Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. maí 1956 — 21. árgangur — 106. tölublað 80832 1 Skrifstofa Alþýðubandalagsteuj í Hafnarstræti 8 hefur nú femga ið nýtt simanúmer til viðbútausi við nr. 6563 sem hún hafði ur. Er það númer 808 32. J Ætlar Bjarni Benedlktsson að sitja á hneykslismálunum fram yfir kosningar Hefur ekki enn fyrirskipaS málshöfðun gegn f)ármálamönn- um, þóff réifarrannsókn sé loklS fyrir fveimur mánuSum Enn hefur Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra ekk- ert ákveöið um það hvort fyrirskipuð skuli málshöfðun gegn fjármálamönnum þeim sem rannsóknarnefnd Al- þingis ljóstraöi upp um. Er réttarrannsókn í málum þeirra lokið fyrir tveimur mánuðum en síðan hafa skjölin legið hjá Bjarna Benediktssyni og er ekki annað sýnt en að dómsmálaráðherrann ætli að reyna að sitja á þeim fram yfir kosningar. víst íná skilja það að Bjarni Benediktsson hafi ekki mikiún áhuga á því að nokkurt þeirra verði á dagskrá þegar þjóðin tekur ákvörðun urn málefni sín í kosningunum í sumar. Fjármálamenn þessir voru ýmist sjálfir úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins eða ná- tengdir þeim sem þar ráða hús- um, en þeir voru Sigurður Berndsen, Guðjón Hólm, Brand- ur Brynjólfsson, Jón Magnús- son, Hörður Ólafsson, Hjálm- týr Sigurðsson og Elías Hólm. Lauk réttarrannsókn í málum þeirra 10. marz s.l., og nam sá hluti af lánum þessara manna sem rannsóknin tók til 6,6 mill- jónum króna. En þarna var sem sagt um rannsókn að ræða, síð- an er það dómsmálaráðherrans að ákveða hvort mál skuli höfð- að — og heíur Bjarni Bene- diktsson tregðast við það allt til þessa dags. ★ Dæmi áður Það voru sósíalistar sem komu því til ieiðar með tillöguflutn- ingi á Alþingi að okurmálin voru tekin tii rannsóknar, en þau er eitt ömurlegasta dæmið um fjármálaspillingu þá sem hér hefur viðgengizt og ágerzt á undanförnum árum í skjóli Sjálfstæðisflokk^ins 'og Framr sóknar. Tók Bjarni Benediktsson tillögunni mjög fálega í fyrstu, en vegna almenningsálitsins treystist Alþingi ekki til annars en að samþykkja til’loguna. Þess eru hinsvegar dæmi áður að Bjarni leggist á mál, þótt réttar- rannsókn hafi verið knúin fram; þannig var t. d. um saltíiskmál- ið fræga.dómsmálaráðherra fyr- irskipaði aldrei neina almenna málshöfðun í sambandi v'ið það. ★ Iáing röð hneykslLsmála Okurmálin . eru aðeins emn liður í langri keðju hneykslis- Skipverjar á Ordsjonikidse urðu varir við froskmanninn Brezka stjórnin hefur afsakað atferli hans við sovétstjórnina Skipverjar á sovézka beitiskipinu Ordsjonikidse urðu varið við brezka froskmannnn Lionel Crabb í höfninni í Portsmouth að morgni 19. apríl. Situr á skjölunum mála; þau hafa eitt rekið ann- að í valdatíð Bjarna Benedikts- sonar. Eru flest þeirra ennþá í rannsókn. Má nefna Blöndals- málið, mál séra Ingimars, mál Vatneyrarbræðra, mál Stefáns A. Pálssonar. Öll eru þessi hneyksli sígild dæmi um upplausnina og siðleysið sem einkennt hefur efnahagslíijið og ýmsa æðstu menn afturhaldsflokkanna. Og Þetta varð ljóst af tilkynn- ingu sem sovétstjórnin gaf út í gær, þar sem skýrt er frá bréfa- skiptum hennar og brezku L'Humanité gert upptækt Franska stjórnin gerði í gær upptækt aðalmálgagn franskra kommúnista, l’Humanité, vegna greinar sem í því birtist í gær. I greininni var þess krafizt að þegar yrði samið vopnahlé við skæruliða í Alsír og sjálfstæði Alsírbúa viðurkennt. Stjórnin lét einnig gera upptæka sunnu- dagsútgáfu blaðsins, I’Hum- anité Dimanche, sem var í prentun í gær. Verkamenn í Sovéfríkjjunum þurfn ekki iengur sérsfök leyfi fil a5 skipfa um vinnu Forsæti Æðstaráðs Sovétríkjanna hefur numiö úr gildi lög sem bönnuðu verkamönnum og öðru vinnandi fólki að skipta um vinnustaði án sérstakra leyfa. Lögin sem takmörkuðu rétt ] nú verið náðaðir og öll mál verkamanna til að skipta um j sem liöfðuð hafa verið af sömu vinnustaði voru sett á árunum ; sökum látin niður falla. Nú rétt fyrir síðustu heimsstyrj-1 geta menu skipt um vinnustað öld og strQngustu ákvæði þeirra með því einu að segja upp eru frá árinu 1940. í þeim var , vinnu með tveggja vikna fyrir- öllum gert að skyldu að leita , vara. sérstakra leyfa hjá stjórnar- völdunum áður en þeir hættu vinnu eða skiptu um vinnu- staði. Hægt var að dæma menn í fangelsi fyrfr brot á lögun- um. Allir þeir sem afplánað hafa refsingar fyrir slík brot hafa Æðstaráðið segir að lögin sem hafi verið nauðsynleg á árum þegar stríðshætta vofði yfir, á stríðsárunum og árum viðreisnarinnar eftir stríðið, séu nú óþörf. Velmegun og félags- þroski almennings nú geri fært að afnema lögin. Duncan Sandys til Sovétríkjanna ,Duncan Sandys, húsnæðis- málaráðherra Bretlands, hefur þegið boð húsnæðismálaráð- herra Sovétríkjánna að koma í kynnisferð þangað austur. Hann mun heimsækja Moskva, Leníngrad og fleiri stórborgir Sovétríkjanna og kynna sér byggingar og borgarskipulag. Filmia lýkur sfarfsárinu Filmía, sýnir kl. 3 í dag og kl. 1 á morgun bandarísku kvik myndina ,,Ég giftist norn“ (I married a vviteh); er það 29. og 30. sýning félagsins á starfsárinu, og er því þar með lokið. Hafa þá verið sýndar 15 myndir á þessú starfstímabili. Leikstjóri er franski meistar- inn René Clair, en aðalleikend- ur Veronica Lake og Fredrie March. Myndin var gerð árið 1942. Má vera að síðar verði sagt nánar frá starfsemi Filmíu í vetur og áður. stjórnarinnar út af máli frosk- mannsins. 1 orðsendingu sem sovétstjórn in sendi brezku stjórninni 4. maí s.l. er sagt frá því, að skip- verjar á Ordsjonikidse hafi klukkan 2.30 aðfaranótt 19. apríl s.l. séð froskmann í nám- unda við sovézku herskipin í Portsmouthhöfn. Hann hafi komið upp að yfirborðinu og verið þar í 1—2 mínútur, en síð- an stungið sér í kaf og virzt synda undir annan tundurspill- inn, sem kom með Ordsjonik- idse til Bretlands. Þeir hafi ekki orðið varir við hann aftur. Þessari orðsendingu hefur brezka stjórnin svarað, og bið- ur afsökunar á atferli frosk- mannsins, sem hún segir að hafi verið án sinnar vitundar og leyfis. Fító á heimlei f rá Frakklandi 1 Tító, forseti Júgóslavíu, hélti í gær heimleiðis frá Frakklandi, þar sem hann hafði dvalizt í 5 daga í opinberri heimsókn. Tilkynning var gefin út um viðræður hans og Popovic utan- ríkisráðherra við MoOet forsæt- isráðherra og Pineau utanrikis- ráðherra Frakklands og segiF þar, að Júgóslavía hafi lo’aS að gera allt sem í hennar valdi standi til að leysa Alsirvanda- málið. Júgóslavneska stjórnm lýsir yfir stuðningi sínum við tillögur frönsku stjórnaFnnar um alþjóðastofnun sem iVhluti efnahagsaðstoð handa vanyrkt- um löndum, en þær tillögur fengu dræmar undirtektir á fundi Atlanzráðsins i Paris í síðustu viku. Þá segjast- báðar ríkisstjórnirnar munu halda á- fram að vinna af alefli að lausn afvopnunarmálsins. Félagsheimiii 1 ÆFR vígt 1 Á morgun kl. 3 verður félags- heimili ÆFR í Tjarnargötu 2® vígt. Félagsheimilið er salurimu í risinu, sem innréttaður hefur verið og Iminn liúsgögnum; ennfremur hefur bókaskápum verið kömið fyrir, og lítið eld- liús hefur verið þiljað af í ris- inu, skápar sniíðaðir og liitun- artælii, keypt. Verkinu, seiu tafðist mjög af brunanum I vetur, er nú lokið; og verður vígsluathöfn sem sagt á morg- un kl. 3. líánar verður sagt frá dagskránni í blaðinu á morgun. Akurnesingar—Reykjavíkurúrval 6:2 Mikill mannfjöldi horföi á knattspyrnideikinn, sem háðiir var hér á íþróttavellinum í fyrradag í tilefni af 10 ára af- mœli íþróttabandalags Akraness. Áttust þá við Akurnes- ingar og úrvalslið Reykjavíkurfélaganna og sigruðu hinir, fyrrnefndu með 6 mörkum gegn 2. Nánar er sagt frá leikn- um á 9. síðu blaðsins í dag, en myndin hér fyrir ofan er af einu hinna mörgu áhlaupa Akurnesinga í fyrri hálfleik. Þeir Ríkharður (nr. 8) og Hreiðar Ársœlsson (nr. 2) hafa báðir hoþpað á eftir knettinum. Sjá frásögn á íþróttasíðtu (Ljósm. Bjarnl. Bjarnleifsson). Hverf framlag í kosnmgas'jóSínn eykur sigurmögulelka AlþýSubandalagslns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.