Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 1
Kosningar fil AlþýSusambandsþings hefiasf i dag:
Eosið um kjarabaráttu og stjórn~l
málaáhrií verkalfðshreyiingarinnar
HRPPDRITII PJðÐ!!llií|RS
I'AÐ ER rétt að vekja vetill,
athygli á því en gert hefui
verið, að a fmælishappd^Btt-iðl
er stærsta og að mörgu leytl
vaiulaðasía happdrætti, seiu
Þjóðviljirm hefur noklml
sinni efnt til. Verðmæti vinn«
inganna er samfals nálægt
200.000 krónum og vinnlngs-
möguleikar óvenjulega mikl-
ír. þar sein 16 vinningar ern
í happdrættinu. — Allt em
þetta glæsilegir og miklir
vmningar, þar sem um nýjan
pobeda bí! er að ræða og svo
15 ísskápa, hver að verðmæti
kr. 7.450,00.
Stjórn Alþýðusambandsins hefur unnið stórvirki á báðum þessum sviðum
Tímabilið frá siðasta Alþýðusambandsþingi hefur orðið
mjög atburðaríkt og sigursælt fyrir íslenzka verklýðs-
hreyfingu. Alþýðusambandsstjórn hefur haft forustu fyr-
ir stórsókn í kjaramálum og hefur hún horið mikinn og
fjölþættan árangur. Einnig hefur Alþýðusambandsstjórn
beitt sér fyrir stórauknum áhrifum verklýðshreyfingar-
innar á sviði stjórnmála, og hefur sú barátta beinlínis
íeitt til myndunar núverandi ríkisstjórnar. Og um það
er nú barizt hvort þessari tvíþættu sókn alþýðusamtak-
anna skuli haldið áfram.
mannaeyingar með hinni hetju-
legu baráttu sinni í vertíðar-
byrjun 1955 og árangurinn varð
almennur með fiskverðssamn-
Allir muna hvernig ástatt var
í heildarsamtökum verkalýðsins
fyrir síðasta Alþýðusambands-
þing. íhaldið hafði um margra
ár,a skeið haft mjög sterk ítök í
forustu alþýðusamtakanna, menn
í miðstjóm og meira að segja
starfsmenn! Þetta leiddi til þess
að alþýðusambandsstjórn varð
ekki treyst, hún var dragbítur á
baráttu verklýðsfélaganna. Þegar
verkamenn hófu kjarabaráttu
myncluðu þeir samtök innbyrðis
án þátttöku Alþýðusambands-
stjórnar. Og jafnframt því sem
íhaldið lamaði þannig verkalýðs-
hreyfinguna innan frá beitti
það völdum sínum í ríkisstjórn
til þess að skerða kjör almenn-
ings jafnt og þétt með skipu-
lagðri verðbólgu.
Verkfallið mikla 1955
Algerari umskipti hafa vart
orðið í íslenzkum verklýðsmálum
en með valdatöku núverandi
sambandsstjórnar. Hún hófst
þegar handa um djarfa og ein-
beitta' sókn, sem kom til fram-
kvæmda í verkföllunum miklu
vorið 1.955, en aldrei fyrr hefur
eins margt verkafólk háð jafn
langa og harða baráttu hér á
landi. Má segja að þar hafi far-
ið fram heildarátök milli verk-
lýðssamtakanna og auðmanna-
stéttarinnar, og þeim lauk með
mikilvægum sigri alþýðunnar,
einhverjum þeim mikilvægasta
sem hér hefur unnizt. Kjarabæt-
umar voru margvíslegar: 11%
bein kauphækkun, þriggja vikna
orlof, afnám vísitöluskerðingar-
innar og síðast en ekki sízt stofn-
un atvinnuleysistrygginganna, en
þar er um að ræða einn merk-
asta áfangann í sögu íslenzkrar
verklýðsbaráttu. En jafnmikið
gildi hafði þó eining sú sem
hlaut eldskírn sína í átökunum,
íslenzk alþýða fann vald sitt
og það hefur mótað þróunina
síðan.
Samræming á kaup-
gjaldi.
Allt frá því að AJþýðusam-
band íslands var stofnað hefur
það verið baráttumál verðlýðs-
samtakanna að launakjör í al-
mernri vinnu væru hin sömu um
allt land. Núverandi sambands-
stjóm hefur leitt þá baráttu
til sigurs að því er varðar kaup
verkamanna. Nokkru eftir verk-
föllin miklu voru gerðir nýir
vegavinnusamningar sem tryggðu
sama kaup hvar sem er á land-
inu í fyrsta skipti. Hefur þessi
samræming fært ýmsum verk-
lýðsfélögum úti um land mjög
stórfelldar kjarabætur, er þess-
ar breytingar bættust við sigur-
inn í verkfallinu mikla.
Kjör verkakvenna.
Það hefur lengi verið vanda-
mál í verklýðshreyfingunni
hversu mikið ósamræmi hefur
verið á kaupi verkakvenna. Nú-
verandi sambandsstjóm tók sér
þegar fyrir hendur að lagfæra
þetta og boðaði í því skyni til
sérstakrar kvennaráðstefnu í
janúar 1955 til þess að samræma
baráttuna. Hefur náðst mikill
árangur einnig á þessu sviði, og
má segja að víðast hvar þar
sem verkakvennavinna er stund-
uð að ráði sé grunnkaupið kom-
ið upp í kr. 7,83, og á nokkrum
stöðum er það hærra. Hins, vegar
eru mikil verkefni óleyst við að
samræma kvennakaupið karl-
mannakaupinu á landinu, en þó
hefur verulegur árangur feng-
izt einnig á því sviði. Eru nú
greidd sömu laun fyrir sömu
vinnu karla og kvenna á fleiri
sviðum en nokkru sinni fyrr.
Sjómannakjörin.
Einnig hvað sjómannakjörin
snertir hafa fengizt verulegar
kjarabætur. Sóknina hófu Vest-
Hannibal Valdimarsson
Forseti A.S.f.
Eðvarð Sigurðsson,
varaforseti A. S. í.
ingunum í upphafi þessa árs. Þá
hafa einnig verið gerðir nýir
togarasamningar á þessu tíma-
bili og fengust ýmsar mikilvæg-
ar kjarabætur. Hefur stjóm Al-
þýðusambandsins haft veruleg
afskipti af þessum málum öll-
um.
Aukin vöid verkalýðshreyf-
ingarinnar í sfgórnnsólum
Þær staðreyndir hafa lengi
verið verklýðssamtökunum ljós-
ar að kjarabaráttan er ekki ein-
hlít, jáfnhliða henni verður að
heyja stjórnmálabaráttu og
tryggja alþýðusamtökunum hlið-
stæð völd á sviði þjóðmálanna
og þau hafa í faglegum átökum.
En það hefur gengið erfiðlegar
að finna leiðir til framkvæmda.
Þessi sannindi urðu augljósari
en nokkru sinni fyrr eftir verk-
fallið mikla vorið 1955. Þá skipu-
lögðu stjórnarvöldin beinlínis
stórfelldustu verðhækkunar-
skriðu sem nokkru sinni hefur
dunið á þjóðinni; heildsalar og
vergbólgubraskarar notuðu
kjarabætur verkafólks í verkfall-
inu sem tilefni til hækkana á
vöru og þjónustu, og voru hækk-
animar yfirleitt langtum meiri
en það sem verkamenn höfðu
fengið í sinn hlut, stundum
margfalt meiri. En þó tók fyrst
í hnúkana, þegar ríkisstjórnin
lagði á hina miklu skatta sína
í upphafi þessa árs; 250 milljón-
ir króna, mestu skatta sem um
getur í sögu þjóðarinnar.
^ Farið inn á nýjar
leiðir.
Það var að sjálfsögðu verk-
3fni alþýðusamtakanna að á-
kveða hvernig snúast skyldi við
'iinum nýju árásum. Stjórn Al-
býðusambandsins og allur þorri
Framh. á- 3. síðu
NAUÐSYNLEGT er að notai
þessa helgi vel, þar sem óð«
um styttist tíminn þar til
dregið verður. HeimsækjunM
kunningjana í dag eða hrii’.gj
um í þá og seljum þeir.i miða
eða helzt heilar blokkir, svo
að þeim gefist einnig tæki-
færi á að ráða verðlauna-
krossgátuna. En fyrir hana
eru veitt þrenn verðlaun kr.
2000,00, 600,00 og 400,00.
VINNI ALLIR vel að sölunni
er góður árgangur tryggður.
. Alþýðusambandskosningarnar
Sjómenn: Mnnið íuninn i da
Sjómannajélag Reykjavíkur hefur boöað til
fundar kl. 1.30 í dag i Alpýöuhúsinu og á þar að
fara fram kosning fulltrúa á Alþýðusambands-
ping, en þeir munu vera 17 talsins. Allir sjómenn
sem eru í landi og allir vinstri menn í félaginu
þurfa að fjölmenna á fundinn.
Mnrarar: Kosning tíl Alþýðu-
Allsherjaratkvœðagreiðsla um kjör fulltrúa á
Alþýðusambandsþing fer fram í Múrarafélagi
Reykjavíkur í dag og á morgun. Verður kosið í
dag kl. 1—1G og á morgun kl. 3—11 á skrifstofu
félagsins í Kirkjuhvoli. Vinstri menn í félaginu
hafa boðiö fram Guðjón Renediktsson og Eggert
Þorsteinsson; hins vegar leggur hœgri klíka Al-
þýðuflokksins til að íhaldsmaður verði kjörinn
annar fulltrúi félagsins!
Iðja félag verksmiðjufólks heldur fund í Iðnó
kl. 2 í dag tú þess að rœða um kosningu fulltrúa
á Alþýðusambandsþing og viðhorfin í vei'klýðs-
hreyfingunm. Er þess vænzt að Iðjufélagar fjöl-
menm.
UtanríkisróSherra ICanada
kemur fil ísiands á morcjun
Ráðherrann kemur hingað sem fulltrúi!
ríkissijórnar sinnar og lands, en ekki serrí
sendímaður Atlanzhafsbandalagsins
Eins og áður hefur verið frá skýrt, kemur utanxíkisráðherraí;
Kanada, Mr. Lester B. Pearson, í opinbera heimsókn til Islanðs
á morgun ásamt konu sinni.
Gert er ráð fyrir, að flugvél
hans lendi á Reykjavíkurflug-
velli um kl. 3 e.h., og tekur ut-
anríkisráðherra Emil Jónsson
á móti ráðherranum. Verða þar
einnig viðstaddir Henrík Sv.
Björnsson ráðuneytisstjóri og
sendiherra Kanada h;r á landi,
Mr. Chester A Rönning, sem
hingað er kominn til þess að
taka þátt í heimsók.i ráðherr-
ans.
Á mánudagskvöid heldur ut-
Framhald á 12. síðu.