Þjóðviljinn - 22.12.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 22.12.1955, Side 9
Fimmtudagur 22. desember 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Fimmtugur í dag: Stefán Jónsson, rithöfundur Þegar ég frétti að Stefán Jónsson rithöfundur yrði fimmtugur á skemrnsta degi þessa drungalega árs, þá hitt- ist svo á, að ég var nýbúinn að sækja mér sólskin í bækur hans. Ég hafði ákveðið að lesa eitthvað mér til heilsu- bótar og farið að glugga í nokkur víðfræg skáldrit, en stungið þeim aftur inn í skáp- inn, — unz ég hélt allt í einu á þremur bókum, sög- unum af honum Hjalta litla. Sögur þessar voru mér harla kunnar, við feðgarnir höfð- um eignazt þær jafnóðum og þær komu út, ég hafði hlust- að á þær lesnar og lesið þær sjálfur, meira að segja upp- hátt, en öngvu að síður gat ég ekki stillt mig um að fletta þeim að nýju. Ég ætlaði víst að grípa lauslega ofan í þær á víð og dreif, rétt til að heilsa upp á góða vini, en endur- fundir okkar urðu bæði langir og innilegir. Ég vissi ekki fyrr til en sögurnar höfðu enn náð á mér slíkum tökum, að ég svalg fremur en las hvern kaflann á fætur öðrum, vakti yfir þeim fram á rauðanótt og hélt áfram að njóta dular- fullra töfra þeirra þegar ég var búinn að slökkva ljósið. Allt er svo bráðlifandi í sög- um þessum, Hjalti litli og móðir hans, fólkið í Austur- þænum og fólkið í Vesturbæn- um, Helgi gamli, Guðrún gamla, Guðbjörg gamla og kötturinn hennar, Palli vinnu- maður, Árni kaupamaður og Jón alþingismaður, Haraldur^ og Magnús, Elías og Bryn-. jólfur, Dísa og Stína, — að ég nú ekki tali um sjálft meistaraverkið, Bjössa svei- mérþá, öðru nafni Svehibjörn Þórðarson. Himinn og jijrð hafa einnig verið gædd mátt- ugu lífi, árstíðir og veður, blóm og strá, dýr og fuglar, — jafnvel dauðir hlutir eins ir yndislegar sólskinsstundir, þakkir fyrir Hjalta og aðrar ágætar bækur. Jafnframt vildi ég mega biðja góðar vættir og dísir íslands að veita hon- um aftur fulla hreysti, óskert- an þrótt til að halda áfram göfugu starfi. Ólafur Jóh. Sigurðsson. Börnunum segðu sögu. Semdu þeim létta bögu. Skáldin skynja og heyva. Skrifaðu meira — meira. Stefán Jónsson, rithöfund- ur, er fimmtugur í dag. Hann er löngu þjóðkunnur fyrir sögur sínar og ljóð. Einkum er hann vinsæll og vel virtur af börnum og unglingum. Varla hefur nokkur rithöfund- ur komizt lengra í þeirri list að segja íslenzkum bömum sögu. „Segðu mér sögúna aft- ur“ er dómur íslenzkra barna um sögur hans. SÖgur Stefáns eru rammíslenzkar. Þær eru sannar lifandi myndir úr lifi þjóðarinnar í raunum og gleði, í önn dagsins. Stefán kann sérstaklega vel við sig í heimi barnanna. Hann kenn- ir þeim í skólanum, en skrifar fyrir þau og um þau í frí- stundum. Þau skilur hann bezt, drauma þeirra og at- hafnir. Hitt er og rétt, að verk hans eiga þann mátt góðra barnabókmennta, sem heillar hina eldri, veitir þeim aukinn skilning á barnseðlinu og hjálpar þeim til þess að gleyma því ekki, að þeir voru eitt sinn ungir. Afi og amma lifa upp bernsku og unglings- árin og gleðjast og hryggjast sem börn. Stefán er mikill mannþekkjari og skáld. Hann segir sögu sína látlaust, án tilgerðar og óeðlilegra um- brota, en með hlýju og dýpt. Hann á skáldlegt innsæi í rík- um mæli. Því miður er sumt af því lesefni, sem er á boðstól- um fyrir börn og unglinga, ekki æskilegar bókmenntir. Það er því gott til þess að vita, að við eigum góða barna- bókahöfunda, en fremstur er Stefán Jónsson. Fordæmi hans ætti að sanna ungum rithöf- undum, að það er hægt að þjóna listinni og vinna þjóð- arhylli með því að skrifa barnabækur. Stefán gerir sér ekki upp tæpitungu, þegar hann skrifar bækur hapda börnum. Hann veit, að þau skilja eðlilegt mælt mál. Hann man, að því læra börnin mál- ið, að það er fyrir þeim haft. Stefán hefur skrifað marg- ar sögubækur fyrir börn og unglinga. Vinsælastar hygg ég^ vera bækurnar um Hjalta litla og Fólkið á Steinshóli. Hjalti litli fór sigurför um landið til yngri og eldri. Einnig hefur Stefán samið nokkur ljóða- kver og eru ljóð hans svo að segja á hvers barns vörum. Þá hefur hann gefið út tvö prýðileg safnrit, sem eru góðir vinir barna og unglinga. Þrjár smásagnabækur hefur^ hann skrifað auk barnabókanna. Var þeim öllum vel tekið, en fyrst og fremst er Stefán dáður fyrir barnabækur sínar og ljóð. Hef ég heyrt þau ummæli mætra manna, að lík- legur væri hann til heims- frægðar, ef hann skrifaði á tungu stórþjóðar. Stefán er fimmtugur í dag. Hann er enn á bezta aldri. Það er ósk mín, að hann eigi eftir að skrifa margar sögur handa börnum og unglingum og vekja samtíðina tiT gleggri skilnings á sálariífi þeirra, óskum og þörfum. Ég hef annars margar á- stæður til þess að muna Ste- fán Jónsson á fimmtugsaf- mælinu og senda honum heillaóskir. Hann er skóla- bróðir minn og var samkenn- ari um mörg ár. Hann hefur glatt mig og börnin mín með sögum sínum og ljóðum. Hann er mannvinur, hlýr í viðmóti og drengur góður. Og ekki skal því gleymt, að hann er giftur sveitunga mínum, frú Önnu Aradóttur, glæsilegri konu og myndarlegri hús- freyju. Gaman hefði verið að heimsækja þau hjónin á af- mæli skáldsins, því að á heim- ili þeirra er gott að koma, en þess er nú enginn kostur og verða því kveðjur úr fjarlægð að nægja. — Sk. Þ. Gjöf ti! Náttúru- gripasafnsins Fyrir milligöngu íslandsvir.ar- ins James Whittakers, er býr í London, hefur jarðfræði- og landfræðideild Nóttúrugripa- safnsins nýlega borizt góð gjöf. Er það safn steina- og berg- tegunda frá Suður-Rhodesiu. Sendandi þessara náttúrugripa er The Office of the High Commissioner for Rhodesia and Nyasaland, en sýnishornin eru valin af jarðfræðistofnuninni Geological Survey of S.Rhodesia, er hefur aðsetur í Salisbury. I því safni, sem gefið var, éru 46 steintegundir, sumar mjög fallegar,. auk þess' 10 tegundir gullmálma og . 16 bergtegundir, sem algengar eru suður þar. Eru í safni þessu ýmsir góðir sýnismunir, sem hægt verður að sýna í sýningarskápum, þegar bygging Náttúrugripasafnsins rís af grunni. James Whittaker hefur oftsinnis áður sýnt hlý- hug til Náttúrugripasafnsins með bókasendingum og fleiru, og kunnum vér honum þakkir fyrir. Hann gefur með þessu gott fordæmi. Sigurður Þórarinsson Brezku stjóruinui breytt Framhald af 1. síðu. tvíhöfða vanskapningur. Ljóst sé að Eden ætli einkum að gefa sig að utanríkismálunum en láta Butler eftir yfirumsjón með innanlandsmálunum. Kjarabarátta verkalýðsfé- laganna og nýju launalögin og amboð verða mikilvægar persónur í þessum sagnabálki. Þrungnastur lífi er þó andi höfundarins, sem gagnsýrir verkið allt, kímni hans og góðlátleg glettni, mannþekk- ing hans og manngæzka, hóg- vær elskusemi hans og ástúð. Ég ímynda mér að fáar bæk- ur íslenzkar, sem samdar hafa verið á vorum dögum, þoli það jafnvel og sögurnar af Hjalta litla að vera lesnar aftur og aftur. Þessar sögur hafa þeg- ar eignazt mikinn fjölda vina á öllum aldri hvarvetna á landinu, en grunur minn er sá, að þær muni brátt fara út fyrir pollinn og verða við- Sú fullyrðing ríkisstjómarinn- ar, að lcauphækkanir opinberra starfsmanna sé afleiðing af samn- ingum verkalýðsfélaganna og hliðstæða þeirra ir hrein blekk- ing. í fyrsta la; var þörf lág- launamanna hjá rikinu fyrir kauphækkun eltki afíeiðing af kauphækkun verkamanna, held- ur sprottin af sömu rót og þörf verkamanna, þ. e. verðbólgu- stefnu ríkisstjórnarinnar. í öðru lagi vom hinar miklu liækkanir á lauúum hátekjuinanna ekki hliðstæðu heldur í mótsögn við samninga verkalýðsfélaganna. Afstaða stjórnarvaldanna til launabaráttu verkalýðsins ann- ars vegar og afgreiðslu launalag- förlar bækur um það er lýk- anna og umræðurnar um þau hins vegar fela í sér ýmsar at- hyglisverjar staðreyndir, sem draga má lærdóma af. ur. Stefán Jónsson er harna- kennari að atvinnu, en hefur gerzt mjög afkastamikill rit- höfundur í hjáverkum. Það lýsir manninum betur en mörg orð, að hann mun ekki hafa gengið heill til skógar með- ■ an hann var að semja sög- urnar af Hjalta litla, heldur átt við þungbæran sjúkdóm ■ að stríða og sennilega verið - oft og einatt sárþjáður. Þessi fátæklegi greinarstúfur á að ! færa honum þakkir mínar fyr- Kaupmáttur launanna rýrnaði um meira en 20% Þegar verkamenn, þeir lægst launuðu í þjóðfélaginu, fóru fram á hækkun kaups, ætlaði allt aft- urhaldsliðið að rifna af hneyksl- un yfir slíkri ósvífni. Sýnt var fram á það með óhrekjandi rök- um að kaupmáttur verkamanna- launanna hefði rýrnað um 20% frá því 1947 og þó meir, því að ómögulegt var að reikna hverju hækkun húsaleigunnar nam, en hún hefur hækkað mest eins og allir viðurkenna. Engar slíkar röksemdir bitu á stjórnarliðið. Hinni eðlilegu og sjálfsögðu baráttu verkamanna var lýst sem skemmdarstarfsemi gegn þjóðfélaginu. Eins og kunnugt er náðu verka- lýðsfélögin samningum um kaup- hækkun, sem nam 10% auk nokk- urra annarra ávinninga. Má segja að þessar kjarabætur samsvöruðu því, að ríkisstarfsmenn með sam- bærileg laun hefðu fengið um það bil 12%. Ekki 10% hækkun á állt grunnkaup Nauðsynlegt er að festa sér það í minni, að ekki var um 10% hækkun grunnkaups að ræða nema á almennu verkamanna- kaupi, sem áður var 9.24 kr. Á hærra kaupi mátti grunnkaups- hækkun og niðurfelling vísitölu- skerðingar samanlagt ekki fara yfir 10%. „Samkvæmt þessu varð minna en 10% hækkun á því grunnkaupi, sem áður var liærra en lágmarkskaup Dagsbrúnar, og í einstaka tilfellum er um að ræða lækkun grunnkaups hjá starfsstéttum, sem höfðu áður 23 % verðlagsuppbót á tiltölulega stóran hluta grunnkaupsins,“ eins og segir í skýrslu Hagstofunnar um þessa samninga. Einnig er rétt að minnast þess, að verkalýðsfélögin buðu það fram, að vísitöluskerðing mætti haldast á grunnkaupi, sem væri yfir 12 kr. um tímann, en því var umsvifalaust hafnað af fulltrúum atvinnurekenda. Það er því fjarri sanni, að verkalýðsfélögin hafi krafizt afnáms allrar vísitölu- skerðingar. Afstaða verkalýð'sfélaganna til mishárra taxta Rétt er ennfremur að benda á það, að stefna verkalýðsfélaganna hefur verið sú, eins og Sigurður Guðnason tók fram 1 ræðu, sem birt var hér í blaðinu, að munur á hærri og lægri töxtum héldist svipaður að krónu- eða auratali en ekki að hundraðshluta. Sést það á því að munur á hærri og lægri aðaltaxta hjá Dagsbrún 1942 var 65 aurar eða 31%, 1944 30 aurar eða 12%, en nú 22 aurar eða 2.2%. Ef nú væri hlutfallslega sami munur og 1944 væri hærri taxtinn kr. 11,39 og ef miðað væri við 1942 kr. 13.32, í stað kr. 10.39 sem nú er. Þetta sýnir glöggt afstöðu verkalýðsfélaganna til mishárra launa í vaxandi dýrtíð. Afstaða ríkisstjórnarinnar Þegar ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi launalagafrumvarpið, sem samið var af nefnd skipaðri 3 mönnum úr stjórn BSRB og 2 öðrum embættismönnum, sagði hún, að það væri aðeins um það að ræða, að samræma laun opin- berra starfsmanna launum Verka- manna eftir hækkanirnar í vor. Þetta væri ein afleiðing verkfall- anna. Það eina, sem stjórninpi og höfundum frumvarpsins fannst þurfa að biðja afsökunar á, var, að þeir hefðu ekki treyst sér til að hækka meir laun þeirra hæst- launuðu. Helzti ágalli frumvárps- ins væri sá, að munur iægstu og liæstu launa væri of lítill. Það kom þó strax í ljós við at- hugun á frumvarpinu, að hér var annað á ferðinni en afleiðing a£ eða samræming við kauphækkun verkamanna. Þar var ákveðin sama hækkun hlutfallslega á hærri laun eins og þau lægri. Það var gagnstætt þeirri stefnu verka- lýðsfélaganna, sem hér hefur ver- ið lýst. Þessar grunnkaupshækkanir á öllum launastigum komu líka i Framhald á 13. síðu. ,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.