Þjóðviljinn - 13.01.1956, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1956, Síða 12
fhaldið ¥Íll gefa verka- mönnum hlutdeild í tapinu Bezta ráðið til að alþýðan fái réttlátan Mut þjóðar- teknanna er að Suin fái Mutdeild í stjórn þjóðarbusiní flÓOVÍLil Föstudagur 13. janúar 1956 — 21. árgangur — 10. tölublað í fyrradag kom til umræðu í sameinuðu þingi tillaga þriggja íhaldsmanna „um hlutdeildar- og arðskiptifyrir- komulag í atvinnurekstri íslendinga". Sigurður Bjarnason hafði framsögu og fór um það mörg- um orðum hvert böl vinnudeilur og árekstrar milli stétta væru. Taldi hann eitt vænlegasta ráð- ið til að bæta úr því væri að veita verkamönnum hlutdeild í arði fyrirtækjanna og þeim arð hluta gætu þeir svo haldið saman og á þann hátt eignazt hiuta í fyrirtækjunum. Var helzt að skilja svo, að á þenn- an hátt gætu verkamenn smátt og smátt yfirtekið fyrirtækin. Skúli Guðmundsson rakti það, að 1937, þegar talið var að ár- legt tap hvers togara væri 110 þúsund, hefðu Sjálfstæðismenn borið fram tillögu um þetta og fengið samþykkta. Kosin var nefnd og var annar flutnings- manna kosinn formaður hennar á fyrsta og eina fundinum sem hún liélt í ársbyrjun 1938. Síðan hefði nefndin ekki verið kölluð samán og áhugi Sjálfstæðis- flokksins dvínað, enda hefði rekstur atvinnufyrirtækjanna þá farið að verða arðvænlegri en verið hafði um skeið. Síðan hefði ekkert verið á þetta úr- ræði minnzt, þar til nú. Kvaðst Skúli ekki sjá annað en ef þetta væri gott fyrirkomulag, þá ætti það ekki einungis rétt á sér þegar illa gengi heldur einnig þegar betur áraði. Kiuar Olgeirsson sagði, að það væri viðeigandi, að ræða og athuga hvað það væri, sem Sjálfstæðismönnum dytti í hug að bera fram þegar öll fram- leiðsla væri að stöðvast að meira og minna leyti. Það væri vert að atliuga, hvernig þróun- in hefði verið í þeim hlutafé- lögum, þar sem vinnandi menn hefðu átt hluti. Það væri nú orðið mjög sjaldgæft, að arði væri úthlutað, heldur gróðinn látinn hverfa með ýmsu móti. Og auðmannastéttin væri alls ekki fús á það, að skipta með verkamöimum arðinum af fyr- irtækjunum eða láta þá fá meirihluta í stjórn þeirra. Að- ferðin hefði þvert á móti verið sú, að svæla út alla, sem ekki væru auðklíkunum handgengn- ir, breyta® fyrirtækjum, sem stofnuð hefðu verið að nokkru leyti af vinnandi mönnum og með tilstyrk þeirra, 1 klíku- eða fjölskyldufyrirtæki. Áhugi Sjálfstæðisflokksins í því að tryggja almenningi hlutdeild í rekstri fyrirtækja þjóðfélagsins hefði undanfarið tekið á sig þá kynlegu mynd, að aldrei hefði verið gengið lengra en nú í að gera bankana t.d., sem eru þó eign þjóðarinnar, að hreinum klíku- og fjölskyldufyrirtækjum. Þá minnti Einar á það, hvern ig ástatt er nú með framleiðslu atvinnuvegi þjóðarinnar. Frarr. leiðslan væri rúin og reytt svo að hún gæti ekki greitt sómri samlegt kaup né tryggt rekstur fyrirtækjanna. Og nú væri svc komið, að atvinnurekendur væru í rauninni í verkfalli gegr ríkinu. Nú er ekkert verkfall af hálfu sjómanna né verkamanna Nú eru það sameiginlegir Irags- munir sjómanna og útgerðar- manna að ríkisstjórnin geri ráð- stafanir til að skapa framleiðsl- unni rekstursgrundvöll. Er meiningin að framkvæma þetta hlutdeildarfyrinkomulag þannig, að fyrst eigi að láta bankana, olíuhringana og alla 'P’ramhald á 11. siðu. Hreincsr árstek;ur Styrktar- félagsisis tœp 1 millién í lok september nam hrein eign íélagsins rúmlega 1 millj. 750 bús. kr. Hreinar tekjur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra síðasta reikningsár, 1/10 1954 til 30/10 1955, námu samtals kr. 931.189.27. Hrein eign félagsins í Iok september var rúmlega 1 millj. 750 þús. kr. Aðaltekjuliðirnir voru auka-' gjald af eldspýtum kr. 385.443.29, og nettóágóði af bílahappdrætti félagsins kr. 447.733.46. Kristján Jónsson Kristján Eyfjörð OpinbeK fnitdur í Hafuarfirði í hvöld Umrœðuefni: Stöðvun fiski- fiotans k;ör sfémanna Sósíalistafélögin í Hafnarfirði halda í kvöld opinberan ! fund í Góötemplarahúsinu. Hefst fundurinn kl. 9. Ymsir aðilar hafa styrkt fé- lagið á árinu með veglegum gjöf- um. T. d. hafa byggingarvöru- verzlanir í bænum gefið nær allt efni, sem notað hefur verið við lagfæringu og breytingu húss- ins Sjafnargötu 14, en þar hefur félagið nú hafið starfrækslu æf- ingastöðvar fyrir lömunarsjúkl- inga eins og skýrt er nánar frá á 3. síðu blaðsins í dag. Enn má geta þess, að nýlega gáfu tveir ónafngreindir menn hér í bænum félaginu 5 þús. krónur hvor, og Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur gefið helming kaupverðs Chevrolet- bifreiðar, sem notuð verður við flutninga á sjúklingum að og frá æfingarstöðinni á Sjafnar- götu. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra skipa nú Svavaf Pálsson endurskoðandi, Björn Knútsson endurskoðandi og Andrés Þormar aðalgjaldkeri Landsímans. í framkvæmdaráði félagsins eru Björn Sigurðsson læknir á Keldum, Haukur Þor- leifsson starfsmaður Búnaðar- bankans, Sigríður Bachmann Á fundinum verður rætt um stöðvun fiskiflotans og kjör sjómanna. Ræður flytja: Karl Guðjónsson, alþm., Kristján Jónsson, stýrimaður og Krist ján Ej'fjörð Guðmundsson varaformaður Sjómannafélagr Hafnarfjarðar. KvikiMiM í út frá gaslsofiipa Klukkan rúmlega hálf átta í gærkvöld var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 24 í Herskála kamp, litlu timburhúsi eign Ás geirs Guðmundssonar. Hafði kviknað þar í þili í eldhúsi, er verið var að þíða vatnspípur með gasiampa. Var talsverður Aliir eru þessir ræðumenn gjörkunnugir sjávarútvegsmál- unum og kjarabaráttu sjó- Karl Guðjónsson „Til sjós eða lands" Krlstján Ebenezarson beykir kaus nýlega við stjórnarkjörið í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Auk hans hafa kosið ýmsir opinberir embættis- meim, forstjórar atvinnufyrirtækja, veitingahúsaeigend- ur, verkstjórar, kaupmenn og skífulagningameistarar. Er öllum þessum mönnum haldið á kjörskrá af stjórnar- klíkunni í þeim tilgangi að bera starfandi sjómenn ofur- liði í þeirra eigin stéttarfélagi. Fæstir þessara „fyrir- manna“ hafa komið á sjó í 2—3 áratugi eða lengur en helzta verkefni hægri manna er að halda þeim áfram í fullum réttindum í sjómannafélaginu. Fiskimenn og farmenn! Sameinizt um að taka félag ykkar í eigin hendur og gerið það að öflngu vígi í hags- inuiiabaráttuimi. Fjölmennið á kjörstað og sjáið um að cnginn félagi ykkar láti undir höfuð leggjast að neyta atkvæðisréttar síns. Kosið er í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu frá kl. 3—6 e.h. í dag. Sameinizt um lista starfandi sjómanna, B-listann, og tryggið honum sigur. Sjómannafélagið I hendnr sjómanna sjálfra! X B-Iisti | eldur í þilinu, er slökkviliðið hjúkrunarkona, Sveinbjörn j kom á vettvang, en varð þó | Finnsson hagfræðingur og Hauk-! fljótlega slökktur. Skemmdir ur Kristjánsson læknir. j urðu nokkrar. Vb. ísfirðingur RE-319 ónýttist af eldi í gær Þiiggja maitna áhöin bjatgaðist í land V.b. ísfiröingur RE-319 ónýttist af eldi í gær, er hann var á leiö frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Þrír menn, sem á bátnum voru, björguðust heilir á húfi í land. Bátsverjar urðu fyrst varir eldsins í vélarrúmi um kl. þrjú síðdegis og magnaðist hann svo skjótt að þeir fengu ekki við neitt ráðið. Ekki gátu þeir gert vart við sig eða beðið um aðstoð, þar sem þeir komust ekki að talstöðinni fyrir eldinum. Tóku þeir því það ráð að sigla bátn- um sem skjótast í land við Keflavík skammt frá Þorláks- höfn. Þegar þeir áttu um 30 faðma eftir í land, settu þeir út björgunarfleka og höfðu taug í honum. Fór þá einn þeirra fé- laganna í Jand og gekk sú ferð greiðlega. Siðan dró hann hina tvo í land á flekanum. Skipbrotsmenn gengu síðan til Þorlákshafnar. Þeir telja að báturinn sem var 34 lestir að stærð, sé gjörónýtur. Radíéfón stolið I fyrrakvöld var stórum radíógrammófón stolið úr í- búðarherbergi í kjallara húss- ins Bárugötu 17 hér í bænum. Tveir piltar hafa herbergi þetta á leigu og höfðu þeir brugðið sér að heiman milli kl. 9 og 11. Er þeir komu heim aftur var fónninn horfinn. Hann er þýzk- ur að gerð, tegundarmerki Im- perial og í ca 80—90 sm háum dökkbrúnum kassa. — Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsing- ar í þessu máli eru beðnir að hafa tal af rannsóknarlögregl- unni. mannastéttarinnar. Ættu hafn- firzkir sjómenn og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum að fjölmenna á fundinn í Góð- templarahúsinu í kvöld. Bókbindarar gefa í FriðrikssjóS I gær barst Friðrikssjóði lof- orð um 500 kr. árlegt framlag næstu árin frá Bókbindarafé- lagi Islands. Er það fyrsta verklýðs"élagið, sem tilkynni.r framlag í sjóðinn. Þess má og geta að Flugfélag íslands flutti þá Friðrík og Inga endurgjaldslaust heim frá London um daginn. Hætta á flóði í Hvítá, ef hlánar Selfossi. Frá fréttaritam Þjóðviljans. Fyrir nokkrum dögum mynd- aðist krapastífla í Hvítá og flæddi áin yfir bakka sína. Rann vatnselgurinn niður á milli bæja á láglendinu svo jið samgöngur stöðvuðust sumstað- ar. í gær féll áin öll í far- vegi sínum, en hún er þó talin mjög hættuleg ef hlánar. '

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.