Þjóðviljinn - 24.05.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1956, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVELJINN -r- Pimmtudagur 24. maí 1956 — (S Ljésprentun Guébrandarbiblíu kemur út í nóvember í haust Fegursta og e'm mesta bók sem nokkru sinni hefur veri'ó gefin út á Islandi í haust gerist einn af meiriháttar bófcmemitaviöburó- um áratugsins hér á landi: Lithoprent gefur út ljósprent- tin Guðbrandarbiblíu, þeirrar er Guðbrandur biskup Þor- láksson gaf út á Hólum árið 1584. Bókin verður 1182 blað- síður í mjög stóru broti, og kostar 1500 krónur. Hún verður bundin í alskinn, með látúnsspeíislum, eins og út- gáfa. Guðbrands; og verður eflaust veglegasta bók á land- inu. Þeir Jakob Hafstein, forstjóri Lithoprents, og Magnús Már Lárusson prófessor ræddu við fréttamenn í gær og skýrðu þeim frá útgáfunni. Stóraukið útgáfustarf Um 5 ár eru liðin síðan byrj- að var að ljósmýnda eitt eintak biblíunnar í Landsbókasafni, en prentunin sjálf verður hafin i næsta mánuði. Hefur vélakost- ur fyrirtækisins verið bættur mjög s.l. 4 ár, þannig að nú fyrst þykir tiltækilegt að ráð- ast í það vandaverk sem ljós- prentun þessa stórverks er. Síð- StjérEsmálafundir Framhald af 1. síðu. ingar hafa hug á að f jölmenna mjög á jiennan fund, en þar eins og víða annarsstaðar er nú mikíli og vaxandi sóknarhugur meðal alþýðunnar og annarra stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins. SELFOSS Annað kvöld verður almenn- ur stjórnmálafundur haldinn á Selfossi. Verður fundurinn í Selfosshíói' og hefst kl. 8.30. Ræðumenn á þeim fundi verða Einar Olgeirsson, alþingismað- ur, Alfreð Gíslason, læknir, Magnús Bjarnason, verkstjóri, efsti maður á framboðslistan- um í Árnessýslu og Björgvin Sigurðsson, formaður Verka- iýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri, en hann Bkipar annað sæti framboðslist- ans. Að framsöguræðunum loknum hefjast frjálsar umræð- ur um stjórnmálin og kosning- amar. Á þennan fund ætti fólk úr öllum þorpum og sveitum Árnessýslu að fjölmenna. en er fyrirhuguð útgáfa fieiri merkra verka frá fyrri öldum, svo sem Grallarans: messusöngs- bókar Guðbrands biskups, er út kom 1594; og ný Ijósprentun verður gerð á Passíusálmunum, Árbókum Espólíns og Grágás. en þessi þrjú verk hefur Lithoprent gefið út áður. Lágt verð — lítil upplög Guðbrandarbiblía mun kosta 1500 króhur, sem verður að tel.i- ast lági verð, ekki sízt þegar það er haft í huga að 1. útgáf- an kostaði 2—3 kýrverð! Grail- arinn kostar 300 kr., Passiu- sálmarnir 200., Árbækurnar 400 og Grágás 250 kr. Hægt er að gerast nú þegar áskrifandi að öllum þessum verkum; geta meirn þá greitt hluta verðsins við áskrift, en afganginn við móttöku bókanna. Áskriftír þurfa að iíafa borizt Lithoprenti fyrir lok næsta mánaðar. Upp- lag bókanna verður lágt: Guð- brandarbiblía verður t, d. gefin út í aðeins 500 eintökum, sömu- leiðis Passíusálmarnir, Grallar- inn í 300, Grágás í 200 og Ár- bækurnar í 100 eintökum. Fegursta bókin Magnús Már Lárusson sagði fréttamönnum nokkuð frá Guð- brandarbiblíu, er var ein hinna 110 bóka er Guðbrandur biskup gaf út í biskupsdómi sinum. Hann lýsti því hvemig prentun hennar fór fram, og er það víst of flókið mál til að lýsa því hér; en hitt er furða að merm skyldu geta gert svo fagrar bækur með þeim tækjum sem þá var unnið með. Mikill fjöldi mynda er í bókinni, auk svonefndra bóka- hnúta og dreginna upphafsstafa; en víst er að Guðbrandur bisk- up teiknaði marga þeirra sjálf- ur, og skar bókahnútana. En myndamótin voru gerð í Þýzka- landi, og þaðan var einnig feng- ið letrið er bókin var sett með. Sagði Magnús Már að Guð- brandarbiblía væri án efa feg- ursta biblía er út hefði verið gefin hér á landi; veglegri bók mun yfirleitt ekki hafa verið unnin af íslenzkum höndum. íslendingabók Ijósprentuð Jakob Hafstein skýrði frá þvi að Háskólinn hefði ákveðið að gefa út á næstu árum ljósprent- anir nokkurra gamalla skinn- handrita. og er íslendingabók þegar komin vel á vag. Magnús Már mirmti á nokkrar gamlar merkar bækur sem ekki væru til nenia í einu eintaki eða tveimur; og væri ánægjulegt að fá þær Ijósprentaðar. 710 lesta afli Reyðarfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. ,,Snæfugl“ er kominn af ver- tíð. Varð vertíðarafli hans 716 lestir af slægðum fiski með haus. Hásetahlutur varð 37.500 kr. r Urvalslið knaltspyrnumanna í V-Berlín kemur nJk. þriðjudag Kemur hingað í boði Knattspyrnufélagsins Fram og keppir fjóra leiki Fyrsta erlenda knattspymuliðið, sem hingað kemui* tii keppni í sumar, er væntanlegt til Reykjavíkur með flugvél Loftleiöa n.k. þriöjudag. Er það úrvalslið knattspymu- manna frá Vestur-Berlín og kemur í boði Knattspyrnu- félagsins Fram. Þjóðverjarnir dveljast hér til 10. júní og heyja fjóra kapp- leiki. Fyrsti leikurinn við styrkt lið úr Fram fer fram fimmtu- LANGE, vinstri útherji. Hann leikur með knattspyrnufélaginu Wacker 04 í V-Berlín. daginn 31. maí, laugardaginn 2. júní leika Þjóðverjarnir við í- þróttabandalag Akrar.ess, mánu daginn 4. júní við úrvalslið KRR og miðvikudaginn 6. júr.í við úrvalslið Suðvesturlands. 1 flokknum, sem hingað ken - ur, eru samtals 25 menn, 17 leikmenn, 5 fararstjórar og 3 áhugamenn sem slegizt hafa t hópinn. Leikmennirnir eru allir ungir, 19-25 ára, og valdir úr 10 knattspyrnufélögum Vestur- Berlínar. Þrír þeirra éru bú- settir í austurhluta borgarinn- ar. Fararstjóri Þjóðverjanna verður Paul Rusch, formaður Knattspyrnusambandsins í Ber- lín, en hann tók á móti hópi fyrst.u íslenzku knattspyrnu- mannanna, sem kepptu í Þýzka- landi árið 1935. Eins og kunr- ugt er hafa ágæt samskipti ver- ið með íslendingum og Þjóð- verjum á sviði knattspyrnunnac síðan og ávallt um gagnkvæni - ar heimsóknir að ræða. Þannig munu Framarar fara utaa haustið 1957 í boði Knatr,- spyrnusambands Vestur-Berlín- ar. Frðmboðslistinn í Sangárvallasýslu Alherf leikur meS Vals- I Hreinlætistæki BAÐKER IIANDLAlíiVR WC-SKÁLAR WC-SKÁLAR WC-KASSAR WC-SETUR BLÖNDUNARKRANAR FYRIR BADKER BLÖNDUNARKRANAR I ELDHÍíS STURTUBADTÆKI SKOLBYSSUR VATNSLASAR OG BOTNVENTLAR f BAÐKER OG HANDLAUGAR HANDLAUGATENGI, FRAMIÆNGINGAR o.fl. ; VATNSVIRKINN hí. Skipholti 1. Simi 82562 Framhald af 12. síðu. Ragnar Ólafsson hæstarétt- arlögmaður er fæddur í Lind- arbæ í Holtum 2. maí 1906. Foreldrar Ólafur Ólafsson bóndi þar og kona hans Margrét Þórðardóttir. Ragnar tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og háskólapróf í lögfræði 1931. Löggiltur end- urskoðandi 1942. Hæstaréttar- lögmaður 1944. Hefur lengi rek- ið lögfræði- og endurskoðunar- skrifstofu í Reykjavík og nýtur •mikils álits og trausts á starfs- sviði sinu. Var um skeið lög- fræðingur Sambands íslenzkra samvinnufélaga og leiðbeindi kaupfélögunum um bókhald og endurskoðun. Ragnar Ólafsson hefur gegnt og gegnir fjölmörgum trúnað- arstörfum. Hann var einn helzti stofnandi Islenzk-ameríska fé- lagsins hér á landi og átti um skeið sæti í stjórn þess. Um tíma fulltrúi Alþýðusambands Islands í Félagsdómi, í lands- kjörstjóm, yfirskattanefnd Reykjavíkur o. fl. Á sæti í stjórn bókmenntafélagsins Máls og menningar og útgáfufélags- ins Landnámu. Formaður stjórnar Minningarsjóðs ísl. alþýðu um Sigfús Sigurhjartar- son. Formaður Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON) síðan 1952. Varamað- ur í miðstjórn Sósíalistaflokks- ins og í framboði á lista hans í Rangárvallasýslu við Alþing- iskosningarnar 1949 og 1952. Þorsteinn Magnússon, bóndi í Álfhólahjáleigu, er fæddur 21. janúar 1909. Foreldrár Magn- ús Bjarnason bóndi þar og kona hans Þóra Þorsteinsdóttir. Þorsteinn ólst þar upp við öll algeng sveitastörf. Bjó um skeið á föðurleifð sinni og gerð- ist síðan starfsmaður Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli og var við þau störf í mörg ár. Þorsteinn hefur starfað í verkalýðshreyfingunni á Rang- árvöllum og reynzt þar hinn nýtasti félagsmaður. Hann hóf aftur búskap í Álfhólahjáleigu árið 1954. Rögnvaldur Guðjónsson, verkamaður, er fæddur 20. september 1919 að Tjörn í Biskupstungum og ólst þar upp. Stundaði nám í Laugarvatns- skóla veturinn 1936-1937 og i bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal 1938-1939. Fór til Danmerkur 1939 og vann fyrst við landbúnaðarstörf en fór'síð- an í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannaliöfn og lauk þaðan burtfararprófi 1947. Eftir heim- komuna réðist Rögnvaldur sem ráðunautur til Búnaðarsam- bands Suðurlands og gegndi því starfi um nokkurt skeið. Hefur síðan stundað verkamannavinnu i Hveragerði og gegnir ýmsum trúnaðarstörfum, á- m. a. sæti í hreppsnefnd. Rögnvaldur hefur við tvenn- ar síðustu Alþingiskosningar verið í kjöri á framboðslista Sósíalistaflokksins í Árnessýslu en gaf að þessu sinni kost á sér til framboðs á vegum Al- þýðubandalagsins í Rangár- vallasýslu, enda einnig kunnug- ur þar mönnum og málefnum frá því er hann var ráðunaut- ur búnaðarsambandsins. Knattspyrnuleikurinn millí. Akurnesinga og Vals hefst á íþróttavellinum í kvöld kl. 8.30. Akurnesingar tefla fram sama liði og sigraði Reykjavíkurúr- valið á dögunum nema hvað i ALBERT GUÐMUNDSSON stað Benedikts Vestmanns leik- ur Guðmundur Sigurðsson. Liff Vals verður þannig skipað: Björgvin Hermannsson, Magnús Snæbjörnsson, Sigurður Ólafs- son, Sigurhans Hjartarson, Ein- ar Halldórsson, Árni Njálsson. Ægir Ferdinandsson, Hilme.r Mangússon, Gunnar Gunnars- son, Albert Guðmundsson og Ellert Sölvason, Albert leifc- ur nú með sinu gamla fé- lagi enda þótt hann telji sii' ekki í eins góðri þjálfun og* skyldi. Einnig er athyglisverf. að sjá tvo af hinum „gömlm góðu“ liðsmönnum Vals með að þessu sinni, þá Sigurð og Ellerfi.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.