Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 6
pR$ — I»J(toVTLJINN — Laugardagur 19, maí 1956 —--- plÓÐlflUINN Útgefandi: Sameininþarflokkur alþýðti — Sósialistaflokkurinn Stjórn hafta og banna að var eitt helzta loforð nú- verandi ríkisstjórnar að Mn skyldi tryggja fullt frjáls- ræði í verzlun og viðskiptum, en í raun ér þessi ríkisstjórn orðin einhver versta hafta og ófrelsisstjórn sem þjakað hef- ur þjóðina. Gjaldeyrisskortur- inn hefur sjaldan verið ömur- legri en nú; það vantar á ann- að hundrað milljóna upp á að ba.nkarnir eigi fyrir gjaldeyris- skuldum sínum og skuldbind- ingum, enda þótt gjaldeyris- tekjurnar ha.fi verið meiri en nokkru sinni fyrr. Allskonar soauðsynjar eru að verða ófá- anlegar á sama tima og margra ára birgðir eru til í landinu af hvers konar lúxus- ^krani, Blað fjármálaráðherr- ans, Tíminn, lýsir ástandinu í gær með þessum orðum; „Tlændnr fá ekki girðingar- ” efni, húseigendur ekki gólfduk, smiðir elcki tæki og áhöld, verksmiðjur ekki vélar, atvinnufyrirtæki og einstak- lingar fá ekki vörubifreiðar og svo mætti lengi telja. Á saina tíma keppast heildsalar \ið að auglýsa margar tegundir af út- lendu kexi og alls konar mun- aðarvöru. Þannig Iýsir sér andstaðan gegn höftum og bönnum meðal Sjálfstæðis- foringjanna. Höftin hafa þeir og bönnin og þyldr hvort tveggja gott meðan þeir gets ráðið því með néitunarvaldi í ríldsstjórn og innflutnings skrifstofu og ineð yfírráðum í bönkum, hvemig þeim er beitt“. TT'rásögn Tímans er raunsönn lýsing á ástandinu, en við- brögð Pramsóknarforkólfanna eru hin alkunnu og lítilmann- legu: Þetta er ekki okkar að kenna, þetta er allt sök sam- starfsmannanna! En á þessu sviði sem öðrum hefur gilt hin alkunna helmingaskiptaregla, Pramsókn og íhald geta skipt ábyrgðinni hnífjafnt á milli sín, Báðir þessir flokkar hafa keppzt um að sóa gjaldeyrin- um, svo að gæðingar þeirra geti grætt á honum, og báðir bera þeir ábyrgð á þeirri ó- stjórn sjávarútvegsins sem hafði af þjóðinni 300 milljónir króna á s.l. ári. /ijaldeyristekjur þjóðarinn- ar voru slíkar á s.l. ári að enginn hörgull þyrfti að vera á neinum nauðsynjum. Það er hægt að stórauka gjaldeyris- tekjurnar með betri stjóm. og nýjum framleiðslutækjum, tog- urum, vélbátum og fiskiðju- verum. Til þess þarf nýja stjóm og nýja stjómarstefnu, og þau úrslit verða í höndum kjósenda eftir rúman mánuð. Dollaramútur Allt frá því að bandarískur . her var kallaður inn í land- . ið 1951 hefur Sósíalistaflokur- inn varað þjóðina \úð fyrirætl- irn hinna innlendu leppa. Með . hersetunni töldu afturhalds- . Idíkur og áuðsafnarar Sjálf- . stæðisflokksins og Framsókn- ■ ar það fengið, að komin væri . í landið óþrjótandi gróðalind . fyrir íslenzka braskara, sem • gætu skóflað til sín milljón á . milljón ofan vegna þess að landið hafði verið selt undir bandarískar herstöðvar. Jafn- framt kostuðu ríkisstjórnir . Sjálfstæðisflokksins, Fram- . KÓknar og Alþýðuflokksins . ikapps um að tengja atvinnu- líf og fjármálalíf landsins herstöðvumim eins og frekast var unnt, til að geta alið á þeirri spillingarröksemd að Islendingar gætu ekki verið án hemámsins. I í róðursmenn Sjálfstæðis- J *■ flokksins hafa fengið um . það fyrirmæli í kosningabar- . áttunni að klifa í sífellu á þess- . ium firmm. Að hér verði at- vinnuleysi og evmd ef banda- ríski herinn yrði látinn fara, og þess vegna verði íslenzka þjóðin að sætta. sig við ævar- öndi bandaríska hersetu. Þessi . áróður hefur verið óspart rek- inn í ýmsum málgögnum Sjálf- . stæðisflokksins en Morgun- hlaðið og Vísir þó verið dálítið . feimin að flíka honum beint. Ayú er hinsvegar komið hreint ( ’ fram. Á þingmálafundum eina von íhaldsins laumar Bjarai Ben út úr sér spurningum eins og þessum: Hvers vegna er bandarísk herseta vinsæl í Kefla\nk? Og Vísir birtir í gær forsiðugrein þar sem þvi er lýst hve ,,alvar- Ieg viðhorf í efnahagsmálum" skapist nú strax við það ef Bandaríkjastjóm hyggstfresta nokkmm framkvæmdum á Is- landi fram yfir kosningar. TTjarni Benediktsson, maður- inn sem nefndur hefur ver- ið himi íslenzki Laval, reiknar þannig, að fimm ára herseta að viðbættri óstjórn og banda- rískum áróðri hafi nægt til að spilla svo þjóðinni, að hún sé nú fús til þess að selja land sitt fyrir bandaríska dollara, selja sjálfstæði sitt fyrir mút- ur, selja hamingju og framtíð bama sinna fyrir það að fá að þræla við bandarísk hervirki á íslandi. En hinn íslenzki Laval reikn- ar skakkt, eins og franska fyrirmyndin. Islendingar eiga þann metnað að þeir geti sjálf- ir ráðið landi sínu og gert alla þegna þess velmegandi. Is- lendingar eiga enn þann metn- að, að þeir vilja ekki byggja framtið barna sinna. á banda- rískum mútuviðskiptum. Þess vegna bregst Sjálfstæðis- flokknum hernámsáróðurinn, hann verður til þess eins að skýrafyrir alþjóð leppmennsku og vesældóm íslenzka aftur- haldsins. í hafnarborginni Philippeville í Alsír skipa Frakkar upp dag hvern xopnum og skot• fœrum handa her sínum. Offnaröld í Alsír TT'östudaginn í síðustu viku lagði lögreglan i París hald á allt upplag blaðsins l’Hum- anité, málgagns Kommúnista- flokks Frakklands, og sunnu- dagsútgáfu þess, I’Hxunanité Dimanche. Lögreglan hófst handa að beiðni landvama- ráðuneytisins, sem lýsti yfir að í blöðunum væri efni sem teljast yrði „árás á öryggi landsins innávið og útávið“. Það sem frönsku yfirher- stjórninni gazt ekki að var frétt frá Alsír undir fyrir- sögninni: „Skyndiaftökur og líflát gisla fara í vöxt í Al- sír.“ Þar skýrði Robert Lam- botte, fréttaritari l’Hiunaoité í Alsír, frá aáförum franska hersins þar. Hann kveðst hafa verið sjónarvottur að „refsi- aðgerðum" franskra her- manna og heimavarnarliðs landnema gegn Serkjum, ó- breyttum borgumm sem engar sönnur verða færðar á að tek- ið hafi þátt í uppreisninni gegn yfirráðum Frakka. Blaðamönnum í Alsír ber saman um að fyrirætlun Mollet forsætisráðherra og Laeoste, landstjóra í Alsír, um að kveða s.jálfstæðisbar- áttu Alsírbúa niður með því að flytja til landsins óvígan franskan her hafi farið , út um þúfur. „Hernaðaraðstaða Frakka fer stöðugt og ört versnandi," sagði Michael Clark, fréttaritari New York Times í Alsír, í síðustu viku. Franska herstjórnin telur að í Þjóðfrelsisher Serkja séu um 15.000 menn. Þeir hafa á sínú valdi töluvert landflæmi í hin- um torfæru Aurésfjöllum austur í Alsír og heyja skæruhernað um landið þvert og endilangt, sunnan frá Sa- hara norður að Miðjarðarhafi og austan frá Constantine vestur að Oran. Lacoste fékk talið Mollet á að hægt myndi að bæla sjálfstæðishreyfing- una niður með því að fjölga herliði Frakka í Alsír úr 220. 000 manns í 330.000. Sá liðs- afli myndi nægja til að koma upp varðstöðvum um landið þvert og endilangt svo að skæruliðar gælu ekkert að- hafzt. Þessi fyrirætlun hefur nú farið út um þúfur. Frétta- menn telja að mannfallið í Al- sír dag hvern sé að meðaltali 200 menn af hvorum, Frökk- um og Serkjúm. Þjóðfrelsis- herinn gerist sífellt djarfari. I siðustu viku gerði hann usla í borginni Constantine og brenndi búgarða og verk- smiðjur í nánd við Algeirs- borg og Oran. Síðastliðinn miðvikudag réðust Serkir inn í r---------------------- Erlend íidlndi V-------------------—___/ hafnarborgina Nemours vest- arlega í Alsír, létu vélbyssu- skothríð dynja á opinberum byggingum og háðu tveggja klukkutima bardaga við franska setuliðið áður en þeir héldu á brott til fjalla. Bær- inn Tlecmen 40 km frá Nem- ours má heita í umsát 3000 Serkja. Tvöfalt fleira franskt herlið bíður þess að veita við- nám áhlaupi á bæinn. egar Lacoste landstjóri var í París í síðustu viku fékk hann talið Mollet forsætisráð- herra og ríkisstjórnina á að kalla enn til vopna 50.000 manna varalið og senda til Alsír. En helzta úrræði franskra stjórnarvalda, nú þegar mistekizt hefur að bæla uppreisn Serkja niður með ógrynni liðs, er annað og óhugnanlegra. Herinn og þó einkum heimavarnarlið franskra landnema fremur hin verstu hryðjuverk á varn- arlausu fólki. Venjulega eru skæmliðar á bak og burt þeg- ar franskt herlið kemur á vettvang þar sem þeir hafa haft sig I frammi. "Þá er hem- um skipað að ráðast á þorp Serkja, fólki er misþyrmt og það er brytjað niður án mann- greinarálits. Þessi grimmdar- verk hafa auðvitað í för með sér að skæruliðar gjalda i sömu mynt þegar þeir ráðast á búgarða franskra landnema. Hver hefnd elur af sér gagn- hefnd og blóðbaðið magnast. Franski blaðamaðurinn Lam- botte varaði við þessum víta- hring í greinunum sem stjórn- arvöldin í París ákváðu að ekki mættu koma fyrir augu franskra lesenda. TT’ingsley Martin, ritstjóra **■ brezka sósíaldemókrata- blaðsins New Statesman and Nation, farast orð á þessa leið í blaði sínu 12. maí um aðfarir Frakka í Alsír: „Ráð- andi skoðun í Frakklandi er að eina svarið við einbeittri nýlenduuppreisn sé að brytja svo marga niður að þeir sem eftir lifa þori sig ekki að hræra. Á síðustu árum hafa Frakkar fjórum sinnum efnt til blóðbaðs í nýlendum sín- um. Ef ég man rétt var skýrt frá því á þingi í París rétt eftir að stríðinu lauk að 45.000 uppreisnarmenn hefðu verið drepnir á Madagaskar. Álíka margir menn voru skotnir í Alsír 1945.' Um 20.000 Túnisbúar vora brytj- aðir niður í nágrenni Cap Bon árið 1952 og í ágúst í fyrra drápu franskir hermenn um 40.000 manns í Alsír og Mar- okkó. Menn verða að gera sér ljóst, að þetta er gert að yfir- lögðu ráði af hálfu yfirvald- anná. Franskir íhaldsmenn segja liverjum sem heyra vill að þegar allt komi til alls hafi Thiers bælt kommúnism- ann niður í heilan mannsald- ur með því að láta skjóta 30.000 verkamenn 1871, og vel geti verið að þeir verði að drepa allt að hálfa millj- ón Serkja til að koma á lögum og reglu í Alsír“. T7n það er ekki franska íhald- ið sem heldur um stjóm- artaumana í París um þessar mundir. Mollet og Lacoste eru báðir sósíaldemókratar, en þeir hafa valið þann kostinn að berjast til þrautar í Alsír Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.