Þjóðviljinn - 18.05.1956, Page 11
Föstudagur 18. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11
10. dagur
fyrir, Wally."
Wally varð dálítið undrandi, kom síðan til baka og
geitk inn í setustofuna. Mildred lokaöi dyrunum. „Ef
þetta er áríðandi, Wally, þá ættirðu sjálfur að leita Bert
uppi. Hann — hann á elcki heima hér lengur."
„Hvað segirðu?"
,,Hann fór burt.“
,,Hvert?“
„Eg veit þaö ekki með vissu. Hann sagöi mér það ekki.
En ég er viss um að Pierce gamli veit það, og ef hann er
ekki heima — nú, þá held ég að Maggie Biederhof viti að
minnsta kosti hvernig hægt er að ná til hans.“
Wally horfð’i stundarkorn á Mildred og sagði síðan:
„Jæja — hvenær geröist þetta?“
„Ja — fyrir nokkrum dögum."
„Áttu við aö þið hafið slitið samvistum?"
„Eitthvaö í þá átt.“
„Fyrir fullt og allt?“
,Að því er ég bezt veit.“
„Nú, ef þú veizt þaö ekki, hver ætti þá að vita það?“
„Já, fyrir fullt'og allt.“
, ,Og býrðu hér alein?“
„Nei, telpurnar eru hjá mér. Þær eru hjá afa sínum og
ömmu yfir helgina, en annars eru þær hjá méiy ekki
hjá Bert.“
,,Ja, hérna, þetta er ljóta standið."
Wally kveikti sér í nýrri sígarettu og leit svo aftur á
hana. Honum varð litið á fótleggi henni. Þeir voru berir,
því aö liún var að spara sokka, og hún toaaði pilsið bet-
ur niðúi'. Hann leit í fleiri áttir til þess að það liti út fyr-
ir að hann hefði litið þangað af tilviljun og svo sagði
hann: „Jæja, hvað gerirðu eiginlega?"
„Æ, ég hef nóg að gera,“
„Þaö er ekki að sjá.“
„Nú er laugai’dagur. Eg tek mér frí.“
„Mér þætti ekki margt að því aö taka mér frí með þér.
Eg hef álltaf haft gaman af að vera nærri þér.“
„Þú hefur svei mér farið vel með þáð.“
„Það var bara af samvizkusemi.“
Þau hlógu bæði, og Mildred gekkst dálítið unp við það
og undraðist þáð um leið, að þessi máður sem aldrei hafði
sýnt henni neinn áhuga fyrr, skyldi fara að manga til við
hana á sömu stundu og hann vissi að eiginmáður henn-
ar var fluttur burt. Hann hélt áfram aö tala og rödd hans
lét dálítið óeölilega í eyrum, um hvað þau gætu skenimt
sér vel saman og hún svaraði með daöurshreim, vissi að
þetta var allt dálítið skuggalegt en naut bó hins ný-
fengna frelsis. Svo andvarpáði hann og sagði að hann
værí upptekinn um kvöldið. „En heyrðu.“
„Já?“
„Hvað ertu að gera annaö kvöld?“
„Ekki neitt áð ég held.“
„Nú, jæja —?“
Hún leit niöm’ fyrir sig, strauk kjólinn niðm’ með
hxiénu, leit síðan á hann. „Já, hvers vegna ekki?“
Hann stóð upp og hún stóö upp. „Þá er þaö ákvéöið.
Víff segjum það. Við förum út að skemmta okkur.“
„Ef ég er ekki búin að gleyma hvemig fariff er að því,“
„Þú manst þaö áreiðanlega. Hvenær? Hálfsjö e'ða
hyað?“
,,Það er ágætur tími.“
„Við skulum segja klukkan sjö.“
„Eg verð tilbúin klukkan sjö.“
Um hádegisleytið daginn eftir, þegar Mildred var að
borða pylsur, kom frú Oessler til áð bjóöa henni í veizlu
um kvöldiö. Mildred hellti í kaffibolla handa henni og
sagði að hana langáði til að koma, en hún værí áð fara
á stefnumót og vissi ekki hvort hún gæti þaö. „Stefnu-
mót? Mér þykir þú vera snör í snúningmn.“
„Eitthvað verður maður að gera.“
„Þekki ég hann?“
„Wally Burgan.“
„Wally — nú, komdu þá með hann með þér.“
„Eg’ ætla áö sjá til hvað liann segir um þaö.“
»Eg vissi ekki að hami hefði áhuga á þér.“
„Ekki ég heldur .... Lucy, ég held hann hafi engan
haft. Eg held hann hafi aldrei svo mikið sem litið á mig.
En um leiff og hann' frétti að Bert væri farinn, þá varð
hann fyrir hinum furðulegustu áhrifum. Maöur gat
beinlínis sé'ð honum hitna í hamsi. Geturðu sagt mér
hvers vegna?“
„Eg hefði getáð sagt þér þaö strax. Þú ættir bara aff
vita hvaða siðgæti þeir ætla þér. í augum hans varöstu
sérleya girnileg um leiff og hann fékk að vitaallt um þig.“
„Vita hvað?“
„Að þú ert grasekkja! Héðanaf er mikið púður í þér.“
„Er þér alvara?“
„Já sannarlega. Og þeim líka.“
Mildred velti þessari gátu fyrir sér alllanga stundT og
frú Gessler dreypti á kaffinu sínu og virtist vera að brjóta
heilann um eitthvaö annað. Svo spurði hún: „Er Wally
kvæntur?“
„Ha —ekki svo ég viti. Nei, auðvitaö er hann þaö ekki.
Hann er alltaf áð fjasa um það hvað kvæntu mennirnir
eigi gott þegar tekjuskatturinn er lagffur á. Hvers vegna
spyrðu?“
„í þínum sporum myndi ég ekki koma með hann yfir
til mín.“
„Jæiá, eins og þér sýnist.“
„Þaö er ekki þaö — hann er velkominn, svo langt sem
það nær. En —þú skilur. Þetta eru starfsbræður Ikes með
vinkonur sínar, ágætir náungar sem reyna að bjarga
sér eins og aðrir, en dálítið ruddalegir og dálítið háværir.
Þeir eru svo oft ,á sjónum í hraðskreiðu bátunum sínum,
og vinkonurnai’ eru væmnar. Þetta er ekki fólk sem þú
ættir að leggja lag þitt við, þegar þú ert komhi í tæri
viö ungan einhleypan mann, sem hefur ekki of mikiö
álit á siðgæöi þínu og —“
„Heldurðu áð ég taki Wally alvarlega?
„Þú ættir að minnsta kosti að gera það. Og því ekki
það. Hann er ágæt-ur, duglegur og heiöarlegur náungi,
sem minnir áð vísu dálítið á rottu með ýstru, en hann er
einhleypur og hefur atvinnu, og þaff er nóg.“
„Hann hneykslast áreiðanlega ekki á veizlunni þinni.“
„Eg er ekki búin aö tala út. Þaö er ekki um það að
ræða, hvort hann yrði hneykslaður í veizlunni minni,
heldm* það, hvort þú notar tímann rétt. Hvað ætlast
hann fyrir í kvöld?“
„Nú, hann kemur hingað og —“
„Hvenær?“
„Klukkan sjö.“
„Það em fyrstu mistökin. Elskan, mér dytti ekki í hug
aff láta þennan nagg gefa kvöldverð. Eg myndi láta hann
setjast hér upp og gefa honum hnossgæti búið til af
Mildred Pierce —“
„Hvað segirðu? Ætti ég að vinna, þegar hann vill
gjarnan —“
„Það er fjárfestmg, telpa mín, á tíma, erfiði og hrá-
efni. Þegiðu nú og leyfðu mér að tala. Eg skal sjá um út-
gjöldin í sambandi við þetta, vegna þess að andinn er
kominn yfir mig, og þá horfi ég aldrei í smámuni eins
Gerum við
saumavélar og skrifstofuvél-
ar. Sylgja, Laufásvegi 19.
Sími 2656, heirnasími 82035.
ÍAögaveg 80 — Síml 855209
*iolbreyu srvai <•
«telnbringn»>
•*Ostsentlnn<
ÍSW
nmsiQeus
siGUBmaKaaKðoa
Minningarkortln crn tll söln
i skrifstofu Sósíalistaflokks-
ins, Tjarnargötu 20; afgreiðslu
Þjóðviijans; Bókabúð Kron;
Bókabúð Máls og menningar,
Skólavörðustig 21; og í Boka-
verzlun Þorvaldar Bjarnason-
ar í Hafnarfirði
Nýir
stutijakkar
BEZT
Vesturveri
ssr
liá Ijáipa
Þegar Siggi litlj situr sveitt-
ur yfir lexíunum með .örvænt-
ingu í svipnum yfir. einhverju
sem hann ræður „ekki við, er
freistandi að yeita, shólapiltiu-
um hjálp. En sumir eru þeirrar
skoðunar að h.öjrnip eigi sjálf að
pæla gegnum .vandamálin án-
þess. að fá, hjálp,- og, þeir láta
börnin eiga sig. En.oft er það-
misskilningur; rej’ndar er það
rétt að ekki rná aðstoða börnin.
um of ; það er raaigt að reikna
,heimadæmin fyrir þau eða,
skrifa.fyrir þau stíla. Þau læra
ekkert af því, og ef þeim er
hjálpað um of kemur fáfræði
þeirra í ljós seinna, svo að slík
hiálp verður þeirri aðeins til
tjóns.
9
ií jálpið barninu ]»egar það
fr í vandræoum.
. En öðru máli gegnir áð
hjálpa barninu. þegar, . sérstök
vaudpæði -bpr að höudum. Hægt
er að gera það með mppörvandi
atliugasemd:. „Ertu í vandræð-
uni? Á ég’ að hlýða þér yfir?“
Ðálítil .samúð getur uppörvað
>barnið, svo að það á hægara
með 'að sigrast á vandræðun-
um. Ef um reikningsdæmi er
að ræða, er það ef. til vill
smávægilegt .atriði sem veldur
þvi að barnið kemst ekki lengra,
það missir móðinn. Þá er oft
gott að setjast hjá barninu og
fara með því y.Cir dæmið lið
fyrir lið, láta barnið reikna
sjálft og hjálpa því eins lítið
og hægt er. Á þennan hátt ró-
ast barnið oft og þegar óróinn
er úr sögunni á barnið hæg-
ara með að einbeita huganum
og stundum leysist dæmið
næstum af sjálfu sér.
Gortið ebki af skólavist ykkar.
Sfærið ykkur aldrei af því
hve dugleg þið hafið verið
þegar þið voruð í skóla, segið
barínnu heldur frá ykkar eigin
vandræðum. Oft er það barn-
•inu huggun að fá að vita að
mamma liafi ekki verið sérlega'
dugleg í reikningi þegar hún
I var í skóla og pabbi hafi yerið
jónýtur málamaður. Takið ekki
: of hart á vandkvæðum barn-
i anna, hjálpið þeim og uppörvið
, þau þegar þau eru að fást við
verkefni, sem þau eiga erfitt
með að leysa.
&ts«fanai: Samelntaearflokkur alþýðu - SósSalistaílokkurinn. — Ritstíórar: Magnús Kjartansí
(áb.), Sieurður GuSmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. - BlaSamcnn: Ásmundur Sík>
Jónsson, BJarni Benediktsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl ólafsson.
A.ugrlysmga#stJori: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiösla, auglýslngar, prentsmiðia: Skólavörðustíg 19 — Síml 7500
•wjj?-7 Askriftarvers kr. 25 ó mánuSl í Eeykjavík og nágrenni; kr. 22 annarastaSar. - Lausasöluverð kr. 1. ~ Prentsmi
pjóðviljans h.r.