Þjóðviljinn - 15.09.1956, Qupperneq 4
&)’ — í>JÓÐVILJINN — Laugardagur 15. september 1956
„Gyðja, herm þú mér frá
manninum“. Setningu sem
táknaði eitthvað þessu líkt
stautaði ég mig fram úr fyr-
ir mörgum árum í útlendri
bók með torkennilegu letri.
En löngu fyrr, þegar ég
Steig enn við stokkinn hjá afa
mínum blindúm og hafði
aldrei heyrt nefndan annan
staf en þann sem hann studdi
sig við út og inn, og hélt að
allur fróðleikur og öll gleði
byggi aðeins innra með mönn-
um og birtist sem vel kveðin
ríma, fallegur passíusálmur,
atburðarík Islendingasaga,
geigvænleg draugasaga með
rétt skotnum silfurhnöppum
af vestinu í tæka tíð, fiski-
leysi og fátækt, en feitur
bjargfugl líka og jafnvel
brennivín, — þá komu líka
stundum ókunnugir menn og
höfðu frá öðru að segja. Einn
hinna sjaldséðari gesta varð
mér smám saman minnistæð-
ari en aðrir, rösklegur maður,
glaður í bragði og ræðinn,
með yfirskegg sem kitlaði; -—
öðru vísi en hinir. Þessi mað-
ur sem hafði farið víða og
kynnzt við marga menn,
reyndist vera faðir minn.
Honum varð tíðrætt um vini
eína og samverkamenn, ekki
sízt Bjöm nokkurn Þorgríms-
son, er hann þekkti frá Kefla-
vík, góðan mann, glaðan og
Fyrirspurn um segulbandstæki — Höíuðíatamenn-
ingin — Eftirmæli um battersbyhatt — Góðir
listamenn — Leiðrétting
ef félag skyldi kalla, sem þeir
nefna Reykvíkingafélag. En
Björn getur eins og fleiri, en
þó öðruni fremur, huggað sig
Bjcra JÞorgrímsson
sjötugur
vinfastan. Frá honum hermdi
faðir minn margt, einungis
gott eitt, blandað fjöri, hug-
vitssemi og gáska. Hann svar-
aði alltaf með gleði öllum
spurningum um Björn Þor-
grímsson. Þannig var Björn
orðinn í hópi minna beztu
Ikunningja og vina einum
tveimur áratugum áður en ég
sá hann sjálfur í fyrsta sinn.
Seinna komu svo venzl og
dagleg kynni.
Björn er borinn og barn-
fæddur að Borgum í Horna-
firði 15. september árið 1886,
eonur hjónanna Þorgríms
læknis og alþingismanns Þórð-
arsonar og Jóhönnu Andreu
Knudsen, en að þeim stóð
kjamafólk í báðar ættir, ekki
sízt gamlir Reykvíkingar. Með
foreldrum sínum fluttist
Björn til Keflavíkur ungur að
árum, en með konu sinni til
Reykjavíkur, og hafa þau
hjón búið hér í meira en þrjá
áratugi, og Björn stundað
verzlunar- og skrifstofustörf.
IMunu nú fáir menn vera betri
eða meiri Reykvíkingar en
Björn bæði að ætterni og við-
horfi, þótt aldrei geti hann
hlotið inngöngu í félag það,
NORSK
BLÖÐ
Blaðaturninn,
Laugavegi 30 B.:
við það, að hann hefur ekki
þurft að kvarta undan ein-
angrun eða átthagaskorti um
dagana. Ég held að ekki sé til
sá Hornfirðingur sem heldur
því fram í alvöru að Björn sé
farinn úr Nesjunum enn, hvað
þá alfarinn. Svipað mun Kefl-
víkingum finnast.
Ekkert er ég að tíunda hér
skólasetur Björns eða dag-
leg störf. Það þekkja allir
manninn og vita að hann er
hamhleypa til verka, ósérhlíf-
inn og góður félagi. Tóm-
stundir sínar hefur hann á
manndómsárunum mest notað
til sjálfsnáms í tungumálum,
og er tungumálamaður ágæt-
ur. Sérstöku ástfóstri tók
hann við rómönsku mál-
in, einkum frönsku, enda var
hann sjálfkjörinn ambassa-
deur Hornfirðinga hér vestra á
meðan það mál var hin eina
viðurkennda tunga diplómata
um allan heim. Og ekki þarf
að kynna Björn nánar fyrir
öðrum Reykvíkingum.
Til uppruna síns sækir hann
einkenni sín og marga eðlis-
kosti eins og aðrir, en gest-
risni hans og alúð hefur ekki
beðið tjón í kynnum hans við
Austur-Skaftfellinga, þar sem
örlætið býður manninum að
fylgja sínum fátækasta gesti
ekki aðeins úr hlaði, heldur
jafnvel á leiðarenda, og gefa
honum þar að skilnaði farar-
skjótann og aleigu sína í
reiðufé, en snúa síðan heim á
leið sjálfur fótgangandi bein-
ingamaður um ókunn héruð;
og þar sem stífsinnið upp á
réttinn er svo afsláttarlaust
að sömu aðilar höfða jafnvel
mál gegn fuglum himinsins,
ef þeir fljúga í rangan tíma
inn í beztu stofuna. Og þrek-
lyndi Björns, veiðiskapar- og
veizlugleði, drengskapur hans
og einurð, og samúðin með
lítilmagnanum leið engan
hnekki við dvöl hans á Suður-
nesjum og kynnum hans við
mannlífiö þar.
Kvæntur er Björn Mörtu
Valgerði Jónsdóttur, víðkunn-
um ættfræðingi og fjölmennt-
aðri gáfukonu. Hefur hehnili
þeirra um áratugi verið eitt
hið ágætasta hér í höfuðborg-
inni, arinn fróðleiks og lista,
athvarf skyldra og vanda-
lausra.
Á þessum misserum hefur
lagzt myrkur yfir hvarmaljós
þessa bjartsýna manns.
Skuggi byrgir nú fránar sjón-
ir. Og verður þá margt öðru-
vísi en áður hið ytra. En þá
mun reynast heilladrjúgt að
hafa á langri æfi glætt með
sér ljós hið innra og safnað
um sig góðvild og hlýju þeli
óteljandi vina. Og þrátt fyrir
sjón og ytri sýnd vita allir
að uppspretta hamingjunnar
og gleðinnar býr hið innra og
nærist af dögg sem féll fyrir
löngu. Þessvegna munu bæði
ég og aðrir halda áfram að
sækja skemmtun og gaman til
Björns í dag og á morgun
eins og endranær, þvi að af
nógu er að taka. Að svo
mæltu óska ég honum til
hamingjú með afmælisdaginn.
Gyðjan hefur kýnnt okkur
manninn, en hann hefur sjálf-
ur í verki sýnt og sannað vin-
um sínum hvern mann hann
hafði að geyma.
Þorvaldur Þórarinsson.
NÓI SKRIFAR: „Kæri Bæjar-
póstur! Geturðu frætt mig
um það, hvar maður getur
fengið seguíbandstæki ? Mig
langar mjög mikið til að eign-
ast slík tæki, en ég hef hvergi
séð þau til sölu. Mér er líka
sagt, að það sé erfitt að fá
þau, og maður þurfi að hafa
leyfi fyrir þeim.“ — Eg hygg
að segulbandstæki fáist helzt
í viðtækjaverzlunum, t. d.
Viðtækjaverzlun ríkisins og e.
t. v. víðar. Sömuleiðis hygg
ég að tækin séu ekki flutt
inn nema samkvæmt leyfum,
þannig, að sá sem ætlar
að fá segulbandtæki, þurfi
að fá innflutningsleyfi fyr-
ir þeim sjálfur. EStthvað
af þessum tækjum hefur ver-
ið flutt inn fyrir skólana,
enda hygg ég, að þau geti
verið slíkum stofnunum til
ómetanlegs gagns og gamans.
Annars bið ég hlutaðeigandi
aðilja að leiðrétta ummæli
mín, ef ekki er hér rétt með
farið, —•
BERHAUSAÐUR skrifar:
„Sæll Bæjarpóstur! Mér datt
í hug að senda þér nokkur
orð um höfuðfatamenninguna.
Algengustu og raunar nálega
einu tegundir höfuðfata hér
eru derhúfur og hattar, en
hvorug er hentug. Hattarnir
eru á ýmsan hátt óþægileg
höfuðföt, t. d. í hvössu veðri,
þegar þeir stofna' til eltinga-
leiks milli sín og eigenda
sinna, sem sumum er margt
betur gefið en spretthlaup,
húfumar eru heldur ekki
heppilegar, vegna þess að
kvenfólkinu finnst þær svo
Ijótar og púkalegar, að það
lítur helzt ekki við mönn-
um, sem ganga með derhúfu
á höfðinu. Geta tízkusérfræð-
ingamir ekki fundið upp eitt-
hvert höfuðfat, sem samein-
ar kosti hatts óg derhúfu, en
.......
er laust við ágalla þeirra? Ef
það kæmi fram slíkt höfuð
fat, mundi ég (og eflaust
niargir fleiri) steinhætta að
gpnga berhöfðaður, og frómt
frá sagt fer ég bráðum að
verða feiminn við að ganga
berhöfðaður öllu lengur, af
vissum ástæðum." — Póst-
úrinn sem gengur alltaf
með derhúfu í vinnunni,
en berhöfðaður á „frí-
.vöktum“, hefur ekki athugað
þetta fyrr. Annars átti ég
íifSaitslW
FYEIfiLIGGJANDI
flölnið saltsíld, beinlaus og roðlaus á áttungum
MÍÐSTOÐIN h.f.
■ „
Vesturgötu 20 — Síxuar 1067 og 81438
■
■
■
einu sinni hatt, brúnan batt-
ersbyhatt, mjög virðulegan.
Um þann hatt var m. a. ortí..
„Hatturinn minn er brúnn og
barðastór
af battersbyhattakyni.
Ég fann engan hatt, sem var
brúnn og betur fór
herra B ............... syni.’
Nú geng ég í augu fólksinö
í fyrsta sinn,
sHkur forláta hattur er hann.
— Já, mikið „flikkað" hefur
hatturinn minn
upp á höfuð mannsins, sem
ber hann.“
— Þessa ágæta hatts biðu
mjög svipleg örlög. Hantti
var sem sé sendur heim til
Reykjavíkur sjóleiðis frá
Warnemiinde í Þýzkalandi,
vafinn innan í svefnpoka, og
þegar hann kom úr þeirri
ferð var hann engu líkur,
allra sízt sjálfum sér. Síðan
hef ég aldrei sett upp hatt.
•V?' í
DÓRI SKRIFAR: „Eg var á
tónleikum sovétlistamanna í
Austurbæjarbíói í fyrrakvöld,
og fannst mér sem öðriun.
mikið til um list hinna fjar-
komnu gesta. Eg er enginn
listdómari, þó ég hafi mikið.
yndi af tónlist; en það var
auðheyrt á viðtökunum að
þessir 780, sem voru í hús-
inu, urðu ekki fyrir vonbrigð-
um með listamennina. Bassa-
söngvarinn Morosoff, sem
kom síðastur fram, lét þó
einna mest til sín taka, enda
var hann klappaður fram
fjórum sinnum eftir aukalag-
ið — þó hann gerði okkur
það ekki til eftirlætis að
syngja nema eitt aukalag. í
kvöld kl. 7 koma tveir hinna
sovézku listamanna aftur
fram í Austurbæjarbíói og
hinir tveir kl. 7 annað kvöld,
en undirleikarinn stendur í
eldinum bæði kvöldin. Eg vil
leyfa mér að vænta þess að
Reykvíkingar fylli þennan
stærsta samkomusal borgar-
innra bæði kvöldin; það verð-
ur enginn fyrir vonbrigðum
— þetta er hámenntað lista-
fólk og flytur göfuga list“.
ÞÁ ER rétt og skylt að geta
þess, að fyllingar í kúlu-
penna, sem ég minntist á um
daginn og áleit að hefðu
hækkað í verði, liafa ekkert
hækkað nýlega. Það virðist
„aðeins‘“ hafa verið um
mistök að ræða í sam-
bandi við fyllingakaupin hjá
mér (sennilega misminni eða
athugunarleysi afgreiðslu-
stúlknanna), mistök, sem ollu
því, að ég áleit að marg-
nefndar fyllingar hefðu
hækkað í verði nýlega.
GÓÐUR vinur Bæjarpóstsitis
hefur bent honum á ,að vísa
sú sem eignuð var Þorsteini
Erlingssyni í síðasta pósti
muni réttilega vera eftir And-
rés Bjömsson.