Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.05.1956, Blaðsíða 11
1 NÉVILSHUTE: LANDSÝN 76. dagur erford og hinn liðsforinginn teygðu sig yfir það sem upp hafði komið. Langi teinninn lá gegnum brotna plötu, rétt viö hand- fangið. Á þessí' plötu voru grafin orðin: STARBOARD CENTRE. Liðsforingjarnir horfðu á hana döprum augum. Þetta var ekki annað en þeir höfðu búizt við, en þaö rifjaði harmleikiixn upp fyrir þeim. „Hvaðan er þetta?“ sagði lautinantinn. Rutherfoi-d yppti öxlum. „Þetta gæti verið úr ballest- imii,“ sagöi hann. „Við verðum að bíða þangað til kaf- bátamiðstööin þekkir þetta örugglega.“ Þeir sneni sér að pokanum, losuðu hann af króknum og losuðu innihaldið úr honum. Áhöfnin af togai'anum kom nær til aó horfa á. Þama var kikir mjög skemmdur af saltvatni. Þarna var málmstýri, kubbað sundur; á þaö voru grafin oröin: Váxandi og Minnkandi. Þama var kaffikanna merkt brezka flotanum og þrír borðhnífar úr borðbúnaöi liðs- foringja. Rutherford sagöi þungum rómi: „Jæja, ég er hræddur um að þetta sé alveg augljóst." Liðsforinginn hristi höfuðið: „Já, það er enginn vafi.“ Von bráðar Kom kafarinn upp stigann og nam stáð- ar við borðstokkinn. Tveir menn hjálpuðu honum ýfir; hann settist á dæluna. Aðstoðarmaður hans skrúfaði framrúðuna leusa og tók af honum hjálminn. Kafarinn strauk hendinni um andlit sér og gegnum háriö. Svö kom hann auga á Rutherford. „Þetta er kaf- bátur,“ sagði hann. „Og einn af okkar bátum. Sáuð þér orðin á stýrinu?“ Kommandörinn sagði: „Já, ég sá þau. Er hann mjög mikið skemmdur?“ „Hann er í tvennu lagi, herra — alveg brotimi sund- ur. Ég hef aldrei séö annaö eins. Stefnið stendur næst- um upprétt og skuturinn liggur útaf. Ég veit ekki hvað orðið hefur af stjómturninum. Ég sá ekki urmul eftir af honum.“ „Þér hafið þá ekki séð nafniö?“ „Nei, herx-a.“ Hann þagði og bætti síðan við: „Ég býst við aö þetta sé Caranx. Og ég held aö hann hafi úengiö í sig tundurseyti." „Hvers vegna haldið þér það? Það hefði getaö veriö . tundurdufl.“' „Ég hef aldrei séð tundurdufl fara svona með skip, herra..“ Kommandörinn þagði, þessi maður hafði séð mörg eyðilögð skip. „Þetta er staðbundnara ef þér skilj- ið hvað ég á við — líkara tundurskeyti. Og ef satt skal segja sýndist mér ég sjá enda af tundurskeyti viö brot- sárið á afturMutanum. En ég þori ekki að staðhæfa þaö. Ég vildi eklíi hætta mér að brakinu í öllum straumnum." „Hvaðan náöuö þér þá í þessa hluti?“ „Úr franihlutanum, við brotsárið. Þar var dáiítið Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð vjð frá fall og jarðarför . VL-UtURÉTAR GU»L.AU«SÐÓTTUR frá Sogui í Kjós. Fyrir hönd vandaraanna ^akob Gaðiaugsson. ÁstJcau-ar" þakkir sendum við öllum þeina morgu nær og fjær, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Siguriéns Jónsscnax frá Kirkjuskógi. Eiginkona, börn og tengdaböm. Fimmtudagur 3. maí 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (ll’ lægi, skiljið þér . Ég hirti allt lauslegt sem ég gat fest hendur á.“ Rutherford spurði hann í nokkrar mínútur í viðbót. Svo sagði hann: „Gott og vel. Þér megið taka saman pjönkur yðar; ég held að tilgangslaust sé aö senda vður niðm* aftur.“ „Gott og vel, hen*a.“ Kommandöimn seri sér frá. Vinir hans voru skammt frá honum, Eilly Parkinson og Stone og Sandy Ander- son. Nokkra faöma frá honum hvíldu þeir í hafinu,.haf- inu sem hafði veitt þeim svo mikla ánægju og k/íða, svo mikla gleði og þjáningu. Hann minntist gleðskanar í Hong Kong n:eð Billy og Jo Parkinson og dökkhærðri stúlku, sem hann hefði ef til vill átt að kvænast en gerði ekki. Hann minntisl kofa á ströndunum við Boshan þar sem hann haföi snætt nokkrar máltíðir meö Stone og konu hans og feröalags á lystisnekkju með Sandy And- erson. Meðan þeir lifðu hafði hafið veitt þeim gleði og hamingju; nú hvíldu þeir áhyggjulausir í faðmi þess, og þaö gat ekki veriö með öllu illt. Hann sneri sér að gamla lautinantiiium. „Skyldi nokk- ur eiga bænabók um borð,“ sagöi hann. ,.Þa ð er bezt aö við lesum bæn áður en við leggjum af stað.“ Maöurinn sem var eldri að árum en lægri aö stigum, sagöi: „Ég skal spyrja skipstjórann. En haldið hér,,aö það sé skynsamlegt að vera hér lengur um kýrrt?“ Þeh* höfðu legið við akkeri 1 meira en tvær klukku- stundir; beinlínis boöið tundurskeytum heifn. Ruther- ford hikaði. „Segið skipstjóranum að leggja af stað,“ sagði hann loks. „Ég get lesiö bænina meðan hann hringsólai* kringum duflið.“ Bráðlega marraði í akkerisfestinni. Kafarinn mjakaði sér úr óþjálum gúmmíbúningnum og sagði lágri röddu við aðstoðarmann sinn: „Hlauptu niður og biddu kokksa að geyma matinn minn dálitla stund. Hann ætlar aö lesa bænarfjandann." „Allt í lagi.“ Skyndisöfnun Framhald af 12. síðu. fara í sumar, komið þangað og fengið allar upplýsingar um ferðalagið og dvölina úti. Böra víðsvegar að úr Evrópu Blaðamenn áttu þess kost að ræða við Pauli Utzen stundar- kom í gær. Hann skýrði frá þvi, að Stig Guldberg hefði feng- ið hugmyndina um starfrækslu sumarbúða fyrir fötluð börn að lokinni langri spítalavist árið 1947, en í febrúar það ár varð hann fyrir því slysi að missa báðar hendurnar. F.yrstu sum- ardvalarbúðirnar tóku til starfa í Karsemose á Sjálandi sumarið 1950 og síðan hefur starfsem- in orðið æ umfangsmeiri. Aðal- búðirnar eru nú í Nysted # skammt frá Kaupmannahöfn og þar munu íslenzku börnin dvelj- ast orr sumar ásamtv jafnöldrum sínum ffá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum. | Nýir stuttjakkar j daglega. BEZT „Svmrðu hann um niðursoðnu ávextina?“ „Hann á enga.“ Kafarinn bandaði hendinni gremju- lega. Seinna akkerið var _dregið upp; Mitcheson lautinant skipaði hálfa ferð áfram og togarinn bokaðist af stað. Hann fór í stóran hring. Rutherford kommandör gekk fram á skipið og stóð við borðstokkinn gegnt duflinu. Og með rólegri röddu fór hann að lesa upp úr bænabók Mitchesons. Mennirnh* stóðu berhöfðaðir umhverfis hann, vandræðalegir og dálítið feimnir. Rutherford hélt áfram að lesa, vandvirknislega og dálítið illa. Hann vissi að hann las ekki vel upphátt. Vinir hans höföu líka vit- að það; hann gerði ráð fyrir að þeim væri sama. „Ég heyi'ði rödd af himnum sem sagði við mig: Skrifa: sælir eru þeir dánir sem 1 guði deyja. Svo sagði andinn, því að þeir hvílast frá erfiði sínu.“ Togarinn breytti um, stefnu og hélt heimleiðis. í skrifstofu aðmírálsins í húsi Flotastjórnarinnar gaf þar sem ryksugan tekur i Tilgangur hreingerninga er sem kunnugt er að -fjarlægja ryk og óhreinindi, en ..árangyrinn- fer mikið eftir því hvaða hreingern- ingaraðferð notuð er. Um þetta hefur danski.lækn- irinn Robert Schleimann skrifað athyglisverða grein sem byggð er a rannsóknuin um breytingar á rykinnihaldi lofts í stoíum eftir því hvaöa hreingemingaraðferð notuð er. Rannsóknir þessar voru gerðar haustið 1954 og náðu til fjögurra einkaheimila. Niðurstöður rannsóknanna koma reyndar ekki á óvart, en það er athyglisvert að bera sam- an mismuninn á rykdreif ingu — og um leið bakteríudreifingu — við „gamaldags“ og nýtízku fið aí kúsíum og burstum hreingeraingar. í „gamaldags"; hreiijgerningu er nótaður sópur, deppa og húsg.agnabursti, fjaðra- kústur og venjulega þurr af- þui-rkunarklútur. í „nýtízku" hreingemingu er notuð ryksuga á teppi, húsgögn og gólf, ljóshlíf- ar, málverk o. s. frv. og afþurrk- unarklútur undinn upp úr 2% glycerínupplausn. Það kom í Ijós að rykdreifing við „nýtízku hieingerningu" minnkaði um 53 —59% í hlutfalli við „gamal- dags“ hreingerningu. Og bakte- ríuinnihald loftsins minnkaði enn meir við „nýtízku hreingerningu", eða um 72—83%, þannig að ryk- súgupoki ög sía virðist geta hald- ið inni því ryki og bakteríum sem það sýgur í sig. Vesturveri * * UTBREIÐIÐ á á * ' ÞJÓDVILJANN á á Hentugur samkvæmiskjóll Kjóllinn á myndinni er stuttúr samkvæmiskjóll frá Sovétri^juh- um, og hann er bæði hentúg- ur og hátíðlegur. Kjóllinn er gerður úr röridóttu organdi og lctt efnið er heppilegt í hálf- lahgar skyrtuermar og vítt pilgj Organdi í heilsárskjóla er ný mjög vinsælt og það er ágæí hugmynd. Efnið er fínlegt ol ekki sérstaldega dýrt og því ætíi ekkert að vera því til fyrirstöðu að nota það í samkvæmiskjóla allt árið um kring.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.