Þjóðviljinn - 18.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1956, Blaðsíða 7
v~ r. Föstudagur 18. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN (7 v. Grein sú sem hér birtist í íslenzkri þýðingu er tekin úr næstsíðasta tölublaði vikublaðs brezkra sósíaldemókrata, New Statesman and Nation. Höfundur hennar, prófessor G. D. H. Cole, hefur lengi verið einn helzti fræðimað- ur brezka. Verkamannaflokksins og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum í samtökum hans, m. a. lengi verið formaður Fabíanafélagsins. Grein hans er merkilegur vitnisburður um þau breytíu viðhorf, sem hafa orðið að undanförnu og eru enn í deiglunni, í samstarfi verkalýðs- flokkanna um heim allan. Dæmi um þessi breyttu viðhorf eru nærtæk fyrir íslendinga, og Þjóðviijmn telur því greinina eiga sérstakt erindi til þeirrai. Hún birtist hér í orðréttri þýð- ingu, aðeins bætt í millifyrirsögnum. Rétt er að taka fram, að ritstjórn Þjóðviljans er ósammála höfundi um ýms atriði greinarinnar og getur ekki fallizt á sum sjónarmið hans, en hún telur það heppilegast til árang- 4urs í öllum samskiptum manna úr flokkum verkalýðsins, að ekki sé hilm- að yfir ágreining, heldur um hann rætt af fullri einurð. G. D. H. Cole kommúnistar og „Sósíaldemókrötum og komm- 'únistum er ekkert sameigin- legt.“ Með þessum orðum hefst yfirlýsing, sem gefin var út r síðasta mánuði af fram- kvæmdanefnd Aiþjóðasam- bands sósíaidemókrata. Hvílík- ur þvættingur þau eru! Já, jafnvel þeir, sem samþykktu yfirlýsinguna, hljóta að vita, hvílíkur þvættingur þau eru! Ég neita ekki, að það er mjög mikiil og djúpstæður ágrein- ingur mjlli þeirra kenninga, sem sósíaldemókrataflokkarnir og verkamannafiokkarnir í Al- bjóðasambandi sósíaldemókrata aðhyllast, og þeirra, sem kommúnistaflokkarnir, sem þangað til um daginn voru í Kominform, aðhyliast. En það er algerlega út í hött að segja að jafnvei þessir flokkshópar eigi ekkert sameiginlegt — og reyndar er ekki hægt að halda fram, að þeir séu fullkomlega það sama og „sósíaldemókrat- ;ar“ og „kommúnistar". Það getur verið, að ágrejningurinn milli þeirra sé svo mikill og djúpstæður, að hann tálmi stórlega samvinnu þeirra; en þrátt fyrir það þarf ekki að fara í neinar, grafgötur með, að þeir eru á sama máli um margt. Aiveg á sama hátt og' rómversk-kaþólskir menn, mót- mælendur og grísk-kaþólskir menn eiga það sameiginlegt að vera allir i kristinni kirkju, eru sósíaldemókratar og komm- únistar af hinni gömlu komin- formtegund, og einnig júgó- sla\meskir kommúnistar, N.enni-sósíaldemókr.atar á ít- alíu, og sósíaldemókratar í al- þjóðabandalaginu í Asiu allir sósíalistar, enda þótt munur sé á skoðunum þeirra og þeir eigi sér ólíkar erfðavenjur. Hvað.er sameigin- legt? Hvað eiga þeir sameiginlegt? Þar er fyrst að nefna, enda augljósast, þá sannfæringu að hin mikilvægustu fram- leiðslutæki eigi að vera í eign samfélagsins og í þjónustu þess alls og þegna þess og að þau eigi að nota í sameigin- lega þágu allra þjóða verald- ar. Þeir eru allir andvígir ,auð- valdsþjóðfélaginu — þ. e. á móti því, að einstaklingar nýti auðlindir veraldar og arðræni þá. sem vinna við þær, til að afla sjálfum sér hagnaðar. Þá getur greint á um, hvernig sé hentugast að haga hinni fé- lagslegu sameign; en í því máli er ekki hægt að setja nein á- kveðin mörk milli skoðana kommúnista og sósíaldemó- krata. Þetta er ekki mál, sem sósíaldemókratar eru fullkom- lega sammála um sín á milli, og kommúnistar eiga heldur ekki um það neina eina alhæfa Og ófrávíkjanlega kenningu, sem gildi í öllum löndum og i öllum greinum framleiðslu og þjónustustarfsemi. I öðru lagi eru kömmúnistar og sósíaldemókratar á einu máli um að stefna að bví, að komið verði udd emhverskon- ar „velferðar“ríki eða b.ióðfé- lagi meðal allra b.ióða. þar sem megináherzla sé lögð á að veita öllum hin beztu tæki- færi til broska og menntunar, að tryggja mikið efnahagsör- yggi, viðunandi lífsskilj'rði fyr- ir börn os gamalmenni auk hins starfandi fólks, góða heil- brigðisbjónustu. sem allur al- menninsur geti notað, og fé- lagsbjónustu á f.iölda annarra sviða, byggða á viðurkenniogu þess, að menn hafi vissar grundvallarkröfur á hendur þjóðfélagjnu. Einnig í þessu tilliti er erfitt að draga á- kveðna markalínu milli komm- únista os sósíaldemókrata: Það er ágreiningur um. hvað eiffi að gera og að hverju eigi að stefna við mismunandj að- stæður í hinum ýmsu löndum; en það er ensinn áereiningur um grundvallaratriði bessara víðtæku félagslegu aðgerða I þriðja lagi eru kommún- istar og sósialdemókratar á einu máli um, að enginn mað- ur, heill á líkama og sál, geti gert kröfu til að lifa á afurð- um af vinnu annarra manna, án þess að leggja fram hæfi- legan skerf sjálfur, og því eigi að loka fyrir þær tekju- lindir, sem ger,a mönnum þetta kleift. Það er ágreiningur um, hvemig eigi að fara að þessu og hve fast eigi að sækja það; en að mínu áliti er enginn ágreiningur um markið, sem að er stefnt, enda þótt bæði kommúnista og sósíaldemó- krata og menn innan beggja þessara hópa greini á um, að hve miklu leyti efnahagslegur ójöfnuður sé samrýmanlegur grundvallaratriðum sósíalism- ans. f fjórða lagi eru sósíaldemó- kratar og kommúnistar sam- mála um, að meginábyrgðin á uppbyggingu hins nýja þjóð- félags hvíli á herðum verka- lýðsstéttarinnar og að samtök verkalýðsins hljóti að vera það meginafi, sem kemur því á. Það er að vísu djúpstæður á- greiningur um, á hvern hátt verkalýðurinn eigi að haga samtökum sínum til að ná þessu marki og - um þær að- ferðir, sem h,ann eigi að beita til að vinna sigur. En það er sameiginleg trú á sköpunar- mátt verkalýðsins og á hið sögulega hlutverk hans að skapa skilyrði fyrir hið stétt- lausa þjóðfélag. ^ Hverjum á að útskúía? Hér hafa verið nefnd fjög- um-mjög mikilyæg atriði, sem sósíaldemókratar og kommún- istar ailra flokka og gerða eru sammála um, dg þau eru svo augljós, að það er beinlínis hlægilegt að látast ekki koma auga á þau. O.g reyndar er alls ekki hægt að leggja bókstaf- legan skilning i orð leiðtoga Alþjóðasambands sósialdemó- krata: Það sem þeir eiga við er, að enda þótt hin ýmsu samtök) sósíaldemókrata og kom- múnista eigi ýmislegt sameigin- legt, séu ágreiningsatriðin sem skilja þá og „kominformflokk- ana“, svo djúpstæð og svo mikilvæg, að þau útiloki alla samvinnu milli þeirra. Er málið í rauninni þannig vaxið? Og ef svo er, hvar á að draga markalínuna? Á að setja júgóslavnesku kommún- istana utan garðs, enda þótt stefnufrávik þeirra hafi verið harðlega fordæmd af komin- formleiðtogunum — að minnsta kosti þangað til mjög nýlega, að annað varð upp á teningn- um eftir dauða Stalíns? Á að telja kínversku kommúnistana utan garðs, eða aðeins komm- únistana i Sovétríkjunum og fylgirikjum þeirra? Hvað á að gera við helzta flokk ít- alskra sósíaldemókrata undir forustu Nennis, sem unnið hef- ur með ítölskum kommúnist- um, en aldrei viðurkennt kommúnismann? Hvað um sósíaldemókrata Asíu, sem eru tortryggnir í garð Alþjóðasam- bands sósíaldemókrata, af því að þeir telja það hafa brugð- izt í baráttunni gegn nýlendu- og heimsvaldastefnunni? Á einnig að útskúfa þeim? Og að síðustu, hvað á að gera við hina ýmsu hópa sósialista og kommúnista, sem venjulega eru kallaðir „trotskistar“ og eru vissulega engir vinir kommúnismans, eins og hann er framkvæmdur í Sovétríkj- unum? Á líka að setja þá ut- an garðs og ef svo, er það þá vegna þess, að þeir séu komm- únistar eða vegna þess að þeir séu óþægilegir meginsamtök- um bæði sósíaldemókrata .og kommúnista? ^ Ágreiningurinn er ekki alger. Það er ekki hlaupið að því að svara þessum spurningum, en það væri hinsvegar auðvelt, ef i rauninni væru uppi tvær gerólíkar stefnur — sósialdemó- krata og kommúnista — sem hvor um sig byggðist á sam- stæðum kenningum, sem stæðu augljóslega á öndverðum meið. En málið er ekki þannig vaxið. Það er djúpstæður ágreiningur milli sósíaldemókrata og kom.m- únista og að baki honum liggja bæði heit tilfinningamál og andstæðar rökleiðslur; en á- greiningurinn er ekki alger — hann nær aðejns til ákveðinna, mjög mikilvægra mála. I Hinar ýmsu aðstæður í hinni nýlegu yfirlýsingu Alþjóðasambands sósíaldemó- krata, eins og í yfirlýsingu Annars alþjóðasambandsins 1919, sem eitt sinn var fræg, var lögð mikil áherzla á hin ó- rjúfandi tengsl milli sósíal- isma og lýðræðjs. „Við trúum á lýðræðið", segir í yfirlýs- ingunni, „þeir gera það ekki.“ Hvað er þetta lýðræði, sem með þessu er lýst yfir, að skapi hið óbrúandi djúp á milli? Það er ekki gefin skýr- ing á því í yfirlýsingunni: að- eins er því bætt við, að „án frelsis geti enginn sósíalismi verið til,“ og að „sósíalismi verður aðeins byggður á grund- velli lýðræðis.“ En ég held, að það sé samt augljóst, að með „Iýðræði“ í þessu sambandi sé átt við þingræðiskérfi, byggt á um það bil almennum kosn- ingarétti, kerfi sem geri kleift að sækja fram til sósíalismans með aðgerðum löggjafar- og framkvæmdavalds í skjóli þings, sem þannig sé kosið, og ríkisstjórnar, sem ábyrg sé gagnvart þingi. Ég fellst á, að þessar stofnanir eru hinar mik- ilsverðustu, og að hægt sé að beita þeim, þar sem þær eru til og eiga sér djúpar rætur i vitund fólksins, sem tækjum til að stefna í átt til sósíalisma og hugsanlega til þess að koma á sósíalísku þjóðfélagi. En hvað er hægt að ætlazt til að sósíalistar geri, þegar slík tæki eru annaðhvort alls ekki fyrir hendi eða þá langt frá því nothæf til að koma á grundvallarbreytingu á þjóð- félagsháttum? Er það verkefni þeirra, þegar þannig stendur á, að verja öllum kröftum sín- ,um til að berjast fyrir lýðræð- isþjóðfélagi með ábyrgri þing- ræðisstjóm og að skjóta á frest öllum tilraunum til að koma á sósialismanum, þar til þeirn hefur heppnazt að koma á laggirnar slíku stjórnarkerfi og fá á sitt band meiribluta kjósenda og þingíulltrúa? Ilvað eiga þeir að gera, ef þeir eru fangelsaðir fyrir slíka baráttu, eða jafnvel líflátnir, samtökum þeirra sundrað og þau bönnuð? Hvað eiga þeir að gera, ef hin- ar ráðandi stéttir loka með öllu lýðræðisleiðinni? Hafa þeir ekki fullan rétt, þegar þaunig stendur á. til að gera byltingu og nota hana til að koma á ekki einungis lýðræði. að svo miklu leyti sem það er hægt, heldur einnig sósíalisma? Og ef þeir gera byltingu , í þjóðfélagi, sem aldrei hefur kynnzt þingræðisstjórn eða lýðræði á nokkurn hátt, er þá við því að búast, að þeim sé unnt strax í dögun byltingar- innar að koma á fullkomlega lýðræðislegu . þingræðiskerfi, þegar þau lönd sem lengst eru komin, hafa alls ekki náð því marki þrátt fyrir alda- langa þróun? Það er fáránlegt að setja öllum heiminuni að- eins tvo kosti, annaðhvort að þingræðislegt lýðræði sé eina leiðin til sósíalismans eða að þar sem aðeins bylting hefur megnað að brjóta sósíálisman- um braut, verði sigurvegari hennar að setja þegar i stað upp fullkomið lýðræði;- og þingræðiskerfi, hvort sem fólkið er undir það búið eða ekki. 'jíf' Skömm á einræði eins ílokks. Þó eru þetta kostirnir, sem Alþjóðasamband sósíaldemó- krata virðist setja sósíaldemó- krötum i öllum heiminum. Ég hef eins og sambandið mestu skömm á einræði eins flokks, eins og það tíðkast í Sovétríkj- unum og löndunum, sem fetað hafa í fótspor þeirra, og ég fordæmi, eins og það, ekki ein- ungis öfga stalínismans, heldur allt kerfi hins kommúnistíska einræðis, sem bannar öll frjáls skipti á andstæðum skoðunum og lítur á hvert frávik frá „stefnu flokksins" sem svik, er verðskuldi hæfilega refs- ingu. Ég fellst á, að slíkar að- ferðir séu eitur í bein sósíal- ismans og brjóti niður siðgæði þeirra, sem þær nota nauðugir viljugir. Ég fellst á, að hrylli- legar, voðalegar misgerðir hafi verið framdar i nafni sósial- imans af þeim, sem hafa hafið slík vinnubrögð upp í dyggðir, og að nauðsynlegt sé að beina því til þeirra, sem áb.yrgð bera á slíkum gerðum, að afneita þeim og að bæta ráð sitt. En mér eru ljósir þeir óskaplegu erfiðléikar sem voru á vegi þeirra manna, sem hófu að byggja upp sósíalismann i Rússlandi og Kína. Ég er ekki kominn til þess að setja slika menn eða flokka þeirra ut- an garðs eða til að neita, að þeir hafi haft gildar ástæður til að fara ekki þingræðis- og lýðræðisleiðina. en engu að síður mótmæli ég harðlega mörgu því sem þeir hafa gert, bæði af siðferðislegum ástæð- um og vegna þess, að ég álít það ekki hafa verið í þágu sósíalismans. ^ Hvernig átti að verja byltinguna? Mér er það þannig hulin ráðgáta, hvernig Rússar hefðu yfirleitt getað gert byltingu sína eða varið hana gegn and- byltingunni og hinni erlendu íhlutun, ef þeir hefðu ekki að mestu leyti beitt einræðisleg- um ■ aðferðum. Það sem nefnt er „stríðskommúnismi“ var að mestu leyti óhjákvæmileg af- leiðing borgarastriðsins og til- rauna erlendra afla til að brjóta byltinguna á bak aftur. En þegar vopnin voru slíðruð, var það látið hjá liða, sem hægt hefði verið að reyna, að veita aftur málfrelsi, að leyfa starfsemi stiórnmálaflokka, a. Framhald á 10. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.