Þjóðviljinn - 17.12.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1955, Blaðsíða 12
Sjóncirmið hótekj umcmno ráð mdi csigreiðsln laimdagcnii Lagfœnngar á kjörum láglaunamanna felldar - ekkert fékkst hróflaÖ viS hœkkunum til hátekjumanna Alþingi hefur nú afgreitt ný launalög. Eftir samþykkt laganna hafa sumir flokkar hátekjumanna fengið yfir 30 þús. króna hækkun árslauna á rúmu ári, á sama tíma sem láglaunafólk hefur fengið 3—4 þúsund í hækkun. KáÖherrarnir heyktust á 47% hækkuninni sér til handa. Eins og frá var sagt í blað- inu í gær voru launalögin rædd i neðri deild í fyrrakvöld og af- greidd til efri deildar, sem ekki gerði neinar breytingar á fnim- varpinu. Nokkrar breytingartillögur lágu fyrir frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar og skal þér getið nokkurra: Lúðvík Jósepsson lagði til, að á laun í þrem hæstu flokkun- um kæmi ekki sú 9-10% hækk- un sem er í framvarpinu, og ekki nema að nokkru 1 IV. fl. Kvaðst hann bera þessa tillögu fram til að sannreyna, livort nokkur vilji væri til að minnka eitthvað þá gífurlegu hækkun til liáte'kjumanna, sem væri í frv. Slík hækkun ætti sér enga Miðstæðu né réttlætingu í kaup hækkunum verkamanna. Það yæri engin hliðstæða að hækka kaup verkamanna um 3-4 þús pnd, en kaup sumra hátekju- manna jrfir 30 þúsund á ári. ílann dró hinsvegar enga dul á að hann áliti fyllsta réttlæti í hækkun hjá láglaunamönnum. Þessi tillaga var felld með 19 atkv. gegn 6. Einar Olgeirsson flutti til- lögu um að bréfberar skyldu hækka um einn launaflokk. Var það upplýst í umræðunum enda almennt vitað, að laun þeirra eru ekki í samræmi við starf þeirra og þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Sú tillaga var felld. með 21 atkv. gegn 10. Var nafnakall og Þeu unnu h|á greiddu allir þingmenn Fram- sóknar og Sjálfstæðisfl. atkv. gegn henni, en þingm. stjórnar- andstöðunnar með. Þessar tvær atkvæðagreiðsl- ur bera glöggt vitni um stefnu ríkisstjórnarinnar í launamál- um. Má bæta því við, að felld var líka till. Hannibals Valdi- Framhald á 11. síðu. IÓÐVIUINN Laugardagur 17. desember 1955 — 20. árgangur — 287. tölublað Smásögur ungra skálda Arbók skálda 1955 komin út hjá Helgaíelli Helgafell hefur sent frá sér Árbók skálda 1955, og hefur hún áö þessu sinni aö geyma smásögur ungra höfunda 1940—55, sextán talsins. Hefur Kristján Karlsson valið sögumar og annazt útgáfuna og skrifar formála. Helgafell hóf í fyrra að gefa út Árbók skálda, hafði hún að geyma ljóð ungra skálda. Magnús Ásgeirsson ann- Raiskinna 20 ára Fastur dráttur í hátíðasvip Reykjavíkur Rafskinna er oröinn fastur dráttur í hátíðasvlp Reykja- víkur. í 20 ár hefur hún á hverjum jólum og páskum veriö himi mikli segull er dregiö hefur að sér alla vegfar- endur í Austurstræti. Allt þetfa mun ég gefa þér Síðasta skáldsaga Jóns Björns sonar er nýkomin út. Heitir hún Allt þetta skal ég gefa þér. Er ]»etta 15. bókin sem út kemur á íslenzku eftir Jón Björnsson á síðustu 10 árum. Skáldsaga þessi gerist fyrir einni öld og fjallar um pen- ingagræðgi, hina miskunnar- lausu, grimmu baráttu um hinn þétta leir. Sagan gerist í sveit og lýsir m.a. hinni djúpu virð- ingu sumra manna fyrir þeim eern völdin og peningana hafa og skilyrðislausri hlýðni þeirra við slika menn. Að því leyti á hún beint erindi við þá sem lifa i dag, þótt hinar ytri að- stæður séu nú allt aðrar. Þarna er sagt frá mönnum er víla ekki fyrir sér að grafa ná- granna sinn í fjósveggnum til að komast yfir silfur hans, bónda sem glaður vill skipta á dóttur sinni og nokkram roll- um, presti er fagnandi hilmar yfir morð og meinsæri gegn því að fá nýtt þak á vellríka kirkju. Og svo er signorinn sem telur það skyldu sína að liýða inn í fólkið virðingu fyrir yfir- völdunum — en glúpnar fyrir konunni sinni. Yfirleitt eru kon- urnar rattnar allt önnur þjóð en karlkynið í þessari bók. Bókin er 373 bls. Útgefandi er Norðri. í gær var dregið í happdrætti því sem Heildverzlunin Hekla hafði stofnað til í sambandi við sýningu; sína í Listamannaskál- anum. Fyrsta vinning — Kel- vinator kæliskáp C 245 K — fékk Ásta Jónsdóttir, Hverfis- götu 24, Hafnarfirði. 2. vinning — Kenwood hrærivél — fékk Þorlákur Helgason, Seljavegi 14. 3. vinning — gólflampa — fékk Rannveig Kristinsdóttir, Víðimel 55. Um 10.000 manns sóttu sýningu Heklu. Borgfirzk hus- móðir skrifar ástarsögu Borgfirzk húsmóðir sendir frá sér þessa dagana sína fyrstu skáldsögtt. Nefnir hún bólc sína Helgu Hákonardótt- ur, en sjálf heitir höfundurinn Guðrún A. Jónsdóttir. Skáldsaga þessi fjallar um ástir, og máski eitthvað um sveitasælu. Maður opnar alltaf, fyrstu bók nýs höfundar með, forvitni og eítirvæntingu og þá ekki sízt þegar sá liöfundur er húsfreyja „úti á landsbyggð-i inni“. — Bókin er 304 bls. Ut- gefandi er Norðri. | Læknirinn hennar í fyrra kom nýr skáldsagna- höfundur fram á sjónarsviðið: Vilhjálmur Jónsson frá Fer- stiklu. Hét bók hans Ást og og örlög á Vífilsstöðum. Nú er komin önnur skáldsaga eftir hann: Læknirinn hennar. Er það ástarsaga og segir sem hin fyrri frá lífinu á heilsuhæli, ástum læknis og stúlku sem er sjúklingur. Höfundi er sögu- sviðið kunnugt því hann hefur sjálfur dvalið langdvölum á Vífilsstöðum, og hið eilífa sögu- efni, ástin, fer, sínu fram, einn-| ig innan veggja sjúlcrahúsa. —j Bókin er tæpar 200 bls. að^ stærð. Það er rétt eins og að sjá inn í hinn horfna heim þjóðsagna Jóns Árnasonar að koma að Ragskinnuglugganum fyrir þessi jól: Inni í helli blasir við fer- legt tröll. Það situr þar við pott á hlóðum og skrumskælir sig' yfir jólahangikjötinu í pott- inum, Og fieira er trölla inni þar. Er troðningur mikill við gluggann til.að fá að sjá þessa jötunheima Gunnars' Back- manns. Vafalaust hafa margir velt vöngum yfir því uppátæki fyr- ir tuttugu árum þegar Gunnar Backmann byrjaði Rafskinnu- auglýsingar sínar. Nú vildi eng- inn Reykvíkingur missa Raf- skinnu. Ekki kaupmennirnir og aðrir sem auglýsa þar, og allra sízt hinn almenni áhorfandi og vegfarandi í Reykjavík. Þeir og þær sem litu Rafgkinnu í fyrsta sinni í æsku sinni fyr- ir 20 'árum koma nú að glugg- anum með sína eig'in syni. Þann- ig hefur Rafskinnu á 20 árum tekizt það að verða áugnayndi tveggja kvnslóða! fslenzk örlög íslenzh örlög heitir nýúthom- in bóh eftir Ævar Kvaran. Bók þessi heiur inni að halda tuttugu þætti um íslenzka. menn á liðnum tíma. Eru frá- sagnir Ævars byggðar á skrif- uðum heimildum, og er efni þeirra margra sótt í þjóðsagna- söfn. Heimildir þessar tekur Ævar stundum að mestu ó- breyttar, en byggir annars þætti sína með það sjónarmið fyrir augum að þeir verði skemmtilegir til áheyrnar, en alla þessa þætti hefur liann flutt í útvarp —- og nutu þeir þá mjög mikilla vinsæl&a. 1 bók þessari segir liann frá pilt- inujn sem forðum bölvaði fer- legast í Höfn, giftist siðan Tyrkja-Guddu og orti passíu- sálmana í þeirri sambúð. Vest- firðingnum sem þrammaði solt- inn um meginlandið í vaðmáls- görmum sínum, og „týndist" sem málari í Þýzkalandi. Stráknum sem lagði lífið í söl- urnar fyrir umkomulausa stúlku úti í heimi og gerðist síðan biskup heima á Islandi og prédikaði af slíkri .kyngi að vitnað er til hennar enn í dag. Hafa :þá aðeins yeriö nefndir þrír kaflar af tuttugu. — Bókin er 220 bls. Utgefandi er Norðri. Hætur og mura IjóS Sigiuoaz ira Biúit Rætur og mura nefnist bók er inniheldur Ijóð Sigurðar frá Brún. í. fyrra komu út minn- ingar hans: Einn á ferð og allt- ar ríðandi. Varð það vinsæl bók, og margir af kunningjum hans munu hafa kvartað um að þeir söknuðu vísna hans og kvæða. Nú liefur Sigurður bætt úr því. Bókinni skiptir hann í 5 kafla er nefnast Land og leiðir, Manvísur, Lifendur og dánir, Æðrur og Þýðingar. Alls eru í bókinni 111 Ijóð. ■— Ut- gefandi er Norðri. Sælireru einfaldir Helgafeil liefur gefið út skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar Sælir eru einfaldir í þýóingu Skúla Bjarkan en áður hafði bókin komið út liérlendis í þýðingu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar. Þessi gamla skáldsaga gérist i Reykjavík og segir frá Kötlugosinu og Spönsku veik- inni. Hún er 281 síða, prentuð í Víkingsprenti. aðist útgáfuna og vakti hún al- menna athygli. Ætlaði Magnús síðan að halda verki þessu á- fram, en er hann féll frá tók Kristján Karlsson að sér verk- ið. Bókin hefur að geyma sextán smásögur eftir jafnmarga höf- unda, og segir Kristján í for- mála sínum að þátttaka hafi verið bundin við 40 ára há- marksaldur eins og í fyrra. -— Langflestar eru sögurnar skrif- aðar á síðustu fimm árum, ein- ungis ein eða tvær eru eldri én 10 ára. Höfundar sem eiga sögxir í bókinni eru þessir: Agnar Þórð- arson, Ásta Sigurðardóttir, Ein- ar Kristjánsson Freyr, Elias Mar, Geir Krist.jánsson, Gísli J. Ástþórsson, Indriði G. Þor- steinsson, Ingóifur Kristjáns- son, Jóhannes Helgi, Jón Dan, Jón Óskar, Jökull Jakobsson, Kristján Bender, Ölafur Jóns- son, Stefán Júlíusson og Thor Vilhjálmsson. Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, sagði hlaðamönnum í gær að hann hyggðist halda útgáf u árbókarinnar áf ram; myndi sú næsta ef til vill hafa að geyma bæði Ijóð og sögur. Siö dagar eftir þar til dregiö verður Allgóð skil urðu í "srr, enda hefur oröið mikil breyting: á stöðu deild- anna frá J>ví í gær. Bústaðadeild liefur nú tekið forustuna af Hlíða- deild í bili en mjótt er á imuiun- mn. Nú fer að verða spenningur í samkeppniiuii euda er nú orðið nvjög stutt eítir til dráttar. Tekið er á móti skilum fyrir selda happdrættismiða í skrifstofu Sósi- alistafélags lteykjaviknr, Tjarnar- g-ötu 20, simi 7511; og afg-reiðslu Þjóðv iljans, Skólavörðustíg 19. simi 7500. Oplð verður frá kl. 10-12 f.h., 1-7 og 8:30-10 e.li. i Tjamargötu 20, en á venjulegum afgreiðslutíma í afgreiðslu l'jóðviijans. llvaða deild verður efst á inorg- un? Hver lireppir verðlaúnin I deildasamkeppniiini ? —■ Riið deildanna er nú Jmnnig: Meiadeild heldur fund á morgun kl. 2 e.h. í Kamp Knox G. 9. Árið- andi að allir félagar mæti. Greiðið flokksgjöld ykkar skil- víslega. Allir ársfjórðungar eru fallnir í gjalddaga. Skrifstofa Sósíalistafélags Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, sími 7511, er opin daglega kl. 10-12 f.h. og 1-7 e.h. 1 Bústaðadeild . . . 74 ■% 2 Sunnuhvolsdeild ...73 — 3 Hlíðadeild ... 72,ö — 4 ÞinghoRsdeild ...67 — 5 Háteigsdeild . . . 66.9 6 Skerjiafjarðardeiid . . .. . 66.2 7 Bol’adeild ... 64.8 — 8 Laugarnesdeild — 9 Skuggahverfisdeild . .. . 63,2 * 9 Kleppsholtsdeild .... .. . 63,2 — 10 Sogadeild . . . 63 — 11 Njarðardeild .. . 62,7 ' 12 Múladeiid .. . 62,3 — 13 Túnadeild .. . 62.1 . 14 Hafnardei’d .. . 62 , 15 Langholtsdeild . . . 61,6 16 Nesdeild . . . 61 3 — 17 Vesturdeild . . . 61,2 — 18 Meladeiid .. . 61,1 — 19 Val’iadei’.d .. . 60,8 — 20 Skóladeild . . . 60 — 20 Barónsdei’d ... 60 ' 20 Vogadeild .. . 60 — Allir dagar eru ski Skólavörðustígur 1 r. Skilastaðir g Tjarnargafa 20,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.