Þjóðviljinn - 07.03.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudagur
7.
marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — <7
fí ÁRNI ÚR EYJUM:
ATÓMSTÖDIN
og villidýrabúríö
FYRRI HLUTI
i
★ ÍSLAND HEFUR
EIGNAZT STÓRSKALD
,Vel gefinn, ungur mennta-
maður, Kristján Albertsson
upphefur ritdóm sinn um Vef-
arann mikla frá Kasmír, í
Vöku 1927 með þessum orð-
um:
„Loksins, loksins tilkomu-
mikið skáldverk, sem rís
■ eins og hamraborg upp úr
! flatneskju íslenzkrar ljóða-
' og sagnagerðar síðustu
1 ára! Island hefur eignast
1 nýtt stórskáld — það er
! blátt áfram skylda vor að
! viðurkenna það með fögn-
! uði. Halldór K. Laxness
' hefur ritað þessa sögu á 24.
1 aldursári sínu. Ég efast um,
1 að það komi fyrir einu sinni
! á aldarf jórðungi, að skáld á
' þeim aldri semji jafn snjallt
verk og þessi saga 'hans er.
! Á 64. gráðu norðlægrar
v.,1. breiddar hefur það aldrei
:!;] fyr gerzt.“
. Fyrir þessi spámannlegu
ummæli velur stærsta blað
landsins, Morgunblaðið, Krist-
jánAlbertsson til þess að færa
höfundi Ve'arans hamingju-
óskir í tilefni af veitingu Nób-
elsverðlauna, 28 árum síðar.
Daginn eftir að sænska Aka-
demian kastaði ellibelgnum,
ef svo mætti segja, birtir
Morgunblaðið heillaóskir
Vökuspámannsins frá 1927 til
lárviðarskálds heimskringl-
unnar 1955. — Að vísu eru
heillaóskir Kristjáns bundnar
nokknim fyrirvara:
„Við sem ekki erum sæm-
herjar hans í stjórnmálum
myndum gera það (þ. e. að
samfagna skáldinu) af enn
heilli hug ef nokkurt viðlit
væri að gleyma því, að
skáldið hefur um langt
skeið af miklu kappi notað
penna sinn til framdráttar
hinum versta málstað í ís-
lenzku þjóðlí'i á síðari tím-
um, oft með þeim liætti, að
miklu skáldi var sízt sómi
að því,“
segir hann. Hann segir enn-
fremur:
„Sænska Akademían hefur
vafalaust viljað heiðra elztu
’ bókmenntaþjóð norðursins
' um leið og hún heiðraði
! Laxness. Því miður mun
mörgum þykja sem sá heið-
ur hefði verið enn vafa-
lausari, ef skáldið hefði
ekki skrifað jafn-smekk-
lausa og rangindafulla sögu
um Island nútímans og At-
ómstöðina.“
Kristján Albertsson getur
í þessari grein sinni um öll
helztu skáldverk Laxness —
fram að Atómstöðinni, viður-
kennir snilld þeirra og þakkar
hana af þeim skilningi, sem
vænta mátti af höfundi Vöku-
ritdómsins, sem fyir er nefnd-
ur. En þegar að Atómstöð-
inni kemur, tekur gallið að
flæða.
★ ATÓMSTÖÐIN SKAL
VERA VOND BÖK
Svo sem öllum mun í fersku
minni, fögnuðu Islendingar
mjög veitingu Nóbelsverðlaun-
anna og menn lýstu fögnuði
sínum einróma — og voru
einhuga um að gleyma dæg-
urþrasi og skoðanamun. Má
segja, að öll þjóðin hafi sam-
einazt um heillaóskir skáldinu
til handa — utan þessi eina
hjáróma rödd. Hvers vegna
þessi rödd? Vegna Atóm-
stöðvarinnar. — Mikið hlýtur
Atómstöðin að vera vond
bók, gætu ókunnugir hald-
ið, að kúltíveraður heims-
borgari og diplómat skuli
gerast svo ósmekklegur að
geta ekki einusinni óskað
skáldinu til hamingju, án þess
að hreyta í hann ónotum um
leið, bara vegna þessarar einu
bókar.
Þetta var 28. október. —
Hví í ósköpunum lét jafn-fág-
aður menningarblysberi og
Kristján Albertsson sér ekki
nægja óblandnar heillaóskir
þennan fágnaðarríka haust-
dag? Geyma bara skammirn-
ar þangað til 29. okt. — eða
jafnvel fram yfir mánaða-
mót. Nei, þörfin til að úthúða
Atómstöðinni var svo sterk,
að uppeldi, menntun og lang-
dvalir með hámenningarþjóð-
um mátti sín einskis á móti
henni — maðurinn hlaut að
gera sig að viðundri, til þess
að vera köllun sinni trúr.
Þann 6. nóvember birtir
fylgirit Morgunblaðsins, Les-
bók, þýðingu á grein eftir
Jörgen Bukdahl: „Nóbelsverð-
laun Laxness". Hann ritar
mikið og óblandið lof um
Sölku Völku, um Sjálfstætt
fólk og bókaflokkinn um Ólaf
Kárason. En síðan tekur
skáldinu að fará aftur:
„Seinni skáldrit Laxness
standa eltki þessari skáld-
sögu (Ól. Kárasyni) á
sporði um sanna skáldlega
andagift,"
segir hann. Þó hrósar hann
Islandskluklcunni að mörgu
leyti og viðurkennir snilldina
í henni, — en:
„Hér hefur samspil samtíð-
arþjóðlífslýsingar og nú-
tímaviðhorfa orðið hemill á
sögu’egu hugarflugi Lax-
ness“ („Anakronismus“,
sagði Sigurður Grímsson,
þegar íslandsklukkan var
sýnd á sviði).
Um Atómstöðina segir Buk-
dahl:
„1 Atómstöðinni, sem á að
lýsa Islandi á hernámsárun-
um, bregst honum hin al-
kunna hæðni og bitur á-
deila. Hér verður ádeUan á
Bandaríkin (Bandaríki
Norður-Ameríku ?) mátt-
laus, og vaxandi glettni
hans verður að gálgaglettni
og fyrir það verða atburð-
irnir oft að sundurlausmn
hrærigraut. Skáldskapurinn
og ádeilan, sem studdu
hvort annað, þegar honum
tókst bezt upp, grafa hér
hvort undan öðru og hafa
gert bókina að níði, þar
sem öll hin góðu skáldlegu
tilþrif verða eins og ólífræn
innskot.“
Bukdahl þessi virðist hald-
Inn einhverju USA-ofnæmi,
eins og fleiri; — í Atómstöð-
inni snýst ádeilan ekki gegn
Bandaríkjum N-Ameríku,
heldur gegn íslenzkum óláns-
mönnum fyrst og fremst, eins
og síðar mun vikið að. En
skemmst er frá því að segja,
að eitthvað á þennan veg eru
ummæli flestra borgaralegra
ritdómara um Atómstöðina, þ.
e. a. s. þeirra, sem ekki hafa
tekið þann kostinn að þegja
alveg um hana. T.d. má benda
á, að þegar Gunnar Thorodd-
sen tók sér fyrir hendur að
bjarga heiðri ofstækisfullra
stjórnarvalda (af mikflli
smekkvísi, svo sem við var að
búast), hrósaði hann öllum
helztu verkum Laxness —
nema Atómstöðinni, hann
minntist ekki á hana. Og
sannleikurinn er sá, að miklu
er sterkari ádeila þagnar
Gunnars Thoroddsens en f jar-
stæðuorð Kristjáns Alberts-
sonar.
★ IIVERSVEGNA
VOND BÓK?
En hvað um Atómstöðina?
Hversvegna leggja menn
þetta ofurkapp á að níða verk
þetta niður — eða að reyna
að þegja það í hel? Rifjum
upp ummæli Kristjáns og
\ Bukdahls — en samkvæmt
þeim er bók þessi bæði vond
og ómerkileg. Aftur á móti
telja þeir bækur eins og Sölku
Völku, Sjálfstætt fólk og sögu
Ólafs Kárasonar Ljósvíkings
mikil listaverk. — Sú var þó
tíð, að allar þessar bækur
vöktu mikinn úlfaþyt. I þeim
öllum er ádeila, oft hatrömm.
Er t. d. hægt að hugsa sér
öllu sárbiturri ádeilu en frá-
sögnina af með"erð þeirri, er
Ólafur Kárason sætti að Fæti
undir Fótarfæti ? — Allir vita,
að sú lýsing er sönn. Menn-
ing vor var ekki stærri í snið-
um en svo, að líf hunda var
hátíð lijá lífi hreppsómaga.
Þannig mætti nefna fjölmörg
dæmi um ádeilur í þessum
verkum, sem nú era lofsungin
af öllum.
Atómstöðin getur því ekki
verið forkastanleg bók fyrir
það eitt að vera ádeílurit. —
„Smekklaus", segú' K. A. —
Er þá ádeilan í Atómstöðinni
eitthvað „smekklausari“ en í
fyrri bókum Halldórs Kilj-
ans? Er verr farið með hinar
borgaralegu týpur? — Síður
en svo. Pétur þrihross og Jú-
el J. Júel kannast flestir við
— og ekki var Rauðsmýrar-
maddaman beinlínis aðlaðandi
kvenmaður. Aftur á móti er
Búi Árland í Atómstöðinni
mjög kúltiveraður maður, að-
al 'ulltrúi borgarastéttarinnar.
Börnin eru að vísu illa upp
alin, en elsku'eg börn eins og
gerist, und’r skelinni — já, og
í skáktafli minkaþjófanna
litlu birtist meira að segja trú
höfundar á sigur siðmenning-
arinnar, mitt í brjáluðu
„geimi“ líðandi stundar. —
Frúin er náttúrlega aumkvun-
arlegt fífl, svo sem efni
standa til, — enda sér enginn
á henni, „að hún sé stúdent“.
Nei, hvernig sem maður
veltir þessu fyrir sér, er á-
deilan í Atómstöðinni sízt ó-
vægilegri en í öðrum ritum
HaPdórs. — Jafnvel forsætis-
ráðherrann, sem er mjög „kari-
keraður“, og tvímælalaust ber
að skoða sem „týpu“ er síður
en svo verr með farinn en t.d.
Júel J. Júel. — Hvað er það
þá, sem gerir Atómstöðina
svona vonda bók í augum
borgaralegra. ritdómenda?
★ NLTÍMASAGA, SEM
AFHJIPAR HÖFUÐ-
GLÆP ÍSLENZKA
AUÐVALDSINS
I Atómstöðinni er greint
frá tilburðum íslenzkra,
stjóniarvalda til þess að selja.
erlendu stórveldi í hendur ný-
endurheimt íslenzkt sjálf-
stæði. Hún segir frá stórfelld-
ustu þjóðsvikum íslenzkra
manna frá upphafi Islands-
byggðar, svo að svik gissur-
anna á Sturlungaöld eru sem
barnabrek hjá þeim.
Atómstöðin skal vera vond
bók af því hún afhjúpar höf-
uðglæp íslenzka auðvaldsins.
Hún er ekki tiltölulega mein-
laust háð um íslenzka menn
eins og þríhrossið, júelinn og
rauðsmýrarmaddömuna
heldur flettir hún ofan af
þátttöku íslenzkra valda-
manna í sameiginlegum
dauðadansi hins alþjóðlega
kapítalisma. Það er ráðizt á
það allra helgasta, sem varið
skal með kjafti og klóm —
eða atómsprengjum ef því er
að skipta.
Atómstöðin er viðvörun og
ákæra í senn, og sárbiturt
vopn til varnar nýendur-
heímtu íslenzku frelsi og
sjálfstæði. — Það heitir raun-
ar á máli Kristjáns Alberts-
sonar, að skáldið hafi „notað
penna sinn til framdráttar
hinum versta málstað í ís-
lenzku þjóðlífi.“ — Já, sínum
augum lítur hver á silfrið.
Það er því von hann telji, að
heiðurinn að fá Nóbelsverð-
laun „hefði verið enn vafa-
lausari, ef skáldið hefði ekki
skrifað jafn-smekklausa og
rangindafulla sögu“ — — o.
s. fl’V.
Bukdahl er borgari eins af
Atlanzríkjunum, þar sem
meira að segja nafn bókarinn-
ar er tabú — og e. t. v. er
það í krafti þess, hverja af-
stöðu hann tekur?
Annað kemur og til greina,
að því er íslenzlra borgara-
stétt varðar: Atómstöðin er
nútímasaga, fjallar um það,
sem gerist samtímis því hún
er rituð. Hún bregður npp
myndum af lí"i íslenzks fólks,
að vísu dregnum skörpum lin-
um og máluðum sterkum lit-
um. Og myndir þessar eru
orpnar sterkri birtu, svo að
andstæður ljóss og skugga
skera oft í augun. En gegn
slíkri birtu stoða engin sól-
gleraugu. — Látum það vera,
þó að örvar skáldsins beinist
að mönnum og málefnum frá
í gær eða fyrragær — bara
ef nútíminn fær að vera í
friði, og að landsfeðurnir fái
vinnufrið!
Sem sagt: Atómstöðin er
hættuleg bók, af því að hún
berst fyrir málstað Islands,
gegn a'sali landsréttinda -
og hún skýrir frá þeim
myrkraverkum, sem verið er
að vinna einmitt nú í dag. -
Það svíður undan henni eins
og musterissvipu —■ þeirri
svipu, sem alla táma hefur
húðstrýkt þá, sem hafa gert
sér það að verzlunarvöru,
sem öðrum var heilagt.
★ ÞJÓÐIN TÓK SJÁLF Á
MÓTI SÍNU SKÁLDI
Ault þess sem sagt hefur
Framhald á 11. síðu,
Kristján Albertsson lagði sig um skeið í framkróka til að
koma í veg fyrir að Atómstöðin yrði pýdd á erlendar
tungur. Það mistókst gersamlega; Atómstööin er pegar
einhver víðkunnasta skáídsaga Kiljans, kom m.a. í
geysistóru upplagi hjá stœrsta forlagi Vestur-Þýzkalands
í haust. Myndin sýnir kápuna á rússnesku útgáfunni.