Þjóðviljinn - 17.12.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.12.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. desember 1955 Útgefandi: Sameiningarflckkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — I»ú skalt ekki stela Það boðorð kristinna manna sem mælir svo fyrir að menn skuli ekki stela er ekki í mikl- um hávegum haft um þessar mundjr. Að vísu má segja að kapítalistískt þjóðfélag . hafi stuldinn að undirstöðu, en þó hafa alltaf gilt um það ákveðn- ar reglur hvernig þeim verkn- aði skyldi háttað og siðgæðis- boðorð hafa verið innrætt í samræmi við það. En einnig þessar reglur eru nú að engu hafðar, menn brjóta lögin hik- laust og án nokkurs sálarstríðs — og það er ekki annað að sjá en þeir haldi „virðingu“ sinni óskertri, og jafnvel magnast hún. Heildsalar og fjármála- menn þykja aðeins hafa sýnt framtak í bissniss ef þeir hirða hundruð þÚ3unda á ólöglegan hátt, og ef menn ræna meira en milljón fá þeir stórriddara- kross með stjörnu og eru gerð- ir bankastjórar. Það hefur sannarlega gerzt margt á Islandi síðan sauða- þjófnaður var það afbrot sem menn fengu ekki undir risið, hvorki lífs né liðnir. Nýlega héldu hin nýju siða- lögmál einnig innreið sína í heim bókmenntanna á eftir- minnilegan hátt. Kristmann Guðmundsson sendi frá sér „heimsbókmenntasögu" og það var sannað upp á hann hér í blaðinu að stórir hlutar verks- ins væru teknir ófrjálsri hendi frá víðkunnum norskum prófess- or og bókmenntafræðingi. Enn átakanlegri var þessi verknað- ur þar sem ritið var gefið út af bókaforlagi íslenzka ríkis- ins, og nú héldu þeir sem ekki kunna hina nýju háttvísi að refsing myndi fylgja glæpnum. Það gat þó varla minna verið en bókaforlag ríkisins hætti tafarlaust sölu á ritinu, bæði hinn erlenda prófessor afsök- unar og byði honum skaðabæt- ur ef hann vildi þiggja. En þetta var bamaskapur manna sem ekki fylgjast með tímanum. Forlagið auglýsir enn bókina sem ákaflegast og virð- ist stefna að því að gera sem flesta íslendinga að þjófsnaut- úm. Og síðan óhæfuverkið sannaðist hafa birzt umsagnir um afrek Kristmanns í Morg- unblaðinu, Tímanum og Al- þýðublaðinu. Þar er ekki á heinn hátt reynt að véfengja að bókin sé eins til komin og sannað var hér í blaðinu; sú hlið málsins er aðeins afgreidd með því að segja að skrif Þjóð- viljans séu „kommúnistísk á- rás“ og hvað þarf þá frekar vitnanna við? Síðan er Krist- manni sungið lof og dýrð, farið mörgum fögrum orðum um framtak hans og sagt að þann- ig eigi' menn að skrifa fyrir íslenzka alþýðu. Þett'a er hið fullgilda her- liámssiðgæði, og er ekki að efa að ttæst fær Knstmann stór- hækkuð skáldalaun og trúlega stórriddarakross með stjömu. Eri hið kristna boðorð sem vitn- áð var til í upphafi er orðið komxnúnistískur óhróður, runn- Jpn undan rússneskum rifjum. •g* réftar! arviija T" Áhrlf kosningahandalaga á úrslitln verSa minni en í siSusfu kosningum Verðbréf í frönskum stórfyrirtækjum lækkuöu í verði á kauphöllinni í París dagimi eftir að framboösfresti lauk til þingkosningaxma 2. janúar. Fréttaiitari Reuters í París segir að verðfallið stafi af því að stóreignamenn dragi þá á- lyktun af framboðunum að liðs- afli hægri flokkanna á þingi muni skerðast verulega í kosn- ingunum. Elur fengur . . . Meirihluti hægri flokkanna á þinginu sem rofið var stafaði af kosningalögum, sem veita lista eða listabandalagi sem fær helming greiddra atkvæða í kjördæmi eða meira öll þingsæt- in sem þar er kosið um. í Frakklandi er kosið um 554 þingsæti í 103 kjördæmum. Kosningalögin komu í stað hreinna hlutfallskosninga og voru sett til þess að hindra að kommúnistar fengju þingstyrk í samræmi við kjörfylgi flokks- ins. Þessum tilgangi var að veru- legu leyti náð í kosningunum 1951, vegna þess að borgara- flokkarnir og sósíaldemókratar gerðu með sér kosningabandalög í flestum kjördæmum og hirtu í krafti hinna nýju kosningalaga öll þingsætin í nær helmingi kjördæmanna. í kosningunum annan í nýári horfir öðru vísi við. Nú hafa hægriflokkamir, miðflokkamir n«»*M**«t> ca«t«t«k * og sósíaldemókratar gert kosn- ingabandalög í aðeins 10 kjör- dæmum. í 59 kjördæmum hafa hægriflokkarnir kosningabanda- lög og í 45 kjördæmum hafa komizt á kosningabandalög milli sósíaldemókrata og þess hluta borgaralegu miðflokkanna sem fylgir Mendés-France að málum. Andkommúnistiska fylkingin frá 1951 gengur því klofin til kosn- inga að þessu sinni. Kommúnistum spáð þriðjungi fleiri þingsætum Stjórnmálamenn í París telja, á kosningalögunum. Fréttaritaii Rcuters telur að þeir muni vinna um 30 þingsæti, fá um það bil 125 þingmenn kjörna. Óánægja er mikil meðal sósí- aldcmókrata yfir afstöðu flokks- stjórnaiinnar, sem hafnaði kosn- ingabandalagi við kommúnista en gerði bandalög við borgara- flokka, þar á meðal eitt af flokksbrotum gaullista. Telja ýmsir að óánægðir sósíaldemó- kratar muni kjósa kommúnista. Framboð hreyfingar þeirrar sem kennd er við Poujade, og hvetur kaupmenn og smáat- vinnurekendur til að neita að að borga skatta, kann að valda töluverðu raski innan hægri flokkanna. Fylgismenn Poujade bjóða sig fram í 46 kjördæ'mum, og gizkað er á að þeir kunni að fá milljón atkvæða af 22 milljón- um sem búizt er við að verðí greidd. ...... ■ \ 5831 frambjóðandi Alls keppir 5381 frambjóðandi um þingsætin 554 í Frakklandi að þessi röskun á bandalögum sjálfu og á Korsíku. Listamiv l nýkomin Noi'thern Trading CempiTj Kirkjuhvoli — Sími 7155 •■MaHMMiiMaaaKMaMHHHuuuaHauuHamHMHHHiiianiinMiiaaHi verði til þess að þingsæti skipt- ist eítir hiutfallsreglum í að minnsta kosti tveím þriðju kjör- dæmanna. Kommúnistar eru sá flokkur sem fyrst og fremst mun græða á þeirri breytingu. Þeir fengu 94 þingsæti í síðustu kosningum útá 5.100.000 atkvæði. (Til samanburðar má geta þess að sósíaldemókratar fengu 103 þingsæti útá 2.700.000 atkvæði). Borgarablaðið Le Monde spáir því að kommúnistar muni nú vinna aftur verulegan hluta þeirra þingsæta sem þeir voru sviptir 1951 með breytingunni sem bornir hafa verið fram eru 095. Árið 1951 voru framb.jóð— endurnir 3946. Af þingmönnum á franska þinginu eru 30 kosnir í Alsír og: 53 í öðrum nýléndum Frakk- lands. Upphaflega var gert ráð fyrir því að kosið yrði í Alsír sama dag og í Frakklandi sjólfu, en kosningum þar hefur nú verið aflýst. Sjálfstæðishreyfing lands- búa tiótaði að gera kosningar ó- framkvæmanlegar. Ríkisstjórnin; í París ráðgerir að láta þing- mennina sem kosnir vofu í Alsír 1951 sitja áfram fyrst um sinn. Flugbjörgtisiassveiiin kynnir ■■■■■■■■■■■■■ i i sem auglýst var í 74., 75. og 76. tbl. Lögbirtingar- blaðsins 1955 á v.s. Von Í.S. 100, nú R.E. 326, talin eign Þorkels Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs. íslands, Jóns Bjarnasonar hdl. og Björgvins Sigurðssonar hdl., um borð í skipinu í Reykjavíkurhöfn, fimmtudaginn 22. desember 1955, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Keykjavík ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■U(UUH«H»MMU»n>UUUMMMUMMI ■■•■■■••■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■i(ll>aaa>aal,IIIIH((aaaa(MII(lalll vogsbuar Gerið jólainnkaupin í tíma — Höfum allt, sem þér þarfnist í jólabaksturinn og á jólaborðið: JÓLAÁVEXTIR nýir, niðursoðnir, ' þurrkaðir. GRÆNMETI nýtt og niðursoðið. SÆLGÆTI SÍGARETTUR VINDLAR DILKAKJÖT Súpukjöt Læri Hrygg Kótelettur. SALTKJÖT HANGIKJÖT SVIÐ SVtNAKJÖT RJÚPUR : Einnig' leikföng -í miklu úrvali og alls konar smávörur. Kaupféiag Kópavogs Álfshólsvegi 32 — Sími 82645. CHET BAKER fremsta jazzleikara Bandaríkjanna á hljómleikum í Austurbæjarbíói sunnudaginn 18. þ. m. UPPSELT Aðrir hljómleikar mánudaginn 19. þ. m. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói og Músikbúð- inni, Hafnarstræti 8. Aðeins þessir tveir hljómleikar Flugbjörgunarsveitin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.