Þjóðviljinn - 22.12.1955, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.12.1955, Blaðsíða 13
FLmmtudagur 22. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (13 Gefið börnunum góðar og gagnlegar jðlagjaíir Skólavöröustíg 12 — Sími 2723 jríre$tone KÆLISKAPAfl þessir hafa verið í notkun hérlendis í 11 ár, án þess að svo mikið sem einn skápur hafi bilað. Þegar um jafn dýra hluti er að ræða og kæliskáp, virðist þessi staðreynd ekki svo lítils virði fyrir væntanlega kaupendur. Fyrirliggandi í stærðunum: 7,9 og 10 kúb. fet. • Frystihólfið er mjög stórt og skáp- arnir allir hinir glœsilegustu. t 5 ára ábyrgð. STRAUVELIN er alltaf ódýrust og kostar aðeins kr. 1.645.00: Þær straua ekki aðeins, held- ur pressa líka og stífa flibba og lín- ingar. -- Þeim er stjórnað með olnbog- anum, þannig að hægt er að hafa báðar hendur á þvottinum. — Þær eru með hitastilli. Þær eru léttar og fyrirferðalitlar og því auðveldar í notkun. — Þær eru mjög traustar og endingargóðar, eins og 17 ára reynsla hérlendis hefur sannað. Veljið trausta, glæsilega og ódýra jólagjöf, sem kemur allri fjölskyld- unni að gagni. ORKA h.f. LAUGAVEGI 166 Rókamenn athugli Merkasta verkið sem nú er á boðstólum, er tvímælaiaust r Þjóðsögur Jóns Arnasonar og miðað við stærð ritsins. eru þær ódýrustu bækurnar sem nú eru í bókaverzlunum Kaupið Þjóðsögurnar og gefið þær vinum yðai Kjarabarótta verkalýðsins Framhald af 9. síðu. kjölfar laga um afnám allrar vísi- töluskerðinga. Þetta stangast við samningana í vor, en þar hafði afnám vísitöluskerðingarinnar jafnvel í för með sér lækkun á hæstu grunnlaunum. Allt önnur meginregla Frumvarpið byggðist á allt ann- arri meginreglu en kaupsamning- ar verkalýðsfélaganna, reglu sem var fyrst og fremst hátekjumönn- um í hag. Eftir samþykkt þess hafa há- launamenn fengið allt upp undir 54% hækkun á rúmi ári. Hinsveg- ar voru ekki í frumvarpinu nauð- synlegar kjarabætur til ýmsra hópa láglaunafólks, eins og t. d. póstmanna, kennara o. fl. Og í meðferð málsins fengust þar litl- ar bætur á. Hliffstæð þörf Þingmenn Sósíalistaflokksins lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að láglaunafólk í opinberri þjónustu fengi hækkun. Sú hækkun var nauðsyn, ekki í eðli sínu vegna þess að verkamenn höfðu fengið hækkun, heldur vegna þess aff þörf þessa fólks fyrir kaupliækk- un var nákvæmlega sú sama og þörf verkafólksins. Allt a'ff tiföld hækkun hálauna Hinsvegar gagnrýndu þeir mjþg þá aðferð, að láta hálauna- menn fá allt að tífalda hækkun. Skrifstofustjórar í ráðuneytum, sem nú heita ráðuneytisstjórar, hafa fengiff um 32 þús. kr. hækk- un á árslaun á rúmu ári, ráðherr- ar um 23 þús,. skrifstofustjórar í ýmsum ríkisstofnunum 16—17 þús., prófessorar 18—19 þús. o. s. frv. og allt á það að vera til sam- ræmis við 3—4 þús. kr. hækkun hjá verkamönnum. Og það var áhyggjuefni Eysteins, að ekki væri hægt að hækka hátekju- mennina enn meir, því að þeir hefðu verið „hýrudregnir" á und- anförnum árum. Óheillaþróun Jóh. Hafsteins Jóhann Hafstein sagði, að það hefði verið „óheillaþróun“ á und- anföx-num árum hve laun hefðu jafnazt. Hann kysi sjálfsagt held- ur hina „góðu gömlu tíma þegar embættismennirnir voru þeir einu, sem gátu lifað en almenn- ingur jaðraði við hungux'," eins og Sigurður Guðnason komst að orði. í sambandi við hina hærri emb- ættismenn er þess einnig að gæta, að það mun fátítt að þeir hafi ekki allskonar aukalaun, jafnvel fyrir störf, sem þeir vinna í sínum vinnutíma. Ráðherrar hafa t. d. full þingmannalaun, jafnvel hvort sem þeir eru þing- menn eða ekki. Þerða laun þeirra því 130—140 þúsund kr. á ári. Margir þessara manna eru eig- eridur allskonar fyrirtækja og má með sanni segja, að „á möi'g- um fótum standi fjárafli“ þeirra. Verkamenn bera ekki ábyrgffina Það er því algjör blekking að þessar kauphækkanir til opin- berra stai-fsmanna séu afleiðing af verkfallinu í vor. Sumpart em þær réttmæt og óhjákvæmileg uppbót á laun vegna rýrnaðs kaupmáttar þeirra og sumpart er verið að nota slíkar réttmætar hækkanir sem átyllu til að hygla stórlega þeim tekjuhæstu. Verkamenn og láglaunafólk ber hinsvegar ekki ábyrgð á efna« hagsþróun siðustu ára. Þeim er nauðugur einn kostur að krefjast hærri launa eftir því sem kaup- máttur þeirra er rýrður með vax- andi dýrtíð. Verkamenn bera því ekki á- byrgð á því, þótt ríkið hafi þurft að hækka laun sinna starfsmanna, og því síður bera þeir ábyrgð á þeiri'i hækkun hálauna, sem er í andstöðu við meginreglu samn- inga verkalýðsfélaganna. Bókmenntir Framhald af 5. síðu. komustöðum. Hann tekur þvert á móti þátt í kjörum fólksins, þar sem hann dvelst og deilir með því gleði og gamni, alltaf tilbúinn með myndavélina, þeg- ar eitthvað merkilegt eða ein- kennilegt er að sjá, hvort það heldur eru arabískir „byrgerð- armenn", eða „regngerðar- menn“ í Afríku, en þeir at- burðir eru með því kynlegasta, sem höfundur lýsir. Roy Chapman Andrews: ASÍA HEILLAR. Ævar R. Kvaran íslenzkaði. Höfundur er heimsþekktur náttúrurfræðingur, sem mikið hefur ferðazt, einkum um Aust- urlönd, fyrir náttúrugripasöfn í Bandaríkjunum. í bók þess- ari eru aðallega frásagnir af ferðum hans um og eftir 1920. Höfundur leitar ekki ævin- týra, en þau virðast elta hann á röndurn engu að síður. Hann er mikill veiðimaður og lýsir af skilningi og næi'færni háttum manna og dýra i löndum, sem einna minnst eru þekkt vest- urlandabúum, mongólskum ræningjum, hníf Genghis Khans og lýkur bókinni með hi'ifandi, kínverskri ástarsögu, sem aldrei hefði getað gerzt á vesturlöndum. í þessari bók er sagt fi'á mörgum kynlegum atburðum, sem okkur hljóta að virðast harla furðukenndir og ótrú- legir, en af allri frásögn höf- undar er ljóst, að hann skáld- ar ekki frá eigin brjósti um at- burðina, heldur lýsir þeim eins og þeir birtast honum, án þess að telja sig alltaf færan um að skýra þá eða dæma um þá. Báðar eru bækur þessar skemmtilegar aflestrar, og þær sanna vel það, sem oft hefur verið mælt, að lífið væri oft furðulegra en nokkur skáld- skapur. Um báðar þýðingarnar má segja, að þær eru liprar, hins- vegar hefði prófarkalestur mátt vera betri. ÓIi Hermannsson. Auglýsi i Þjóðvíljanom

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.