Þjóðviljinn - 21.07.1956, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 21. julí 1956
Sjálfsmorð og slys algengustu
dánarorsakir danskra karla er
látast innan fimmtugsaldurs
Dauði karlmanna sem látast innan fimmtugs í Dan-
mörku orsakast oftar af slysum og sjálfsmor'ðum en sjúk-
dómum, og í aldursflokknum 30—40 ára eru sjálfsmoröin
algengasta dánarorsökin, valda 22% allra mannsláta.
.Manndauði í þessum aldurs-
flokki karla vegna slysfara kem-
ur næst með 19% og krabba-
meinið í þriðja sæti með 16%.
Þessar tölur eru teknar úr
skýrslu sem lögð var fram á
norræirmi líftryggingaráðstefnu,
sem nýlega var haldin í Helsinki
og er þar byggt á dönskum
manndauðaskýrslum frá árunum
1951—53.
38% drengja á aldrinum 1—10
ára sem biðu bana á þessum
tíma dóu af slysum, á aldr-
inum 10—20 stafa 43% mann-
dauðans af siysum og 7% af
sjálfsmorðum, og á aldrinum
20—30 ára 34% af slysum og
19% af sjálfsmorðum.
Bæði slys og sjálfsmorð voru
langtum algengari dánarorsakir
á þessum árum en þau voru
fyrir stríð, og stafar aukning
slysadauðans af aukinni notkun
vélknúinna farartækja.
Sjálfsmorð eru miklu algeng-
ari í borgum en sveitum og einn-
ig miklu algengari meðal karla
en kvenna.
ttvalastofn-
inn er í hœttu
í gær hófst í London alþjóða-
ráðstefna um hvalveiðar. Fyrir
ráðstefnunni liggur tillaga um
að erlendir eftirlitsmenn séu
háfðir um borð í sérhverju móð-
urskipi sem stundar veiðar í
suðurhöfum til þess að líta eft-
ir að alþjóðasamþvkktir um
veiðarnar séu haldnar.
8UXUR
í sumarleyfið
Fyrir dömur:
Rauðar, bláar, grænar :
brúnar, — kr. 168,00. j
Fyrir herra:
kr. 178,00.
T0LED0 |
Sími 6891. Fischersundi i
Álfsnesmöl h.f.
sendir yður eínið, saisd og m©L á byggingarstað
Útvegar yður steypuhrærivél,
ef yður vantar.
Afgreitt er úr námunni til kl. 8
á kvöldin og 12 á laugardögum.
Simi 81744 eða 6337
HEF FEtfGID
N Ý EFNI I
P A N T I Ð
STlál
V________ J
Ingélfur
Kristpnsson
klæðskeri,
Laugaveg 27, IL hœð.
Síwti: $240.
Taímlæknmga»
stofa
rnin er lokuð til 13. ágúst.
Raín Jénsson,
tannlæknir, Blönduhlíð 17.
Tannlækninga-
stofa
mín verður lokuð til 20.
ágúst.
Viðar Péíursson
í sumarieyfið
BEZT-úlpan
Skiðabuxur
Allskonar sport-
fatnaður
B ez t,
Vesturveri.
Bifreiðar með
afborgunum
Benzíntankurinn við Hall-
veigarstíg visar yður Leiðina
Bifreiðasalan, Ingólfsstr. 11
Sími 81085 Sími 81085
Þjóðviljann vantar unglinga
til að bera blaðið til kaupenda við
Blöndahlíð og á
Orímssðaðaholti
Talið við aígreiðsluna — Sími 7500
1*
Topas gieður og hressir
Topas ©r sæigæti
Sumarleyíatíminn stendur sem hæst — Ódýrari
ferðalög — Sumardvalarheimili alþýðufólks
— Sumarbústaðir auðmanna —
HALLUR skrifar: „Nú stend-
ur sumarleyfatíminn sem hæst
og allir, sean eiga þess nokk-
urn kost, iyfta sér eitthvað
upp, sumir fara í útilegu inn
á Þórsmörk eða. Landmanna-
laugar, aðrir fara í viku eða
hálfs mánaðar ferðalag með
einhverju ferðafélaginu, o.s.
frv. En því miður eiga ekki
nærri því aJIir þess kost að
„hafa -það gott" í sumarleyf-
inu sínu. Það er dýrt a.ð ferð-
ast, og ma.rgir, sem áreiðan-
lega hefðu þó mjög gaman af
því, hafa. bókstaflega ekki
efni á því. Og hvað lítinn
dagamun, sem fók vill gem
sér, kostar það ærna peninga,
og fjöldi fólks verður a.m.k.
að hugsa sig um tvisvar, áður
en það getur ákveðið, hvort
fjárhagur þess leyfi nokkurn
munað fram yfir hið Iivers-
dagslega líf. Mér hefur oft
dottið í hug, hvort verklýðs-
félögin gætu ekki skipulagt ó-
dýrar sumarleyfisferðir fyrir
meðlimi sína, bæði tveggja,
daga. helgarferðir, og eins
lengri ferðir. Það er ekki ncvg
að giamra stöðugt., um að fólk
eigi. að elska landið sitt og
kappkosía að kynnasí því,
það verður lika að vinna að
því að gera láglaunafólM
kleyft, fjárhagslega, að sjá
með eigin augum margróm-
aða. fegurð lands síns. Og í
sambandi við þetta hefur mér
oft dottið í hug, að ánægjulegt
væri, ef vinnandi fólk ætti að-
gang að hressingar- eða hvíld-
anheimilum á fögrum stað, þar
sem það gæíi dvalið í sumar-
leyfinu, þó ekki væri nema
nokkra daga. Stundum, þeg-
ar ég hef farið kring um Þing-
vallavata og séð hina glæsi-
legu sumaxbústaði auðma.nn-
anna, hef ég spurt sjáifan mig
í huganum: Hvers vegna hef-
ur ekki verði reist hér glæsi-
legt hvildarheimili handa
reykvískum húsmæðrum úr
alþýðustétt? Hverf> vegna er
ekki hér myndarlegt sumar-
dvalarheimili handa Dags-
brúnarverkamönnum ? Án efa
svara flestir því hér til, að
það skoríi fjármagn til slíkra
framkvæmda, það skortir
nefnilega. alltaf fjánmagn til
allra framkvasmda, sem miða
að því að bæta lífskjör alþýð-
unnar. En ég segi: tír því að
það er tU fjármagn íil þess að
byggja t.ugi glsesilegra sum-
arbústaði handa auðkýfingun-
um, hversu miklu fremur ætti
þá ekki að vera, til fjármagn
til þess að reisa vegleg sum-
ardvalarheimili handa þeirri
alþýðu, sem skapar auðinn.
—- Eg læt svo þessu rabbi lok-
ið, Póstur góður, og vona að
þú, sem virðist vera heldur
velviljaður okkur alþýðu-
fólkinu, birtir það í dálkimv
þínum.“ —
JÁ, Hvers vegna skyldu
menn ekki vera. velviljaðir
sínu fólki, bréfritari góður. Eg
er á sama máli og þú um það,
að æskilegt væri, að fólk ætti
kost á ódýrari ferðalögum og
annarri upplyftingu í sumar-
leyfi sínu, að ég nú ekki tali
um, hve ánæ.gjulegt væri, ef
reykvísk alþýða ætti vegleg
hvíldarheimili austur á Þing-
völlum eða á einhverjum öðr-
um fögrum- stað. Ekki ber þó
að neita því, að mikið hefur
áunnízt í þessum efnum, og
er þar fyrst að nefna. orlofs-
viðurkenning á rétti vinnandi
fólks til sumarleyfis. Það
kostaði alþýðuna langa og
fórnfrelca barátta að knýja
orlofslögin fram. og mér er
nær að halda, að sú barátta
eigi eftir að lyfta fleiri Grett-
istökum í náinni framtíð.
A£) LQKUM hafa svo Póst-
inum borizt fyrirspumir um
það, hvers vegna Sjómanna-
stofan í Tryggvagötu sé lok-
uð núna. Vísar Pósturinn
þeim fyrirspumum tíl forráða-
mamm ik-irrar stofnunar og
væntir þess.. að . þeir upplýei
málið.