Þjóðviljinn - 26.02.1956, Qupperneq 9
ÍÞRÖTT
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Sjumudagur 26. febrúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Alfur UTANGARÐS) ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■
Gróðavegurinn í i i í í i ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■«■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■«■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■
■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■>■■ • ■■■■■ ■ ■■■«■
toaa á að vera fastur Ifður fráárí til árs
Um s.l. lielgi gekkst knatt-
spyrnusamband íslands fyrir
námskeiði sem að formi til er
nýmæli hér á landi en er mik-
ið notað erlendis t.d. á Norð-
urlöndum. Eins og frá hefur
verið sagt er þetta „helgar-
námskeið" eða það stendur
laugardag og sunnudag. Það
miðast við það að veita mönn-
um, sem þegar hafa nokkra
þekkingu á knattspyrnu tilsögn
og fræðslu um heppilega til-
liögun á kennslu fyrir drengi
á byrjunarstigi í iðkun knatt-
spyrnu, og eins að veita þeim
örlítið innsæi í starfsemi ung-
linga-deilda. Þessi tilraun tókst
mjög vel, og áhugi og þátttaka
meiri en búizt var við. Við
lauslega athugun munu þessir
25 þátttakendur námskeiðsins
ná sambandi við 400 til 500
drengja í vetur og á komandi
sumri. Þessar tölur sýna okk-
ur þá þýðingu sem unglinga-
leiðtogar og leiðbeinendur hafa
fyrir þróun og framtíð knatt-
spyrnunnar. Það eru þessir
menn sem hafa í hendi sinni
áð ótrúlega miklu leyti hina í-
þróttalegu og félagslegu þræði
og um leið lykil að velmegun
félaganna og þroska einstak-
linganna.
En nú má spyrja: Eru það
knattspyrnumennirnir einir í
hinni íslenzku iþróttahreyfingu
sem eru í vanda staddir með
unglingaleiðtoga og leiðbein-
endur í barna- og unglingaí-
þróttum? Því má hiklaust
svara neitandi. Það er allstaðar
sama sagan. Hvergi skipulega
unnið að þessum málum. Þótt
allstaðar sé þörf þar sem ung-
lingar eru félagsbundnir. Aðr-
ar íþróttagreinar lúta sömu
lögmálum og knattspyrna, það
€r allstaðar ófrávíkjanleg regla
að hinir eldri hætta og að hinir
ungu taka við. Þetta er eng-
in tilviljun, þetta lífslögmál sem
engum breytingum hefur tekið
frá alda öðli.
Þrátt fyrir þennan sannleika
hefur unglingastarf í íþróttafé-
lögunum oftast verið meira og
minna tilviljun. Áhugasamir
menn hafa af og til tekið að sér
að leiðbeina og alltaf með góð-
um árangri, Örsjaldan hefur
þess orðið vart að hefjá skyldi
skipulagt starf í þessa átt og
þegar það hefur komið fram
hafa menn ekki haft trú á þvi
eða skort framsýni til að taka
það upp og bera fram til sig-
urs. Með þessari tilraun KSI
virðist sem merkilegt skref sé
stigið og vonandi verður það
ekki það fyrsta, það hljóta að
koma önnur á eftir og þar með
sé hafinn markviss og skipu-
lögð starfsemi til að tryggja
unglingastarfið í félögunum.
Þetta á að vera sjálfsagður
og fastur liður í félagslífinu
þar sem hvert sérsamband hef-
ur forustu um málið, þau þurfa
þess öll með. Þau eiga að taka
upp ems og KSÍ stutt nám-
skeið til að byrja með til að
vekja áhugaöldu um land allt,
veita fræðslu í félagslegum og
íþróttalegum efnum. Leita að
verkefnum sem unga fólkið hef-
ur gaman að og um leið miðar
að ákveðnu marki. Allar grein-
ar íþrótta sem unglingar stunda
hafa möguleika til að veita
þess skemmtilegu verkefni.
Þar strandar. aðeins á manns-
huga og hönd til að setja það á
svið. Því hefur oft verið haldið
fram að vegna kostnaðar væri
ekki hægt að koma á námskeið-
um fyrir þjálfara og leiðtoga.
Námskeið sem stendur í tvo
daga þarf ekki að kosta mikla
peninga, og yrði samvinna milli
sérsambanda um viss atriði
námskeiðanna yrði kostnaður
hverfandi lítill og smámunir i
samanburði við það sem vinnst.
Og sé það borið saman við þann
lcostnað sem lagt er í við þjálf-
un afreksmanna eða þeirra sem
ífalía — Frakklaitd 2:0
í landskeppni í knattspyrnu
sem frám fór í Bologna í fyrri
viku milli italíu og Frakklands
fór svo að ítalíu vann með
tveim mörkum gegn engu.
lengst eru komnir tekur varla
að tala um það.
Með nútímatæknt getur einn
maður farið hvert á land sem
er og ihaldið svona námskeið.
Maðurinn verður að vera í-
þróttakennari sem tekur með
sér kvikmyndir og segulbönd )
sem hefðu að geyma- fræðandi /
fyrirlestra sem segulbandstæki <
skilaði til námskeiðsmanna.
Alla þessa möguleika á í-
þróttahreyfingin að nota til
þess fyrst og fremst að ganga
frá sinni eigin undirstöðu sem
í raun og veru hefur alltaí ver-
ið ótrygg og laus.
Bradl austurrísk-
ur stökkmeistari
Sepp Bradl sem lengi hefur'
verið einn af snjöllustu skíða-'
stökksmönnum heims, varð um'
síðustu helgi austurrískur'
meistari í skíðastökki. Fékk'
hann samanlagt 227,6 stig,1
stökk hann 81 m og 80 m.'
Bradl stökk nokkru fyrir síð-'
asta stríð 107 m sem þá var'
lengsta stökk sem stokkið hafði'
verið, og stóð það met lengi.'
Reykjavl - Hafnaríjörður
Frá og með laugardeginum 25. febrúar verða fargjöld
á sérleyfisleiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður sem hér
segir:
FARGJÖLD FULLORÐINNA
Reykjavík—Nýbýlavegur ................ Kr. 2,00
Ef keypt eru 30 ferða kort kostar kortið
kr. 50.00 eða hver ferð ............. — 1-67
Reykjavík—Kópavogur .................. — 2,75
Ef keypt eru 29 ferða 'kort kostar kortið
kr. 65,00 eða hver ferð ............. — 2,24
Reýkjavík—Hafnarfjörður ........... • • • — 4,00
Ef keypt eru 30 ferða kort kostar kortið
kr. 100,00 eða hver ferð ............. — 3,33
Innanbæjargjöld. í Kópavogi og Hafnar-
firði (innifalið Silfurtún—Hafnarfjörður) — 1,00
FARGJÖLD BARNA INNAN 12 ÁRA
Reykjavílt—Nýbýlavegur ................ — 1,00
Reykjavík—Kópavogur ................... — 1,25
Reykjavík—Hafnarfjörður ............. — 2,00
Ef keypt eru 30 ferða kort kostar kortið
kr. 50,00 eða hver ferð .............. — 1,67
Innanbæjargjöld í Kópavogi og Hafnar-
firði (innifálið Silfurtún—Hafnarfjörður) — 0,50
LANDLfclÐIR hi.
24. dagur
Jónsi voða fínn, sagði stúlkan Úrsúla og það leyndi
sér ekki að lienni geðjaðist útlit hans.
Já, er hann ekki myndarlegur? sagði móðir hans stolt.
Þær hafa líka leingi litið hann hýru auga, stúlkurnar.
En hann er svo vandlátur í þeim sökum, hann Jónsi
okkar, aö mér er næstum því ekki farið að lítast á
blikuna.
Jónsi bráðum trúlofast, sagði stúlkan og skríkti.
Jónsi hafa gaman af að trúlofast. Hún sagöi þetta svo
skrítilega að þær hlógu báðar, en Jónsa fannst ekki á-
stæða til að taka undir hláturinn, og tautaði að það
væri kannski ekki eins mikið keppikefli að trúlofasi;
og sumir héldu.
Alla búskapartíð Jóns bónda hafði það verið ófrávíkj-
anlegur siður í Bráðageröi aö hefja jólahelgina með hús-
lestri, og að þessu sinni var ekki brugðið útaf venjunni.
Þegar þau höfðu öll safnast saman í baðstofunni eftir
að hafa klætt sig uppá, kveikti Guðrún húsfreyja á kert-
unum á litla jólatrénu, en maður hennar sótti guðs-
orðabækurnar inní hjónaherbergið. Jón hafði alla tíð
verið raddmaður góður, og þegar hann saung jólasálm-
ana vildi verða lágt undir lofti í baðstofunni fyrir hæstu
tónana. Guðrún raulaði undir með manni sínum, en
Jónsi og stúlkan Úrsúla súngu ekki. Jónsi haföi aldrei
verið saungvinn og stúlkan hafði ekki ennþá lært að
sýngja á íslensku. Húslesturinn stóð ekki leingur en svo
að ekki gafst tími til að láta sér leiöast. Guðrún hús-
freyja sat meö hendur í kjöltu undir lestrinum, lukt
augu og ójarðneska hamíngju geislandi útúr andlitinu.
Jónsi lá uppvið dogg í rúmi sínu og lét sem hann hlust-
aði á lesturinn og sæi ekki annað en kertaljósin. En hann
heyrði ekki neitt og sá ekki annað en úngu stúlkuna á
rúminu andspænis honum. Hún sat keik og horfði beint
framundan sér opnu, röku augnaráði. Þaö var hægt
aö ímynda sér að augu hennar væru gædd þeim eigin-
leika aö geta séð í gegnum holt og hæðir. Þessa stund-
ina virtist hún horfa inní veröld sem öllum var ósýni-
leg og ókunn utan henni einni. Jónsi fékk svolitla að-
kenníngu fyrir brjóstið. Skyldi honum einliverntíma
auðnast að skyggnast inní þessa framandi veröld henn-
ar? Eða vildi hún bara eiga hana ein? Og kannski vildi
hún trúa einhverjum öðrum en honum fyrir þeim leynd-
ardómum sem þar voru faldir
Jónsi hrökk upp þegar pabbi hans sagði amen að lok-
inni andtakt. Góðar stundir og gleðileg jól öllsömun,
sagöi húsfreyja. Maður hennar ræskti sig eftir áreynsl-
una á raddböndin, tók í nefið og hélt mál til komið að
smakka á laufabrauðinu og hángikétinu. En kona hans
þurfti áður að sjá svo um að einginn klæddi köttinn á
heimilinu. Brá hún sér inní hjónahúsiö og sótti þángað
smádót er hún deildi á milli heimilisfólksins. Maður
hennar fékk tvíbandavettlínga, en Jónsi þelsokka með
rósamunstri. Stúlkan Úrsúla fékk prjónaklukku úr fín-
asta og hvítasta þelbandi sem völ var á, auk þess sálma-
bók í svörtu bandi með gylltum krossi á fremra spjalði
en kaleik að aftanverðu. Stúlkan var svo furðu lostiii
yfir gjafmildi húsmóður sinnar að hún kom ekki upp
oröi fyrst í stað hvorki á íslensku eöa sínu eigin móður-
máli. En hún varö aö sjálfsögðu fjarska glöð og kysstí
húsmóður sína innilega þegar hún náði að átta sig. Jón
bóndi sá fyrir því að kona hans klæddi ekki jólaköttinn,
því það kom á daginn aö hann lumaði á forláta svuntu-
efni sem kom í hennar hlut.-
Meðan kvenfólkið dáðist að gjöfunum sá Jónsi sér færi
á að bregða sér framá bæjardyraloft. Efst í koffortinu
sínu geymdi hann lítinn hlut frá því hann kom úr
kaupstaönum. Þaö var ekki laust viö aö hann færi svo-
lítið hjá sér þegar hann kom aftur inní baðstofuna og;
rétti hann að stúlkunni Úrsúlu sem vissi tæpast hvernig
hún átti að snúast við svo mikilli gjafmildi.
Gjörðu svo vel, sagði hann. Þú átt aö eiga þetta. Það
er ékki mikið, en ég vona aö þér þyki þaö fallegt.
Nú á ég bara eingin orð til! sagöi móðir hans.
Stúlkunni var víst svipað farið þó hún gæfi ekki um
þaö opinbera yfirlýsíngu. Eftilvill skildi hún ekki til^lpfc