Þjóðviljinn - 21.07.1956, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1956, Síða 4
i) — ÞJÓÐVILJINN' — Laugardagur 21. júlí 1956 ÞlÓÐVlLIINN Útgefandi: Wameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflókkurinn Sendiherrar þurfa að kunna mannasiði f ¥ TNDANGENGIN þrjú ár j hefur dvalizt hér á landi j jbrezkur sendiherra, Hender- j Bon að nafni. Sendiherra þessi ( er nú að hverfa héðan, því j það er til siðs að sendiherrar ( ílakki milli landa, allir nema ( ÍThor Thors. Mr. Henderson I ihefur ekki haft sig mikið í ( 'frammi opinberlega hér á f landi, hvað svo sem harui kann f að hafa gert að tjaldabaki, f ©n áður en hann fór héðan f Upptendraðist hann allt í f einu af hvöt til þess að senda f íslenzku þjóðinni kveðju sína. 1 Hann kallaði því á sinn f fund blaðamenn frá málgögn- f ium þeirra flokka sem fyrir ! kosningar voru að makka við brezka útgerðarmenn um smánarsamninga í landhelgis- : málum, og boðskap Mr. Hend- ersons má lesa í blöðunum í gær. : TjAÐ er stundum sagt að ■*- Bretar séu mestir dipló- matar í heimi og kunni fyllstu skil á háttvísi. Æði margar þjóðir hafa þó aðrar sögur að segja í því efni, t.d. yrði vitnisburður Kýpurbúa um þessar mundir nokkuð á aðra , lund; en hvað sem um það má segja virðast brezk diplómat- ía, háttvísi og kurteisi ekki hafa hrinið á Mr. T. Hender- son. Kveðjuorð þessa brezka sendiherra voru sem sé dóna- leg og ósvífin afskipti af íslenzkum innanríkismálum; honum var það ríkast í huga að íslendingar héldu áfram að gera land sitt að fóta- þurrku bandariskra stríðs- manna. „Sendiherra Breta hér á landi líkir íslendingum við lítt vopnaðan mann sem ífleygir skildi sínum og stend- ur varnarlaus eftir,“ setur ■ Morgunblaðið í feitletraða fyýirsögn yfir ummæli sendi- ( herrans. Og enn segir blaðið; f „I þessu sambandi gat sendi- ; herrann þess að þjóðirnar yrðu að taka tillit hver til ' annarrar, ef vel ætti að fara, • Og ekki mættu einstakar [ þjóðir gera einhliða ráðstaf- í anir sem hefðu slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir sam- starfsþjóðirnar. Væri banda- : lagsþjóðum skylt að ráðgast ' við vinaþjóðir sínar, áður en ? mikilverðar ákvarðanir væru teknar." íslendingar „mega ekki“ ákveða einhliða að þeir ætli að búa í landi sínu einir og frjálsir, segir Mr. T. Hend- erson, þeim er „skylt“ að f felíta ráðleggingum útlend- r inga. Það er ekki að undra f jþótt Morgublaðið birti um- [ ínæli þessa manns með vel- [ þóknun; það er sem kunnugt f er stefna Sjálfstæðisflokksins j að erlendir „sérfræðingar" eigi að ákveða hversu lengi ísland skuli hernumið. Mr. T. Henderson og Mr. Ó. Thors feafa sömu skoðanir á ís- lenzku sjálfstæði, og sendi- herrann tekur einnig fram að þeim beri ekkert á milli í landhelgismálum. ÞAÐ er ástæðulaust að rök- ræða við þennan útlenda sendil um íslenzk innanríkis- mál, en það rifjaðist upp fyr- ír mörgum í gær að íslend- ingar hafa áður fengið hlið- stæðar vinarkveðjur frá Bret- um. Haustið 1946, þegar Bandaríkjamenn voru að smeygja á íslendinga fyrsta hernámsfjötrinum sendi brezka utanríkisráðuneytið orðsendingu hingað og sagði að það myndi mælast illa fyrir þar í landi ef íslend- ingar létu ekki fjötra sig. Halldór Kiljan Laxness birti þá grein hér í blaðinu og komst m.a. svo að orði: „Þeg- ar brezka utanríkisþjónustan lætur siga sér til að gerast máltól ágengra hernaðarafla í Bandaríkjunum, og telur sig ekki ofgóða að senda þessari varnarlausu fjölskyldu feótun- arbréf í von um að fá með slíku beygt vilja vorn undir erlent vald, þá er ekki nema eitt grð sem á íslenzku lýsir slíku hátterni: lítilmennska. Það er sú lítilmennska sálar- innar, sem skýtur sér bakvið vopn og höfðatölu til að sýn- ast mikilmennska. — Til er sígilt íslenzkt svar, jafnan notað ef óvarðandi aðili tekur að grípa fram í tveggja mál, eins og nú, þegar brezk stjórnarskrifstofa sendir oss tóninn með hótun um fjand- skap Englands í sjálfstæðis- baráttu vorri gagnvart Banda- ríkjum Norðurameríku. Við slíkri snubbóttri röklausri hótun, sem vér vitum fullvel að ekki er höfð í frammi við oss að vilja brezku þjóðarinn- ar, við slíku dónalegu hrópi, er ekki til nema eitt svar: Éttu það sem úti frýs,“ ÞESSI grein Halldórs Kilj- ans birtist í Þjóðviljanum 2. október 1946. Ef brezk stjórnarvöld hafa hug á að sendiboðar þeirra tileinki sér mannasiði í samskiptum við Islendinga, ættu þau að skylda hvern nýjan sendi- herra til að læra feana utanað og hegða sér samkvæmt því. Og ekki sa’kar þótt Mr. T. Henderson geri slikt hið sama; þótt hann sé að fara héðan þarf hann kannski á mannasiðum að halda í sam- skiptum við einhverja aðra þjóð. Skriða sem samþykkt Alþingis átti þátt í að hrinda af stað Viljayfirlýsing Alþingis um brottför bandarísks feers af íslandi virðist ætla að feafa víðtæk áferif. Hún hefur átt sinn þátt í að nú eru æðstu menn Bandaríkjanna að velta því fyrir sér, hvort ekki sé rétt að draga stórlega úr her- stöðvakerfinu, sem Banda- rikjamenn hafa komið sér upp á síðustu árum víðsvegar um heiminn. „Ríkisstjómin gerði sér Ijóst að þótt krafa (Islendinga^ næði ekki með öllu fram að ganga gæti hún orðið til að setja af stað skriðu i öðrum hlutum heims. Ríkis- stjómarnefndir hafa verið að velta þessu máli fyrir sér á vikulegum fundum síðan i öndverðum marz. Þær hafa reynt að komast til botns í því, hvað veldur andúðinni á dvöl erlendra herja,“ sagði Dana Adams Schmidt í skeyti frá Washington til New York Times 26. júní. Nú berast þær fregnir frá Washington, að ýmsir áhrifamestu menn Bandarikjastjórnar vilji Arthur Radford flytja þorra feandarísks her- liðs heim frá öðrum löndum. Litið er á breytt herstjórn- arkerfi Bandaríkjanna á Kyrrahafi vestanverðu sem fyrsta skrefið tíl framkvæmda á slíkri stefnubreytingu. Eitt af verkefnum yfirher- ráðs IBandaríkjanna er að gera á þriggja ára fresti til- lögur um hernaðaráætlun á heimsmælikvarða þrjú ár fram í tímann. Áætlunin sem gerð var 1953 er nú að renna út, í vor hófst undirbúningur að samningu tillagna um nýja á- ætlun. Brátt kom í ljós að innan herráðsins var djúp- stæður ágreiningur milli for- manns þess, Radfords aðmír- áls, annars vegar og fulltrúa landhers, flughers og flota hinsvegar. Radford hafnaði tillögum félaga sinna og er þeir höfðu ekki samið nýjar fyrir ákveðinn tíma útbjó hann sjálfur álitsgerð og setti þar fram sjónarmið, sem hann gaf í skyn að nytu samþykk- is Eisenhowers forseta, en hann tekur lokaákvörðun um hernaðaráætlunina í heild. Þegar æðstu menn banda- rískra hermála fengu tillögu Radfords í hendur varð þeiin fyrst fyrir að reyna að hindra að vitneskja um deiluna innan yfirherráðsins blandaðist í kosningabaráttuna. Öll eintök af tillögu Radfords voru stimpluð ríkisleyndarmál og bannað að taka afrit af þeim. Jafnframt voru yfirherráðinu gefin fyrirmæli um að allt starf að samningu hernaðará- ætlunarinnar skyldi liggja niðri fram yfir forsetakosn- ingar. Erlend tíðimdi á nthony Leviero, sá frétta- ritari New York Times í Washington sem annast frétta sambönd við landvarnaráðu- neýtið, komst þó á snoðir um, fevað var að gerast, og 13. júlí birti hann í blaði sínu meginatriðin úr tillögum Radfords. Þau eru 1 stuttu máli á þá leið, að fækka skuli í herafla Bandaríkjanna um 800.000 manns á næstu þrem árum. Fækkunín á einkum að bitna á landher og flota. Nú eru 2.814.000 Bandaríkjamenn undir vopnum. Af liðsafla bandaríska landhersins eru 40 af feundraði í herstöðvum Bandaríkjanna í Evrópu, Asíu og Afríku. Svipað mun hlut- fallið vera í flugher og flota. Fækkun um 800.000 manns myndi því hafa í för með sér að liði í herstöðvunum myndi. fækka um 320.000 manns. IJélagar Radfords í yfirher- ráðinu héldu því fram, að sögn Levieros, að slík fækkun myndi hafa það í för með sér að fækka yrði her- stöðvunum verulega. Auk þess létu þeir í Ijós ótta við, að ef bandarísku herliði í Þýzkalandi, Kóreu og Japan, þar sem megnið af liðsafla Bandaríkjanna erlendis hefst við, yrði fækkað verulega, myndu herbandalögin, sem Bandaríkjastjórn hefur lagt svo mikið kapp á að koma upp, ganga úr skorðum. Levi- ero segir, að allt bendi til að Radford túlki í tillögum sín- um sjónarmið Wilsons land- varnaráðherra, Humphreys fjármálaráðherra og að lík- indum Eisenhowers. Ráð- herrarnir séu þeirrar skoðun- ar að hernaðarútgjöldin megi ekki fara yfir 40.000 milljónir dollara á ári, eUa verði greiðsluhalli á fjárlög- um og ógerlegt að lækka skatta. Kjarnorkusprengjur, eldflaugar og önnur ný vopn séu hins vegar svo dýr, kostn- aður við þau vaxi svo ört, að hernaðarútgjöldin myndu brátt fara yfir’ 50.000 milljón- ir dollara ef ekki sé sparað með þvi að fækka mönnum undir vopnum. Hvað það snert ir að ekki sé gerlegt að treysta nær eingöngu á kjam- orkuvopn, sé því til að svara að bandamenn Bandaríkjanna séu ekki of góðir til að leggja til landher, fallbyssufóðrið. 1 kosningabaráttunni 1952 var kjörorð Eisenhowers: „Asíu- menn eiga að berjast við Asíumenn". I J Tppljóstrun Levieros var að- alurræðuefnið á fundi Dullesar utanríkisráðherra með fréttamönnum í þessari viku. Hann staðfesti, að verið væri að kanná mögulcikn. á að fækka í herafla Bandaríkj- anna. Ákvarðanir um fækkun feeriiðs í Evrópu yrðu teknar í samráði við önnur A-banda- lagsríki. Ráðherrann viður- kenn^li, að þýðing herstöðva erlendis þverraði jafnóðum og flugvélar yrðu langfleygari og skeyti langdrægari. Edwin L. Dale, einn af fréttamönnum New York Times í Washing- 'ton, skýrir frá því 17. júlí að tillögur Radfords hafi ekki vakið þá andstöðu meðal yf- irmanna utanríkismála Banda ríkjanna sem búizt hafi verið við. I utanríkisráðuneytinu séu menn þeirrar skoðunar aS Bretland og önnur Evrópuríki muni fækka í herjum sínum og ekki sé nema eðlilegt að Framhald á 7. síðu Frá A-bandalagsherœfingum í Þýzkálandi, þar sem bandarískir, brezkir og franskir hermenn tóku þátt. Nú rœða brezkir og bandarískir ráðamenn um að fœkka liði sínu í Vestur-Þýzkalandi um helming að minnsta kosti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.