Þjóðviljinn - 04.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1956, Blaðsíða 7
Útvarpsrœöa Hannibals Valdimarssonar, for- seta Alpý&usambands íslands, 1. maí. Kæru félagar í Alþýðusam- bandi íslands og aðrir hlust- endur! Alþýða allra landa heldur í dag hátíðlegan frídag hins vinnandi fólks. Undir heiðum og hvelfdum himni vors og birtu gengur hinn vinnandi lýður allra landa fram í millj- ónatali til útifunda á stærstu torgum bæja og borga. Takt- fast og skipulega er gengið til fundarstaðar. Þjóðfánar, — rauðir fánar vígðir blóði kúgaðra stétta, og félagsmerki og hátíðafánar — blakta við hún og eru bornir í skrúð- göngu hins vinnandi fólks, sem lagt hefur frá sér verk- færin og tekið sér frí frá störf- um þennan eina dag. Þarna ganga hlið við hlið sjómaður- inn, verkamaðurinn, bóndinn, opinberi starfsmaðurinn, námumaðurinn, skrifstofu- maðurinn, iðnaðarmaðurinn, — allir verkamenn anda og handa. Þarna þramma saman, alþýðuflokksmenn, íhalds- menn, kommúnistar og aðrir fulltrúar andstæðustu skoð- ana í stjórnmálum og trúmál- um. Á slíkum degi er hvergi í heimi spurt um hörundslit. Hvíti maðurinn og svertinginn eru bræður. — Vinnan, móðir auðæfanna og hugsjónir ör- eigans hafa skapað órjúfandi og volduga heild. — Þannig þyrfti þetta að geta verið alla daga ársins. Hljóðfærasláttur, fyllir loftið. Kröfuspjöld eru borin hátt í fylkingum. Ætt- jarðarljóð, baráttusöngvar og sigurljóð eru sungin af fjöri og þrótti og djarflegar ræður haldnar. — Og jörðin titrar undan ákveðnu og óttalausu fótataki þúsundanna. _ Þetta er kröfuganga 1. maí. Er nú nokkuð nema viðeig- andi að rifja upp fyrir ykkur, hlustendur góðir, hvaða kröf- ur voru bornar fram í fyrstu kröfugöngunni hér á landi ár- ið 1923? — Þær voru þessar: „Framleiðslutækin þjóðareign! —• Atvinnubætur gegn at- vinnuleysi! Fulinægjandi al- þýðutryggingar! Enga skatta á þurftarlaun! Réttláta kjör- dæmaskipun. — Kosningarétt 21 árs! Engan réttindamissi vegna fátæktar! Enga helgi- dagavinnu! Enga næturvinnu! Engar kjallarakompur! Holla mannabústaði. Bæjarlandið í rækt! Rannsókn á íslands- #nka!“ Þetta voru fyrstu kröfurn- ar. Allar voru þær fyllilega réttlátar. Sumar þeirra eru komnar til framkvæmda, en aðrar þeirra eru enn í fullu gildi. Nú eru bornar fram nýj- ar kröfur. Þeirra á meðal eru: Krafan um söinu Iaun bvenna og karla. Stöð\nn dýrtíðar og aukinn kaupmátt launanna. Vér krefjumst nýrra atvinnu- tækja, vélbáta, togara og fisk- iðjuvera, sem skapað geti at- vinnuöryggi í þeim landslilut- um, sem röng stjórnarstefna er að leggja í auðn. Nú þegar verður að festa kaup á þeim framleiðslutækjum, sem tekið geti við fólkinu frá hernáms- vinnunni jafnóðum og það losnar úr þeirri niðurlægjandi herleiðingu. Vér krefjumst stækkunar Föstudagur 4. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN —■ ..(7 friðunarsvæðanna við stréndur landsins og i framhaldi af þvi, að landgrunnið allt verði ís- lenzk landhelgi. Vér mótmæl- um öllum undanslætti og svik- um í landhelgismálinu og al- veg sérstaklega því tilræði við íslenzkt atvinnulíf að flytja afla togaranna óverkaðan til Englands. ■— Slíkt mundi á skömmum tíma leiða bullandi atvinnuleysi yfir verkalýð flestra bæja og kauptúna landsins. Vér krefjumst þess, að miklu f jármagni verði veitt til byggingar íbúðarhúsnæðis fyr- ir vinnandi fólk bæjanna, kauptúnanna og sveitanna, og að herskálar og annað alóhæft og heilsuspillandi húsnæði verði hið fyrsta jafnað við jörðu. stendur á suð-vesturhorni landsins. En alþjóðasamtök verka- lýðsins leggja líka'höfuðþunga á hinar æðri hugsjónakröfur: frelsi og frið. Er það nú við- eigandi, að dvergþjóð, eins og við íslendingar, færi að leggja orð í belg um slík stór- mál mannkynsins? Hví ekki það? Er það ekki óskoraður réttur smáþjóðanna að hugsa stórt? Og hvernig ætti það að geta farið fram hjá íslending- um, þegar vér heyrum í heimsfréttunum um eldheita baráttu undirokaðra og þjak- aðra þjóða, sem þrá sjálfstæði og öllu vilja fórna til að geta ráðið sér sjálfar, öðlazt hnoss frelsisins ? -— Nei, kröfurnar um frelsi skilur íslenzk verka- lýðshreyfing og öll íslenzka hefur verið afhent finnsku þjóðinni á ný. — Þessum at- burðum öllym veitir íslenzka þjóðin sérstaka athygli og fagnar þeim. Það er orðið bjartara í lofti. En þrátt fyrir þetta er fjarri því, að sól hins varan- lega friðar sé runnin upp yf- ir mannkynið — að draumur- inn um frið sé orðinn að veruleika. •— Því er verr, að ennþá situr hervæðingaræðið í fyrirrúmi fyrir bættum lífs- kjörum þjóða. Mestu snilldar- gáfum mannsandans er enn- þá sóað til uppfinninga ægi- vopna, sem eytt gætu mann- kyni öllu, ef til styrjaldar kæmi. — Það er dapurleg staðreynd, að skuggi múg- morðanna— stríðsins — hvíl- ir ennþá yfir mannkyninu. Verkalýðurinn verður að eiga sterkan þingilokk Raimveriilegur kaupmáttur launanna verður ákveðinn á Alþingi eftir kosningarnar Vér krefjumst styttingar vinnutímans með óskertu kaupi. Á Norðurlöndum er nú hraðfara stefnt að 40 stunda vinnuviku á 5 dögum, og sumstaðar er þessi krafa þegar komin í framkvæmd. I fáum orðvfln sagt: Vér gerum kröfur til betra lífs og erum ráðin í að sameina alla krafta vora í baráttunni gegn vaxandi dýrtíð og fyrir aukn- um kaupmætti launanna. Á þessum degi minnumst vér ávallt í djúpri þökk ár- angursins af baráttu og starfi brautryðjendanna og þeirra, sem síðan hafa stríðið háð á undan okkur. Vér fögnum og dýrkeyptum sigrum verkalýðsbaráttunnar á liðnu ári í ströngum og fórnfrekum verkföllum. Þriggja vikna orlof, launabæt- ur iðnnema og ekki sízt at- vinnuleysistryggingarnar voru mikils virði, auk hinna beinu kauphækkana. — Þessari stór- sókn fylgdi síðan sá sigur, að verkamönnum er nú loksins greitt sama kaup um allt Iand. En nú búa verkalýðs- samtökin sig undir að knýja fram samræmingu á kaupi kvenna og verulega hækkun þess í hlutfalli við karlmanns- kaupið, Um allar byggðir Islands er nú fagnað samþykkt Alþingis um uppsögn herstöðvasamn- ingsins. Öll verkalýðshréyfing- in stendur einhuga um þá kröfu, að herinn verði látinn liverfa úr landi. Og verkalýðs- samtökin verða að eignast svo afgerandi sterkt afl á Alþingi eftir kosningarnar í vor, að svikum í því máli verði ekki við feomið. f 1. maí ávarpi frá alþjóða- sambandi frjálsra. verkalýðs- félaga er í þetta sinn eins og oft áður lögð höfuðáherzlan á kröfuna um stöðuga atvinnu handa öllum. Þetta er auðvit- að líka fyrsta krafa okkar, þó að næg sé atvinna eins og þjóðin og hún tekur af alhug undir frelsiskröfurnar og ósk- ar undirokuðum þjóðum sig- urs. Um friðarmálin ætti ís- lenzka þjóðin að geta talað djarft úr flokki þjóðanna. Hún er friðelskandi þjóð. Hún Hannibal Valdimarsson er vopnlaus þjóð. Hún er ó- spillt af illum anda hernaðar- æðisins. Því getum vér fagn- að í dag, að síðan 1. maí var hátíðlegur haldinn fyrir ári síðan, hefur mara óttans um yfirvofandi heimsstyrjöld orð- ið f jarlægari, og hvílir nú létt- ara á þjóðum heimsins. Von- irnar um frið á næstu árum og áratugum eru miklu bjart- ari í dag en fyrir ári síðan. — Austurríki hefur fengið sina friðarsamninga og losnað við erlendan her úr landi sínu. Eiturbroddar stríðsæsinga og áróðurs hafa sljófgazt. — Umræður um heimsmálin sn,ú- ast meira en áður um mögu- leika til friðsamlegrar sam- búðar þjóða með ólíkustu stjórnarkerfi og lífsskoðanir. Og herstöðin á Porkkalaskaga Og þess vegna ber öll verka- lýðshreyfing heimsins — líka verkalýðshreyfing hinna smæstu þjóða — fram ákveðn- ar kröfur um bann við fram- leiðslu og notkun vetnis- sprengju- og kjarnorkuvopna — og tilraunum með slík vopn, og eggjar öll þau öfl, sem að friði vilja vinna, til sam- starfs um allsherjarafvopnun þjóðanna. Þannig tekur ís- lenzk verkalýðshreyfing af innsta hjartans grunni undir hugsjónakröfurnar um frelsi og frið og bræðralag allra þjóða. En mundi nú ekki einhver segja: „Maður líttu þér nær, liggur í götunni steinn.“ — Þess get ég einmitt vænzt, og ekki tek ég það illa upp. — Eg er fús til að víkja máli mínu að lífskjarabaráttu ís- lenzkra alþýðustétta í dag. Hvernig eigum við að haga baráttunni eins og sakir standa, til þess að sem bezt- ur árangur náist, nieð sem minnstum fórnum, og á þann hátt, sem þjóðfélagi okkar kemur það bezt? — Starfsins menn í sveitum og við sjó beita nú öðrum verkfærum og vinnuvélum en áður tíðkuðust. Og þessar breytingar eru góð- ar og sjálfsagðar. Við höldum okkur ekki lengur aðeins við fornar fjárgötur, gangstigi og reiðgötur. — Við byggjum líka nýja vegi, þar sem veg- leysur, hraun og mýrar tálm- uðu áður ferðum manna. — Þetta er -jafn sjálfsagt og hið fyrra. Á sama hátt í kjara- baráttu verkalýðsins: Vaxandi dýrtíð af völdum rangrar stjórnarstefnu hefur rýrt kaupmátt launanna eftir hverja samninga og hvert verkfall. Þetta hefur ekki gerzt á þann hátt, að atvinnu- '’rekendur hafi með uppsögn samninga og sigursælum verkbönnum getað knúið fram kauplækkamr.. — Nei, það hefur gerzt á allt annan hátt. Þeir hafa breytt ura vinnu- brögð. Þeir hafa tryggt sér ríkisvaldið með atkvæðum. sundraðra verkamanna. í krafti ríkisvalds og löggjafar- valds hafa atvinnurekendur síðan eftir hverja samninga og hvert verkfall látið um- boðsmenn sína á. Alþingi gera löggjafarráðstafanir til að klípa af kaupi hvers einasta verkamanns og allra launa- manna. Þetta er hægt að gera á margvíslegan hátt. Það hef- ur verið gert með gengislækk- un. Eftir hana dugðu launin verr til að kaupa líisnauð- synjar heimilanna. Allt hækk- aði í verði. — Það hefur verið gert með bátagjaldeyrisskipu- laginu. Þær vörur, sem báta- gjaldeyrisálagið lagðist á, , tóku til sín meiri hlut en áður m af launum verkamanna, — Það hefur verið gert með stór- felldari skattaálögum en , nokkru sinni fyrr í sögunni. Eftir þær álögur hækkuðu flestar vörur i verði. og halda enn áfram að hækka. Þetta eyðir kaupmætti launanna og rýrir lífskjörin. Þetta eru hin nýju vinnu- brögð atiinnurekenda með at- beina ríkisvaldsins til að skammta verkalýð landsins kaupið að eigin vild. Og þann- ig ætla þeir að halda áfram eftir næstu kosningar. Eiga verkalýðssamtökin að fara sínar gömlu troðnu slóð- ir í kjarabaráttunni, og berj- ast með samningum og verk- föllum gegn þessum eyðandi eldi löggjafarvaldsins ? — Al- þýðusamband Islands ráðlegg- ur breyttar baráttuaðferðir, eins og nú standa sakir. Verkamenn hafa reynzt ó- sigrandi í verkföllum. Þá hafa þeir staðið saman eins og einn maður og sigrað bæði atvinnurekendur og ríkisvald. Enginn hefur spurt um skoð- anamismun samherjans i verk- fallsbaráttunni. Allir voru staðráðnir í að verjast — berjast og sigra, Þannig yrði þetta líka, ef ráðist yrði til beinnar kaup- lækkunar. Allir verkamenn án tillits til stjórnmálaskoðana mundu standa saman og hrinda árásinni. En er það þá ekki jafn- sjálfsagt að standa saman gegn kauplækkunaraðgerðum Alþingis og ríkisvalds? Jú, auðvitað. En það verður ekki gert með okkar gömlu bar- áttuaðferðum. Þar dugar ekk- ert nema alger samstaða í kosningunum í sumar. Við vit- um, að raunverulegur kaup- máttur launanna verður á- kveðimi á Alþingi eftir þessar kosningar. Verðgildi krónunn- ar og kaupmáttur launanna getur verið skorinn ]iar niður á einni nóttu um þriðjung eða helming með nýrri gengis- lækkun, lögbindingu kaups eða skerðingu vísitölunnar eða þá nýju skattaflóði. Aðferðirnar geta verið óteljandi. En vörnin er aðeins ein: Að enginn verkamaður eða Iaunþegi kjósi neinn þann fiokk eða frambjóðanda sem hugsanlegt sé að leyna rýtingi þessara f jandskaparaðgerða gegn verkalýðnum í ernii sinni. •— Verkalýðurinn yerð- ur að eiga sterkan þingflokk á Alþingi. Það er höfuðnauð- syn dagsins. I sameiginlegu ávarpi Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.