Þjóðviljinn - 10.04.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.04.1956, Blaðsíða 10
 10) (ÞJÖÐVIUIINN -—Þriðjudagur 10. a|>ríl. l956 i M.s. „Gullfoss" fer frá Reykjavík miðvikudag- inn 11. þ.m. kl. 5 síödegis til Leith, Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Farþegar mæti til skips kl. 4.30 H.f. Eimskipafélag íslands HAFNFIRÐINGAR ■ 5 Útsölumaður Þjóðviljans í Hafnarfirði er : frú Sigrun Sveinsdóttir Skúlaskeiði 20 sími 9648. Sér hún mn alla afgreiðslu j blaösins í Hafnarfirði. ■ ■ a KAFNFIRÐINGAR! Gerizt áskiifendur ÞJÓÐVILJANS. Áskriftarsíminn er 9648. Hafnarfjörður Leigjendur matjurtagarða eru beðnir að athuga, að þeim ber að greiða leig- una fyrirfram fyrir 15. þ.m., annars verða garðarnir leigðir öðrum. BÆJ ARVERKFRÆÐINGTJR. Bankarnir a a a a • ■ B - B B a B verða lokaöir eftir kl. 12 á hádegi þriöjudaginn [ 10. apríl 1956. B B ■ B B .... a a Landsbanki íslands B a B Úivegshanki íslands h.f. a k B . a B Rúnaðarkanki fslands B B B B : ....... Iðnaðarbanki fslands h.f. I I ! ! Skrifstofur og afgreiösla Tryggingastofnunar [ | ríkisins verða lokaðar í dag frá kl. 12. : : ! i : : :. . - : Tryggingastofnun ríkisins ! ! ! Véfrétt „aðeins tinga piltsins“ Eftirfarandi véfrétt má lesa í Mánudagsblaðinu 2. apríl síðastliðinn, og er höfundur hennar einhver Kristinn Snæ- land, sem gefur þær upplýs- ingar um sig, að hann sé ,,að- eins ungur piltur“: „Við verðum að viður- kenna, að stundum kaupir ..Þctta eru ótta- legir gæjar" Framhald af 6. síðu. meira um okkur verkafólkið og soklið minna um s.jálfa sig. — Fulltrúa iir verkalýðs- hreyfingunni á þing og í stjórn? — Já. því ekki það. Við tökuin upp léttara hjal. — Þú færð sumarfrí, ætlarðu ekki að taka það? — Jú. það hugsa ég. — Ferðu þá til útlanda? — Neinei. Maður verður að sjá landið sitt, áður en maður fer til útlanda. Þa^ð er gainan að heyra þessa skoðun hjá ungri reykjavíkur- stúlku, en þær eru margar, sem láta sér megja að labba bara á „the blue front“ — það er niðrá Hressó. Á.S. U V/Ð ABNAtkHÓL SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Hekla vestur um land til Akureyrar um næstu helgi. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar og Akureyrar árdegis í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. Baldur fer til Hellissands, Hjallaness og Búðardals á morgun. Vörumót- taka árdegis í dag. fólk abstrakt-málverk eða atómkvæðabók, bara vegna þess að það er svo frá- bragðið öllu öðru, sem fólk á að venjast. Það skilur ekki hvað Jætta er“. Þarna sjáið þið, gott fólk, sem kaupið abstraktmálverk og atómljóðabækur. Þið skilj- ið ekkert hvað þetta. er!! ,,Að- eins ungi pilturinn" segir það svart á hvítu. Nú þegar hinir eldri véfréttarhöfundar hafa gert hlé á spádómum sínum vekur „aðeins ungur piltur“ upp gamlan draug, og tekur upp línuna fyrir þá. Hann virðist hafa mikið að segja okkur þessum „einfeldning- um“, sem kauþum abstrakt- málverk og ,,atóm“-ljóðabæk- ur. Hánn segir m. a.: „Abstraktmálverk og atóm- kvæði eru ekkert annað en herfilegasta móðgun við heil- brigða dómgreind hvers ein- asta manns“. Með orðinu ,,at- ómkvæði” býst ég við að ,,að- eins ungi pilturinn" eigi við ljóð, sem óháð eru ,,stuðlanna þrískiptu grein“. Ef þau eru herfilegasta móðgun við dóm- greind hvers manns, þá hlýt- ur sænska akademían að hafa verið skipuð að dómi „aðeins unga piltsins“ hálfvitum, þeg- ar hún veitti einu höfuðskáldi óbundna ljóðsins T. S. Eliot bókmenntaverðlaun Nóbels. „Aðeins ungi pilturinn" þykist sanna að óbundin ljóð séu móðgun við heilbrigða dómgreind og óráðshjal með því að benda á „lítið atóm- kvæði“. — Mér dettur í hug vísa Steingríms: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. Þegar Walt Whitman gaf út „Leaves of grass“ lýsti einn gagnrýnandinn því yfir, að réttast væri að hýða höfund- inn opinberlega, en nú er Whitman skipað til sætis sem fyrsta meiri háttar skáldi lýð- ræðisins, og fremsta skáldi Ameríku. Kannski „aðeins ungi pilturinn" dirfist að halda því fram að Ijóð hans séu móðgun við heilbrigða dómgreind, vegna þess að þau séu óháð „stuðlanna þrískiptu grein“ og „rósfjötrum ríms- ins“. — Eitt er víst, að mikill gró- andi er nú í íslenzkum listum, ekki sízt Ijóðlistinni, og ungu skáldin munu hefja upp nýtt fremdarljós og frá því mun stafa mikil birta. Margir listamenn vilja brjóta af sér ísinn og leita nýrra tjáningarforma, hrekja á burt fimbulkaldann, násúg- horfinna alda, og skápa sér eigin vopn. — En það eru og hafa altént verið uppi. menn, sem telja allt nýtt vera. heimskulegt fálm og helia úr skálum reiði sinnar yfir unga. skapandi listamenn, sem vilja • ekki þræða troðnar slóðir, heldur ryðja nýjar. Vér verð- ■ um að hafa það hugfast, sem Símon Jóhann Ágústsson bendir svo réttilega á, ,,aö snilligáfa fjötrast hvorki af hefð né reglum, heldur birtir oss fegurð i nýjum og órænt- um myndum“. Fordæming „aðeins unga piltsins“ á abstrakt list, tel. ég stafa af því, að hann rugl- ar saman náttúrufegurð og listfegurð, eftirlikingartækní og listsköpun. Röksemdir hans eru eins og einhver pótintáti skrifi grein á móti því að menn gangi uppréttir, vegrta þess að þeir gerðu það ekki einu sinni. Neyðaróp KrLstins Snælands „aðeins unga pilta- ins“ og ;hans sálufélaga verða aðeins til að styrkja unga leitandi listamenn í þeirri trú að þeir stefni í rétta átt. Már Más. Landltelgiii Framhald af 1. siðu. staða er fengin á alþjóðavett- vangi um almennar lanihelg- isreglur. Engar tillögur um stækkun landhelginnar fái að koma til framkvæmda. 2. Bretar fái undanþágu frá nú- gildandi landhelgisregimu, þannig að þeim verði lieimilt að koma í landhelgi með ó- búlkuð veiðarfæri. 3. íslendingar fái að njóta þeirr- ar náðar að selja óverkaðaa fisk á uppboðsmarkaði í Bret- Iandi og lami þannig sjálfir stórléga atvinnulífið víða um land og rýri gjaldeyrisíekjur sínar svo skiptir tugum mill- jóna á ári. Þetta eru þær „víðtæku til- slakanir“ sem Bretar bjóða gegn „minni háttar )agfæringum“. Gögnin á borðið. Það er alger lágmarkskrafa að íslenzka rikisstjómin leggi öll gögn á borðið i þessu máli fyrir kosningar, þannig að kjósendur geti dæmt um þau er þeir greiða atkvæði. Stjórnarflokkamir verða einnig að lýsa afstÖðu sinni skýrt og skorinort, hvað þeir hyggist gera i málinu að kosningum loknum. Má telja sennilegt að afstaða Sjálfstæðis- flokksins sé sú sama og i her- stöðvamálinu, takmarkalaus þjónustusemi við erlent vald. En hvað um Framsóknarflokkínn? Er málstaður hans slíkur í þessu efni að hann treysti sér ekki einu sinni til að láta líklega við kjósendur — fyrir kosningar? Keflðvík — Ytri Njarlvík Flugmálastjórnin óskar eftir að taka á leigu tvær ibúðir, 2—3 herbergja og eldhús, í Keflavík eða Ytri Njarðvík. Tilboö óskast send á skrifstofu flugvallarstjóra, Keflavíkurflugvelli, fyrir 15. þ.m. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.