Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 6
': %X — ÞJCfcVIUmK Suitóu ' 27-5M þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Hin ærandi þögn Blöð stjórnarflokkanna hafa verið spurð ýmissa spurn- ínga á undanförnum vikum, spurninga sem skipta megin- máli fyrir afkomu þjóðarinnar I ©g framtíð. Úrræði þeirra hef- ur verið þögnin — sú ærandi íþögn sem er hlutskipti sak- ,! t)itinna manna sem ekki geta I geta gert grein fyrir verkum ! fsínum og áformum. 1 J I^jóðviljinn hefur spúrt *^ stjórnarflokkana hvernig á "því standi að ríkisstjórnin hef- ' mr svikizt um að framkvæma þá ákvörðun Alþingis að Siefja ÞEGAR endurskoðun ifaernámssamningsins með form legum tilkynningum til Banda- ríkjastjórnar og ráðs Atlanz- [hafsbandalagsins. Það eru tveir mánuðir síðan Alþingi samþykkti ákvörðun sína með aniklum meirihluta atkvæða, og allan þann tíma hefur ríkis- Btjórnin svikizt um skylduverk Bín. Þjóðviljinn hefur spurt favort hér væri um að ræða leynisamning Ihaldsins og Hræðslubandalagsins um að aðhafast. ekkert í málinu fram • að kosningum — þrátt fyrir ©11 hin gagnkvæmu fúkyrði í fclöðunum — með þeim tilgangi ®,ð svíkjast svo um allt saman að kosningum loknum. Svörin eru þögn, ærandi þögn, og til- kynningarnar eru ófarnar enn. 6jóðviljinn hefur spurt íhalds flokkinn og Hræðslubanda- "áagið um fyrirætlanir þeirra í efnahagsmálum að kosningum iloknum. Stjórnarflokkarnir Siafa lýst yfir því að skatta- ralögurnar miklu sem voru sam- 'þykktar í vetur, mestu álögur í s-ögu þjóðarinnar, séu aðeins Ibráðabirgðaúrræði, hin raun- <s?erulegu bjargráð komi ekki íyrr en að kosningum loknum. En um það er ekkert sagt hver bjargráðin séu. í 'hinum svo- :r:efnda málefnasamningi Al- þýðuflokksins og Framsóknar er ekki vikið einu orði að þessu fveigamesta atriði í efnahags- málum þjóðarinnar. í ályktun- mm landsfundaf Sjálfstæðis- iflokksins var ekki minnzt orði á það hvað auðmannastéttin ætlaðist fyrir. En uppi í stjórn- arráði liggja fullbúnar tillögur írá hagfræðinganefnd sem stjórnin skipaði, og þar er gert ráð fyrir GENGISLÆKKUN Og KAUPBINDINGU. Þjóð- viljinn hefur spurt: Eru þetta |>ær tiilögur sem á að fram- ikvæma EFTIR KOSNINGAR 'bótt ekki megi minnast á þær einu orði FYRIR KOSNING- AR? Svörin eru þögn, ærandi $>ögn, og tillögur hagfræðing- anna bíða þeirrar stjórnar sem 'við tekur eftir kosningarnar í eumar. Þjóðviljinn hefur spúrt íhalds flokkinn og Hræðslubanda- Sagið um fyrirætlanirnar í Kandhelgismálum og afurða- \ göiumálum. Undanfarna mán- uði hefur farið fram lítillækk- andi, þjóðhættulegt makk við brezka útgerðarauðvaldið. Á síðasta þingi var orðið við þeirri kröfu brezkra útgerðar- manna að hunza allar kröfur íslendinga um stækkun land- helginnar. Síðustu vikurnar hafa útgerðarmennirnir Kjart- an Thors, Lof tur B jarnason og Jón Axel Pétursson verið að semja við brezka útgerðar- menn um að aftur verði tekn- ar upp ísfisksölur til Bret- lands. Þjóðviljinn hefur spurt hvort það eigi að selja land- helgisréttindi Islendinga fyrir braskaðstöðu handa thorsur- unum í Bretlandi. Þjóðviljinn hefur spurt hvort það eigi að taka upp ísfisksölur í Bret- landi í stað þess að fullverka aflann heima, þótt gjaldeyris- tapið af slíkum umskiptum nemi hundruðum miUjóna króna á ári. Svörin eru þögn, ærandi þögn, og það er haldið áfram að vinna að því að ís- fisksölurnar geti hafizt þegar að kosningum loknum. Þannig koma Ihaldið og Hræðslubandalagið fram fyrir kjósendur og þora ekki að segja neitt um afdrifarík- ustu vandamál þjóðarmnar. Þögnin verður aðeins skýrð á þann veg að þessir flokkar séu staðráðnir í því að svíkja í þessum málum öllum, traðka á réttindum þjóðarinnar og hags munum almennings. Ef þessir flokkar ætluðy vel að gera, myndu þeir vissulega vera há- værari um stefnu sína og fyrir- ætlanir á þessum sviðum. Það er þvi mesti misskilningur af forsprökkum þessara flokka að ímynda sér að þeir geti skýlt sér á bak við þögnina; hún er háværari en nokkur orð, og hljómur hennar mun glymja í kjörklefunum 24. júní í sumar. Hvers vegna? l^að hefur vakið almenna at- * hygli að Þjóðvarnarflokk- urinn býður ekki fram í Vest- urskaftafellssýslu að þessu sinni. Flokkurinn bauð þar fram við síðustu kosningar og fékk ekki lakari útkomu en við mátti búast. Að þessu sinni átti hann kost á mjög líklegum frambjóðanda, þar sem var frú Guðríður Gísla- dóttir, Sveinssonar, fyrrver- andi alþingismanns kjördæmis- ins. Telja kunnugir menn að Guðríður hefði haft góðar lík- ur til að safna atkvæðum með- al Ihaldskjósenda og að fram- boð hennar hefði.haft þau á- hrif að Ihaldsþingmaðurinn hefði fallið. Er það eina kjör- dæmið í landinu sem þannig er ástatt um. Samt fellir Þjóð- vörn niður framboð sitt ein- mitt í þessu kjördæmi. Hvað kemur til? Vilja stela tíu þingmönnum í síðustu kosningnm höfðu Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn samtals 37,5% kjósenda í landinu, eða rúm- an þriðjung. Samkvæmt at- kvæðatölum og venjulegum lýðræðisregíum áttu þeir þá rétt á 18 þingmönnum sam- eiginlega. Þeir fengu hins vegar 22 þingmenn, fjórum fleiri en þeir áttu rétt á — og þessir 4 þingmenn voru að sjálfsögðu teknir af kjós- endum sem höfðu allt aðrar skoðanir en forustumenn Al- þýðuflokksins og Framsóknar. • Þessi staðreynd kom reikn- ingsmeisturum Alþýðuflokks og Framsóknar upp á bragð- ið, nú skyldi reynt að falsa meir. Og árangurinn hefur sézt að undanförnu, sameig- inleg framboð beggja flokk- anna í öllum kjördæmum, en samt tveir landslistar! Með þessu móti á Framsóknar- flokkurinn að reyna að hirða sem allra flest kjördæmakos- in þingsæti út á sem allra fæst atkvæði, en Alþýðu- flokkiurinn á að reyna að hremma sem allra flest upp- bótarsæti. í þessu skyni ráð- stafar Alþýðuflokkurinn 2000 atkvæðum til þeirra fram- •bjóðenda sem taldir eru Framsóknarmenn, og Fram- sóknarflokkurinn ráðstafar 7000 atkvæðum (nærri því helmingnum af fylgi sínu!) til þeirra frambjóðenda seni taldir eru. heyra Alþýðu- flokknum til. Með þessu móti segjast þeir ætla að fá 28 þingmenn út á sama atkvæða magn og í síðustu kosning- um, þriðjung atkvæða. Þeir ætla með öðrum orðum að stela 10 þingmönnum fram yfir þa.ð sém þeir eiga rétt á, samkvæmt tilgangi kosn- ingalaganna og öllum lýð- ræðisreglum, og tryggja sér meirihluta á þingi þótt þeir séu í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar. • Það þarf ekki að lýsa því að slíkar aðfarir eru í fyllsta ósamræmi við réttarvitund almemiings og allar reglur þingræðis og lýðræðis, og ó- breyttir fylgismenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks hafa skömm á þeim. Þær sýna að leiðtogar þessara flokka eru hættir að hugsa um að afla sér fylgis og trausts meðal þjóðarinnar, þeir hugsa í staðinn um svik og pretti — það er eina úr- ræði þeirra til að tryggja sér áhrif. En þetta hugarfar sýn- ir einnig fulla fyrirlitningu á alþýðu manna; þessir herrar telja samtök fólksins engu máli skipta, heSdur aðeins fjölda þingfulltrúa, hvernig svo sem þeir eru fengmir. • Að sjálfsögðu ber að banna forustumönnum Hræðslu'--' bandalagsins að framkvæma kosningasvik sín. Þeir bjóða fram sem einn flokkur í öll- um kjördæmum landsins og eiga samkvæmt tilgangi og bókstaf kosningalaganna ekki rétt á nema einum landslista. Þá fá þeir þingmannafjölda í sem nánustu samræmi við kjörfylgi sitt, og undan því getur enginn kvartað með neinum rökum. Mótmæli Hræðslubandalagsins eru að- eins reiði þess sem er bann- að að stela, heift þess sem er bannað að falsa. Venjulegir afbrotamenn hafa hvorki upp- burði né aðstöðu til að láta slíkar kvartanir í ljós, og ráðamenn Hræðslubandalags- ins ættu að eiga til þá sóma- tilfinningu að þegja líka og breyta framboði sínu í sam- ræmi við einföldustu og sjálf- sögðustu lýðræðisregrlur. «> JJLIJ1 ¦ ¦ m h ¦¦¦¦¦_¦ ¦ ¦ ¦_¦ ¦iwrwrm_ ¦ ¦ ¦ B Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON <t INGt R. JÓHANNSSON skákmeisiari íslands 19S6 Skákþingið síðasta var nýr vottur um þá grósku, sem er í skáklífi okkar um þessar mundir. Að vísu vantaði nokkra af beztu skákmönnum okkar: Friðrik Ólafsson, Guð- mund S. Guðmundsson og Guð mund Pálmason, en þrátt fyr- ir það var mótið f jölmennt og vel setið, keppnin hörð og spennandi til loka. Ungur og lítt reyndur skák- maður, Freysteinn Þorbergs- son, tók forustuna þegar í upphafi og hélt henni fram undir lokin, en þá tók yngsti þátttakandinn við, Ingi R. JóhannssOn, og tryggði sér sigurinn. Ingi tapaði að vísu fyrir Baldri Möller í síðustu umferð, en hann var þá orð- inn öruggur um sigur á mót- inu, hvernig sem sú skák færi. Úrslit hafa áður verið birt: 1. Ingi R 8y2 vinning úr 11 skákum eða 77%; 2.-4. Baldur Möller, Freysteinn Þorbergs- son og Sigurgeir Gíslason 8 vinn. hver; 5. Jón Pálsson 6y2 vinning, og 6. Árni Snæv- arr með 5Vá vinning. Þá bagar engin elli, ís- landsmeistarana okkar í skák. Síðan 1951 er röðin þessi: Lárus Johnsen, Friðrik Ólafs- son tvisvar, síðan Guðmundur S. Guðmundsson og nú Ingi R. Jóhannsson. Hér fer á eftir sú skákin, sem kalla mætti úrslitaskák mótsins. Hún er tefld í næst- síðustu umferð, og með henni tryggði Ingi sér sigur á hættulegasta keppinaut sínum og lokasigur í keppninni. Ingi hafði hálfum vinning meira en Freysteinn, er skákin hófst. KÓNGSINDVERSK VÖRN 18. maí 1956 Freysteinn Þorbergsson — Ingi R. Jóhannsson 1. d2-d4 Rg8-f6 2. c2-c4 g7-g6 3. Rbl-c3 Bf8-g7 4. e2-e4 d7-d6 5. f2-f3 e7-e5 6. Bcl-e3 e5xd4! 7. Be3xd4 Rb8-c6 8. Bd4-e3 Bc8-e6 Nú er komið í Ijós að 6. leik- ur Freysteins var ekki sem beztur. Hann hefði annað- hvort átt að leika d-peðinu áfram eða valda það með Re2. Hvítur hefur glatað tíma við kaupin og á óhægt um vik að koma kóngsmönnum sínum á framfæri. Auk þess er peð- ið á c4 hjálparþurfi. 9. Rc3-d5 Rc6-e5 10. Be3-g5 c7-c6! 11. Bg5xf6 Bg7xf6 12. Rd5xf6f Dd8xf6 13. Ddl-d4 Hversvegna drepur hvítur ekki peðið? Eftir 13. Dxd6 Hd8 14. Db4 ætti svartur að vísu frjálsara tafl fyrir peðið, en horfurnar væru þá sízt lak- ari fyrir hvít heldur en í skák- inni sjálfri. En Freysteinn hefur sjálfsagt óttazt 13. — Rxc4! 14. Bxc4 Dxb2. Á þann hátt sýnist svartur verða ofan á. Úr því að málin standa þannig, er Ijóst að hvítur stendur til muna lak- ar að vígi. Hann er orðinn á eftir og á illt með að koma mönnum sínum fram. Vafa- samt er að sú leið sem hvítur velur (Ddl-d4-c3 og Hadl) sé hin bezta er hann á völ á, en hitt er allavega ljóst, að hann má sækja á brattann, hvernig sem hann fer að. 13. 0-0 14. Hal-dl Hf8-d8 15. Dd4-c3 d6-d5! 16. e4xd5 c6xd5 17. c4-c5 d5-d4! Línuopnun er fyrsta bororð þess sem á undan er. Framhald á 11. síðu HverjBi mnndirðu leika? Richter ABCDEFGH :...': 'ítm, 'ifém. '}. i ím 1m in 'w K?Æí <'/?y/,Z, wmHíi ::Zrr<'. .,,:,., W4 '¦-!. í- i ABCDEFGH Schmitt Síðari myndin sýnir tafl- stöðu er kom upp í skák milli Schmitts og Richters á skák- móti í Bad Salbrunn 1933. Hvítur á manni meira en svartur, en stnðan er hættu- leg, því að svartur lék síðast Bd7 og hótar nú máti í þriðja leik. Hvernig mundirðu bregð- ast við þeirri hótun? — Svar á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.