Þjóðviljinn - 07.03.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. marz 1956 Yves Ciampi, ungur leikstjóri, sem vekur at» hygli fyrir síðustu kvikmynd sína Tvær kvikmyndir, sem gerðar voru í Frakk- landi seint á s.l. ári, hafa vakið mikla .athygli. Önn- ur myndin, Herbragðið mikla, var gerð af Rene Clair, hinum heimsfræga leikstjóra, en stjómandi hinnar myndarinnar er ungur maður og tiltölu- lega lítt þekktur, Yves Ciampi að nafni. Síðar- nefndu myndina mætti nefna Þreytttt het.iurnar. en húri genst í „sjálf- stæðu lýðveldi í Suður- Afríku", þar sem all- margir karlmenn frá ýms- um löndum Evrópu dvelj- ast. Minnir söguramminn talsvert á Laun óttaHS, myndina sem Ciuzot gerði og sýnd var í Bæjarbíói í haust. Hetjan, sem leikin er aí Yves Möntand, er fyrr- verandi orustuflugmaður, er nú reynir að „bjarga sér“ með ýmsum hætti, t. d. með ólöglegri sölu á niiklu magni af gimstein- um sem hann hefur kom- izt yfir af tilviljun. Þann- ig flækist hann í spill- ingarnet svartamarkaðs- viðskiptanna, sem bezt þrífast við hótel höfuð- staðarins, hið mesta lasta- bæli. Hann hittir nú gaml- ar kollega sinn, þýzkan stríðsflugmann. Þeir taka tal saman og komast þá að raun um að þeir hafa báðir orðið fyrir sams- konar reynslu: Eftir lok heimsstyrjaidarinnar hafa þeir fengið tilboð um nýja ráðníngarsamninga sem stríðsflugmenn í Kóreu eða Indó-Kína en báðir hafnað þeim. Skal atburðarásin ekki rakin frekar hér, en það gerist ýmislegt áður en myndin er á enda. Þjóðverjinn er leikinn af Cui't Júrgens, frægunl leikara; Jean Servais leik- ur hótelstjórann og María Felix vinkonu hans. Franski kvikmyndagagn- Undanfarna daga hefur Trípólíbíó sýnt frönsku litmyndina BYLTINGARNÆTUR, en aðalhlutverkin í henni leika Martine Carol og Jean Claude-Pascal. Hin fagra Martine Carol er nú ein af frægustu kvik- myndaleikkonum Frakklands og hér á landi er hún einnig orðin aUkunn, m.a. fyrir leik sinn í síðustu nýársmynd Austurbæjarbíós LUCRETIA BORGIA. Hér á síðunni hefur áður verið skýrt nokkuð frá kvikmynd peirri, sem gerð hefur verið í Frákklandi eftir einni af frœgustu skáldsögum Emiles Zola, NÖNU. Carol fer meö aðalhlutverkið í mynd pessari en leikstjóri er eiginmaður hennar, Christi- an-Jacque. Hélzta karlhlutverkið, Muffat greifa, leikur Charles Boyer. — Hér að ofan er mynd af Martine Carol í hlutverki Nönu. rýnandinn Josette Daix lýkur grein sinni um mynd þessa í Les lettres francaises á þessa leið: „Yves Ciampi sækir hugmynd sína að mynd- inrti til vandamála, sem menn glíma við í dag, og spurninganna: Hvað hef- ur heimurinn, er við lif- um í, gert fyrir þær stríðshetjur, sem neitað hafa að gerast lítilmót- legar morðvélar, hvað hefur hann gert fyrir þá, sem börðust fyrir betri heími en hafa ekki fundlð hann ennþá, fyrir þá sem hærtlari svæfði? Myndln er krafa um að friðurinn öðlist einhverja þýðingu“. Fernandel í nýrri mynd Bráðlega verður þaf in taka nýrrar kvik- myndar með Fernandel, hinum vinsæla franska leikara. Myndin verður byggð á leikriti eftir Róussin sem nýlega var sýnt á Alle-Scenen í Kaupmannahöfn undir nafninu Hann, hún og skógarpúkinn. Fernandoll — Hann cSa skósarpúkann heimalandi sínu vegna 6- | amerískra skoðana og' l hafi þessvégna ekki í * byggju að hvérfa heim á í næstunni, en Húri hefur } dvalizt í Evrópu að und- * anförnu. Um þessar ? mundir býr húri til dæm- J is í París og leikur í » nýrri kvikmynd, sem ver- £ ið er að taka.'Betsy Blair } fer þar með hlutverk } amerískrar konu, sem af 5 hreinni tilviijun sér ung- | an rithöfund detta niður | stiga. Kemur hún honum } til aðstoðar og tekst þá j» með þeim kunningsskap- > ur. Þau kynntust í París ’ á mynd þe§si að heita. Botsy Blair í París! Befsy Blair JT'yrir örfáum mánuðum var Betsy Bláir nær óþekkt, nú er hún hins- vegár ein af þeim banda- rísku kvikmyndaleikkon- um, sem njóta mests á- lits í Evrópu. Frægð sína á hún að þakka frábær- um leik í amerísku verð- launamyndinni Márty, en í henni fór hún með hlut- verk Klöru, hinnar þrí- tugu kennslukonu. Kvis- azt hefur að Blair njóti ekki neinna sérstakra vinsælda yfirvaldanna í Erncst Borgine og Betsy BJair í amcrísku myruíinni iviarty AUDIÍEY HEPBURN LEIKUR í NÝRRI MYND UM GERSHWIN I næstu mynd sinni leikur Audrey Hepburn á móti Fred Astaire. Á myndin að fjalla um bandaríska tónskáldið Gershwin og verður mestur hluti hennar tek- inn í París. VEGFARANDI skrifar: „Það hef- ur oft vakið athygii mína, hve mikið er af bifreiðum hér í bænum, sem bera skrásetning- armerki (einkennisstaf) ýmissa staða úti á landi. Einkum er á- berandi hve mikið er af jeppum og landroverbílum héðan og handan að. Ég á hér ekki við bifreiðar, sem eru hér aðeins um stundarsakir, meðan eig- endur þeirra reka erindi sín í bænum, heldur bifreiðar, sem eru hér að því er virðist allan ársins hring. Sennilega eiga eig- endur þessara bifreiða lög- heimili utan Reykjavíkur, þótt l-eir vinni hér mestan hluta ársins; og bifreiðar þeirra eru þá vitanlega skrásettar, þar (- .-rn 'þeir eiga heima. En þegar rr-aður sér landbúnaðarjeppa norðan úr Strandasýslu eða Þingeyjarsýslu að staðaldri hér í höfuðstaðnum, finnst manni eðlilega, að þeir komi landbún- aðinum í þessum sýslum að litlu gagni. Ýmsar sögur hafa og gengið um það, að sumir ráðsnjallir Reykvíkingar hafi bifreiðar sínar skrásettar utan Reykjavikur, vegna þess að það sé ódýrara; en ekki finnst xnér trúlegt, að mikil brögð séu að því. — NÆSTUM því daglega verða fleiri og færri bifreiðaárekstr- ar á götum höfuðstaðarins, og önnur umferðarsiys, sum smá- vægileg, önnur alvarleg. Þótt sökinni sé tíðast komið á þá, sem aka bifreiðunum fer því fjarri, að öll umferðaslysin or- 4sakist af of hröðum eða ógæti- Ulanbæjarbílar — Landbúnaðaijeppar í höíuðstaðn- um — Umlerðarslys — Gætið fyllstu varúðar legum akstri. Fótgangandi fólk fer oft og tíðum mjög óvarlega yfir götur, anar út á miðja götu í veg fyrir bíjana, hikar þar, í stað þess að halda þá heldur rakleitt áfram, og snýr svo kannski við til sama lands aftur. Einnig virðist gangandi fólk oft eiga erfitt með að sætta sig við að bíða eftir umferða- Ijósmerkjunum, og leitar þá færis að skjótast yfir götu, þótt bifreiðamar „eigi réttinn“. Á®" hinn bóginn sýna svo margir þeir, sem aka bifreiðum, víta- vert gálysi við aksturinn, aka fram úr öðrum bílum á gatna- mótum, aka inn á aðaigötur beint í veg fyrir aðra bíla, treysta á hemlana í lengstu lög. Og þegar hálka er á göt- unum, trassa margir bílstjórar o£ iengi að setja keðjur á hjólin, og er það vitanlega stór- hættulegt f vikunni sem leið, fór einn af strætisvögnum á leiðinni Reykjavík — Hafnar- fjörður út af veginum, fullur af farþegum. Þennan dag vár talsverð hálka á götunum, en ég hef heyrt fullyrt, að um- ræddur strætisvagn hafi ekki verið með keðjur. Sé það rétt, hlýtur það áð teljást irijög al- varleg óvarkámi, jafnvel þótt ekki hafi verið hálku ufn að kerina að vagninn fór út af. Það verður að krefjast þess, að gætt sé fyllstu varúðar og aldrei teflt á tvær hættur að nauðsynjalausu, þegar líf og limir fólks eru í húfi. Okkur verður að lærast að bera fyllstu virðingu fyrir mannslífunum og gera allt sem hægt er, til þess að koma í veg fyrir slysin. ’tiR iSV txmsieeús 0t6tiKmaRraiisoa Minningarkortin eru til söln í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Tjarnargötu 20; afgreiðslu Þjóðviijans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustfg 21; og í Bóba- verzlnn' Þorvaldar Bjamason- ar í Hafnarfirði, Trésmiðir! Trésifiiðir! Meistarafélag húsasmiða og Trésmiðafélag Reykjavíkur halda sameiginlega árshátíð í SjálfstæÖishúsinu föstudaginn 9. þ.m. kl. 9 síð'degis. Aðgöngumiöasala hefst í skrifstofu Trésmiða- félagsins á fimmtudag. * Skenmttinefndin •KmiMiiMMima ÞJÓÐVIUANN vantar nngflnf til að bera blaðið til fastra kaupenda við Tjamargötu Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500. ijar Fundur verður haldinn aö Café Höli miðviku- daginn 14. marz kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Lagabreytingar 2. Önnur mál. 3. Kvikmyndasýning. 5 V StjónaiBi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.