Þjóðviljinn - 10.04.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.04.1956, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTI RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Landsílokkaglíman: ÞJÓÐViUINN — Þriðjudagur 10. apríl 1956 — (8 Utanbæjjctrsnenn uiinu 3 Slokk cma en Reykvíkingarnir einn Ármann J. Lárusson sigraSi í fyrsta flofcki Landsflokkaglíman, sú niunda í' röðinni, fór fram í íþrótta- húsi f.B.R. á sunnudaginn. For- séti f.S.f. setti rnótið með stuttri ráeðu. Vakti forsetinn athygli á þyí að í Reykjavik væru 22 í- þróttafélög, en til þesarar glímu, sém er í fjórum flokkum, kæmu keppendur frá tveimur. Kvað hánn þetta mikið umhugsunar- efiíi, þar sem um væri að ræða þjððaríþróttina. Gliman hefur fapð halloka fyrir nútímaiþrótt- xihi hin síðari ár. Ég skora því á .alla, hélt forsetinn áfram, að stuðla að því að koma henni til vegs og virðingar. Um aldaraðir hafa íslenzkir æskumenn iðkað giimu og sund sér til gagns og gamans. Við megum því ekki gieyma fomum dyggðum, við vyrðum að - senda glímukennara út um landið og kenna hana og vjð þurfum að senda kennara til annarra landa og kenna hana þár, svo hún geti orðið alheims- íþrótt. í þessari glímu taka nú þátt aðeins fjögur félög, tvö úr Reykjavík og tvö utanaf landi, og talar það sínu máli. ,Ég vona að glíma þessi verði góð og drengileg og sýni að íslenzk glíma sé ekki í aftur- för, sagði forsetinn að lokum. Glíman hófst stundarfjórðungi á. eftir auglýstum tíma og er sú óstundvísi óskiljanleg. Þegar glímumenn voru kynntir höfðu þeir færzt svo til í flokkum að lejkskrá kom að litlum notum. iVIun ástæðan sú að nýjasta vigt sýndi þá nokkru þyngri en áð- ur var upp gefið. í heild var glíman svipuð og áðrar glímur mörg undanfarin ár: sterkleg og þung en þó með héiðarlegum undantekningum. Hvað glímni snerti báru þeir af Gisli Guðmundsson og Trausti Ólafsson. Hilmar Bjamason er éinnig slunginn glímumaður og líka Þórir Sigurðsson, svo ung- ur sem hann er. Trausti er einn sá efnilc-gasti glímumaður sem fram heíur komið um langt skeið. Hann virðist vera í góðri þjálfun og er það meira en sagt Sameinaðþýzkt knattspyrnulið Fulltrúar frá Austur og Vest- ur-Þýzkalandi komu nýlega sam- an í Dússeldorf til að ræða sam- eiginlega þátttöku í OL á þessu ári. Urðu þeir sammála um að senda sameiginlegt lið. Ekki er gert ráð fyrir samæfingum liðs- áns en bæði sjá um að æfa og þjálfa menn sina og efna til æf- ingaleikja þar sem liðið verði endanlega valið. Fyrsti Jeíkur Þjóðverjanna á OL keppninni verður við Tyrkland. Munu þeir gæta varúðar gegn Tyrkjum, minnugir sigurs þeirra yfir Ung- verjum um daginn. verður um sumá aðra glímu- menn á mótí þéssú, en vera má að um megi kenna æfingahanni þvi sem var í vetur. Þár má til nefna Kristmund, Gunnar Ólafs- son og Erlend Bjömsson sem all- ir voru þungir og viðbragðssein- ir. Trausti er léttur,- ekki svo jarðbundinn sem maður á að venjast og felldi með glæsileg- um brögðum. Hann . er sterkur og fylginn sér, endg vann hann hylli allra áhorfenda og fékk dynjandi langdregið iófatak er verðlaun voru afhent. Það leiða atvik kom fyrir ■ í viðuréign þeirra Trausta og Gísla Guð- mundssonar að Gísli fór úr oln- bogalið og varð að fara með hann á sjúkrahús tii þess að kippa í liðinn, “w* *"V*K Armann vel að' ságtinum koiniim Ármann J. Lárasson, sem vann í fyrsta flokknum, var vel að þeim sigri kominn, þegar litið er á glímu hans i heild. Hann felldi alla keppinauta síná nemá Rúnar á hreinum cg góðum brögðum.' í glímunni við Rúnar hafðí hann aftur á móti ekki sóknina, hún var íremur af Rún- ars hálfu, þó svo færi að Ár- mann sigraði. Annars voru þetta ein hin mestu kraftaátök í glímu er sézt hafa hér í langa tíð. Svo brá þó við að þeir tooluðu ekk- ert eins og títt er í slikum glim- um, en gengu þétt hvor að öðr- um og leituðu kraftalega bragða úr þeirri stöðu. f hinum glímunum var Rúnar ekki eins leikinn og oft áður, Og þó höfðu þessir tveir menn mikla yfirburði í flokkí sínum. Synir Sigurðar Greipssonar vinna. hver sínti flott Sigurvegarar £ þriðjö flokki og drengjaflókki voru synir hins gamla, góða glímukóngs Sigurð- ar Greipssonar og virðast þeir ætla að erfa listina. Þórir, sem er aðeins 17 ára, vann alla keppinauta sína og sýndi oft góð tilþrif. Sá ljóður var þó á glímu hans, að hann hefur tamið sér að fylgja of fast eftir, er hann fellir. Greipur keppti í drengjaflokki en þar voru aðeins þrír kepp- endur svo að lítið reyndi á kunn- áttu hans og getu. Hann tók sem sagt keppinauta sína þegar er blístran kvað við og lagði þá á fyrsta bragði, tók sem sagt tvisvar sama bragðið í glímunni. Vöxtur hans, atgjörfi og það litla sem á hann reyndi bendir eindregið til þess að þarna sé á ferðinni gott giímumannsefni. Það vekur nokkra furðu að aðeins þrír þátttakendur skuli vera í drengjaflokki, spáir það ekki göðu um íramtíð glímunn- ar. Ðóinararnir leggja bless- un sína yfir níðið í umsögnum um glímu hér< undanfarið hefur oft verið að< því fundið hve dómararnir loka < auguhum fyrir gildandi reglum um nið. Þessi glima var svipuð. og aðrar hvað þetta snerti. Marg- < ar byltumar hefðu ekki þolað að, skoðast í Ijósi reglnanna. Gróf-< ustu dæmin skulu þó nefnd: í< fyrsta lagi, þegar Erlingur læt- ur sig falla ofan á Hannes eft- ir að hann er búinn að losa sig. við hann, í öðru lagi þarf mik-. ið sjónleysi til þess að leggja. blessun sína yfir það, að Þórir, ýtir Braga eins og sleða á und- an sér 3—4 metra og héndir sér, þar ofan á hann og nær „lög-, legri“ byltu. í þriðja lagi, þeg-, ar' Rúnar fellir Erlend, lætur, hann sig falla á hann ofan að, því er virðist til frekara örygg-, is. Allir, sem ekki lokuðu aug-, unum, sáu hvað þarna var að, gerast. Hér er drepið á verstu, dæmin um skeytingarleysi dóm- ara á túíkun glímulaganna. Þetta atriði skiptir miklu iháli, fyrir allan vöxt og viðgang ( glímunnar. Ef dómarana skort-, ir þor til að framfylgja seltum, reglum, eiga þeir ekki að taka að sér að dæma. Ef þeir mis- ( Skilja svona herfilega reglur þær, sem þeir eiga að dæma eft- ír, virðist ekki vanþörf á fyrir Í.S.Í. að efna til námskeiðs fyr- ir þá. Að lokinni glímunni afhenti, forseti f.S.f. verðlaun. Var óneitanlega óviðfelldið að, 30—40 smástrákum skyldi leyft, að hópast kringum hann meðan á þessari hátiðlegu athöfn stóð. En það er eins og það fylgi húsi þessu að smástrákar megi, lifa og láta eins og þá lystir. Framkvæmdanefnd mótsins gerði a.m.k. engar tilraunir til að kippa þessu í lag. Dómarar voru Gunnlaugur J. Briem, Þorsteinn Kristjánsson og Skúli Þorleifsson. Glímufélagið Ármann sá um mótið. Framhald á 11. síðu ALFUR UTANGflRBSl Gróðaveguriim Spreltíicuðiir Pakistanbúi Spretthlaupari einn frá Pak- istan hljóp nýlega á móti í New Delhi 100 m á 10,4. Maðurinn héitir Abdul Klaliq og er þessi árangur hans sá beztl sem náðst hefur í Asíu. Gulline-vki fsf ihefur Pétur prófessor Sigurðsson, háskóla- ritari, verið sæmdur í tilefni sextugsafmælis hans 17. febrú- ar s.l. Hann átti sæti í stjóm ISÍ um margra ára skeið, — og hefur auk þess tekið mjög vii’kan þátt í íþróttum, — og þá fyrst og fremst knatt- spymu í Fram, (Frá: fSf) 57. áagur tuldruöu góöan daginn. Var lítt tekiö undir kveöjut þeirra, og virtist koma þeirra. ekki hafa. truflandi áhiif á' störf innanborösmanna svo teljandi væri. Eftir drykkláng-a. stund TeiS' einn uppúr sæti sínu og, ávarpaöi þá á íslensku. Sagöist heita Örn Heiöar og hefði hann ýmiskonar milligaungu um samskipti hers-* ins og innfæddra. Kannaöist hann viö aö þeir væru ráönir þar til starfa, en samkvæmt heiiögum væii kraf- ist greinargóöra upplýsínga um alla þá sem heims- menníngin réöi í þjónustu sína. Væri áríðandi aö öllum spurníngum er aö þeim væri beint væri svarað skýrt og skilmerkilega, því ella mætti búast viö því aö nokkur vandkvæði gætu oröið á ráöníngu. ÞaÖ skal ekki standa uppá mig aö svara því sem ég er spurður aö, sagöi Dáni. Svoleiöis kostar mann ekki neitt. Dáni var óumdeilanlega elstUr og því ekki nema eðli- legt að byrjað væri á honum. Fullt nafn ásamt föðurnafni og heimilisfángi? T Hálfdán Einarsson bóndi á Gili í Vegleysusveit. Aldur og fæöíngardagur? VarÖ sextíu og tveggja ára mánudaginn í síöustu vetrarvikunni. Þetta svar orsakaði lítilsháttar babb í bátinn, þvíað f Amríku viðurkenndu þeir ekki vikudaga sem löglega fæðíngardaga. Dána var ekki fyllilega ljóst hver væri munurinn á vikudögum og mánaöadögum, hallaöist helst að því að að munurinn væri alls einginn, svo ástæöulaust væri að • gera veöur útaf eingu. Gat ómögulega munaö þó hann væri allur af vilja geröuí, uppá hvaða mánáöardag þenn- an umdeilda vikudag bar í ár, og ennþá síður sextíu og tvö ár aftur í tímann, en þáö hlyti að vera hægt að sjái þáö í almanakmu, því þar stæði þáö áreiöanlega. EftiraÖhafa.flett uppí amrísku almanaki féllust spjTj* endur á áö úthluta honum fæðíngardegi sem bæri uppá mánaðardag. En Dáni var ekki fyllilega ánægöur með þá lausn málsins, því hann hafði grun um aö annað tímatal gilti í Amríku en á íslandi. Svo mikiö vissi hann fyrir víst að þegar sól var í hádegisstaö 1 Vegleysusveit var svartamiönætti í Amríku. Gafst þó fljótlega upp við aö halda. málinu til streitu. Þegar spurt var nánar um foreldri hans var ekki kraf- ist fæöingarvottorða, en afturámóti var þaö þýöingar- mikiö fyrir öiyggi Vegleysusveitar aö vita hvar þau hefðu. aliö aldur sinn. Alla sína búskapartíö bjuggu þau á Gili, sagöi Dáni. Blessuö sé minníng þeirra. En jarönæði þein'a efti að ■ þau fluttu þaöan er hérna í kirkjugarðinum í sveitinni. Já, þar eignast allir sína jörö aö lokum, þó þeir haffi aldrei komist hærra en áö vera leiguliðar í lífinu. Eftiraö Dáni haföi oröið áð telja fram önnur n 'iii' venslamemii og ættíngja, sem flestir höföu þegar ei; n- ast sína jörö um tíma og eilífö. kom röðin að afkomend- um hans. Ellefu börnin höfmn viö eignast, sagði Dáni stoltur. Og öll komin útí heiminn og sum út úr honum. ÞaÖ et] ekkert uppá bamalánið að klaga. Þegar Dáni þurfti- áö standa skil á fróðleik um þau af börnum sínum sem ennþá höföu ekki flutt útúr heirn- inum vandaöist máliö, því hann vissi lítiö framyfir ] áö þau myndu hafa í sig og á þarsem þau voru lcon in» Gimna hans var sú eina sem hafði skrifaö nýlega og þái var hún laus og liöug í henni Reykjavík. Aöspuröur hvaö hann hefði marga á framfæri, svai aðfi Dáni sannleikanum samkvæmt aö auk konunnar yrðf hann aö sjá fyrir mágkonu sinni sem væri vita hei3 iu- laus, og þremur bömum er væru öllsömun úng ennþá. Þegar hann nefndi bömin skaut Örn Heiöar þeúT'fi' spumíngu inní hvaö konan hans væri gömul. O, blessaöur vertu! Hún er bara árinu ýngri en égr ansaöi Dáni. Þegar Öm HeiÖar haföi þýtt þessar síöustu upp1 /s- íngar á amrísku uröu innanborösmenn glottuleitir. Öm' Heiöar sagöi aö kona Dána hlyti aö vera eitthvað í utt viö Söru konu Abrahams fyrst hún heföi eiginleika til þess áö ala börn komin á þemian aldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.