Þjóðviljinn - 06.05.1956, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.05.1956, Síða 7
__________________________________ „ ----Sunnudagur 6. ctnaí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 límamóf! Vor og sumar 1956! Verður þess tíma minnzt í sögu alþýðusamtakanna, í sögu íslenzku þjóðarinnar, sem tíma gróanda og djúptækra þreyt- inga? Verða úrslit alþingis- kosninganna 24, júní þáttaskil í stjórnmálum íslendinga, rís upp úr þeim öflugur þing- flokkur alþýðunnar, sem úr- slitaáhrif hafi á stjórnarmynd- un og stjórnarstefnu að lokn- um kosningum? Um fátt er spurt fremur í nýby.rjaðri kosningabaráttu, og fólkinu sem spyr og vill að þetta verði, er það í sjálfs- vald sett að í sumar gerizt stórviðburðir, sem hefja kosn- ingaárið 1956 í tölu merkisára íslandssögunnar. í' ieyiíifan frá 1942 Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á stýrkleik stjórn- málaflqkka íslenzkra í fjórtán ár, allt frá kosningunum 1942. í tvennum kosningum þess árs varð Sósíalistaflokkurinn, fjögra ára gamall, nýrisinn úr ofsóknarhríðum innlends aft- urhalds og erlends hernámsliðs að öflugum þingflokki, fékk sjö þingmenn í júlí en tíu í októ- ber. Eftir þann mikla alþýðusigur ta'Jdi afturhaldið í Sjálfstæðis- fiokknum og Framsókn ekki fært að skríða saman í stjórn, mynduð var utanþingsstjórn, máttarlítil, kom ekki fram þeim árásum á alþýðu sem hún reyndi. Og með tíu manna þimgflokki tókst Sósíalista- flokknum að hafa þau úrslita- áhrif á stjórnarmyndun og stjómarstefnu tveimur árum síðar, að nýsköpunarstjórnin var mynduð. En af því mikla starfi dró alþýða manna ekki réttar ályktanir. Til þess að tryggja íramhald nýsköpunar- stefnu hefði þurft að stórefla Sósíalistaflokkinn í kosningun- am 1946. Það varð ekki, og þess vegna treysti afturhaldið sér að skríða saman til ó- hæfuverks Keflavíkursarnn- ingsins, og síðar í stjórn Stef- áns Jóh. Stefánssonar, Bjarna : Benediktssonar og Eysteins Jónssonar. FEokksfyEgi á reiki Nú fyrst, sumarið 1956, er , þess vænzt af þorra alþýðu- manna, að stórbreytingar geti ; orðið í íslenzkum stjórnmál- um. Öllum kemur saman um að fylgi manna við þá aftur- haldsflokka sem enn eiga menn sina í ráðherrastólum, sé , á reiki, og það svo almennt, að hugsanleg sé mikil tilfærsla kjörfylgis. Og meðferð Fram- sóknar á bandamönnum sínum, hægra armi Alþýðuflokksins, er slík fyrir kosningar, að fáir munu vænta annars en Ey- steins-eymdar af því banda- lagi. Og Þjóðvarnarflokkurinn, sem ýmsir töldu máli skipta í kosningunum 1953 er orðinn einkennilega utangátta þó ekki sé lengra komið kosningabar- áttunni. Má telja liklegast að hann þurrkist með öllu út úr þinginu, og vinni það eitt í þessum kosningum að gera ó- virk atkvæði vinstri manna, t--------------------------- 29. apríl — 5. maí 1956 v---------------------------j sem iáta tilieiðast að kjósa hann aftur. Fær ÁSþýMandaíagið úrslifaáhrif! Eina von alþýðumanna um miklar breytingar, um róttæka stjórn, um framfara- og ný- sköpunarstefnu, er tengd Al- þýðubandalaginu, tengd þeirri von að Alþýðubandalagið vinni svo stóran kosningasigur þegar í sumar, að þingflokkur þess hafi úrslitaáhrif á stjórnar- myndun og stjórnarstefnu að kosningum loknum, fái álíka aðstöðu og Sósíalistaflokkurinn 1942. Á þeirri von er einnig byggð sú ætlun alþýðumanna úr öllum stjómmálaflokkum, að hægt yrði að spara verka- lýðshreyfingunni harða og margendurtekna verkfallsbarí- áttu næstu árin með kosninga- sigri Alþýðubandalagsins. Með þeim kosningaúrslitum yrði tryggt að alþýðusamtökin ættu ekki á næstunni öflugasta and- stæðing í meirililutavaldi aft- urhaldsins á Alþingi og í rík- isstjórn, sem gengi erinda ofsa- gróðamanna og auðburgeisa. Reginafl samtaka alþýðu Hátíðahöld verkalýðsfélag- anna 1. mai báru merki sóknar og samhugs, flestár greinar og ræður forvígismanna alþýðu- samtakanna þann dag og ávarp dagsins vitnuðu um nýjan skilning á nauðsyn þess að mæta andstæðingunum einnig á því sviði sem þeir hafa náð mestum árangri undanfarin ár — á stjómmálasviðinu. Afl íslenzkrar alþýðu, sam- taka í Alþýðusambandinu, er orðið afturhaldinu íslenzka of- urefli. Hvað eftir annað, þegar verkalýðssamtökin hafa verið knúin til stórverkfalla, lýkur þeim með stói'sigri. í mátt- lausri heift hafa Bjarni Bene- diktsson og Framsóknarleiðtog- amir vælt á íslenzkan her. Gersígrað í verkfallsátökum hefur afturhaldið flúið í síð- asta virkið :meirihlutavald sitt á Alþingi og rikisstjórnarvald, og reynt að ræna alþýðuna því sem vannst. Verður það virki á valdi aft- urhalds Eysteins og Bjarna Ben. að loknum kosningunum í sumár, svo þeir geti þaðan sent alþýðunni gengislækkun og kaupbindingu? Þeirri spurningu svara ís- lenzkir alþýðukjósendur með kjörseðli sinum 24. júní. Opinská jáfning íhaídsprófessors Stjórnmálaflokkamir finna til þess með öðrum hætti en nokkru sinni fyrr hve alþýða landsins er orðið sterkt þjóð- félagsafl. Ólafur Björnsson prófessor, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins og sá hagfræð- ingur sem afturhaldið hefur mest beitt gegn alþýðusamtök- unum undanfarandi ár, talaði í Ríkisútvarpið að kvöldi 1. maí. Vakti hann athygli á því, að í kosningastefnuskrám allra stjórnmálaflokkanna sé lögð á- lierzla á vilja til „samstarfs við mikilvægustu stéttas'amtökin um lausn efnahagsvandamál- anna,“ En svo lýsir þessi mátt- arstólpi Sjálfstæðisflokksins því hvernig honum hafi komið fyrir sjónir slíkt ,,samstarf“. „. . . Það er út af fyrir sig engin nýjung, að stjórnar- völdin hafi leitað meira og ■* minna víðtæks samstarfs við stéttarsamtökin um slík efni. Það hefur jafnvel verið stofn- að til fjölmennra stéttaráð- stefna í þessu skyni. En Já hefur það að jafnaði verið þannig, að það sem rætt hef- ur verið á þeim vettvangi, hefur ekki vcrið framkvæmd glæsilegra kosningaloforða, heldur liitt, liverjar hinna svonefndu óvinsælu ráðstaf- ana, er að dómi stjórnarvald- anna væri nauðsynlegt að gera, svo sem kaupbindingar, gengislækkunar, tolla- og skattahækkana, hafta o. s. frv. samtökin helzt gætu sætt sig við“. Hér er af óvenjulegri hrein- skilni skýrt frá livernig „sam- starf“ Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn vilja hafa við al- þýðusamtökin um „lausn efna- hagsmálanna“ — að loknum kosningum, og heimildin ætti að vera komin nógu innarlega úr innsta hring Sjálfstæðis- flokksins til þess að takandi sé mark á henni. Huamvnd Framsóknar um verkefni alþýðu- samfðkanna Athyglisvert var einnig hvernig einn helzti valdamaður „Alþýðu-framsóknarbandalags- ins“, Steingrímur Steinþórsson, talaði til alþýðunnar 1. maí. Taldi hann hina mestu fjar- stæðu að verkalýðsfélögin beittu verkfallsvopni, en þó sýnu verra að þau kæmu ná- lægt stjórnmálum! Frambjóð- andi þessi, sem Alþýðuflokks- mönnum í Skagafirði er ætlað að kjósa, sagði fyrir nokkrum árum 1. maí við hvað hann teldi að verkalýðsfélögin ættu að fást. Þau ættu að ummynd- asi I stöðvar sem ráðlegðu ung- lingum um stöðuval! Hann kom ekki aug'a á neitt annað iramtíðarverkefni handa verkalýðsfélögunum i því full- komna þjóðfélagi sem Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkurinn væru að skapa íslendingum, með aðstoð Stefáns Jóhanns og Haralds Guðmundssonar! I Reisn samfakanna m l.maí lllA. . m.. ............ Mikið vantar á að verkalýðs- félögin sjálf komi fram í sam- ræmi við það mikla áhrifavald sem þau eru orðin í íslenzku þjóðfélagi. Það sést á dögum eins og 1. maí. Ekki væri óeðli- legt að þann dag bæri Reykja- vík og aðrir bæir landsins yf- irbragð alþýðuhátíðarinnar, hvar sem litið væri. Hér í Reykjavík eru hátíðahöldin 1. maí svo fábreytt að raun er að. Fagurt er og hlýlegt að sjá hina þungu straumlygnu elfu kröfugöngunnar. Hvergi í heimi munu farnar óher- mennskulegri og viðkunnan- legri kröfugöngur, heilar fjöl- skyldur koma með, afi og amma, faðir og móðir, ungling- ar og börn á öllum aldri, hin minnstu í barnavögnum og kerrum. Enginn reynir framar að raða fólkinu í reglulegar fylkingar, gangan fyllir ak- braut götunnar og flóir upp á gangstéttirnar unz hún að lok- um verður að piannhafi Lækjartorgs og gatnanna sem að því liggja. Nú var meiri skreytingarvottur við Lækjar- torg en oft áður, og fánar og borðar nutu sín óvenjulega í blíðviðri og fegurð þessa maí- dags. Þar varð ágætur úti- fundur. Vífc(i|>flettír Tengslin við fólkið En svo má líka heita f.vrir < 1 flestum að hátíðinni sé lokið. < i Dansleikir í fjórum húsum um < kvöldið bera lítinn biæ alþýðu- i I hátíðar. Hvergi er hugað fyrir j skemmtun þeim þúsundum i barna, sem fólkið í verkalýðs- félögunum á, og líka ættu að geyma í minni sérstaka gleði og upplyftingu frá hátiðisdegi verkalýðsins. Ekki fer roskna fólkið almennt eða gamla fólk- ið á dansleikina, en það fólk kemur líka verkalýðssamtök- unum við. Borið er við að fólk nenni ekki framar að sækja dagskrárskemmtanir eins og áður fyrr. Þau rök geta al- þýðusamtökin ekki tekið gild, heldur hljóta þau að halda áfram að leita þeirra tengsla við félagsmenn sína og fólk þeirra sem ekki bregðast. Eng- inn vandi virtist að fylla Þjóð- leikhúsið með íslandsklukk- unni 1. maí. Gaman væri ef verkalýðsfélögin gætu boðið einnig þangað 1. mai næstu árin. Að súmu leyti er um aft- urför að ræða í 1. maí hátíða- haldi hér í Reykjavík, einktím þó að fjölbreytni skortir. “Á Akureyri höfðu verkalýðsféíög- in bæði barnaskemmtun og dagskrárskemmtun, auk dartg- leikja. Nú líka Einari fundirni'r! Það er til merkis um óverrju- harða kosningabaráttu hve' vel fundir eru víðast sóttir, og að stjórnmálaandstæðingar takast þar á. Pólitískir fundir háfa við kosningar undanfarið oft verið daufir og einlitir, en nú er augljóst fjör og áhugi hvar sem komið er. „Þetta fer að líkjast fundunum í gamla daga“, sagði Einar Olgeirsson eftir Hafnarfjarðarfundinn sqm Alþýðubandalagið hélt, og var auðfundið að þannig vildi hann hafa þá. Framboðun f lokkanna er fylgt með óvenjulegri athygli, og þá ekkj sízt framboðum Al- þýðubandalagsins. Fer ekki milli mála, að framboðin sem Alþýðubandalagið hefur þegar birt eru talin góð framboð og líkleg til fylgis. MaÓur á flótta frá sjálfum sér Talsverða undrun hefúr framboð Áka Jakobssonar , á Siglufirði vakið, en hann fer ^ M þar fram fyrir „Alþýðu-fram— sóknarbandalagið“. Fyrri félag- ar hans á Siglufirði og viðar hafa brugðizt reiðir við oi‘ð- rómnum sem 'gengið hefur um líkindi á þessu framboði, og ekki viljað trúa því fyrr en þeir tóku 'á að Áki gerðist þjónn Alþýðuflokksins og Framsóknar. Honum tókst þó einnig að bregðast því trausti þeirra sem eftir var. Nú reyna ýmsir af afsaka at- T ferli mannsins með ólæknandi ráðherrasótt, sem hafi elnað og fengið svölun í vön um sjávarútveg'smálaráðuneyti í minnihlutastjórn hjá Eysteini eftir kosningar. Hefði Áka ein- hverntíma þótt lítið leggjast fyrir garpinn. Hins er þó tæp- ast að vænta að garpmennska hans í stjórnmálum verði hér- eftir slík, að hún freisti nokkru sinni skálds að rita þar Framhald á 10. eíðii

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.