Þjóðviljinn - 21.07.1956, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 21.07.1956, Qupperneq 3
Laugardagur 21. júlí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ' ..LeynivopniS í fercSi toka og samrýmdir - þeir œfSa vel tarnir voru sam- þekktu hvorir aðra hressir til leiks" segir Hallsteinn Hinriksson við heimkomu handknattleiksíl. FH iþróítasíðan átti viðtal við hinn áhugasama og þrautseiga þjálf- ara og leiðtoga þeirra Hafnfirð- ínga, Hallstein Hinriksson, um Danmerkurförina, en hann er sá sem hefur mest unnið að henni og undirbúð. Hafði hann frá mörgu að segja Og fer^ það hér á eftir í stuttu máli: — Kepptuð þið við sterk lið? — Já mjög góð lið a. m. k. ut- anhúss. Glostrup Hándboldklubb vann í sumar 1. deildarliðið Helsingör, sem er frægt lið. Frem- og Otterupliðin voru í fremstu röð í nýloknu móti, sem haldið var á Fjóni. Mótið er fyrr öll lið á Fjóni. Enda tóku 8 Sterk félög þátt í því og þar á meðai: Svendborg 1. deildarlið, Torup hið fræga 1. deildarlið og Stjernen, sem í vetur vann sig upp í deildakeppninni. Stjernen varð að mig minnir efst og svo kom Otterup og Frem. Torup varð að sætta sig við 7. sætið og Svendborg það 6. Við lékum 2 leiki við þessi 3 félög og var það vissulega verra fyrir okkur heldur en að fá ný Jið, sem ekki þekktu okkur og vissulega styrktu þeir liðin í seinni leik, einkum Otterup. Otterup var okkur erfiðara, enda léku þeir í seinni leik nokkuð öðruvísi en áður og voru heppnir og var markmaðurinn bæði heppinn og framúrskarandi góður. Síðasta kvöldið byrjuðum við kl. 7 í ofsahita og vorum ekki Sem bezt upplagðir í fyrri hálf- leik, enda misheppnaðist margt. Það var að koma fram smávegis þreyta. En í síðari hálfleik náð- um við okkur upp. Strax á eftir kepptum við við Frem og nú var komið sólarlag og hiti minnkaði, enda höfðum við fremur lítið iyrir þessum leik. — Hvernig voru keppnisskil- yrðin? — Óhagstæð fyrir okkur. í Kaupmamiahöfn var rigning, blautur og háll völlur, boltinn Óvenju lítill, og borin á hann einhver feiti, sem gerði það að verkum að slæmt væri að grípa hann. Þá kom sér vel handáburðurinn okkar sem við höfum notað hin síðari ár. Og vissulega voru okkar menn á takkaskóm eins og Dan- irnir enda ógerningur annað, því að erfitt var að fóta sig. En við gátum ekki leikið eins ofsahratt og við annars vildum. f Odense? — Ekkert að nema of mikill hiti. Og tveir erfiðir leikir í röð, smáhvíld á milli. ■— Leikaðferð Dananna? — Ahir byrjuðu þeir með öfsahraða og ætluðu auðsjáan- lega að setja okkur útaf laginu með því. Alltaf mikið línuspil nema helzt Otterup í síðari leiknum, og þeir léku vel fyrir framan mark. Við svöruðum á sama hátt, jukum hraðann enn sneira og græddum á því. En þegar fyrri hálfleikur var liálfn- aður sáu þeir að við grsédd- um á þessu og réðum betur við hraðann en þeir og léku þeir nú gætilegar og hægar. Fyrri hálfleik á móti Frem unnum við (3 2:7 og Otterup 13:4). — Ilvað sögðu Danir um ykkur? — Þeim bar öllum sam- an um það, að vörnin væri ó- Lítil telpa færir Ilallsteini Hin- rikssyni blómvönd við komu handknattleiksmanna FH í fyrradag. venju sterk eða varnarleikur okkar sérkennilegur, og einhver leyndardómur við leikaðferð okkar. Samleikur milli mark- manns og hinna einstakur. í sókn óhemju fljjátir. Allt með einhverskonar íangarsókn. Mikl- ar og fjölhæfar skyttur. — Einn sem sá 4 af okkar leikjum sagði að vörnin væri galdravöm, og sóknarhr.aði mik- ill, og komum við oftast á óvart. En burtséð frá þessu, þá væri þetta lið skemmtilegt og yfir því sérkennilegur sjarmi. Og ástæð- an væri sennilega þessi: 1. Sterk- ir og vel æfðir. 2. Búningar fal- legir og keppendur ávallt hreinir og meira ,að segja koma aldrei ógreiddir til leiks. 3. Koma vel fram, brostu jafnvel allir eitt augnablik að óhöppum, en svo strax með alvörusvip á ný. 4. mikil leikgleði. 5. Ungir. — Ykkar leikaðferð? — Við lögðum 100% áherzlu á vörnina, og vorum ávallt mjög gætnir þar. Og varnaraðferð okkar sem við höfum verið að reyna að endurbæta síðustu 2— 3 árin, átti auðvitað við á móti Dönum, því að hún er mótleikur á móti línuspili. Hvað sókn snertir þá tefldum við mjög oft á tæpasta vaðið, og heppnaðist það. Frímann Helgason myndi segja, að í sókn hefðum við gert geysiflókin upphlaup og þann veg að farin var skemmsta og auðveldasta leiðin að marki með boltann. — Hverju er að þakka að þessi varð árangurinn? — 1. Liðið er nokkur sterkt. 2. Hefur æft vel um árabii. 3. Kann mörg „triks“ í vörn og sókn (sem við höfum að vísu tapað á, fyrst þegar við höfum reynt þau). 4. Samtaka og samrýmdir leikmenn, þekkja vel hverjir aðra. 5. Taka allar keppnir alv.ar- lega og mæta hressir og hvíldir til leiks. 6. Undirbúningur eins góður og bezt var á kosið og reynt að miða æfingar við það að við stæðumst sem bezt í kepþninni við Dani. Vorum að nokkru leyti búnir undir að hitabylgja kæmi meðan við værum úti. Og reikn- uðum líka með rigningu. Heikn- uðum leikaðferð Dana rétt út. 7. Dómarar dæmdu lítið eitt öðru vísi en heima, en það háði okkur ekki að ráði, nema í fyrsta leik. Ferðin var ánægjuleg að öllu leyti. Bjuggum á einkaheimilum nema síðustu dagana í Khöfn. — Eg hef aldrei ímyndað mér, að svona löng og erfið ferð gæti gengið svona vel. En piltarnir allir voru samtaka eins og ávallt áður. Við létum engan mann skrifa undir neitt plagg með ó- teljandi reglum áður en við fór- um, eins og svo oft er. gert. En við vissum allir hvað var í húfi. Og við treystum hver öðr- um. Árangurinn kom svo í ljós. Úrslit einstakra leikja: 1. Glostrup — FH 10:11 2. Glostrup — FH 6:12 3. Frem — FII 13:22 4. Oiterup 14:21 5. Otterup (styrkt) — FH 15:16 6. Frem (styrkt) — FH 11:21 69:103 A ÍÞRÓTTIR fttTSTJÖRI. FRlMANN HELGASOI* ,,Þi8 hafiS veriS bœ ykkar og Sandi fil rnikils sóma' Hlýlegar móttökur í Hafnarfirði þegar Danmerkurfarar FH komu þangaÖ í fyrrad. Það mátti sjá á Strandgöt- unni í Hafnarfirði að eitthvað óvenjulegt var á seiði um sjö- leýtið í fyrradag. Þar var kom- ið fólk á öllum aldri, börn og gamalmenni og allt þar á milli. Allt þetta glaðlega fólk var að taka á móti drengjunum sínum sem voru að koma úr frækilegri sigurför til Danmerkur. Yfir mannhafinu mátti sjá s’trengdan borða sem á var rit- að: „Velkornnir til Hafnar- fjarðar“; slík setning liefur á- byggilega staðið í hjarta hvers einasta Hafnfirðings. Um leið og piltarnir komu út úr bifreið- inni og höfðu komið sér fyrir á gangstéttinni lék lúðrasveitin „Þú hýri Hafnarfjörður“. Þetta yljaði sýnilega hinum sig- ursælu köppum um hjartaræt- ur. Formaður iBH, Þorgeir Ib- sen, bauð þá velkomna fyrir hönd bandalagsins. Þetta hefur verið óslitin sigurganga, sagði Ibsen. Ekkert lið sem farið lief- ur utan hefur komið heim aft- ur ósigrað nema þið, og þó eru Danir engir aukvisar í hand- knattleik. Er hér um að ræða nýtt íslenzkt met sem erfitt mun að slá. Slík frammistaða verður lengi í minnum höfð. En það þarf sterk bein til að þola góða daga. Ykkur er vandi á höndum, þeissi velgengni á ekki að , hefta framsókn ykkar og á því er engin hætta ef þið haldið saman. Sem íþróttamenn er ykkur ekki til setu boðið, það verður sótt hart að ykkur, það vei'ður draumur allra að sigra ykkur. En þið eigið að verða torsóttir ef þið æfið eins og þið hafið gert, sagði Ibsen m.a. Og hann hélt áfram: Hlutur Hallsteins Hinrikssonar er meiri í þessum sigrum en okk- ur grunar. Hann liefur aldrei sparað tíma eða fyrirhöfn til að sinna þessum málum og það án nokkurs endurgjalds. Þetta er fórnarstarf sem ekki er hægt að meta til fjár, það er ómet- anlegt. Fyrir hönd bæjarstjórnarinn- ar ávarpaði Guðmundur Giss- urarson handknattleiksmenn- ina, og sagði m.a.: Þið hafið gert bæ ykkar sóma og þjóð- inni allri, það er naumast til betri landkynning en þegar í- þróttamenn heyja leiki og sigra. Þnsundir horfa á og fylgjast með. Bak við þessa sigra ykkar liggur mikið starf og þar eigið þið mest að þakka Hallsteini Hinrikssyni sem undanfarinn aldarfjórðung hefur með ráð- um og dáð leitt og leiðbeint æsku Hafnarfjarðar og nú síð- ast í þessari för. Hann hefur helgað sig þessu starfi og það verður aldrei fullþakkað, og þessir sigrar eru óneitanlega Framh. á 6. síðn ★ 1 tlag er Iaug-ardaííuriim 21. júlí. Praxedes. — 184. dagur árs- ius. Árdegisháflæði kl. S.33. Síð- degisliáflceði kl. 17.52. Laugardagur 21. júlí M Fastir liðir eins og venjulega. Ki.: 19.30 Tónleikar: —j Melachrino hljóm- sveitin leikur létt lög pl. 20.30 Upplestur: — Hann kunni tökin, smásaga í þýðingu Einars Guttormss. (Á. Tryggva- son leilcari). 20.50 Af gömlum plötum: Guðm. Jónsson kynnir nafntogaða söngvara. 21.30 Leik- rit: Sumarhús til sölu eftir Sacha Guitry í þýðingu Elíasar Mar. — Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. 22.10 Danslög pl. — 24.00 Dag- skrárlok. Edda er væntan- leg klukkan 19.00 frá Stafangri og Osió; fer héðan klukkan 20.30 til New York. — Hekla er væntanleg í kvöld frá New York; fer eftir stutta við- dvöl áleiðis til Gautaborgar og Hamborgar. Nætmwarzla er í Ingólfsapóteki, sími 1330. SbipafréHiz Eknskipafclag Islands h.f. Brúarfoss fer frá Hull á morgun til Rvikur. Dettifoss fer frá Rvík 23. þm til Helsingborg, Helsing- fors, Ventspils, Leningrad, Gdynia og Gautaborgar. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum 17. þm til Aber- deen, Hull, Rotterdam og Ham- borgar. Goðafoss fór frá Reykja- vik 18. þm til Rostock, Bremen og Hamborgar. Gullfoss fer frá Rvík kl. 12 í dag til Leith og K- hafnar. Lagarfoss fer frá Reykja- vik 24. þm til vestur- og norður- lands. Reykjafoss kom til Rvíkur 12. þm frá Hull. Tröllafoss fór frá Rvík 13. þm til N.Y. Tungufoss fór frá Norðjirði í. gærmorgun til Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Siglufjarðar, Dal- víkur, Akúreyrar, Haganesvílcur, Sauðárkróks, Drangsness, Stykkis- hólms og Rvikur. Skipatleihl SlS Hvassafell fór frarn hjá Kaúpm.- höl’n 18. þm á leið til Reyðar- fjarðar. Arnarfell er í Genoa. Jökulfell er í Hamborg. Disarfell átti að fara—fi'á Rostock. i gær áleiðis til Hornafjarðar. Litlafell fór frá Rvík í gær til Vestmanna- eyja. Helgafell fqi’ frá Vasa 19 ■•■uaaaaiiianHBaniaiiai þm 'áleiðis til Reyðarfjarðar. > Sklpaútgerð rildsins Hekla er í Kristiansand á leið til Thorshavn. Esja var væntanleg til Rvikur í gærkvöld að austan úr hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald- breið fór frá Rvik í gærkvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Þyrill er á leið til Rotterdam, Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. ] MESSTJR Á MORGUN Hallgrúnskirkja. Messa kl. 11. Ræðuefni; Byggir þú á bjargí; eða sandi?. Séra Jaltob Jóns- son. Dómkirkjan. Messa í Dómkirkj- unni klukkan 11, séra Jón Auð-i uns. ,, i 1 Borizt hefur 1« tbl. af Síma- blaðimi, Þar ert fremst grein' um Gunnlaug Briem, sem skipaður var póst- og: símamálastjóri í sumar, þá er sagtí frá aðalfundi Félags isl. síma- manna 1956, grein um Heiðmörlc með myndum, Sokki Ólafs For-t bergs, Málshöfðun tímavarða Lor- anstöðvarinnar í Vík í Mývdal gegn póst- og símamálastjórninnii afmælisgreinar o, m. fl. j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.