Þjóðviljinn - 22.09.1956, Side 3
- Laugardagttr 22. september 1966 -77 ÞJÖEWILJ3NN —-j(3
í dölum og á
strönd mikils virði hér á landi
Þrír sovézkir vísinda- og menntamenn halda heim-
leiðis á morgun eftir hálfsmánaðar dvöl hér
Undanfarinn hálfan mánuð hafa þrír sovézkir vísinda-
og menntamenn dvalizt hér á landi í boSi Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Þeir halda heim-
leiðis á morgun.
Þremenningarnir eru: Pró-
fessor Nésteroff, forseti skóg-
ræktardeildar háskólans í
Moskvu, prófessor Ivanoff
vararektor Moskvuháskóla og
kennari í landafræði, og Sjú-
miloff formaður þeirrar deildar
VOKS sem annast samskipti
við Norðurlandaþjóðirnar. Þeir
félagar ræddu við blaðamenn í
gæv.
Ferðazt víða um land.
Hingað komu þeir hinn 9.
september og hafa síðan ferð-
azt um landið og reynt að
kynnast þjóðlífi hér, einkum
iðnaði, sjávarútvegi og land-
búnaði. Þeir félagar hafa skoð-
að fiskvinnslustöð í Hafnar-
firði, ullarverksmiðju og skó-
gerð á Akureyri. Þá hafa þeir
skoðað skógræktarstöðina á
Hallormsstað, komið til Seyðis-
fjarðar, í Mývatnssveit, enn-
fremur fengu þeir tækifæri til
að sjá framkvæmdir við Gríms-
árvirkjun. Loks er þess að geta
að nefndarmenn hafa heimsótt
skógræktarstöðvar hér á Suð-
urlandi og að sjálfsögðu komu
þeir til Þingvalla og að Gull
fossi.
Hinir sovézku menntamenn
láta allir mjög vel af kynnum
sínum við almenning hér og
dást að hinum almenna fram-
kvæmdavilja.
Frægjöf.
Nésteroff, sem starfað hefur
að skógræktarmálum í heima-
landi sínu um 26 ára skeið, vék
að því í gær að hann teldi mik
ilsvert að hér á landi yrðu
ræktuð skógarbelti, bæði í döl
um og við ströndina. Myndi
slikt tvímælalaust bæta lofts
lag, draga úr stormstrekkingi
og milda veðrið. Og í gamni
kvaðst Nésteroff leggja til að
hver íslendingur yrði skyldað-
ur til, þegar hann giftist, að
gróðursetja þrjár trjáplöntur
og hirða síðan um þær meðan
h-eilsa entist!
Nésteroff hélt fyrirlestur á
fundi Skógræktarfélagsins sl.
miðvikudag. Hann skýrði frá
því að þeir ferðafélagarnir
hefðu haft hingað m'eð sér
fjögur kíló af fræi. lEr fræ
þetta af ýmiskonar trjátegund-
um og víðsvegar að úr Sovét-
ríkjunum. Hermann Jónasson
forsætisráðherra tók við gjöf
þessari til íslenzku þjóðarinn-
ar, er þeir félagar áttu tal
við hann sl. miðvikudag.
Samskipti háskóla.
Ivanoff er eins og fyrr seg-
ir vararektor háskólans í
Moskvu. Hann kvaðst hafa
tekið boðinu um Islandsferð-
ina með mikilli ánægju, ekki
hvað sízt vegna þess að sér-
grein hans er landafræði. Próf.
Ivanoff hélt fyrirlestur um
æðri menntun í Sovétríkjunum
í Háskóla íslands nú í vikunni
og þá gekk hann einnig á fund
Þorkels Jóhannessonar rektors.
Færði Ivanoff Háskólanum sér-
stakan minjapening, sem gerð-
ur var í tilefni 200 ára afmælis
Moskvuháskóla; einnig sögu
skóla síns í tveim bindum.
Prófessorinn kvaðst hafa
safnað nokkrum jarðvegssýnis-
hornum hér á landi og myndi
hafa heim með sér og koma
fyrir í safni Moskvuháskóla.
Hann kvaðst sannfærður um að
þessi heimsókn þeirra þremenn-
inga ætti eftir að verða upp-
haf frekari samskipta Há-
skóla Islands og háskólans í
Moskvu.
Gagnkvæm kynni.
Sjúniiloff ræddi aðallega um
menningarskipti Islands og
Sovétríkjanna á undanförnum
árum, en þau hófust fyrst að
ráði með stofnun MlR 1950.
íslendingar sem ferðast til
Sovétríkjanna, sagði Sjúmiloff,
kynnast ekki aðeins lífi sovét-
þjóðanna, heldur kynna þeir
ekki síður Island þar austur
frá. Til dæmis hefði Guðmund-
ur Kjartansson jarðfræðingur
haldið fyrirlestur í rússnesku
vísindaakademíunni um eld-
fjöll á Islandi, er hann var á
ferð þar eystra í fyrra, og á
þessu sumri hefði Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri
haldið fyrirlestur í Moskvu
um skógræktarmál á Islandi
og sýnt kvikmyndir frá skóg-
ræktarstarfinu hér. Á sama
hátt kynna þeir sovétborgarar
sem sækja ísland heim land og
þjóð í , Sovétríkjunum með
blaða- og tímaritsgreinum, út-
varpsfyrirlestrum o.s.frv.
Hundaleikrit, línudans,
hugsanalestur, 50 dúfur
— atziði í „blaðamanna-kaharettinum"
sem heíst í Austurbæjarhíói 6. október
Hinn 6. október n.k. hefjast í Austurbæjarbíói kabar-
ettsýningar á vegum Blaðamannafélags íslands; allur
ágóði af sýningunum rennur til Menningarsjóðs blaða-
manna, en hlutverk hans er m.a. að styrkja blaðamenn
til utanferða o.s.frv.
Þetta er ein myndin á málverkasýningu sovézkra barna,
sem nú stendur yfir í Austurbœjarskólanum. Sýningin er
opin daglega kl. 2—7 síðdegis; og lýkur henni annað
kvöld.
--------------------------
| Magniis leiSrétt-
| ir misskilning!
I ,
jj Magnús Ástmarsson skýrði
jj frá því á bæjarstjórnarfundi
E í fyrradag að ýmsir hefðu
* látið þá skoðun í Ijósi við
» sig að hann myndi andvígur
» hækkun á þóknun til bæjar-
! ráðs af þeirri ástæðu að
! hann ætti þar ekki sæti leng-
E ur. Kvaðst Magnús vilja
jj leiðrétta þennan misskilning
jj og virtist hneykslaður á að
íi nokkrum skyldi detta þessi
* skýring í hug. Allir við-
5 staddir brostu þegar Magnús
i stundi þessu upp!
Husgagnaverzlun
í nýjum og stórum
húsakynnum
Húsgagnaverzlun Austur-
bæjar opnar í dag í nýjum
húsakynnum á Skólavörðustíg
16. Hefur verzlunin þar mikið
húsrými: kjallara og tvær
hæðir. Á götuhæð er sýning-
arsalur húsgagna allskonar, á
annari hæð eru seld ljósatælci
og gólfteppi, en í kjallara raf-
tækjadeild.
Hin nýja verzlun er mjög
rúmgóð, björt yfirlitum og hin
vistlegasta, en Sveinn Kjarval
réð innréttingu liennar. Verzl-
unarstjóri er Hulda Gunnars-
dóttir.
Iveir nyir neraos-
læknar
Hannibal Valdimarsson heil-
brigðismálaráðherra hefur
skipað tvo nýja héraðslækna.
Tekur Grímur Jónsson við
Reykhólahéraði en Einar Ást-
ráðsson verður héraðslæknir í
Keflavík.
Skemmtikraftarnir eru allir
erlendir, og eru þeir af 8 þjóð-
ernum: þýzkir, danskir, ensk-
ir, írskir, sænskir, austurrísk-
ir, belgískir og kínverskir; og
munu kínverskir fjöllistamenn
ekki áður hafa komið fram hér
á landi. Skal hér getið nokk-
urra þeirra:
Þar eru Þjóðverjarnir Svinos,
sem leika margskonar listir
með fótunum: varpa hlutum
upp í loftið með fótunum og
grípa þá aftur á sama hátt.
Kínverjarnir gera margvíslegar
jafnvægisæfingar; auk þess er
einn þeirra með 50 dúfur, sem
leika ýmsar listir. Austurríkis-
mennirnir eru þrír feðgar, hinn
yngsti 7 ára. Þeir sýna jafn-
vægisleikfimi, og stendur hver
á annars höfði. Þá er 9 ára
dönsk telpa, sem leikur ýmsar
listir á reiðhjóli.
2 írskir línudansarar sýna
ýmsar íþrcrttir á slappri línu;
og þá kemur fram sænskur
hugsanalesari (kona). Þá er
leikritið Rómeó og Júlía, og er
að því leyti sérstætt að leik-
endurnir eru allir hundar! —
og leika þeir allir án aðstoðar
manna.
Kabarettinn stendur í 12
daga, og verða margar sýning-
ar suma dagana. Forsala verð-
ur á aðgöngumiðum, til að forð
ast þrengsli; og verður skýrt
frá því nánar er nær dregur
sýningum.
Einar A. Jónsson, sem sá
Rúmlega 1000 hafa
um . sýningar Sjómannadags-
kabarettsins, hefur tekið að sér
að sjá um þessar sýningar að
öllu leyti; en hann hefur
manna mesta reynslu í þessum
efnum.
Verðlækkun á
vinnufatnaði og
kuldaúlpum
Innflutningsskrifstofan aug-
lýsir í blöðunum í dag að á-
kveðið hafi verið að verð á
vinnufatnaði og kuldaúlpum
megi ekki eftirleiðis vera hærra
en það var 1. júni s.l.
Á tímabilinu frá 1. júní til
15. ágúst mun hafa orðið nokk-
ur verðhækkun á vörum þess-
um; er hún lýst óheimil með
þessari tilskipun Innflutnings-
skrifstofunnar og verðið fært
aftur í sama horf.
symngu a
myndum sovézkr*
barna
Rúmlega 1000 gestir hafa nú
séð sýningu á myndum og mál-
verkum eftir börn í Ráðstjórn-
arríkjunum, sem haldin er í
Austurbæjarbarnaskólanum.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 2 til 7 fram á sunnudag,
en henni lýkur kl. 10 þá um
kvöldið. Aðgangur er ókeypis.
r
l
$
U V/Ð APNAfíUÓL
ttm.0l6€US
siauKmaKrGUðcm.
MinningarkortlK ers til söln
i Rkrifstofo Sósiaiistaflokks-
lns, Tjarnargötn 20: afgreiðslo
Þjóðviljans; Bókabúð Kron;
Bókabúð tVfáls og mennlngar,
Skólavörðustig 21; og i Bóka-
verzlun Þorvaldar Bjarnason-
»r t Hafnarfirði
N0RSK
BLÖÐ
Blaðaturninn,
Laugavegi 30 B.
K O N U B —
munið sérsundtíma ykkar í Suml-
höllinni mánudaga, þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9
síðdegis. Ókeypis kennsla.