Þjóðviljinn - 22.01.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.01.1956, Blaðsíða 9
I A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Sunnudagur 22. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Endurskoðun íþróttalaganna Nýft ákvceSi um leiSbeinendastarf og kennslu þarf oð koma inn i lögin I tveim greinum hér á Iþrótta-1 síðunni hefur verið vikið nokk- uð að lagafrumvarpi því um áþróttamál sem fyrir Alþingi liggur nú. Ekki verður sagt að breytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu marki nein sérstök tímamót eða móti á- kveðnar stefnur sem miða að eflingu íþróttalífsins í heild. Engin nýmæli koma þar fram en gerðar tilraunir tiriagfær- ingar á göllum sem flestir voru auðsæir þegar við setningu lag- anna. Þrátt fyrir þessa smá- galla voru lögin í heild ákaflega merkilegt nýmæli og lyftistöng fyrir íþróttalifið í skólum og fyrir hina frjálsu starfsemi. Með setningu þeirra laga var fengin fullkomin viðurkenning á þýðingu iþróttalífsins fyrir uppeldi æskulýðs þjóðarinnar. 1 fyrsta lagi skilningurinu á því að skólafólkið sem situr á skólahekk fjölda ára þarfnast aðstöðu til að styrkja líkama. sinn og forða honum frá göllum af iangvarandi setum, og um leið finna form fyrir leikþrá hins unga fóiks, sem alltaf vei'ð- ur að fá útrás. I öðru lagi sá fjárhagslegi stuðningur sem hinni frjálsu starfsemi er veittur með styrkj- um til íþróttamannvirkja. Með því hefur frjálsa starfsemin átt hægara með að anna því hlut- verki sem henni er ætlað. I þriðja lagi. felst í þessu viður- kenning á því að til þess að frjálsa starfsemin geti annað þessu þurfi hún að fá aðstoð við að skapa aðstöðuna. Pyrir iþróttamenn var þetta ný lyftistöng. Ef litið er yfir þau 15 ár, sem liðin eni síðan lögin voru sett, verður ekki annað sagt en mikið hafi verið gert. Sund- laugabyggingarnar og sund- Skyldan er mál sem á engan sinn líka. Það var djörf áætlun sem gerð var og henni hefur Verið fylgt eftir af miklum dugnaði. íþróttahús hafa risið upp víðsvegar og sömuleiðis íþróttavellir. Skíðaskálar hafa risið upp mjög víða o. fl. o. fl. Sjálfsagt eru komnir margir tugir milljóna frá opinberum aðilum í þessi mannvirki auk þess fjármagns og vinnu sem áhugafólkið hefur lagt til. Meginhluti þessa alls eru á- hrif frá setningu íþróttalaganna 1940. Það er fyrst og fremst þrennt sem vöxtur og viðgangur í- þróttalífsins byggist á. Það er: Aðstaðan, leiðsögnin og áhugi fólksins sjálfs. Mjög víða er orðinn marghátt- aður aðbiinaður til íþróttaiðk- ana og hefur það þróazt í skjóli og með stuðningi iþróttaiag- anna, og sem að sjálfsögðu heldur áfram, því þó vel hafi gengið eru verkefnin samt mörg sem lcalla og eru óleyst. Þá komum við að þeirri spurn- ingu hvort hinn almenni áh.ugi fyrir íþróttaæfingum hafi auk- izt og vaxið að sama skapi sem aðbúnaður til æfinga hefur batn- að. Þvi hefur oft verið lialdið fram hér á íþróttasíðunni að það væri langt f rá því að mann- virkin væru notuð tii fulls, og það síðast í grein nú rétt eftir áramótin. Því hefur vérið haldið fram að byggingaframkvæmdir væru hraðari en uppbygging annarra atriða sem vinna þarf að til þess að ná því takmarki sem til er ætlazt með mann- virkjunum: að þau komi að sem almennustum notum. Hér er því að myndast nokk- urskonar eyða í uppbyggingu i- þróttalífsins, en það er leið- sögnin og kennslan. Einmitt við endurskoðun í- þróttalaganna er tækifærið til að athuga þetta mál ef vera mætti að hægt væri að fylla að nokkru þessa eyðu, ef hægt væri að finna leið sem tryggði það a.m.k. um nokkurn tíma ársins að mannvirkin stæðu ekki tóm eða lítt notuð. í upphafi mun hafa verið til þess ætlazt að hin frjálsa starf- semi tæki á sínar herðar að sinna þessu hlutverki. Vissulega hefur hún unnið mikið í þessa átt og fórnað geypitíma til þessara mála og oft með góðum árangri. En það hefur því miður sýnt sig að áhugamemiirnir einir hafa þó ekki veitt æskufóllcinu þá leið- sögn og kennslu sem æskilegt hefði verið og kemur það fram í því að mannvirkin standa of lítið notuð, þeir virðast ekki hafa bolmagn til að ná til f jöld- ans eins og þyrfti og aðstaða víða leyfir. Með íþróttalögunum er gert ráð fyrir mjög auknum íþrótta- æfingum í skólum og hefur það verið framkvæmt á tímabilinu, eftir þvi sem aðstæður hafa leyft, og er allt gott um það að segja. En þegar skólanum sleppir á vorin er öllu þessu fólki sleppt lausu, og því sjálf- sagt ætlað að fara til áhuga- félaganna, en eins og fyrr segir hafa þau ekki ltennara til að taka á móti þessu fólki svo það kemst ekki í þá snertingu við æfingar og leiki í útilofti sum- arsins sem efni standa þó til, ef ráðstafanir verða ekki gerðar til að veita því mót- töku. Með tilliti til þess sem sagt hefur verið þurfa íþróttamenn að sameinast um það að fá á- kvæði inn í lögin um fjárveit- ingu til að halda uppi ákveð- inni leiðbeininga- og kennslu- starfsemi á ýmsiun stöðum þar sem íþróttamannvirki eru og að- búnaður sæmilegur. Þessi kennsla fari fram þann tima, fyrst og fremst sem skólar eru ekki starfandi. Samstarf yiði milli þessara leiðbeinenda og félaganna á stöðunum. Ákvæði sem þetta myndi vafa- laust marka stórt skref framá- við í eflingu íþrótta í landinu, að sínu leyti eins og ákvæðin um styrki til mannvirkjanna hafa gert, og framsýnir og kunnugir menn telja að þetta tvennt þurfi og eigi að hald- ast í hendur. í íþróttalögunum hefur ver- ið stigið skref í þessa átt, og það eru kexmslustyrkir sem veittir eru félögum. Hér yrði skrefið stigið lengra og áhrif- in mundu ná meira til f jöldans og þeirra mest sem eru á byrj- unarstigi í leit að tómstunda- iðju. í stærri bæjum mun nokkru fé varið til gæzlu á barnaleik- völlum, og þykir sjálfsagt orð- ið. Þetta sem hér er lagt tii yrði þjónusta við æskuna á svipað- an hátt, en aðeins við þá sem eru orðnir dálítið eldri. Kenn- ing uppeldisfræðinga er sú að á þeim aldri séu ekki síður hætt- ur á vegi, og er vert að hafa það i huga þegar þetta mál er rætt. Þetta er mál sem íþróttamenn þurfa að taka upp og beita á- hrifum sinum til að koma þvi inn i íþróttalögin. Enginn þekk- ir betur en þeir þörfina á þessu leiðbeinendastarfi. m j Skíðasdnibönd Sovétríkjanna V&6PP<I I Mnina og Tékkóslóvakíu hafa haft aU- nána samvinnu í vetur um þjálfun keppenda landanna á O.L. í Cortina. Meðal annars dvaldist flokkur sovézkra skíðamanna við œfingar í nágrenni Spindleruv XJlyn í há- lendi Tékóslóvaíku, og eru pessar myndir paöan. TU vinstri sést tékkneski skíðastökkvarinn Melich en til hœgri sovézku göngumennimir Fjodoroff og Kajak. Áttræðnr í ctag Aðalbjörn Björnsson irá Steinailötimi í Siglufirði 1 dag er Aðalbjöm Bjöms- son frá Steinaflötum í Siglu- firði 80 ára. Aðalbjöm er fæddur 22. janúar 1876 að Stóru-Þverá í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Ungur að árum fór Aðalbjörn að heiman og gerðist vinnu- maður að Sléttu; þar átti hann heima í 4 ár. Aldamótaárið fluttist Aðal- björn ásamt ungri konu sinni, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, að Máná í Úlfsdölum, þar sem þau hófu búskap. Jafnhliða landbúnaði stundaði Aðal- björn sjómennsku og var á hákarlaveiðum 20 vertíðir. Hákarlaveiðar var þá sú eina vinna sem bændur í út- héruðum Norðurlands stund- uðu með landbúnaðinum. Það var ekkert sældarbrauðð að stunda hákarlaveiðar á þeim árum. Skipin sem notuð voru við veiðamar voru litil segl- skip, um vélar var þá ekki að ræða. Allur aðbúnaður á skipum þessum var frekar lé- legur, svo ekki sé meira sagt. Það var því ekki nema fyrir dugmikla menn að stunda slíka vinnu sem hákarlaveið- ar, enda hart sótt og kapp á milli skipstjóra sízt minna þá en nú. Að sjálfsögðu gæti Aðalbjörn sagt okkur frá ýmsu sem fyr- ir hann hefur borið þær 20 vertiðir sem hann var á há- karlaveiðum. í norðan stór- hríðargörðum íshafsins reynir á skip og menn og þá er oft stutt á milli lífs og dauða. En Aðalbjöm Bjömsson er ekki að flíka neinu slíku. Karl- mennskan er honum i blóð borin, og að æðrast þó inn komi sjór er Aðalbirni ekki að skapi. Árið 1925 fluttu þau hjónin frá Máná að Steinaflötum þar sem þau áttu heima þar til nú fyrir nokkram ámm að þau fluttu í Vallargötu 3 á Siglufirði. Af 8 bömum þeirra hjóna em 6 á lífi og em þau öll bú- sett á Siglufirði. Aðalbjörn Björnsson var einn af stofnendum Kommún- istaflokks íslands og þegar sá flokkur var lagður niður gerð- ist hann meðlimur Sósíalista- flokksins og er það enn í dag. 1 verklýðshreyfingunni hefur Aðalbjörn starfað af miklum áhuga og enda þótt hann ætti langt að fara á fundarstað lét Aðalbjörn sig aldrei vanta á fundi þegar eitthvað stóð til og gaf í því sem öðm hið ágætasta fordæmi. Þrátt fyrir háan aldur fylg- ist Aðalbjörn vel með. Hann er ungur i anda og hefur ó- bilandi trú á sigurmöguleik- um alþýðunnar, enda sam- einingarmaður af lifi og sáL Á þessum merkilegu tíma- mótum í ævi hins ágætasta heiðursmanns senda vinir og samherjar Aðalbimi Bjöms- sjmi og hinni ágætu komi hans, Aðalheiði Þorsteinsdótt- ur, sínar beztu og innijegu- ustu ámaðaróskir og óska þess af heilum hug að ævi- kvöld þeirra verði umvafið birtu og yl. G. Jóh. ,m nmmwm mmmm i Snæíellingafélagið tílkynnir ÞORRABLOT félagsins verður í Sj álfstæöishúsinu laugardaginn 28. janúar n.k. Islenzkir rétfir á horðum Snæfellingar, tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst, símar 2423, 5612, 5855, 80271 og 82276. Snœfellingafélagið J jgBSBsaBBaasBBBasassss*s5BBBS5S5S555B8SS»aSBsas5ssasaasaa»«a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.