Þjóðviljinn - 05.04.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.04.1956, Blaðsíða 9
Fimmtudagur S. apríl 1956 — ÞJ*Ót>VILJINN — (9 fg m i ■M RlTSTJORl F KLGASON ÁLFUR UTANGARBSl Gróðaveffurmn Tæplega 8 hundrað félagsmenn innan merkja íþróttabandal. Hafiiarfjarðar Þrótímikið starí haíníirzkra íþróttamanna á síðastliðnu ári. Ársþing Iþróttabandalags Hafnarfjarðar, það 11. í röð- inni, fór fram í lok febrúar og byrjun marz. Lagði stjórn bandalagsins fram skýrslu um starfsemi þess. í bandalaginu eru nú 6 félög með tæplega S hundruð félagsmenn. Hauk- ar eru fjölmennastir eða 259 og F.H. með svipaða tölu, 255. Önnur félög í bandalaginu eru: Skíða- og skautafélag Hafnar- fjarðar, Sundfélag Hafnarfjarð- ar, Fimleikafélagið Björk og Fimleikafélagið Ernir. Um íþróttahússbygginguna segir í skýrslunni: I íþrótta- hússmálinu hefur ekkert gerzt sem stjóm I.B.H. er kunnugt um. Þó má geta þess, að í- þróttafulltrúi ríkisins hefur sent menntamálaráðuneytinu bréf, þar sem hann mælir með því að íþróttahús verði byggt I Hafnarf. — Búningsklefinn er að verða tilbúinn — Bygg- ingu skála við knattspyrnu- völlinn er nú það langt komið, að hann er orðinn fokheldur. Má fyrst og fremst þakka það Albert Guðmundssyni knatt- spyrnukennara og öðrum starf- andi knattspyrnumönnum í bæn um, sem hafa ætíð verið reiðu- búnir til sjálfboðaliðsvinnu, þegar þess hefur verið þörf. Verður skálinn væntanlega fullgerður innan fárra vikna. Skýrslan ber með sér að mik- ið líf hefur veríð í sundíþrótt- inni á árinu sem leið, því nær 20 sundmet voru staðfest og mörg sundmót haldin. Knattspyrnan hefur verið iðkuð meira hér í Hafnarfirði á þessu ári en mörg undanfarin ár. Karl Guðmundsson knatt- spyrnuþjálfari KSÍ var hér um mánaðartíma á síðastliðnu sumri. Um það bil er Karl hætti var ráðinn hingað hinn kunni knattspymumaður Al- bert Guðmundsson. Hefur Al- Enska deildakeppnin J. deild. L U J T MörkSt. Manch. U. 39 23 9 7 78-48 55 Blackpool 38 20 9 9 84-55 49 Manch. C. 37 16 10 11 69-57 42 Burnley 38 16 !8 14 57-48 40 Portsm. 38 16 8 14 75-78 40 Birmingh. 37 15 9 13 66-52 39 Wolves 35 16 7 12 73-56 39 Bolton 38 16 7 15 64-48 39 Sunderl. 37 15 8 14 72-86 38 W. B. A. 37 17 4 16 54-61 38 Newcastel 38 16 6 16 79-65 38 Luton T. 38 15 8 15 60-57 38 Charlton 39 16 5 18 73-76 37 Arsenal 36 13 10 13 51-56 36 Preston 38 14 8 16 70-65 36 Everton 39 13 10 16 51-62 36 Cardiff 37 14 7 16 51-65 35 Chelsea 37 12 10 16 54-72 34 Sheff. Utd. 36 11 8 17 52-61 30 Tottenham 36 12 6 18 50-60 30 Aston V. 37 8 12 17 42-62 28 Huddersf. 37 10 7 20 45-79 27 Framhald á bls. 11 bert nú starfað hér um hálfs árs skeið af miklum áhuga og dugnaði, enda náðst ótrúlegur árangur af starfi hans, bæði íþróttalegur og ekki sízt félags- legur. Þess má geta að þeir knatt- spymumenn sem æfa undir merki iBH, hafa að öllu leyti staðið á eigin fótum fjárhags- lega, nema hvað knattspymu- félögin tvö, Haukar og FH, liafa veitt 2 þúsund krónur hvort til þessarar starfsemi. Hafa þeir meðal annars efnt til happdrættis til eflingar íþrótt sinni. Þá hafa þeir efnt til kaffikvölda einu sinni í viku s. 1. hálft ár og má það teljast mjög til fyrirmyndar öðrum íþróttamönnum í þessum bæ. í stjórn IBH s.l. ár voru: Vilhjálmur Skúlason form., Hermann Guðmundsson, Sig- urður Gíslason, Hjörleifur Bergsteinsson, Þorgerður M. Gísladóttir, Guðjón Sigurjóns- son, og Ólafur Pálsson. Á ársþinginu fór fram til- nefning fulltnía félaganna í stjórn I.B.H. Fyrír Hauka: Ilermann Guðmundsson, Þor- gerður Gísladóttir fyrir Björk, Guðjón Sigurjónss. fyrir Erni, Valgeir Óli Gíslason fyrir< Skíða- og skautafélag Hafnar- ‘ fjarðar, Hjörleifur Bergsteins- * son fyrir Sundfél. Hafnarfjarð-< ar og Finnbogi F. Arndal fyr- ir Fimleikafélag Hafnarfjarðar.' Formaður I.B.H. var einróma< kosinn Þorgéir Ibsen skólastj.' Ávarpaði hann þingfulltrúa< nokkrum orðum, og vænti góðr- < ar samvinnu við félögin í I.B.' H. Það sem Þorgeir kvað mál' málanna fyrir hafnfirzka í- þróttamenn og konur værí án< efa hin fyrirhugaða íþrótta- bygging, því mjög brýn nauð-« syn iværi á, að hafist yrði< handa með hana. l-X-2 Þróttur-Vikingur 1 ÍR-Ármann 1 Birmingham-Cardiff 1 Burnley-Arsenal 1 Charlton-Sunderland 1 Everton-Wolves 1 x ■ Luton-Portsmouth 1 x Manch.Utd.-Blackpool 1 Newcastle-Manch.City 1 Preston-Bolton 1 x Tottenham-Aston Villa x W.B. A. -Huddersf ield 1 Kerfi 48 raðir. Afvopnun eftlr 10 ára þóf? Framhald af 6. síðu. séu staðráðnar í að -láta aldrei koma til framkvæmda. Víst er það rétt að tortryggnin var hyldjúp þegar afvopnunarvið- ræðurnar hófust árið 1946, en síðan hefur margt breytzt. All- ar ríkisstjórnir gera sér nú ljóst að styrjöld væri heims- ógæfa sem engum gæti 'fært sigur. Við það bætist að kostn- aðurinn af nútíma herbúnaði er svo gífurlegur að einungis tvö ríki, Bandaríkin og Sovét- ríkin, megna að standa undir honum til lengdar án þess að sligast. Fjárhagskröggurnar sem eru að koma Bretlandi á kaldan klaka stafa fyrst og fremst af þvi að brezkar rík- isstjómir eru að burðast við að hervæðast bæði í gömlum stíl og á kjarnorkualdarvísu. Frakkland hefur ekki einu sinni reynt að kjarnorkuher- væðast. Það er að koma á dag- inn að þessi riki tolla ekki ‘ lengur í stórveldaröð nema af-1 vöpnun komist á. Sovétrikin1 eru önnum kafin að hjálpa^ Kínverjum að iðnvæðast og stefna að því að veita öðrum^ þjóðum Asíu og Afríku svip- aða aðstoð. Hana yrði hægt að auka að mun ef af afvopn- un yrði. Það verður sagt með fullri vissu að afvopnun myndi styrkja aðstöðu allra þessara þriggja ríkja. Nokkuð öðru máli gegnir um Bandaríkin. Þar er hergagnaiðnaðurinn einn meginþáttur atvinnulífs- ins og framleiðslugeta hans verður ekki nýtt til friðarþarfa nema veruleg breyting verði á stefnu Bandaríkjastjórnar heimafyrir og út á við. Nú er það þvi undir Bandarikj- unum einum komið, hvor tíu ára viðræður um afvopnun bera loks raunhæfan árangur. M.T.Ó. }53. dagur ’ .- ; )•<- , • ■o.ff >* ■ Ja, hver hefði trúað því að þetta ætti eftir að liggja fyrir Vegleysusveit, sagði fólk sín á milli. Drottinn hlaut að hafa sérstaklega velþóknun á þessu byggðar- lagi fyrst hann útvaldi það til að stemma stigu fyrir óvinum heimsmenníngarinnar. Voru heimamenn aö vonum . stoltir af því að eiga aðild aö svo háleitu mál- efni. Það jafngilti því nánast að eiga hugsjón, því eigi maðurínn ekki hugsjón verður líf hans innantómt eins og galtómur skyrsár á útmánuðum. Stjana á Hóli hafði þegar leitt hugsjón sína farsællega heila í höfn, en um skeiö leit þó fremur óefnilega út með að söfnuðurinn feingi að heyra í þessum ágæta kirkjugrip, því nágrannapresturinn fékkst ekki til að koma, og haföi það sér til afsökunar að í Vegleysusveit væri ekkert barn á löglegum fermíngaraldri þetta árið. Þótti brautryöjendum hugsjónarinnar súrt í brotið að sjá framá svo ríkan árángur af erfiði sínu sem von var. Auk þess var það tilfinnanlegur álitshnekkir fyrh* sveitina að eiga ekkert úngmenni á téðu aldursári, og var ekki laust við að þeir hlytu dylgjur nokkrar og aðdróttanir er á sínum tíma töldust hafa möguleika á því aö fyrirbyggja slíkt. Um síðir rifjaðist upp fyrir Stjönu á Hóli að á næst innsta bæ sveitarinnar mundi mær ein ókristnuð eftir því sem best varð vitað, en stúlkan var utansveitar að ætt og hafði verið komið þar fyrir árinu áður sökum vandkvæða á uppeldi hennar í heimahúsum. Kom á daginn að stúlkan fullnægði löglegum aldursskilyrðum og ríflega þaö, því hún hafði þvínær tvö áx uppá að hlaupa framyfir það aö eiga rétt á því að vera tekin í kristinna manna tölu. Var ekki ljóst hvort hér hafði veriö um hreina gleymsku að ræða eða trúmála- legt tómlæti, enda algjört aukaatriði. Heiðri Vegleysu- sveitar var borgið. Stjana tók þaö uppá sig að stúlkan lærði trúarj átnínguna og faðirvorið, og kannski eitt- hvert hrafl af sálmum. Gegn þessum staðreyndum hlaut nágrannapresturinn aö láta í minni pokann. Var messa með fermíngu boðuð að Vegleysusveitarkirkju á annan dag hvítasunnu. Sat einginn heima þann dag sem hafði heilsu til að fara af bæ. Ýtti það undh’ að fullkomin óvissa var um að menn ættu von í kirkju- legri athöfn í nánustu framtíð. Var því svo mikið fjöl- mepni við kirkju þann dag að elstu menn töidu sig ekki muna annað eins. En þegar hefja skyldi messu kom það uppúr dúrn- um að orgel, jafnvel í kirkju, er tiltölulega gagnslítill ÞeSr, sem gert hafa pantanir um hús hjá okkur, en ekki verið hægt að sinna til þessa, tali við okkur sem fyrst. Benedikt & Gissur h.f. Skeiðavogi 11A — Sími 5778 Vegna sívaxandi aðsóknar verður miðnœturskemmtun vor endur- tékin enn einu sinni í KVÖLD kl. 23.30 í Austurbœjar'bíói. Aögöngumiðar hjá Eymundsson og í Austurbæ j arbí ói. Fólki er vinsamlegast ráðlagt að tryggja sér miða tímanlega, þareð þeir hafa jafnan selzt npp á fáeinum kluldaitímum. % Félag ísl. einsöngvara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.