Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 9
4 Laiig&rðagiar 19. maí 1956 — 2. árgaagur —18. tölublað Hver er höfundurinn? Hver er höfundur ljóðsins, sem hefst á eftirfarandi erindi? Við hvaða tækifæri var kvæðið ort? Hvenær var það sungið fyrst? Hver er höfundur lagsins við þetta ijóð? Sjá roðann á hnúkunum háu! Nú lilýnar um strönd og dal, nú birtír í býlunum lágu, nú bráSna fannir í jöklasal. Allar elfur vaxa og öldum kvikum hossa. Það sindrar á sægengna laxa, er sækja í bratta fossa. Fjallató og gerði gróa, grund og mói skipta lit. tít um sjóinn sólbiik glóa, syngur lóa í bjarkaþyt. Iláðnltuj á heilabrotum í næst síðasta biaði Keikningsþrautín. Þar stóð: Flaskan var 10 krónum ódýrari en tapp- inn, en átti auðvitað að vei'a: dýrari en tappinn. Vonandi -hafa flestir átt- að sig á þessu. Ráðning: Tappinn kostaði 50 aura, flaskan 10 kr. 50 aura. Gátan. Símastaur. fcerðlaunakeppní um teikningar í' bréfi K. K., Reykja- vík, segir svo m.a.: „Það hefur verið verðlauna- keppni um teikningar, svo að mér datt í hug að biðja þig um að koma einni slíkri á aftur“. Já, við höfum haft teiknikeppni um sjálfval- ið efni, en nú er einmitt í fullum gangi keppni um kortateikningar, og vísast til umsagnar um þá keppni hér annars staðar í blaðinu þá keppni liér annars- Krossgátur Nú kemur krossgáta í næsta blaði. Nokkrar krossgátur hafa borizt fiá lesendum, en þær hafa flestar haft ein- hverja smágalla, þess- vegna ekki komið. At- hugið vel, hvernig kross- gátur eru gerðar og mun ykkur þá takast að gera gátur, sem okkur væri ftngur að fá. Gitti á við báða Pétur, sem var mjög lítill vexti var á gangi milli tveggja kunningja, sem voru risar að vexti. | Þá segir annar þeirra: Finnst þér nú ekki, Pét- ur minn, að það fari lítið fyrir þér héma á milli okkar. 1 — Ójú, svaraði Pétur, — ég er á milli ykkar svona eins og tíeyringur milli tveggja fimmeyr- inga. Spiliö 09 peitlngurinn Þú leggur spil á fing- urgóm vísifingurs og of- an á spilið tuttugu og fimm eyring. Þú getur náð spilinu undan pen- ingnum, án þess að hann detti níður, með því áð gefa spilinu „selbita" með löngutöng hinnar handarinnar. Ef þú gerir þetta snöggt mun spilið fjúka burt, en peningur- inn sitja eftir á gómnúm. Hér er svolítið sam- lagningardæmi (þó ekki samlagning eins og í skólanum.J Þú strikar út tölur, svo að eftir verði 1111, þegar lagt er sam- an. Þegar þú ert búinn að leysa þrautina, skaltu leggja hana fyrir kunn- ingja þína og sjá, hvort þeir geta leyst bana. 111 333 555 777 999 „SkólahurS affur skell-, ur og skruddan með" Þær fregnir berast hvaðanæva, að prófin, sem börn og unglingar eru skylduð til að ganga undir séu fávíslega þung og muni í mjög mörgum tilfellum missa marks. Það er því sízt að undra, þó að börnin séu létt á sér, þegar þau eru kom- in undan fargi prófanna og vorið og sumarið brosa á næsta leiti. Rit- stjóri blaðsins . okkar hitti fimmtudaginn 17. maí nokkra fulltrúa ungu kynslóðarinnar í Reykjavík, sem hoppuðu af fögnuði yfir frelsinu og fyrirheitum sumarsins í sveitum landsms. Þau voru nefnilega öll á leið i sveitina, sum ætluðu að fara í dag, önnur í næstu viku. — Æ, ég er alveg vit- laus að komast í sveit- ina, sagði 11 ára telpa fjörmikil, hraustleg og þétt á velli,— ég fer í Landeyjamar, að.Amar- hóli, næsta bæ við Berg- þórshvol, þar sem Berg- þóra þykir mjólka og svo við hey- skapinn, koma heyinu inn, — og í hlöðunni er gaman, maður! — Þykir þér ekki gam- an að hestunum? — Jú, jú, ég var að temja hest, sem heítir Litli-Moldi og maðurinn á bænum sagði, að ef ég gæti tamið hann, mætti eg kannski eiga hann, — en hann var .alveg vit- Nú birtum við mynd Ingu Svanbergs á ísa- er hún nefnir: OBi’andur og laus af fjöri. Tólf ára telpa, stór og tápmikil, segist ætlaj austur í Meðalland. Bær< inn heitir Strönd. — Mér þykir svo gam.< an að vera í smalamennsk* Unni, segir hún, — Þadl er svo gaman að smalað og svo hlakka ég til að fara í réttirnar á haust* in. — Ég fer upp í Borg-í arfjörð, að Ytri-Skeljai brekku, segir 9 áraj snáði, hnellinn og ka nk» víslegur, — ég hef veriði hundurinn Snati. „Þamai eru þeir að kyssast einái og góðum vinum saamir*^ sagði Inga í bréfi. átti heima. Mér firði, svo gaman að Kötturihn Framhald á 2. síðu Laugardagur 19. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — Póll Exiixtgssoit sundkenxxarl 1856 19. mai 1956 Fyrsta kennslubók í sundi, sem gefin var út hér á landi, vorn „Sundreglumar,“ og stóðu Fjölnismenn að þeirri útgáfu. Þær komu út 1836. Jónas Hallgrímsson, skáld, þýddi þær úr dönsku. Fjölnis- menn höfðu mörg járn í eld- inum, sem marka má m.a. á þvi, að ‘ andvirði þessarar fyrstu sundkennslubókar rann til vegagerðar, því að þá voru greiðfærir vegir varla til á Is- landi. Otgefendur Sundregln- anna, Fjölnismenn, tileinkuðu þær æskulýðnum. Tileinkunin er á þessa leið: „Öllum vöskum og efnileg- um unglingum á íslandi, sem unna góðri menntun, og í- þróttum feðra sinna, eignum við þessi blöð vinsamlegast. — Kaupmannahöfn, þann 1. marz 1836. Otgefendurnir.“ I formála fyrir þessari hók segir m. a,: „Forfeður vorir voru fullnuma í þessari kunn- áttu, og þykir okkur enn í dag góð skemmtun að lesa frá- söguna um Kjartan Ólafsson, er lék á sundi við Ólaf kon- ung Tryggvason, eða þá um Gretti sterka.“ — „En það fór með sundið okkar íslendinga eins og annað. Þegar deyfðin kom yifir þjóðina, týndist sú menntj og er varla ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum hafi ekki verið fleiri en svo sem 6 menn á öllu landinu, sem voru sjálfbjarga, ef þeir Ientu í Páll Erlingsson var fæddur að Stórumörk und- ir Eyjafjöllum 19. maí 1856. Hann lézt í Reykjavík 19. april 1937. polli, sem þeir náðu ekki niðri í. Herra Jón Þorláksson frá Skriðu varð fyrstur til að ráða bót á þéssari vankunn- áttu og sýna okkur aftur sundtökin, sem allir voru búnir að gleyma.“ (Kvæði Jónasar „Á gömlu leið“, var ort til minningar um J. Þ. frá Skriðu). Ólafur Davíðsson fræðimaö- ur skrifar 1888: „Eftir daga J. Þ. var víða minnzt á synda menn, en þó var sundið svo fátítt og hefur verið allt til þessa dags að fæstir Islend- ingar hafa séð mann synda.“ „1 flestum sóknarlýsingum er tekið skýrt fram, að enginn kunni sund í sókninni.“ Sannleikurinn er sá að sundið lá niðri um 60 ára bil. (1824—1884). Björn Jónsson reyndi að hressa upp á sund- kunnáttu landsmanna. Og Sundfélag Reykjavíkur var stofnað 1884. Þrátt fyrir þetta myndaðist enginp vísir að áhugaliði í sundmennt. Sundfélag Reykjavíkur logn- aðist út af án þess að marka nokkur spor. 17. júní skrifar Björn Jónsson í blað sitt ísa- fold: „Núna í sumar eiga menn kost á ágætri tilsögn í sundi í Laugunum við Reykja- vík, eins og í fyrra, og þó hetri en þá að því leyti til, að sundstæðið er nú helmingi stærra og þægilegra 'en áður. En hvað margir nota þessa tilsögn? Fáeinir heldrimanna- synir hér úr Rvík, og ein- stöku nærsveitamenn, en al- menningur alls eigi.“ í þessari sömu grein ræðst hann á hjá- trú alþýðunnar, að sundkunn- átta sé hefndargjöf_, og sjó- menn hljóti kvalafyllri dauð- daga en ósyndir, ef þeir lenda í sjávarháska. Hann endar Framhald á 10. síðu. HANDSNUNAR Saumavélar með zig-zag íæti Búsáhaldadeild Skólavörðustíg 23 — Sími 1248 Hiiumn Aðallundur Sölusambands ísl. íiskframlelðenda verður lialdinn í Reykjavík mánudaginn 4. júní 1956. Dagskrá samkvœmt félagslögum . Stjóra Sölusambands ísl. fiskframleiðenda HVITBEKKINGAR í tilefni þess að 25 ár em liðin frá skólaslitum Hvítárbakkaskólans, veröur efnt til ferðar aö Hvít- árbakka sunnudaginn 3. júní í sumar. Áski'iftalisti, fyrir þátttkendur í förinni, liggur frammi í verzluninni Brynju, Laugaveg 29. Reykja- vík. — Uppl. eru eimiig gefnar í síma 82013. — Hvítbekkingar fjölmennið. Undiröúningsnefndin. 'I m gj n | ■> | ■> Bk S n ■> n E s • » - IH m 8 l » | i I ■■■■■■■■■■■■Bl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.