Þjóðviljinn - 15.09.1956, Qupperneq 7
/.
Via Margutta er lítil þröng
gata. Hún er skammt frá Piazza
di Spagna í listamannahverfi
Rómabbrgar. Á báðar hendur
eru vinnustofur málara og
myndhöggvara. Þú gengur inn
í húsagarð. Þar standa ýmis-
konar höggmyndir, stundum
gamlar og þá oft brotið út úr;
stundum eru þær ófullgerðar
kannski frá í gær eða í morg-
un, kannski frá því fyrir tveim
árum þegar hinn striðandi höf-
undur sá loks fram á að hon-
um hentaði annað verksvið og'
gafst upp. Eða þraut fé og varð
að fara heim, hafði ekki ráð
á því að flytja myndina. Og
þú horfir upp í gluggana á
þessum stóru og indælu vinnu-
stofum og hugsar um þá fá-
tæku listamenn sem stóðu
svona og hugsuðu: Ef maður
hefði nú svona vinnustofu. En
það kostar peninga og það
kemur stundum fyrir að pen-
ingum hefur ekki verið deilt
niður í réttu hlutfalli við hæfi-
leika eins og við íslendingar
sjáum árlega mjög átakanlega
þegar hin afar virðulega út-
hlutunarnefnd listalauna hefur
lokið starfi og náttúrlega geng-
ið í gegnum sálarstrið sem
minnir um söguna af Þorgeiri
Ljósvetningagoða undir feldin-
um að upphugsa ráð til þess
að hindra allsherjar hjaðninga-
vig og borgarastyrjöld.
Svo fara þessir fátæku lista-
menn sem ekki geta leigt sér
vinnustofur heim í dimmar
kytrur undir þaki, kannski
fuglakassa úti á þaki: rúm,
einn stóll, skakkur fataskáp-
sem ekki er hægt að loka, vatn
í könnu og sprungin þvotta-
skál, og reyna að mála á þeim
mjóa gangi sem er milli rúms-
ins ,og lítils glugga sem er svo
hátt uppi að maður getur ekki
stutt oinbogum á gluggakist-
una án þess að standa á stóln-
um og svo þröngur að lífsleið-
ur maður verður að skáskjóta
sér af mestu vandvirkni til
þess að komast út um hann.
Fimm sex hæðir niður. Þarna
er hann að reyna að skapa
list. Það er gömul saga en hún
er líka frá í dag, og ætli hún
verði úrelt á morgun.
En i Via Margutta eru ekki
allir að reyhá að búá til óselj-
anlega iist. Þar er líka búin
til seljanieg list. Og svo er þar
fyrirtæki sem lifir góðu lífi
á því að smíða gömul húsgögn
handa ferðamönnum, antíkk,
mest fyrir Ameríkumenn sem
vantar the continental look frá
liðnum öldum.
Oft verða fyrir hinum undr-
andi ferðamanni torkennilegir
og furðulegir menn og konur
sem fara um götuna búin lit-
klæðum, stundum sér hann
skeggjaða menn. Ja þessir lista-
menn, hugsar ferðamaðurinn
sem karinski er sjálfur virtur
borgari i sínu heimalandi. í
honum .vaknar ef til vill ótta-
blandin öfund og hann segir
við sig sjálfan: Þeir geta svo
sem ieyft sér þetta. Það er
munur en við sem þurfum að
vinna.,,Pg þeir geta gengið á
peysu, Þáð er munur en við,
ejtki getum við leyft okkur að
ganga i peysu. Hvað mundi
fólk segja ef við kæmum svona
útbúnir, á, kontórinn og ekki
með flibba' og bindi eins og al-
mennilegt. ífólk.
,i , .En það hlálega er nú samt
Laugardagur 15. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
að allir listamenn vinna. Þeir
listamenn sem ekki vinna eru
trúðar, loddarar. Þeir eru rétt
eins og einhver Brooklynróni
sem kæmi hingað og kallaði til
sín blaðamenn og segðist vera
meþódiskur skriftafaðir John
Foster Dulles eða varaforseti
Uruguay og væri síðan kostað-
ur af landsstjórninni til að
sitja júblandi veizlur víðsvegar
um landið vikum saman. Ég
þekki enga listamenn sem ekki
vinna. Sumir eru þeir vinn-
andi myrkranna á milli og
meira til. Þótt þeir séu sívinn-
andi vantar svona menn oft að
éta. En þeir eru teymdir áfram.
þessum tveim mönnum sem
eru nú dauðir, hinn er lítill og
hjólbeinóttur og segir: Nú eru
þeir jafnir. Hvað sagði ekki
Einar í Bólu svo miklu bet-
ur: Þú flytur á einum eins og
ég/ allra seinast héðan.
Þessir þrír höfundar semja
söguna letilega í hitanum eins
og þeir væru að ráðgera vetr-
arstarfsemi fyrir íþróttafélag,
tala saman um efnið, einn
skrifar:
Dökkur ungur maður með
villtan kraft í svipnum frem-
ur ófríður á þann hátt sem
hæfir karlmanni til að erta
konur, loðbrýndur og sam-
Thor Vilhjálmsson
Frá Ítalíu
Listamannahveríi
kringum
Via Margutta
Þeir geta ekki annað. Stundum
fæst ekkert fyrir vinnuna nema
rógur og nið og fyrirlitning
bjargálna þrifamanna. Samt
halda þeir áfram, það sem þá
vantar er ekki nýtt klæði á
stólana, ekki amerískar ostrur
né rússneskur kavíar, ekki
sjónvarpstæki, bara friður til
að vinna meira.
Auðvitað verða listamenn að
safna í sarpinn, þeir geta ekki
verið alltaf að eins og bakar-
inn með sín daglegu brauð.
Listamenn verða að ganga með
eins og konur sem fæða börn.
það verk sem ekki þarf að
ganga með hefur ámóta skyld-
leika við list eins og plastbrúð-
ur við lifandi böm.
II.
í garðinum á bak við Caffe
degli Artisti sitja menn á
palli einum undir grænu lauf-
þaki og drekka mikið svart
kaffi úr litlum bollum og skrifa
sögur og leikrit eða yrkja, á
steinstéttinni fyrir fótum þeirra
hvarfla og spila fínlegir ljós-
deplar sem sluppu í gegnum
laufið, meðfram veggjum fer
legio maura fram og aftur,
endrum og eins fellur laufblað
ofan. Mennirnir sem skrifa og
yrkja eru of önnum kafnir
við sitt ábyrgðarmikla ritverk
til að gefa því gaum.
í horninu á bezta staðnum
sitja þrír menn sem eru að
semja kvikmyndahandrit: sögu
um tvo bófa. Á einum stað seg-
ir frá árekstri. Bifreið ekur á
tvo menn og drepur þá. Annar
var ríkur borgari með gnægtir
alls og glæsilegur, hinn líru-
kassaspilari allslaus fyrir utan
einn apa sem alltaf var að
klóra sér og ódýrustu músik í
heimi. Glæpamennirnir horfa
á, annar reykir sígarettu úr
löngu munnstykki, honum
finnst ekkert sameiginlegt með
brýndur, dökk augu sem horfa
fast og líta ekki undan fyrr
en maðurinn hefur horft eins
og hann ætlar sér, hann heitir
Lionello Natoli, sagður efnileg-
ur höfundur, hefur skrifað bók
sem heitir Pietá per i bambini
grandi: Miskunnið stóru börn-
unum; hún er um existensial-
ista í París þar sem hann var
í nokkur ár. Bókin vakti at-
hygli, hún er nú ófáanleg í
bókabúðum, ég spurði sjálfur
í nokkrum. Þegar Lionello
frétti að ég væri frá íslandi
brosti hann mikið sem hann
tíðkar þó ekki í tíma og ó-
tíma: Það er fólk sem mér lík-
ar við, það vantar ekki kjark-
inn, svona lítil þjóð sem les
ameríkananum pistilinn.
Ég sat hjá þeim meðan þeir
voru að semja kvikmyndasög-
una og stillti mig um að gera
tillögur um gang sögunnar sem
kviknuðu þó í huganum en
horfði þess í stað á iðjusemi
mauranna, skynlausan eril sem
minnti mig þá stúndina á Ham-
borg, kannski Þýzkaland yfir-
leitt, germani og germensku,
alla helvítis hermennsku. Og
hlustaði á samningamennina
þoka sögu sinni áfram' þuml-
ung fyrir þumlung, sá söguna
verða til, línu fyrir línu meðan
Ijósdeplarnir ofan úr laufinu
græna flimruðu og titruðu á
stéttinni. Og eitt laufblað slitn-
aði og féll ofan úr þakinu,
sigldi í tignum sveifludansi^
niður á steingólfið og lá þar
rétt hjá ferli mauranna, mjórri
slóð svartra depla sem brá
ekki við það og urðu ekki lýr-
iskari fyrir. Né mennirnir sem
skrifuðu.
Handan við garðinn voru
stórar vinnustofur þar sem
nafnfrægir menn sögðu umgu
fólki til sem stóð í hvirfingu
utan um nakta stúlku og teikn-
aði hana eða mótaði í leir ein-
beitt á svipinn og últrapersónu-
legt eins og læknanemar að
læra anatómíu af krufningu.
Stúlkunni verður kannski á-
móta mikið um að kasta klæð-
um eins og lesandanum að
hleypa rakaranum í hár sitt.
í .garðinum er lítill karl frá
Bari sem er lengst suður í landi
að velta þungum kassa og syngja
þessa kveinandi márasöngva
sem þjóðum suðursins eru svo
tamir, þessi óvitaði kynstofns-
harmur þar sem einstaklingur-
inn hverfur en þjóðin talar
gegnum aldirnar, varða kannski
einstaklinginn svo lítið að hann
getur túlkað þá fullkomlega
þótt hann sé sjálfur barmafull-
ur af kæti. Önnur höndin var
kreppt um úlnliðinn, hann gat
ekki rétt úr og beitir höndinni
líkt og verkamenn í stórum
hafnarborgum nota króka sína
á kassa og söng.
III.
Stundum kem ég á kvöldin
á Taverna Margutta, hún er
fyrir endanum á Via Margutta
í lítilli þröngri götu sem er
eins og yfirstrikið á það T sem
Via Margutta er leggurinn á.
Þetta er lítill og innilegur stað-
ur hvort sem maður er úti
eða inni. Það er enginn að
drepast úr hátíðleika. Þjónarn-
ir eru eins og þeir hefðu ver-
ið með manni til sjós. Og gest-
gjafinn er fullkominn í hlut-
verki sínu sem ambassador of
goodwill: hann heitir Colombo
eins og hann væri friðardúfa.
Mættu fleiri vera til friðs eins
og þessi. Hann hefur leiftur-
snara yfirferð og hefur tíma
til þess að tala við hvern ein-
asta mann á þann hátt að gest-
inum finnst hann hafa alveg
sérstaklega helgað sér tíma
sinn og sígjósandi gamansemi.
Það er svo ódýrt að borða
þarna: þú færð þríréttað með
fjórðungi af þessu Hka indæla
víni og svo brauð fyrir 450
lírur.
Og menn sitja úti, langborð,
þú getur sezt hvar sem þú vilt.
Ef þig langar til að tala við
fólkið þá þarftu ekki að ganga
í gegnum neinn leyniregluprós-
ess né hafa prentað nafnspjald.
Og það má velja úr þjóðernum.
Kínverskir leikbrúðumálarar,
svartir ballettdarisarar, iarki-
tektar frá Chile, hollenskir
kabarettsöngvarar, listmálarar
frá Marseilles.
Eitt kvöld sem oftar sit ég
úti á Taverna Margutta með
nokkrum kunningjum mínum.
Við sitjum við langborð úti
á götunni. Þá kemur að okkur
torkennilegur hópur ungra
manna og kvenna. Það er lík-
ast reyfaramynd af existensíal-
istum, mikið og undarlega mál-
að í framan, gult og brúnt í
framan.
Með mér var ungur norskur
myndhöggvari Per Ung og Val-
orie kona hans ensk, hann
hafði unnið verðlaun í hug-
myndasamkeppni um minnis-
varða einhvern í Ósló. Hann
er hár og ljóshærður og klipp-
ir hárið nýstárlegri tízku, hárið
er allt strokið fram og síðan
klippt af því þvert í ennið líkt
og á sumum rómverskum högg-
myndum. Svona máti mun vera
kenndur við ameriskan kvik-
myndaleikara sem þótti hinn
allraefnilegasti, hann dó korn-
ungur af slysi, James Deen. Og
svo var danskur myndlistar-
maður, Gunnar Hossy sem
sagði mér að hann héti í höf-
uðið á Gunnari Gunnarssyni
rithöfundi og væri frá þeim
bæ þar sem Gunnar bjó í Dan-
mörku.
Tataraflokkurinn sem kom
að okkur flytur erindi sitt og
lendir á mér að túlka. Þeir
segja: Við erum að vinna fyrir
kvikmyndafélagið De Laurent-
is, okkur vantar mann til að
leika amerískan sjóliða i kvik-
mynd.
Jæja, segi ég, og hver stjórn-
ar henni?
Frangolini, segja þau.
(Mér skilst hann sé einn
helzti kvikmyndastjórnandinn
meðal þeirra yngri á Italíu.)
Þ.au benda á Norðmanninn
og segja: Við viljum fá þenn-
an.
Hann á að fá einar 12.000
lírur á dag fyrir vikið. Með
þessu var fjármálasólin komin
hátt á loft og skein hýr í
bragði ofan í gjaldeyrisperí-
feriu hins norska myndhöggv-
ara. ítalskur vinur okkar
Andrighetti kemur að 'borðinu
okkar og sezt hjá okkur. Hann
er byggingarvörusölumaður,
allan daginn ferðast hann á
mótorhjóli til að selja og selja,
á kvöldin er hann svo þreytt-
ur og leiður, hann langar til að
hugsa um skáldskap, alla daga
verður hann að pranga og selja
í staðinn. Út af þessu er hann
oft í döpru skapi. Hann var frá
Romagnahéraði.
Ég er Romagnolo eins og
Mussolini, segir hann, ég er
ennþá vinur hans.
Af hverju í andskotanum?
segi ég.
Af því hann var frá sama
héraði og ég, sveitungi minn.
Þegar hann heyrir söguna
skipar hann Norðmanninum að
kaupa vín til fagnaðar. Flaskan
er rétt komin á borðið og menn
búnir að segja skál þegar eig-
inkona hins væntanlega kvik-
myndaleikara fær svo heiftar-
legar iðrakvalir að þau verða
að fara heim og láta gestunum
eftir vínið og hátiðahaldið, og
veikindi frúarinnar urðu til
þess að Per kemst ekki til
kvikmyndastarfsins morguninn
eftir, kvikmyndafélagið De
Laurentis má ekki vera að því
að bíða eftir matrós sínum og
fær sér aulalegan Svisslend-
ing í staðinn
Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér
vináttu á sjötugsafmœli mínu með heimsóknum,
gjöfum og skeytum.
GUÐRÚN LÝÐSDÓTTIR
frá Skálholtsvík.