Þjóðviljinn - 20.12.1955, Síða 3
Þriðjudagur 20. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Síðusiu varnaSarosrð 09 eggjan Jónas Þsrbesgssonar:
Ríkisútvarpið' er aldarfjórð-
ungs gamalt. Þrátt fyrir allar
deilur og dóma um Ríkísútvarp-
ið munu allir sammála um að
það hafi innt af höndum ómetan-
lega menningarþjónusíu fyrir
þjóðina alla.
Lengi býr að fyrstu gerð. Og
flestir munu nú viðurkenna að
Jónas Þorbergsson, sá maður er
bar hita og þunga dagsins við
stofnun útvarpsins, mótaði það
og stjórnaði því frá fyrsta deg
þess þar til fyrir tæpum tveim
árum, hafi unnið giftudrjúgí
verk.
Það gerðist margt í lok þriðja
áratugs þessarar aldar. Þá
var komið á fót ýmsum nýjum
stofnunum. Ríkisútvarpið er eitt
þeirra ævintýra sem gerðust hér,
eftir að við fengum sjálfstæðið,
mynduðum landsmálasamtök og
hófumst handa um framfarir,
sagði Jónas Þorbergsson, fyrrver-
andi útvarpsstjóri, er ég leit inn
til hans í tilefni afmælisins.
VIÐHORFIÐ FYRIR
25 ÁRUM
Þegar útvarpið tók til starfa
fóru kreppuár í hönd í fátæku og
strjálbyggðu landi. Þá voru all-
hörð pólitísk átök, sem löngum
hér á landi, og Jónas Þorþergs-
son fór beint úr eldi stjórnmála
baráttunnar, ritstjórn Tímans, að
því verki að stofna og starfrækja
útvarp er þjóna skyldi allri þjóð-
inni jafnt, en engum stjórnmála-
flokki. Slíkt verkefni var ekki
heiglum hent. Vöxtur útvarpsins
talar kannski skýrustu máli um
hvernig Jónasi Þorbergssyni hafi
tekizt þetta verk. Þegar útvarpið
tók til starfa voru 450 útvarps-
tæki til í landinu. Eftir 10 ára
starf útvarpsins voru útvarpsnot-
endur orðnir 10 þús. Og þrátt
fyrir að við íslendingar byrjuðum
útvarpsstarfsemi 10 árum á eftir
öðrum þjóðum voru íslendingar
að 20 árum liðnum komnir í
fremstu röð þjóða um útvarps-
not.
GILDIÐ ENN LÍTT
BREYTT
Upphaflega var hugmyndin að
útvarpið yrði einskonar undir-
stofnun Landsímans, en Jónas
Þorbergsson kveðst hafa neitað
að taka að sér stofnun þess og
stjórn, nema því aðeins að út-
varpið yrði sjálfstæð rílcisstofnun
og um rekstur hennar yrðu sett
sérstök lagaákvæði. Spumingum
mínum um stofnun Ríkisútvarps-
ins og rekstur þess segir Jónas
bezt svarað í kveðjuræðu þeirri
er hann flutti í útvarpinu fyrir
tæpum tveim árum. Jónasi var
fialinn undirbúningur lagasetn-
ingarinnar. Um það segir hann á
þessa leið:
— Við samningu lagafrum-
varpsins fékk ég mér til aðstoðar
mann er ég taldi í senn vitran
og góðgjaman, Ólaf Kvaran rit-
símastjóra. Frumsmíð okkar
hláut að einum þræði að miðast
við þær fyrirmyndir, er fyrir
voru um ríkisstofnanir, öðrum
þræði við sérstakar þjóðfélags-
legar aðstæður og að nokkru við
þær fyrirmyndir er við gátum
aflað okkur um útvarpsrekstur í
öðrum löndum. Þrátt fyrir tak-
Landspítalinn 25 ára
Jónas Þorbergsson
markaða þekkingu okkar tókst þó
svo að þessi frumsmíð stendur í
öllum meginatriðum óbreytt enn
í dag. Breytingar sem gerðar hafa
verið og einkum hafa varðað
skipun útvarpsráðs, haf a að mínu
áliti ekki orðið til bóta.
MERKXD SETT HÁTT
— Um þjónuslusky'du utvarps-
ins settum við Ólafur Kvaran
markið hátt. Fimmta grein út-
varpslaganna kvéður svo á að við
útvarpið skuli ríkja skoðanafrelsi
og fyllsta óhlutdrægni gagnvart
öllum flokkum og stefnum í al-
mennum málum, atvinnusiofnun-
um, félögum og einstökum mönn-
um. Þetta hefur ve;ið meginboð-
orð útvarpsins. Vegna þessa boð-
orðs hefur útvarp ð ekki orðið
handbendi neins sérstaks stjórn-
málaflokks eða fokka.
Þannig segist Jónasi Þorbergs-
syni frá, og ættu menn að vera
minnugir þessara orða hans og
þola engum pólitíska misbeitingu
útvarpsins.
ÚTVARPSNOTENDUR
SKYLDU NJÓTA
Spurningunni um viðtækjasöl-
una svarar Jónas á þessa leið:
— Við upphaf Rikisútvarpsins,
árið 1930, töldust vera í landinu
um 450 útvarpsviðtæki.... Enda
þótt viðtæki í landinu væru ekki
fleiri en þetta kom í ljós við at-
hugun, að um 100 mismunandi
gerðir útvarpsviðtækja höfðu
þegar verið fluttar inn I landið.
Það var því í upphafi ljóst, að
yrði innflul ningur og sala á við-
tækjum látin vera frjáls og á
opnum markrði myndi þegar
skapast öngþveiti i útvarpsnot-
Um landsmanna. Bæði kaupsýslu-
menn og allan almenning skorti
alla þekkingu á gæðum og eigin-
leikum útvarpsviðtækja, óhæfi-
lega margar tegundir myndu því
fluttar inn í landið, og viðgerðar-
þjónustan yrði því sama og eng-
in. Þess vegna hurfu forráðamenn
útvarpsins að því ráði að hafa
einkasölu á viðtækjum og vara-
h1utum. Skyldi Ríkisútvarpið fá
ágóðann, enda voru það útvarps-
notendur sjálfir sem greiddu
ágóðann af honum og bar því
átvíræður réttur til að njóta hans
á óbeinan hátt með betri þjón-
ustu.
FRÉTTAÞJ ÓNUSTAN
— Og hvað um Fréttastofuna?
— Það hefur vakið eftirtekt
erlendra manna, sem eitthvað
hafa kynnzt útvarpsrekstri á ís-
landi, að Ríkisútvarpið hefur eig-
in fréttastofu, ákveðnar frétta-
reglur og hefur byggt upp eigið
fréttakerfi utanlands og innan.
Hvarvetna erlendis er fréttaþjón-
usta útvarpsins í nánu sambandi
við hinar stóru fréttastofur blað-
anna. Frá þessum fréttasofum
streyma fréttirnar cftir fjarriiun-
arvélum til útvarpsins. Hlutverk
útvarpsins hér á landi varð m. a.
það, að veita landsmönnum sanna
og óhlutdræga fræðslu um sam-
tíðarviðburði. Fyrir því var þegar
í upphafi stofnuð fréttastofa og
fréttaritarar ráðnir í sýslum og
kaupstöðum landsins. Um fréttir
af heimsviðburðum hefur útvarp-
ið einkum stuðst við útvarps-
fréttir Breta og Norðurlandaþjóð-
anna.
FURÐULEGAR RÁÐ-
STAFANIR
Það þarf ekki að spyrja Jónas
Þorbergsson að því hvort f járhag-
ur útvarpsins hafi ekki verið örð-
ugur í jafn fámennu landi, fyrstu
starfsárin, slíkt getur hver maður
sagt sér sjálfur. Starfsskilyrði við
útvarpið hlutu að byggjast á
góðum fjárhag. Engum mun hafa
verið þetta ljósara en Jónasi Þor-
bergssyni. Hann notaði því tæki-
færið sem bauðst á stríðsárunum
og kom upp framkvæmdasjóði
Ríkisútvarpsins. Og í ársbyrjun
1950 hafði hann komið sjóði þess-
um í röskai- 6 millj. kr. Árið 1950
var skellt á gengislækkun og
fengu allar ríkisstofnanir — nema
útvarpið að hækka þjónustugjöld
sín um 50—80%. Árið 1950 ákvað
Alþingi einnig að svipta Ríkisút-
varpið hagnaði viðtækjaverzlun-
arinnar og láta hann ganga til
greiðslu á skuldum alls óskylds
fyrirtækis. Flestir munu hafa ver-
ið á einu máli um að báðar þess
ar ráðstafanir hafi orsakazt af
pólitískri fjandsemi gegn Jónasi
Þorbergssyni, en við ergjum hann
ekki með spurningum um þetta
atriði.
HINN MIKLI DRAUMUR
Hinsvegar spyrjum við hann
um ráðagerðirnar um að koma
upp útvarpshúsi. Hann svarar á
þessa leið:
— Ég átti hér á árunum stór
Framhald af 16. síðu.
um. Meðaltalssjúklingafjöldinn
hélt þó áfram að hækka nokk-
uð og komst í 146.7 sjúklinga
árið 1944, enda var þá búið að
gera að sjúkrastofum öll auka-
herbergi, svo sem dagstofur o.
fl. Árið 1949 bættist nýja fæð-
ingadeildin við, og fjölgaði þá
rúmum upp í um 180, en vegna
aukarúma, sem einnig eru stöð-
ugt í notkun í fæðingadeild-
inni, hefur meðaltalsfjöldi
sjúklinga komizt upp í 191.5.
Tæplega 50 þús. sjúklingar
Eins og áður segir hafa tæp-
Iega 50 þús. sjúklingar komið
í spítalann síðan hann tók til
starfa, flestir í fæðingadeild
eða 21220, þá í handlækninga-
deild 16190, lyflækningadeild
9349 og húð- og kynsjúkdóma
deild 2892. Auk þessa er svo
mikill fjöldi utanspítalasjúk-
linga í röntgendeild.
Sjúklingafjöldinn hefur ault-
izt ár frá ári þó að sjúkrarúm-
um hafi ekki fjölgað að sama
skapi. Stafar það af því að
sjúklingar eru nú útskrifaðir
eftir skemmri spítalavist en
áður og auk þess hefur Land-
spítalinn notið góðrar sam-
vinnu við elliheimilin Sólvang í
Hafnarfirði og Grund í Reykja-
vík, sem tekið hafa við lang-
Sjénftenul
Kjósið strax í stjórnarkjöri því
sem fram fer í Sjómannafélagi
Reykjavíkur þessa dagana. —
Kosið er daglega milli kl. 3 og
6 í skrifstofu félagsins Hverf-
isgötu 8-10.
Kosið er á milli lista núver-
andi stjómar og lista starf-
andi sjómanna, sem skipaður
er eftirtöldum mönnum:
Formaður: Hólmar Magnússon.
Varaformaður: Sverrir Guð-
mundsson.
Ritari: Jónas Árnason.
Féhirðir: Hilmar Jónsson.
Varaféhirðir: Hreggviður Daní-
elsson.
Mcðstjórnendur: Bjarni Thor-
arensen, Steingrímur Einarsson.
Varam.: Þorsteinn Þorsteins-
son, Jón Halldórsson og Jón
Tímótheusson.
Kjósið X B-listann.
legusjúklingum, er ella hefðu:
orðið að liggja í spítalanum,
Nokkrar tölur sýna aukningu;
sjúklingafjöldans: 1935 vora
þeir 1126, 1940 1486, 1945 1942,
1950 2918, 1954 3667 og á
þessu ári 3819.
Starfsmenn eru nú rúml. 200
I lok fyrsta ársins vorú
starfsmenn alls 61, 1940 voru
þeir 92, 1950 180 og 1954 207.
Forstjóri spítalans er Snorii
Hallgrímsson prófessor, sem
jafnframt er yfirlæknir hand-
lækningadeildar. Yfirlæknir lyf-
lækningadeildar er Sigurður
Samúelsson prófessor, fæðinga-
deildar Pétur H. Jakobsson og
röntgendeildar Gísli Petersen,
Hannes Guðmundsson hefur
umsjón með húð- og kynsjúk-
dómadeild. Forstöðukona spítal-
ans er Sigríður Bachmann og
ráðskona í eldhúsi Kristbjörg
Þorbergsdóttir.
I
180 sjúkrarúm i viðbyggingu
Það voru samtök kvenna sem
á sínum tíma höfðu forgöngu
um smíði Landspítalans, söfn-
uðu fé til byrjunarfram-
kvæmdanna og unnu að öðru
leyfi ötullega að framgangi
þessa nauðsynjamáls. Nú : er
unnið að mikilli stækkun spít-
alahússins og má segja að enn
hafi konurnar átt drýgstan
þátt í að því verki varjirundið
af stað, þar sem Kvenfélagið
Hringurinn lagði fram barna-
spítalasjóð sinn til bygginga-
framkvæmdanna. Þessi nýja
viðbygging verður 3 hæðir og
kjallari og um 30 þús. rúm-
metrar að stærð. Gert er ráð
fyrir að þar verði hægt að
koma fyrir um 180 sjúkrarúm-
um. Smíði byggingarinnar er
mjög stutt komið, ekki búið að
steypa upp kjallarann enn og
búizt við að hægt verði að taka
húsið til notkunar í fyrsta lagi
eftir, 3 ár, ef nægilegt fé fæst
til framkvæmdanna.
Loks er að geta þess, að
hin nýja heimavist Hjúkrunar-
kvennaskólans á Landspítala-
lóðinni verður væntanlega tek-
in í notkun á næsta vori. Losn-
ar þá efsta hæð spítalahússins
og mun barnaspítalanum vera
ætlaður vesturendi hennar.
an vökudraum og hugsýn. Mig
dreymdi það er 25 ár væru liðin
frá stofnun Ríkisútvarpsins ætti
það ekki einungis gott og traust
kerfi útvarpsstöðva, heldur hefði
einnig auðnazt að koma upp eigin
húsnæði fyrir allar starfsgreinar
sínar. Þess vegna lagði ég eftir
mætti kapp á að afla útvarpinu
tekna og efla framkvæmdasjóð.
Þessi draumur rættist því miður
ekki nema að hálfu. Byggingu
stöðvanna var lokið, en bygging
útvarpshúss á langt í land.
VARNAÐARORÐ
OG EGGJAN
Þegar Jónas Þorbergsson lét af
störfum við stjórn útvarpsins,
fyrir tæpum tveim árum sagði
hann m. a.:
— Og svo að lokum nokkur
varnaðarorð til þjóðarinnar. Við
brottförina er ég mér þess með-
vitandi að hafi ég unnið nokkurt
happaverk í þjónustu Ríkisút-
varpsins, þá er það sú tilhlutan
mín að f á tekin inn í 5. gr. útvarps-
laganna ákvæði um það, að við
útvarpið skuli ríkja skoðanafrelsi
og fyllsta óhlutdrægni gagnvart
öllum flokkum og stefnum í al-
mennum málum, atvinnustofnun-
um, félögum og einstökum mönn-
um. Vegna þessara ákvæða hefur
útvarpið getað þjónað lýðræði.
Því er almennt treyst að útvarpið
vilji segja satt og rétt frá stað-
reyndum. Þess er almennt krafizt
að það virði og verndi í starfi
sínu jafnan rétt allra manna,
Fyrir því verða þetta mín sið-
ustu varnaðarorð og eggjan:
Standið fast á verði, íslendingar,
um þessa helgu skyldu, um þenn-
an helga rétt.
Svo brýnt erindi seni þcssi orð*
Jónasar Þorbergssonar áttu tik
þjóðarinnar fyrir tveim árum, þá
eiga þau enn brýnna erindi til
hennar i dag.
.1. B.