Þjóðviljinn - 23.03.1956, Side 3
Föstudagur 23. n^arz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Jafnvæglsfrumvarp Ihalds og
Framsóknar leysirengan vanda
SýndaraSgerSir i sfaS raunverulegra urbófa
Ég þarí ekki að hafa mörg orð um þetta frumvarp.
Hér er um að ræða eitthvert mesta vandamál þjóðar-
innar. En frumvarpið sem á að leysa úr þessu mikla
vandamáli er eitt hið mesta örverpi sem frá ríkis-
stjórninni hefur komið og er þá mikið sagt.
Þannig hóf Brynjólfur Bjarnason máls um stjórnar-
frumvarpið „merkilega" sem heitir „Frumvarp til laga um
ráöstafanir til að stuóla, að jafnvægi í byggö landsins“,
er það kom til 2. umræöu í efri deild í gær.
Það er ömurlegt að sjá þegar hættufé, og sú skoðun þá jafn-
framt þróazt, að þetta fé sé
ekki endurkræft".
Þetta er eina nýia tekjuöflun-
in sem frumvarpið gerir ráð
fyrir til stuðnings aðþrengcium
byggðarlögum. Skárri er það nú
rausnin!
Þá má ekki gleyma 14. grein-
inni, þar sém gert er ráð fyrir
fjárhagsaðstoð lianda fólki til að
flýja byggðarlög sín. Ég mun ekki
líkja þessu við sveitarflutning-
ana, sællar minningar. En það
ber vissuíega vott um litia bjart-
sýni á að frumv. þetta verði til
mikillar bjargar fyrir þau byggð-
arlög sem nú eru verst stæð.
Fyrir þessu þingi liggja
mörg merk frumvörp, til þess
að ráða bót á vanda þeirra
byggðarlaga sem eiga við at-
vinnuörðugleika að síríða. Vii
ég þá fyrst telja frumvarp
fjögurra þingmanna í neðri
deild, um „kaup og útgerð
togara og stuðning við sveit-
arfélög til atvinnufram-
kvæmda''. Enníremur þær til-
lögur sem fyrir liggja um
stækkun landhelginnar. Þetta
eru að vísu aðeins þættir í
lausn eins hins mesta vanda-
máls þjóðarinnar, en mjög
veigamiklir þættir. Hefði ver-
ið nær að vinda bug að því
að afgreiða þessi frumvörp
en að Ieggja vinnu í þessa
samsetningu. Verði þau frurn-
vörp ekki afgreidd, en þetta
frumvarp látið duga, þá er
það sönnun þess að stjórnar-
flokkamir vilja ekki nema
sýndaraðgerðir í þessu máli.
Það má kannskí segja að þetta
sé meinlaust. En það leysir eng-
an vanda. Þegar um er að ræða
eitt stærsta úrlausnarefni þjóð-
arinnar, þá þarf vissa tegund af
dirfsku til að bera svo gagns-
litlar tillögur fram.
miklu vandamáli eru gerð svo
léleg skil, hélt Brynjólfur áfram.
Ég öfunda stjórnarflokkana ekki
að leggja út í kosningar með svo
aumt vegarnesti. f full þrjú ár
hefur ríkisstjórnin og þeir sem
Iiún hefur til þess skipað unnið
að þessu máli. Á meðan hefur
sífellt sigið á ógæfuhlið í mörg-
um byggðarlögum landsins. Og
svo er þetta öll eftirtekjan, þeg-
ar tillögur ríkisstjórnarinnar sjá
loks dagsins ljós.
Aðalefni frumvarpsins er að
stofna nefnd. Og aðalverkefni
nefndarinnar skal verá skýrslu-
söfnun. Það er að vísu gott og
blessáð að safna skýrslum, en
maður lifir þó ekki á einni sam-
an' skýrslugerð. Enn fremur á
að stoína sjóð, og úr honum á
nefndin að veita lán. En sjóð-
stofnunin er lítió meira en form
eitt, því tekjur hans eru fé sem
Alþingi hefur veitt og mun ó-
hjákvæmilega verða að veita til
þessa máls, hvort sem þetta
frumvarp verður samþykkt eða
ekki. Og til viðbótar á sjóðurinn
að fá kröfur ríkissjóðs vegna
vanskiiaskuida. um þann tekju-
stofn segir svo í greinargerð
frumvarpsins:
„. . . . er hér um allverulega
háar upphæðir að ræða, og eng-
in vissa fyrir því, hvers virði
þær megi kallast, því einhver
hluti þéssa fjár mun hafa verið
látinn af hendi sem hreint á-
íslandsmótið í
brids hefst á
sinmudaginn
Líklegt að héðan verði
send sveit á Evrópumeist-
aramótið í Stokkhélmi
fslandsmótið í brids hefst hér
í Reykjavík n k. sunnudag. í
mótinu taka þátt 8 sveitir, 5
úr Reykjavík, ein frá Akranesi,
ein frá Hafnarfirði og ein frá
Siglufirði. Keppnin fer fram í
, Skátaheimilinu.
Fyrirliðar sveitanna fi'á Reykja-
vík eru: Hörður Þórðarson, Ingv-
ar Helgason, Brynjólfur Stefáns-
son, Elín Jónsdóttir og Hjalti
Elíasson. Fyrirliði Hafnarfjarð-
arsveitarinnar er Reynir Eyjólfs-
son, fyrirliði sveitarinnar frá
Siglufirði Ármann Jakobsson, en
ekki er ennþá vitað hver verður
fyrirliði Akrane^gveitarinnar.
Gert er ráð fyrir að héðan
verði send sveit á Evrópumeist-
söguræðu af hálfu nefndar, en
stjómarþingniennirnir höfðu
mælt með samþykkt frumvarps-
ins.
En strax á eftir Gísla kom
upp í stól einn nefndarmann-
anna, og fann ótalmargt frum-
varpinu til foráttu, og sagðist
hafa rekið í það augun er hann
fékk tóm til að lesa frumvarpið!
Þetta var Karl Kristjánsson. Bað
hann forseta að fresta umræð-
unni, svo sér ynnist tóm til að
semja breytingartillögur, og var
svo gert.
Hvenær verður gisti- og félagsheimili
Farfugla byggt i Reykjavík?
Ferðum erlendra Farfugla hingað hefur
stórffölgað síðustu árin
Farfugladeild Reykjavíkur hefur nú fengið’ lóð undir
gisti- og félagsheimili sitt, en fjárfestirigarleyfi hefur ekki
fengizt.
Á s.l. sumri gistu erlendir farfuglar hér 435 nætur.
flestar á vegum farfugla hér, svo pörf þeirra fyrir félags-
heimilið er brýn.
Farfugladeild Reykjavíkur
hélt nýlega aðalfund sinn.
Starfið á liðna árinu var eðli-
lega með minna móti vegna
slæmrar veðráttu, en 11 sum-
arleyfisferðir voru þó farnar og
þátttakendur nær 200.
Á hvítasunnunni var skóg-
ræktarför í Þórsmörk, en þar
hafa Farfuglar unnið þarft verk
Umræðan hófst á því að annar
höfunda frumvarpsins, Gísli
Jónsson, flutti virðulega fram-
Verzlimarnám-
skeið starfsfólks
samvinnnfélaga
í maí n.k. efnir Samvinnu-
skólinn til tveggja námskeiða
1 verzlunarrekstri og skrif-
stofuhaldi fyrir starfsfólk sam-
vinnufélaganna. Verða bæði
námskeiðin haldin í Bifröst í
Borgarfirði, það fyrra dagana
6.—12. maí fyrir búðarfólk og
^ hið síðara 13.—19. rnaí fyrir
aramótið í brids, sem haldið l skrifstofufólk. Kennt verður með
verður í Stokkhólmi dagana 26.
júlí til 4. ágúst n.k. Verður sú
sveit valin að fsiandsmótinu
loknu.
fyrirlestrum, myndræmum, kvik-
myndum og notuð kennsluverzl-
un, sem verið er að koma fyrir
í skólanum. — Kostnaður við
....________________________________
Níundi bátur Drafnar í Hafnarfirði
hljóp ai stokkunum fyrír skömmu
Þann 17. marz s.l. var hleypt af stokkunum hjá Skipa-
jmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði, nýjum vélbát 59
rúmlesta að stærð, var honum gefið nafnið, Baldvin Þor-
valdsson E.A. 24. Eigendur bátsins eru Aðalsteinn Lofts-
son o.fl. í Dalvik.
Báturinn er smíðaður úr eik,
en með yfirbyggingu úr stáli,
hann er með 270 hestafla dísel-
vél Mannheim gerð. Hann er með
vökva línu- og dekkvindu, dýpt-
armæli með asdicútfærslu og
yfirleitt búinn öllum beztu tækj-
Ásgrímssýn-
ing á Akureyri
Eins og áður hefur verið frá
skýrt í blöðum verður haldin
sýning á úrvalsverkum Ásgríms
Jónssonar á Akureyri, að til-
hlutan menntamólaráðherra. Sýn-
ingunni verður komið fyrir í
húsi Kristjáns Kristjánssonar að
Geislagötu 5. Sýningin verður
opnuð almenningi sunnudaginn
25. marz kl. 4 síðdegis, og síð-
an verður hún opin fram yfir
páska. Aðgangur að sýningunni
er ókeypis.
Sýndar verða um 50 myndir
á sýningunni, enda leyfir hús-
rúm ekki meira. Jón Þorleifsson
listmálari setur sýninguna upp,
en hann hefur áður ásamt Gunn-
laugi Scheving ráðið uppsetn-
ingu Ásgrímssýningarinnar í
Reykjavík. Þess má geta, að þetta
er í fyrsta sinn, sem myndir
eftir Ásgrím Jónsson eru sýndar
á Akureyri.
Framlengdur hefur verið til
10. apríl frestur til að skila
samkeppnisritgerðum unglinga
um málarann. Er þetta gert til
þess, að unglingum nyrðra gef-
ist kostur á að taka þátt í sam-
keppninni.
um, sem völ er á og að öllu
leyti mjög vandaður.
Smíði þessa vélbáts var haf-
in á síðasta ári, hann var smíð-
aður eftir teikningum Egils Þor-
finnssonar skipasmíðameistara.
Yfirumsjón með verkinu hafði
Sigurjón Einarsson skipasmíða-
meistari, en yfirsmiður var
Hans Lindberg skipasmiður. Yf-
irbyggingu, niðursetningu á vél
og alla járnsmíði og liitalögn
annaðist Vélsmiðjan Klettur h.f.
Raflögn lögðu rafvirkjameistar-
arnir Jón Guðmundsson og Þor-
valdur Sigurðsson, málun fram-
kvæmdu málarameistaramir Sig-
urjón Vilhjálmsson og Aðalsteinn
Egilsson. Reiðar og segl voru
gerð af Sören Valentínussyni,
dýptarmælir settur niður af
Friðrik A. Jónssyni útvarps-
virkjameistara, dekk- og línu-
vinda var smíðuð af Vélaverk-
stæði Sigurðar Sveinbjörnsson-
ar.
Þetta er 9. vélbáturinn, sem
Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. hef-
ur byggt á 14 árum sem skipa-
smíðastöðin hefur starfað, og
undirbúningur er hafinn að smíði
þess tíunda.
Landsflokkaglíman
Landsflokkaglíman 1956, verð
ur haldin í Reyjavík, sunnudag
inn 8. apríl næstkomandi
Flokkaskipting vei-ður sam
kvæmt glímureglum l.S.I.
Þátttaka tilkynnist til Rún-
ars Guðmundssonar, lögreglu
stöðinni í Reykjavík, fyrir 3
apríl n.k.
við að stöðva uppblástur og
gróðursetja skóg á landsvæði er
þeir hafa tekið að sér. Á næstu
hvitasunnu verður einuig farin
skógræktarferð í Þórsmörk.
Njóta gestrisni erlendra
farfugla
I skála Farfugla, Heiðarból
og Valaból, komu alls 606 gest-
ir á árinu.
Islenzkir Farfuglar eru aðilar
að alþjóðasambandi Farfugla
og njóta því þeirra sérréttinda
að gista í heimilum erlendra
Farfugla. En þessi réttindi eru
að sjálfsögðu gagnkvæm. Er-
lendir farfuglar eiga rétt til
hins sama hérlendis.
Árið 1954 gistu íslenzkir
Farfuglar 435 nætur í erlend-
um farfuglaheimilum.
Gistiheimili óhjákvæmileg
nauðsyn
Erlendir Farfuglar leggja
leiðir sínar hingað í vaxandi
mæli. Árið 1953 gistu erlendir
Farfuglar hér 54 nætur, árið
1954 161, s.l. ár gistu hér Far-
fuglar frá 13 löndum í 435 næt-
ur. Þar af voru 387 nætur i
húsnæði er Farfugladeildin fékl
til umráða í Austurbæjarskól-
anum. I Reynihlíð og við Mý-
vatn voru gistinætur 43.
Þetta sýnir að óhjákvæmileg
nauðsyn er að hið fvrir-
hugaða gisti- og félagsheimili
Farfugla hér rísi af grunni.
Bæjarstjórnin hefur nú veitt
þeim lóð nr. 48 við Rauðalæk
— en fjárfestingarleyfi hefur
enn ekki fengizt. Vænta menn
þess að stjórnarvöldin skilji
nauðsyn þess að veita leyfið.
Næsta alþ.ióðamót
Þing alþj óðabandalagsins (Int-
ernational Youth Hostel Fed-
eration) var haldið í Noregí
á síðastliðnu sumri. Fulltrm
Bandalags íslenzkra Farfugla á
því þingi var Þorsteinn Magnús*
son.
Næsta þing alþjóðabanda-
lagsins og alþjóðamót verðue
haldið í Skotlandi í sumar. Ráð-
gera íslenzkir Farfuglar að
efna til tveggja hópferða á mót-
ið. Verður farið með Gullfossi
milli landa, og síðan verður
ferðazt á reiðhjólum um Skot-
land og gist á farfuglaheimii-
um. Þátttöku í þessar ferðir
þarf að tilkynna sem fyrst, því
panta verður bæði gistingu er-
lendis og farmiða með löngum
fyrirvara.
Stjórnarkjör
Fráfarandi formaður Olafur
Björn Guðmundsson baðst und-
an endurkjöri. Formaður í hans
stað var kosinn Ari Jóhannes-
son, aðrir í stjórn voru kjörnir.
Helga Kristinsdóttir, Helga.
Þórarinsdóttir, Ragnar Guð-
mundsson, Ólafur Björn Guð-
mundsson, Þórður Jónsson og
Guðmundur Erlendsson. Vara-
menn voru kjörnir Svavar
Björnsson og Gunnar Egilsson.