Þjóðviljinn - 05.04.1956, Page 7

Þjóðviljinn - 05.04.1956, Page 7
Fimmtudagur 5. apríl 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hitasveif lur Bidstrup teiknaði B tilefni fréttarinnar um það að meirihluti Alþing- r is vseri orðinn andvigur hernámi íslands teiknaði f 1 danski listamaðurinn Bid- I *.ri struip þessa mynd. Jón Bolí: Æh, nú pykir 7nér farið að liitna á Kýpur. Sámur frændi: Og pað fer kuldahrolhur um mig á íslandi. Þar œtla peir að fara að reka mig út á gaddinn. Fréttastofa útvarpsins og „kristinn heimur*’ Á páskadag hófust jhádegis- fréttir útvarpsins á 'i .þessum orðum: „I dag heldur allur hina kristni heimur hátíðlega páská.“ Því næst kom str'ax frétt númer 2: Frakkar liöfðu síð- ustu daga, þ. e. bænadagana, drepið 130 Alsírmenn. Fyrst datt. mér í hug, að þessi seinni fregn væri einskonar nánari skýring fréttastofunnar á því, hve hinn ,,kristni heimur“ héldi nú páskahátíðina með ofurlítið - misjöfnum hætti. En það var efalítið misskilningur minn. Fréttastofunni fapnst víst ekki neitt athugávert við slíkt páskahald hinna kristnu Frakka. Annars hefði hún naumast hafið lestur sinn *' á svo ósmekklegan hátt. A. J. Jóhann J. E. Kúld; gr Utgerð, afkoma og hag nýting sjávarafla f Það sem verður að gerast í máium íslenzks sjávarútvegs á tomandi árum er þetta: '1. Lækka verður vexti af bankalánum til útgerðar og jainhliða tryggja útgerðinni 1 nægileg rekstrarlán. 2. Tryggja verður með aðstoð ríkisvaldsins, að útgerðin ' geti keypt alla brennsluolíu sem hún notar ásamt öðrum nauðsynjum fyrir sannvirði. 8. >á verður einnig að tryggja útgerðinni aðstöðu til að full- f ullvinna aflann í eigin vinnslustöðvum, svo hún fái á hverjum tíma sannvirði þess fisks sem aflað hefur verið. 4. Vinna þarf markvisst að því á næstu árum að skapa út- gerðinni á hverjum stað skil- yrði til bygginga fullkom- inna fiskiðjuvera við sjálfar hafnirnar. En einmitt stað- setning slíkra vinnslustöðva er mikilvægt atriði í rekstri þeirra. Á margt fleira mætti benda til að skapa hagkvæmari út- gerðarrekstur og meiri arð framleiðslunnar, svo sem að reka fiskvinnslustöðvarnar með fastlaunuðu þjálfuðu starfsfólki, 1 stað óráðins daglaunafólks frá degi til dags eins og nú tíðk- ast. Um þetta átti ég stutt viðtal við norskan stórútgerðarmann og i'iskiðjuverseiganda, sem var hér á ferð, og' undraðist mjög þetta íslenzka fyrirkomulag á fisk vinnslustöðvum, eins og hann kallaði það. Hann sagðist eingöngu hafa fastlaunað fólk við fiskvinnsluna heima í Nor- egi, sem bundið væri með upp- sagnarfresti, annað væri ekki hægt. Og hann bætti við: „Ég reyni að halda mínu vanaþjálf- aða fólki í þjónustu minni frá ári til árs, það er minn hagur“. Síðar í viðtalinu fullyrti hann, að betra væri fyrir sig að greiða starfsfólkinu kaup allt árið þó hann hefði ekki verkefni handa því nema tíu mánuði, heldur en missa það, og verða svo að ( Seinni hluti .---------------------------> byrja aftur með óvönu fólki. Þetta fullyrti hann að væri ekki aðeins sín reynsla og sjón- armið, heldur litu norskir fisk- iðjuverseigendur þannig al- mennt á málin. Og sannleikur- inn er sá að fullkomin nútíma- fiskiðjuver sem hafa tekið í sína þjónustu fullkomnustu tækni nútímans, þau verða e.'kki rekin; með fullkomnum. árangri nema með þjálfuðu starfsliði. Þetta er eins og hver annar verksmiðjurekstur, sem krefst þekkingar á starfinu sem unnið er. Alit hins ameríska sérfræðings sem vitnað er til hér í upphafi þessa máls er í fullu gildi í dag. Hann sagði að vegna hins lága kaupgjalds hér, hefðum við góða aðstöðu til að keppa á öllum mörkuðum heims með okkar ffiskafurðir, einungis ef við byggðum upp fiskvinnslustöðvarnar samkv. kröfu nútímatækni. Hvað gerði svo ríkisvaldið? Ekkert af því sem sérfræðing- urinn ráðlagði. En ríkisstjórnin gerði annað. Hún lækkaði gengi íslenzku krónunnar og lækkaði þar með kaupgjald allra þeirra sem laun taka. Hún sagðist gera þetta til að bjarga útgerðinni, en brátt kom í ljós að útgerð- in stóð miklu hallari fæti eftir gengisfallið en fyrir það, þar sem ýmsar nauðsynjar útgerð- arinnar hækkuðu meira en gengisfellingunni narn. — Þá greip hin vísa stjórn til báta- gjaldeyris og styrkja, en við hverja slíka aðgerð hefur á- standið stórum versnað, ekki aðeins fyrir launþega, heldur líka útgerðina sjálfa. Nú eru þessi mál öll komin í svo mikið öngþveiti, að miklu erfiðara er úr að bæta heldur en ef það hefði verið gert fyrr. En®- þennan vanda er hægt að leysa eins og allan annan vanda, en það verður tæpast gert svo vel fari, nema í samstarfi við verk- lýðshreyfinguna í landinu. Úrræðin eru til; ég hef bent á þau hér að framan. Þetta er eina leiðin sem fær er og fara verður í þessu máli. Sósíalista- flokkurinn hefur bæði á Al- þingi og utan þings bent á þessa einu raunhæfu lausn máls- ins, hann hefur skort þingfylgi til að knýja málið í gegn. Enda munu þeir sem nú draga til sín gróða útgerðarinnar ekki láta af þeirri aðstöðu sjálfviljugir. Það er grátlegt að hugsa til þess, að hér skuli geta setið við völd ár eftir ár svo lélegir stjórnendur að aðalútflutnings- og undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar sé rekinn með tapi. í staðinn fyrir að eðlilegast er að útgerðin væri rekin með miklum hagnaði, og þeir sem að henni vinna bæru meira úr být- um en aðrir, þá er hún nú rú- in að skinni af óviðkomandi at- vinnustéttum og ríkisvaldi. — Þessi þróun verður að hætta. Hún er búin að standa of lengi. Vinnsla og markaðir Við íslendingar gætum aldi-ei fiskað svo mikið, að ekki séu til nógir markaðir fyrir fisk- afurðir okkar, ef rétt er á mál- um haldið. Ennþá er fiskafurða- útflutningur okkar alltof ein- hæfur. Hann þarf að verða mun fjölbreyttari. Og ennþá flytj- um við rnikið af saltfiskfram- leiðslunni út sem hálfunna vöru. Þá eru umbúðir um þessa útflutningsvöru að mestu úr- eltar og óheppilegar. Á þessu þarf að verða breyting. Fyrir hérumbil þremur árum benti ég á það í blaðagrein að nauðsyn bæri til að leita eftir saltfisk- mörkuðum í Afríku og Asíu. í þessu máli hefur ekkert verið gert. En Norðmenn hafa opnað sér markað á Gullströndinni síðan, bæði fyrir niðursuðuvör- ur og saltfisk. Það eru miklar líkur til þess, að hægt væri að Framhald á 8. síðu Ný unglingastáka í Reykjavík Ný ungmennastúka var stofnuð 26. f. m. að tilhlutan stúkunnar Framtíðin og Gunn- ars Pálssonar stórgæzlumanns unglingastarfsins. Á stofnfundi var stúkunni fengið nafn:ð Ungmennastúkan Framtíðin nr. 5. Æðsti templar var kosinn Jón Gunnlaúgsson frá Ólafs- firði, en umboðsmaður stór- templars sr. Jakob Jónsson. Stofnendur voru 40 á aldrinum frá 14—25 ára. Framhalds- stofnfundur verður á mánu- daginn kemur, 9. þ. m. Rögnvaldur Sigurjónsson hlaut Rögnvaldur Sigurjónsson hélt píanótónleika föstudaginn 23. þ. m. í Osló og hlaut framúr- skarandi loflega blaðadóína í dagblöðum á laugardag. Undir fyrirsögninni „Islands storpianist" segir Dagbladet: „Hann hefur til brunns að bera alhliða og háþroskaða tækni. Tónskilningur hans einkennist fyrst og fremst af skýrri hugs- un, skapandi hæfileikum og yf- irsýn yfir viðfangsefnið. Leikur hans markaðist af sannri til- finningu fyrir tónlistinni. hann er gagntekinn af henni á karl- maimlegan hátt, og skortir þó hvergi hlýju eða tilfinningu". Um Schumann verkin á efnis- skránni segir gagnrýnandinn ennfremur að þau hafi öll söm- ul verið „íörste klasses klaver- spill.“ Undir fyrirsögninni „Is- landsk virtuos" segir Aften- posten: „Með Rögnvaldi Sigur- jónssjmi hefur ísland tekið sér stöðu í keppninni um fremstu sætin meðal hinna miklu píanóleikara. Hér er á ferð afburða píanóleikari sem gæti komizt í fremstu röð ef hann gæt gefið sér tóm til þess að sökkva sér niður í viðfangs- efnin.“ loflega dóraa Arbeiderbladet: „Hann lék sónötu í H-moll eftir Liszt með glæsilegu píanistisku flugi. Sónata eftir Bentzon var af- burða vel leikin og vakti mesta athygli ásamt Schumann lög- unum.“ Morgenposten: „Frá tækni- legu sjónarmiði réð hann auð- veldlega við hin erfiðustu við- fangsefni. en jafnframt sýndi hann hæfileika til að kornast til botns í hinu djúpa, sál- ræna inntaki tónlistarinnar. Rögnvaldur Sigurjónsson er virðulegur fulltrúi tónlistar- menningar lands síns. Verdens Gang: „Sónata Liszts var túlkuð af miklu fjöri og tilfinningu og á köflum af miklum þrótti og frjálsleik, á- samt skáldlegum þokka. Sónata Bentzons hlýtur að vera áfar erfið, en píanóleikarinn flutti hana með glæsibrag og frjáls- legu fjöri.“ Af blaðaummælum má ráða, að Rögnvaldur hafi í Osló léik- ið sömu verk og hann lék ný- lega á tónleikum sínum hér í bæ. (Samkvæmt skeyti frá sendi- ráði Islands, Osló). (Frá utanríkisráðuneytinuX

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.