Þjóðviljinn - 15.09.1956, Qupperneq 6
[JJ — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. september 1956
móÐyiuiNN
Útgejandi:
B»meimngarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
Stétíarsamtökin höfðu úrslita-
valdið
! 'ffihaldsblöðin halda áfram að
1 -^hamra á þeim ósannindum að
samtök verkamanna og bænda
hafi engan hlut átt að setn-
ingu bráðabirgðalaganna um
festingu kaupgjaldsvísitölunn-
i ar og verðlagsins. Þetta eru
svo ósvífnar staðhæfingar að
[ furðu gegnir að íhaldsblöðin
! skuli leyfa sér að bera þær
fram. Með því gerir íhaldið
1 sig að viðundri meðal verka-
manna og bænda um allt
land. Áður en lögin voru gef-
in út hafði ríkisstjórnin náið
samráð við forustumenn stétt-
arsamtakanna og eftirtaldir
! aðilar höfðu lýst stuðningi
I sinum við þá leið sem valin
I var:
f Fjölmennur fundur stjórna
■ verkalýðsfélaganna í Reykja-
! vík.
Miðstjórnir Alþýðusam-
bands Vestfjarða, Alþýðu-
sambands Norðurlands, Al-
þýðusambands Austurlands.
Miðstjórn Alþýðusambands
Islands.
étjórnir og forustumenn
fjölmargra einstakra verka-
lýðsfélaga víðsvegar um land.
Stjórn Stéttarsambands
bænda.
■jnnginn forustuaðili í stétt-
arsamtökum vinnandi
fólks lagðist gegn því að þessi
leið væri farin meðan verið
væri að rannsaka ástand
efnahagsmálanna og leita var-
anlegra úrræða til lausnar á
vandamálum þeirra.
etta er hið sanna í mál-
inu og þesstim staðreynd-
um verður ekki hnekkt hversu
oft sem íhaldsblöðin endur-
taka staðleysur sínar. Og til
viðbótar þetta: Það voru sjálf
stéttarsamökin sem höfðu úr-
slitavaldið um setningu
bráðabirgðalaganna. Án sam-
þykkis þeirra og vilja hefðu
bráðabirgðalögin um festingu
verðlagsins og vísitölunnar
alls ekki verið gefin út. Þessu
hefur margssinnis verið yfir
lýst og forustumenn stéttar-
samtakanna vita allra manna
bezt að þetta er sannleikan-
um samkvæmt.
Staðhæfingar íhaldsins um
hið gagnstæða eru því ó-
merkilegar blekkingartilraun-
ir óheiðarlegra og sjúkra
valdastreitumanna sem einskis
svífast í erindrekstri sínum
fyrir verðbólgubraskarana.
Þetta skilja vinustéttirnar
sem hafa orðið að bera þunga
dýrtíðarinnar meðan spekul-
antarnir hafa grætt í skjóli
hennar. Áróður íhaldsins ber
því ekki annan árangur en
þann að auka fylgi almenn-
ings við ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar en afhjúpa ó-
heiðarleik og valdabrask í-
haldsforkólfanna.
Brottför hersins
C.I. sumar samþykkti Alþingi
^ eins og alkunnugt er að
hernámssamningurinn skyldi
endurskoðaður og allt erlent
herlið sent af landi brott.
Þar sem mjög er nú um það
spurt hvernig þeim málum
líði þykir Þjóðviljanum rétt
að rifja enn einu sinni upp
málsmeðferð þá sem samn-
ingarnir kveða á um:
"píkisstjórn Islands tilkynnir
Bandaríkjastjórn og ráði
Norður-Atlanzhafsbandalags-
ins kröfu sína um að her-
námssamningurirnn sé endur-
skoðaður. Þetta var gert í
sumar og skýrði ríkisstjórnin
jafnframt svo frá að endur-
skoðunartíminn hæfist 1. á-
gúst. Hann stendur í sex
mánuði eða til 1. febrúar n.k.
Þegar þessu tímabili er lokið
getur ríkisstjórn íslands sagt
samningnum formlega upp.
Fe’Iur þá samningurinn
úr gildi tólf mánuðum síðar
eða 1. febrúar 1958. Núver-
andi ríkisstjórn hefur sem
kunnugt er heitið því að
framkvæma ályktun Alþingis
samningsins um brottflutning
hersins, en samkvæmt ákvæð-
um hernámssamningsins hef-
ur herinn rétt til að sitja
hér til 1. febrúar 1958. Hins-
vegar er honum að sjálfsögðu
heimilt að fjarlægja sig fyrr,
og mundu fáir harma þótt
Bandaríkjastjórn veldi þann
kost sem allra skjótast.
í meðan á þessum forms-
atriðum stendur er ákaf-
lega hvimleitt að sjá banda-
rískan hermannalýð flæða
um Reykjavík. Það er svo að
sjá sem sízt hafi dregið úr
heimsóknum þessara óvel-
komnu gesta til höfuðborgar-
innar og að leynireglurnar
frægu geri ákaflega lítið
gagn. Það væri vel þegin
ráðstöfun að binda nú þegar
endi á flakk hermanna utan
herstöðvanna og í fullu sam-
ræmi við þá ákvörðun Al-
þingis og þjóðarinnar að
losna við herinn að fullu úr
landinu þegar er ákvæði
samninga leyfa. -
Mér verdur siómaunslns dæmi
Jónas Árnason: SJÓR OG
MENN. 216 blaðsíður. —
Heimskringla 1956. —
Prentsmiðjan Rún prent-
aði.
Jónas Árnason fer sínar eig-
in götur. Þegar aðrir flykktust
suður á Keflavíkurflugvöll eða
inn á skrifstofur, fór hann af
skrifstofu út á sjó. Þegar aðr-
ir hópuðust til Reykjavíkur,
hélt hann austur á land. Og
þegar aðrir þegja, þá talar
hann.
Eg veit ekki hver er orsök
þess að Jónas Árnason gerðist
sjómaður, en bók hans Sjór
og menn er ein afleiðingin —
ef svo kauðalega má komast
að orði. Það er bók sem ekki
er hægt að skrifa nema lifa
hana fyrst; sá einn talar af
valdi um sjómennsku sem í
hana hefur komizt. Hafið og
menn þess hafa fengið mjög
á Jónas Árnason; og síðan er
sem allt verði honum sjómanns-
ins dæmi, svo hagrætt sé orða-
lagi í fornu kvæði.
Tökum til dæmis þær tvær
ritgerðir sem í bókinni birtast:
Einn kaldur dropi og Vertu
maður. Hin fyrri hefst með
sögu af sjómönnum. Og nið-
urstaðan er þessi: „Hvað allt
mundi vera miklu heilbrigðara
og bjartara, ef allir fslendingar
væru eins og þessir menn — í
hjartanu". í hinni síðari segir
einnig af sjómönnum: „Ef ein-
hver bæði mig um glögga skýr-
ingu á því hvað ég eigi við
með þjóðarstolti, þá mundi ég
svara með því að benda á
þessa tvo norðfirzku fiski-
menn“. Greinarnar fjalla um
íslenzka niðurlægingu á Kefla-
víkurvelli og um það brýna
verkefni að efla raunverulegt
þjóðarstolt með íslendingum
að nýju. Ef til vill eru þessar
greinar þyngstar á metunum
í bók Jónasar — ekki fyrir stíls
sakir eða bókmenntagildi eitt,
heldur fyrir þann bera sannleik
sem þær boða, fyrir þá mann-
legu reisn sem þær eru inn-
blásnar af. Vildu margir þessa
Lilju kveðið hafa; Jónas Árna-
son varð það skáld. En honum
hefði ekki orðið þess auðið ef
hann hefði haldið áfram að
rækja skrifstofur. Þeir kenndu
honum þessa vizku á hafinu
— ekki með tali sínu, heldur
í verki sinu. Enda segir Jónas
á einum stað, og hefur það
eftir vitrum manni: „Gott for-
dæmi er betra en nokkur pre-
dikun“ Honum verður sjó-
mannsins dæmi að sannleik og
opinberun.
Annars hefst bókin á sögunni
Tíðindalaust í kirkjugarðinum
og lýkur á kvæðinu Ragnari
pokamanni. Kvæðið er einkar
lipurlega saman sett, og sagan
er býsna skemmtileg, enda er
Jónasi Árnasyni ósýnt um að
vera leiðinlegur; en hvorki
sagan né kvæðið sannfærir
mann um að höfundurinn sé
skapandi skáld. f sögunni er
mikil ádeila, en henni er ekki
komið fyrir með skáldlegum
hætti, heldur birtist hún ein-
vörðungu í rösklegum munn-
söfnuði: tveir menn tala sam-
an, og annar þeirra hellir úr
skálum reiði sinnar yfir þriðja
mann. Á hinn bóginn eru til-
tektir aðalpersónunnar öldung-
is einstæðar; en höfundi tekst
ekki að hnita saman í skáld-
lega heild hið hversdags-
lega og fráleita í sögunni,
Jónas Árnason
þó af þeim þáttum sé margur
góður skáldskapur risinn; —
hún er skemmtilegir molar, en
ekki runnið berg.
Meginefni bókarinnar er í
tveimur næstu köflum hennar:
Á miðum og Komdu nú á
krókinn mínn — frásagnir af
sjómönnum og veiðum, og ger-
ast allar á hafi: Manni kem-
ur í hug að höfundur hafi sett
þessar frásagnir sáman á þann
veg að þær gæfu í heild sem
fjölbreyttasta mynd af sjó-
mÖnnum og sjómennsku. Þar
eru fyrst sögur úr síldinni, og
fara fram um borð í 300 smá-
lesta skipi. Næst segir frá tog-
veiðum á „nýsköpunartogaran-
um Fylki“ Þá er röðin komin
að línuveiðum á mótorbátnum
Mýrdælingi, 17 smálestir. Eft-
ir það siglum við á trillu með
Pétri Hoffmann (og öðrum til).
Nú koma ýsuVeiðar í Garða-
sjó, eftir það humarveiðar frá
Grindavik. Svo er lýst togara-
siglingu í norðanstormi frá
Hamborg til íslands; og að
lokum eru tvær frásagnir af
færaveiðum undan Austfjörð-
um.
<
Það kostar víst mikið nám
að verða góður sjómaður: kynn-
ast miðunum, lærá á hátterni
fisksins, att'a sig á straumum
og öðrum eðliseigindum sjáv-
arins; og svo er 1 dálítið af ó-
skráðum logum sem hver góð-
ur sjomaður verður að upp-
götva á eigin spýtur. Jónas
Árnason segir frá ýmsu af
þessu, og frásagnir hans eru
einnig náma um sjómennskumál.
En maðurinn sjálfur er þó æv-
inlega þungamiðja frásagnar
hans. Sjórinn er viður og enda-
laus, en þó er það mest sem
gerist um borð í lítilli fleytu
— hvort sem hún kallast trilla
eða togari. Og Jónas Árnason
á það sammerkt rhörgum beztu
höfundum að harin segir stóra
hluti með einföldum orðum:
„En eina nóttina, þegar hann
var búinn að segja mér hvern-
ig lúxusinn var á milljónera-
jagtinni sem hann sigldi á í
sex mánuði meðfram Kaliforn-
íuströhdumt og hvað leður-
blökurnar sóttust mikið eftir
því að bíta hann í tærnar á!
Kúbu þar sem hann lá þrjár:
nætur í frumskóginum eftir að
hafa strokið skólaus af dönsku
skipi í mótmælaskýni við geð-
vonzku stýrimannsins, og
hvernig hinar ýmsu tegundir
hvalfiska höguðu ástalífi sínu
í Suðuríshafinu, — þá þagn-
aði hann skyndilega, hallaði
sér fram í brúargluggann og
horfði nokkra stund hugsandi
út í myrkrið, en spurði svo:
„Heyrðu, Jónas. Hvernig er á
Þingvöllum?“
Vera má að hinum faglega
þætti íslenzkrar sjómennsku
hafi einhverntíma verið lýst
með nákvæmari hætti en Jón-
ar Árnason temur sér í Sjó og
mönnum; en það er þó öldungis
óvíst. En hitt orkar ekki tví-
mælis að sjómaðurinn okkar
sjálfur hefur aldrei birzt í jafn-
skærum leiftrum og í þessari
bók. í útlendum bókmennta-
sögum er oft greint frá höf-
undum, sem lýst hafi ákveðn-
um stéttum af mikilli dýrð;
Jónas Árnason lýsir íslenzkum
sjómönnum af hlýju hugarþeli
og næmri skynjan. Og hann
hefur ekki aðeins góðan hug
til að bera, heldur mikla stíl-
leikni; má kannski bezt marka
hana af því, hvernig hann leik-
ur sér að því að snúa þungri
alvöru í léttan gáska með einni
stuttri setningu — án þess les-
andinn verði var minnstu á-
reynslu. Manni finnst hann
skrifa eins og hann sé að tala,
en það kemur fljótt á daginn
að hann hefur mikil stílbrögð
í tafli.
Annars er óþarft- að hafa í
frammi áróður fyrir skrifum
Jónasar Árnasonar við lesend-
ur Þjóðviljans. Hitt er gott að
mega segja að bók hans er
ekki aðeins listrænt verk, held-
ur og mannlegt skilríki af
beztu gerð — bæði um höfund-
inn sjálfan og þá sem hann
hefur lært að unna. B. B.
I----------------'7
mxLBweúB
si&uumcutrauscra
Minnlngarkortin era tll sölo
t skrifstofn Sósíalistaflokks-
ins, Tjarnargötn 20; afgreiftsln
Þjóðviljans; BókabúS Kron;
Bókabúð Máls og menníngar,
Skólavörðustig 21; og i Bóka-
verzlun Þorvaldar Bjarnasoa-
U i HaínarfirSL
j ,---r .----------’ --------1