Þjóðviljinn - 05.04.1956, Side 3

Þjóðviljinn - 05.04.1956, Side 3
Fimmtudagur 5. apríl 1956 — ÞJÖÐVTLJINN — (3 Kjarnfræðsinefnd íslands stofnuð ÆtlaS að stjórna þróun kjarnorkumála á Islandi - Rannsóknarstofa fyrirhuguÓ Hinn 25. janúar s.l. var boðað til stofnfundar Kjarn- fræðanefndar íslands að frumkvæði landsnefndar ís- lands í Alþjóða orkumálaráðstefnunni. Var nefndin stofn- uð af 30 aðilum. A fundinn var boðið fulltrú- um stofnana, féiaga og fyrir- tækja, sem ætla mátti að hefðu áhuga á kjarnorkumálum, og líklegt þótti, að bera myndu uppi þróun þessara mála hér á landi. Jakob Gíslason raforku- málastjóri bauð fulltrúana vel- komna fyrir hönd landsnefndar- innar og skýrði frá aðdraganda stofnfundarins. Síðan flutti Þor- björn Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, erindi um hlutverk kjarnfræðanefndarinnar, og fór- ust honum orð m.a. á þessa leið: „Við nálgumst nú hröðum skrefum þann tíma, að kjarn- orkuver taka við af kola- og olíustöðvum til framleiðslu raf- magns. H!n öra þróun, sem framundan er, mun koma mörg- um að óvörum eftir liægagang síðustu 10 ára, en við stöndum nú á tímainótum. Hingað til hefur verið litið á hin kjarna- kleyfu efni fyrst og fremst sem sprengiefni, en í framtíðinni verða þau skoðuð fyrst og fremst sem eldsneyti. í flestum löndum liefur ver- ið komið á fót nefndum eða stofnunum til að sinna þess- um málum, og þess virðist einn- ig þörf hér. Að vísu eigum við því láni að fagna, að Iand okk- ar er auðugt af orkulindum og ekki liklegt að við þurfum að reisa kjarnorkuver til fram- leiðslu rafmagns í náinni fram- tíð. Þó verður ekkert fullyrt um þetta mál, og vel má vera, að kjarnorkuknúin skip hafi bætzt í íslenaka skipaflotajm eftir nokkra áratugi. En hagnýt- ing kjarnorkuimar hefur marg- ar fleiri hliðar en orkuvinnsl- una eina, og má telja víst, að áhrifa kjarnorkualdarinnar gæti hér á þessu landi sem annars staðar“. Ræddi Þorbjörn síðan nokk- uð um notkun geislavirkra efna til margvíslegra rannsókna, iðn- aðar og lækninga, og minntist á hin hag'kvæmu skilyrði, er væru hér á landi til framleiðslu LIGGUR LEIÐIN Muiiið Kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Laugaveg 80 — Síml 82209 Fjölbreytt árval af steinhringum ■— Póstsendum — á þungu vatni, en það hefur mikla þýðingu fyrir vinnslu kjarnorku. Á stofnfundinum var gengið frá starfssamþykkt fyrir Kjarn- fræðanefnd íslands, og segir þar m.a., að tilgangur og verkefni hennar séu: a) Að kynna sér fræðilega og tæknilegar nýjungar varðandi hagnýtingu kjarnorku og geisla- virkra efna í þágu atvinnuvega, læknavísinda og hverskonar rannsókna. b) Að stuðla að ' sem ýtarleg- astri fræðsiu um kjarnfræða- málefni hér á landi. c) Að gera tillögur um kjarn- Þorbjörn Sigurgeirsson formaður Kjarnfræðanefndar íslands fræðileg rannsókna- og tilrauna- störf hér á landi og vinna að því að hrinda þeim í fram- kvæmd eftir því sem gerlegt þykir og við getur átt. d) Að gera tillögur um notk- un kjarnorku og' geislavirkra efna í þágu atvinnuvega, heil- brigðismála og hvers konar rannsókna. e) Að vera ríkisstjórn íslands og öðrum til ráðuneytis í kjarn- fræðamálum, ef þess er óskað. f) að hafa samband og sam- starf við tilsvarandi eða skyld- ar nefndir og stofnanir erlendis. Stofnaðilar nefndarinnar eru §töður á sviði fiskveiða Eins og flestum mun kunnugt vinna nokkrir menn íslenzkir hjá ' FAO stofnuninni, þ.e. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, að sér- fræðilegum leiðbeiningum meðal þjóða er njóta tæknilegrar að- stoðar frá FAO. Menn sem kunna að hafa í huga að sækja um slík störf hjá FAO geta fengið upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá for- manni FAO-nefndarinnar í landbúnaðarráðuneytinu. Að þessu sinni er um að ræða stöður á sviði fiskiveiða og nýt- ingar afla í Panama og Mexico og ef til vill víðar. (Frá íslenzku FAO-nefndinni). tæplega 30 stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði orkumála, iðn- aðarmála, samgöngumála, heil- brigðismála, búnaðarmála og ýmis konar vísindalegra rann- sókna. Hver aðili tilnefnir einn fulltrúa í nefndina. Hefur nefnd- in kosið sér stjórn og er hún skipuð þessum mönnum: Formaður, Þorbjörn Sigur- geirsson framkvæmdastj. Rann- sóknaráðs ríkisins, varaformaður Jakob Gíslason raforkumálastj., ritari Jóhann Jakobsson deild- arstjóri Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans, gjaldkeri Halldór Pálsso'n deildarstjóri Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, og meðstjórnendur þeir Gísli Fr. Petersen yfirlækn- ir, Gunnar Böðvarsson yfirverk- fræðingur jarðhitadeildar raf- orkumálastjórnarinnar og Stein- grímur Jónsson rafmagnsstjóri. Starfsemi nefndarinnar verður kostuð af aðilunum sameigin- lega, og er ætlunin að ráða framkvæmdastjóra, sem skal vera eðiisfræðingur að menntun, til að annast nauðsynleg störf fyrir hana. Stjórn Kjarnfræðanefndarinn- ar hefur þegar haldið nokkra fundi og m.a. skipað undirnefnd- ir til að fjalla um sérstök svið innan starfssviðs aðalnefndar- innar og munu þær gefa aðal- nefndinni skýrslur um störf sín. Starfssvið undirnefndanna og formenn þeirra eru: 1. Framleiðsla á þungu vatni; formaður Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri. 2. Orkumál (rafveitur, hita- veitur); formaður Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. 3. Heilbrigðismál; formaður Gísli Fr. Petersen yfirlæknir. 4. Landbúnaðarmál; formaður Halldór Pálsson deildarstjóri Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. 5. Iðnaðarmál; formaður Jó- hann Jakobsson deildarstjóri Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. 6. Almennar rannsóknir og undirbúningur að stofnun rann- sóknastofu; formaður Þorbjörn Sigurgeirsson framkvæmdastj. Rannsóknaráðs ríkisins. Kjamfræðanefndin er stofnuð með vitorði ríkisstjórnar íslands, og mun nefndin reglubundið gefa henni' skýrslu um störf íslenzkir atvinnuflugmenn í i alþjóðasambandi flugmanna Nýlega var haldin í Rómaborg ráöstefna alþjóöaflug- mannasambandsins, Iiiternational Federation of Air Line Pilot’s Associations (I.F.A.L.P.A.). Samtök þessi, sem stofnuð voru í London 1948, telja inn- an sinna vébanda 23 flug- mannafélög með samtals fimmt- án þúsund flugmönnum, og er tilgangur þeirra að vemda hagsmuni flugmanna, að stuðla að almennri velferð þeirra, þróa öruggt og skipulegt loft- flutningakerfi, og að efla sam- lyndi og skilning milli flug- mannafélaga. Á ráðstefnunni var samþykkt innganga Félags ísl. atvinnu- flugmanna í sambandið, og voru fulltrúar þeir Gunnar V. Frederiksen, flugstjóri, form. F.I.A., og Jóhannes Markússon flugstjóri, varaform. F.Í.A.. Mættir voru 43 fulltrúar frá 23 löndum, auk stjórnar sam- bandsins, tæknilegs fram- kvæmdastjóra og fulltrúa frá I.C.A.O. (alþjóðaflugmálastofn- unarinnar). Fjailað var um öll helztu ör- yggis- og vandamál flugsins, svo sem réttindi flugliða, rad- íóviðskipti, loftsiglingatækni, blindflugstækni, lofthæfni flug- véla, flugumferðareglur, flug- vallaþjónustu, veðurþjónustu, rannsóknir á flugslysum og Aðalfundur málarameistara Aðalfundur Málarameistara- félags Reykjavikur var haldinn- í Tjarnarkaffi, sunnudaginn 25. marz s.l. Flutt var starfsskýrsla s.l. árs og einnig voru reikn- ingar félagsins lesnir upp og samþykktir. Starfsemi félagsins var fjölþætt að vanda, m.a. gekkst félagið fyrir því að fá hingað danska kennara, til þess að halda hér námskeið fyrir málarameistara, svo sem verið hefur undanfarin ár. Að þessu sinni var kennd skrautmarmara- málun, lazurtækni og ný aðferð við málun steinveggja (Stene- malje). Kosið var í stjórn fé- lagsins, fastanefndir og önnur trúnaðarstörf. Stjórnina skipa nú þessir menn: Formaður Jón E. Ágústsson, varaformaður Sæ- mundur Sigurðsson, ritari Jök- ull Pétursson, gjaldkeri Halldór Magnússon og aðstoðargjaldkeri Hreiðar Guðjónsson. Félagsmenn eru nú 92 að tölu. voru samþykktar margar álykt- anir til I.C.A.O., flugfélaga og flugvélaframleiðenda. Sambandið hefur aðsetur í London, og rekur sérstaka skrifstofu tæknilegs fram* kvæmdastjóra, sem veitir með- limum upplýsingar og aðstoð. Forseti sambandsins er og hef- ur verið frá upphafi Clarence N. Sayen, sem jafnframt er formaður bandarísku flug* mannasamtakanna. Ákveðið er að næsta ráðstefna verði haldin í Aþenu á næsta ári. Húsnæðismála- stjórn auglýsir embætti Samkvæmt lögum eru Hús- næðismálastjórn falin víðtæk verkefni á sviði húsbygginga- mála, og er ráðgert að setja á fót stofnun, er verði húsbyggj- endum til leiðbeiningar um byggingarmál, hafi byggingar- efni til sýnis, sömuleiðis teikn- ingar af hentugum íbúðum og annist aðra þjónustu í bygging- armálum. Hefir nú staða forstöðumanns tæknideildar Húsnæðismála- stjórnar verið auglýst til um- sóknar. Staðan veitist bygg- ingafróðum manni, arkitekt eða byggingaverkfræðingi. 'Er ætl- azt til þess, að sá sérfræðingur, sem nú verður ráðinn, verði forstöðumaður þessarar stofn- unar. Umsóknarfrestur um starfið er til 1. maí næstkomandi, og skulu umsóknir ásamt launa- kröíum sendar félagsmálaráðu- neytinu. Björgun brezkra sjómanna þökkuð Sendiherra Breta á íslandi Mr. J. Thyne Henderson hefur skrifað Henry Halfdanssyni skrifstofustjóra Slysa- varnafélagsins eftirfarandi bréf: Mér er það aftur ánægjuleg skylda að biðja yður að flytja björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins í Meðallandi þakkir og viðurkenningu brezku stjórnar- innar og þjóðarinnar fyrir hina 1 rösklegu björgun skipverja af enn einum brezkum togara, St. Crispin, er dreif á land á hinni hættulegu suðurströnd Islands 15. þ. m. Hin fljóta og fullkomna hjálp er sjómenn vorir ávallt mæta er þeim hlekkist á hér við land er bæði þeim og fjölskyldum þeirra heima fyrir mikið traust að allt verði gert sem er á mannlegu valdi til að bjarga þeim, ef þeir lenda í lífsháska, og það er ánægjuleg tilhugsun fyrir Slysavarnafélag Islands að vita að svo gott orð fari af starfsemi félagsins að það hræri hug og hjarta svo margra manna í löndum, sem eiga það sameiginlegt með Is- landi að stunda fiskveiðar við erfiðar og hættulegar aðstæður. Eiliði landar Siglufjarðartogarinn Elliði landaði á Siglufii’ði 200 léstum af flski til frystingar og herzlu. Aðalfundur Félags búsáhalda- kaupmanna Aðalfundur Félags búsáhalda- og' jámvörukaupmaima vair lialdinn 27. marz s.I. Bjöm Guðmundsson var end- urkjörnn formaður félagsins og meðstjórnendur Páll Sæmunds- son og Sigurður Kjartansson. Varamenn voru kosnir Páll Jó- hannsson og' Hannes Þorsteins- son. Fulltrúi í stjórn Sambands smásöluverzlana var kosinn Egg- ert Gíslason og Jón Guðmunds- son til vara. Fulltrúi í Verzlunarráð íslands var kosinn Björn Guðmundsson og til vara Hannes Þorsteinsson. Á fundinum afhenti formaður H. Biering skjal um að hann hefði verið gerður að heiðurs- félaga félagsins sem þakklætis- vott fyrir að hafa haft forystu í því frá stofnun og gert það af umhyggju og af alkunnri ná—v. kvæmni og samvizkusemi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.