
ingur. En síðan hefur hann
heldur ekki linnt sprettinum og
vaxið með hverju meiriháttar
verki.
Hann skrifaði þá ýms brot, sem
síðar urðu að þáttum. Ég mun
hafa gefið honum tilefni til
tveggja þeirra. Það fyrra var
frásaga frá Alaska tvinnuð
saman við uppfinningu, sera ég
þóttist hafa gert. En sagan
var svo djörf, að Halldór kom
sér ekki til að lesa hana fyrir
kunningja. okkar, þó ég þrá-
bæði hann um það. Nú mun
það handrit týnt. Hitt var aí
Sigga vini mínum og mér, er
við hittumst í heimsókn hjá
gamalli íslenzkri konu,** sem lá
veik. Báðir vora nokkuð brjóst-
góðir, en fremur trúlitlir. En
Siggi hafði köllun til að aftrúa
alla,*** þar sem ég bar fulla
virðingu fyrir hvers manns trú.
Það var ekki að sökum að
* Ekkert þessara laga hefur enh
verið sungið hér heimia að -undan-
skildu Ég er sú sorg —, ©em Goið-
mundur Jónsson söng i útvarpið S
fyrra.
**■ Oddný Sigurðsson, móðui-systir
Valtýs Sitefánssonar ritstjóra.
*** Irskur vinur minh óinn sagði
um hann: There is no God hut
XngerSoll and Siggi is Hís prophet.
Þessi mynd af HaHdóri I.ax nrss er, eins og hin mynd-
in, tekin í Los Angeles í Kallfomíu árið 1928, og
birtist hún framan við 1. útgáfu Alþýðubóliarinnar
árið eftir.