Þjóðviljinn - 18.03.1956, Blaðsíða 6
6) — jÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 18. marz 1956
Þjóðviliinn
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
v_
Fylgishrun og einangmn ihaidsms
■> JARNI Benediktsson kvart-
n aði sáran undan því í út-’
varpsumræðunum frá Alþingi'
á fimmtudagskvöldið að verið
væri að einangra Sjálfstæðis-
flokkinn í íslenzkum stjóm-
málum. Mátt glöggt á máli
hans heyra að hér væri mikil
og uggvænleg hætta á ferðum
isem snúast yrði hart við af
ihálfu forkólfanna. Helzta
haldreipi ráðherrans reyndist
að hrópa út ytfir landsbyggð-
ina að svipta ætti Sjálfstæðis-
menn aðstöðu og eignum og
bæri þeim að mæta slíkum að-
gerðum af fullkominni hörku.
Hefur óttinn við einangrun og
áhrifaleysi sialdan eða aldrei
verið yfirlýstur svo átakan-
lega sem í þessari útvarps-
ræðu varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins.
ÞA© er rétt athugað hjá
Bjama Benediktssyni að
sú hætta steðjar nú að Sjálf-
stæðisflokknum að hann ein-
angrist í íslenzkri stjórnmála-
baráttu og missi þau áhrif og
völd sem hann hefur haft um
langan tíma og hagnýtt til
hins ýtrasta fyrir auðmanna-
stétt landsins. Athyglisvert er
að núverandi samstarfsflokkur
Sjálfstæðisflokksins, Fram-
sóknarfiokkurinn, telur það
eina möguleika sinn til að
nindra alg.iört fylgishrun að
3líta samstarfinu við Sjálf-
3tæðisflokkinn a.m.k. á yfir-
borðinu. Jafnframt lýsir
Framsókn þvi vfir að vanda-
mál efnahagsiífsins verði ekki
levst með Siá.lfstæðisflokkn-
um vegna þiónustusemi hans
við milliliði og braskaravald.
TIVAÐ sem líður heilindum
« * forkólfa Framsóknar-
flokksins er þessi stáðreynd
hin eftirtektarverðasta og
sýnir ljóslega hve Sjálfstæðis-
flokkurinn er heillum horfinn
og einangrun hans nálæg.
Engin stjómmálasamtök í
iandinu treysta sér lengur til
að boða kjósendum þann
möguieika að unnt sé að hafa
samstarf við flokk auð-
mannastéttarinnar um lausn
vandamála þjóðfélagsins.
pnnníg er revns’an af starfi
Sjálfstæðisflokksins á undan-
förnum ámm. Þessi er á-
vöxturinn af linnulausri bar-
áttu hans fyrir einkahags-
munum auðmanna og brask-
ara, óhvikulli varðstöðu hans
um gróðamöguleika auðhring-
anna sem ræna atvinnufvrir-
“ækin arðinum af framleiðsl-
jnni og allan almenning á-
vöxtum iðju sinnar og starfs.
Með þessum starfsháttum
hefur Sjá'fstæðisflokkurinn
kallað .yfir sig svo almenna og
óumdeilanlega fordæmingu
allra heilbrigt hugsandi
manna að jafnvel þeir sem
eru honum samsekir um ó-
hæfuverkin keppast við að af-,
neita þátttöku sinni í sam-
ei£inlegum afrekum og sverja
og sárt við leggja að slíkt
skuli ekki endurtaka sig. Svo
gjörsamlega heillum horfinn
er Sjálfstæðisflokkurinn og
undan þessu kvartaði Bjarni
Benediktsson sáran í útvarps-
ræðu sinni á fimmtudagskvöld-
ið.
ÞAÐ er að bresta flótti í lið
Sjálfstæðisflokksins. Það
eru fleiri en andstæðingamir
sem sjá orðið í gegnum lýð-
skrumið og blekkingarnar sem
átt hefur að skýla þjónust-
unni við fámennt auðstéttar-
vald og gróðahagsmuni þess.
Almennir kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins eru í stómm
stíl að snúa baki við flokkn-
um sem hefur brugðizt þeim
af hlífisemi við hina raunvem-
legpi húsbændur sína. Þessi
flótti þarf að verða alger.
Sjálfstæðisflokkurinn á að
standa uppi með það fámenna
lið sem hann þjónar af fullum
heilindum. Alþýðufólk og fólk
úr millistétt sem blekkt hefur
verið til fylgis við þessi stjóm-
málasamtök stéttarandstæð-
inga sinna mun nú í sívax-
andi mæli fylkja sér um þann
kosningaflokk alþýðusamtak-
anna sem verið er að skapa
til þess að tryggja alþýðu-
hagsmuni á sviði löggjaf-
arvaldsins. Með slíku skrefi
verður sú einangmn Sjálfstæð-
isflokksins að vemleika sem
forkólfarnir óttast nú mest og
aðstaða og áhrif alþýðunnar
trvggð á vettvangi íslenzkrar
stj ómmálabaráttu.
i ágreinmgur
um málefni
„ A LÞÝÐUSAMBANDIÐ hef-
ur gengið frá stefnuslcrá
sem gmndvelli að samnings-
viðræðum um nýja ríkisstjórn.
... Meginatriðin í stefnuskrá
Alþýðusambandsins geta ekki
orðið ágreiningsatriði vinstri
flokkanna“. Þannig er komizt
að orði í fomstugrein Alþýðu-
blaðsins í gær, og þetta eru
setningar sem allt Alþýðu-
flokksfólk ætti að festa sér
vel í minni. Þær eru sönnun
þess að hægri foringjar Al-
þýðuflokksins hafna ekki
vinstra samstarfi af málefnaá-
stæðum, heldur af ofstæki og
sjúklegum fordómum. Þess
háttar sálarástand ætti að
vera einkamál þessara mis-
vitm leiðtoga og getur ekki
verið eftirbreytnisvert fyrir
nokkum mann sem vill að
stjórnmál séu átök um mál-
efni. Alþýðan hefur stofnað
flokka sína sem baráttutæki
en ekki sem leikföng einstakra
manna. Þeir leiðtogar sem
misst hafa sjónar á málefnun-
um munu einnig verða að
horfa á eftir kjósendunum.
Bidstrup teiknaði
<s> — ; —! — «
a ■ ■ i *■■■ SKÁKIN
W ■ ■ ■ ■v.v Ritstjóri: ^ j/
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
4,------------------------------------------------------------------------------------------------------------------—r-------®
Öilngt shákmút
Varla leikur vafi á því, að
skákmótið sem nú fer fram í
Sjómannaskólanum til minn-
ingar um Guðjón heitinn Sig-
urðsson, er öflugasta skák-
mót sem fram hefur farið á
Islandi. Tajmanoff kannast
allir við, en ekki er víst að
allir hafi gert sér Ijóst, hve
snjall I'ívitskí er. Síðastliðið
sumar lagði Taflfélag Reykja-
víkur drög að því að fá tékk-
neska taflmeistarann Pach-
man hingað í heimsókn, en
þeirri viðleitni lauk með því
að argentínski taflmeistarinn
Pilnik kom hingað eins og
mönnum er í fersku minni.
Nú kemur í Ijós að Ilivitskí
er nýbúinn að heyja einvígi
við Pachman og hefur farið
með sigur af hólmi.
ANNÁLL fyrstu
UMFERÐAR
Ég hef ekki átt þess kost
að fylgjast með fyrstu um-
ferðunum nema í frásögnum
blaðanna, en af þeim er ljóst
að ýmislegt hefur gerzt frétt-
næmt. Áreiðanlega eiga marg-
ir eftir að leggja leið sína í
Sjómannaskólann til að horfa
á þær umferðir sem eftir eru,
enda er aðbúnaður áhorfenda
góður, menn geta séð allar
skákirnar á sýningarboroum,
og í efri sal eru skákskýring-
ar fyrir þá sem heldur kjósa
það en að horfa á teflendurna
sjálfa. Það mætti segja mér
að í framtíðinni yrðu þessi
tvö mót: einvígi Friðriks við
Bent Larsen og minningar-
mótið um Guðjón M. Sigurðs-
son, talin marka tímamót að
því er áhrærir aðbúnað áhorf-
enda, enda var tími til kom-
inn.
Nokkur atriði úr fyrstu
umferðunum, éins og þau hafa
komið mér fyrir sjónir úr
fjarska:
Bezta frammistaða íslendings
gegn útlendingi: Jafntef'i
Benónýs við Tajmanoff úr
fyrstu umferð. Benóný „vill-
ist“ inn í byrjun, sem Taj-
mano'f hefur skrifað heila
bók um, en teflir svo vel að
stórmeistarinn kemst hvergi
áleiðis, svo að jafnteflið er
réttlát úrslit.
Hrapalegasta slys fyrstu um-
ferðanna: Tólf leikja tap Jóns
Þorsteinssonar gegn Tajma-
noff.
Einfaldast og rökréttast:
Vinningur Tajmanoffs gégn
Baldri Möller. Tajmanoff náði
rýmri stöðu út úr byrjuninni
og ávaxtaði sitt pund i svo vel
að Baldur fékk hvergi rönd
við reist. Þetta var ein þeirra
skáka, sem virðast svo ein-
faldar og rökréttar, að það
er engu líkara en þœr tefli sig
sjálfar, en þær eru tefldar af
mikilli nákvæmni, og ekki er
víst að þær séu jafn auðtefld-
Framhqlrl á 8 síðu. •
Hér kemur eitt skákdæmi.
Frank Melville Teed.
ABCDEFGH
abcdefqh
Mát í þriðja leik,
Lausn á 2. Síðu.