Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 12
in í sumar innan við meðallag,
xarnir yfirleift vænní en í fyrra
SilungsveiSi misjöfn i einsfökum vöfnum
Veiðitímanum fyrir lax- og göngusilung lauk 15. þ.m.
Samkvæmt upplýsingum veiðimálaskrifstofunnar var
laxveiðin í sumar innan við meðallag og veiddust um
þriðjungi færri laxar en í fyrra, sem var metveiðiár. Lax-
inn í sumar var bo yfirleitt vænni.
Laxveiðin var misjö'ín í ein-
stökum ám. Bezt veiddist að til-
tölu í Laxá í Kjós, Laxá í Leir-
ársveit, Grímsá, Þverá, Víði-
dalsá, Laxá á Ásum og á
vatnasvæði Biöndu. Veiði í öðr-
um ám, sem skýrslur liggja
fyrír um, var innan við meðal-
lag. Mikil laxagengd var í Laxá
í Þingeyjarsýslu, en vatnið í
ánni var lengst af skollitað og
hamlaði það veiði. Samt nálg-
aðist veiðin þar meðallag.
Mis.jöfn silungsveiði
Sjóbirtingsveiði á Suðurlandi
hefur yfirleitt verið lítil í sum-
ar nema á stöku stað. Silungs-
veiði hefur verið mjög misjöfn
í einstökum vötnum. I Þing-
va'lavatni hefur veiðzt sæmi-
lega og ágætlega í Apavatni. I
Mývatni var veiði í meðallagi
og veiddist þar bezt síðari
hluta sumars. Friðun vatnasil-
ungs hefst n.k. fimmtudag og
stendur til 31. janúar.
' f- •
Lax fluttur tií Bretlands
Lax og silungur er nær ein-
göngu notaður til matar inn-
an’ands. I sumar var lax flutt-
ur út til Bretlands og mun
s
ff|j
sov-
oindl kvöld
væntanlega verða sent út meira
seinna á árinu. Þá hefur niður-
soðin murta verið seld til
Bandaríkjanna. Verðlag á laxi
og silungi innanlands var yfir-
leitt aðeins hærra heldur en
síðastliðið ár.
Dimitri Baskiroff
í
Anrað kvöld verða haldnir
tónleikar í Þjóðleikhúsinu o g
koana þar fram allir fimm sov-
ézku tónlistarmennirnir, sem hér
dveljast í boði MÍR.
Fyrst leikur íiðlusnillingurinn
Kh-alida Aktjamova verk eftir
Tsjækofskí, Sarsistki, Glasunov
og Saint-Saens. Þá syngur sópr-
ansöngkonan Tatjana Lavrova
lög eftir Gliere, Dsersinski,
Grieg og Rossini. Pianóleikarinn
Dimitri Baskiroff leikur þessu
næst verk eftir Beethoven (són-
ötu op. 31 í C-dúr), Chopin og
Debussy. Loks syngur bassa-
söngvarinn Viktor Morozov lög
eftir Tsjækofskí, Dnagomiskí,
Gounod, Massenet o. fl. Undir-
leikari söngvara og fiðluleikara
er Frieda Bauer.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Fiskirækt
Að fiskirækt hefurverið unn-
ið í mörgum ám í sumar. I eft-
irtöldum ám er verið að koma
upp laxastofnum: Fróðá á Snæ-
fellsnesi, Miðá, Kjarlaksstaðaá,
Staðarhólsá og Hvolsá í Dala-
sýslu, í Hrófá og Selá í Stein-
grímsfirði og í Laxá hjá Hösk-
17 ára piltur í II
ára fangelsi
Brezkur dómstóll á Kýpur
dæmdi í gær 17 ára gamlan
pilt í 10 ára fangelsi.
Viðgerð á sæsíma-
sfrengnum lokið
Eins og kunnugt er slitnaði
sæsímastrengurinn til útlanda
fyrir hálfri þriðju viku eða nán-
ar tiltekið 5. september s.l. Sam-
kvæmt upplýsingum Jóns Skúla-
sonar verkfræðings hjá Lands-
simanum höfðu Danir lokið við
viðgerð á símastrengnum í gær
og var þá verið að reyna sam-
bandið milli Þórshafnar í Fær-
eyjum og Lundúna. Símasam-
bandið við útlönd kemst því í
eðlilegt horf nú um helgina.
Pearson
Framhald af 1. síðu
anríkisráðherra gestunum
veizlu í Ráðherrabústaðnum. Á
þiriðjudagsmorgun mun Mr.
Pearson heimsækja forseta ís-
'ands, forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra, en síðari hluta
dags býður utanríkisráðherra
þeim hjónum og fylgdarliði
þeirra til Þingvalla. Verður í
þeirri ferð komið við að Reykj-
um og skoðuð dælustöð hita-
veitunnar. Um kvöldið heldur
forseti Islands gestunum veizlu
að Bessastöðum.
Á miðvikudagsmorgun verða
skoðuð söfn o. fl. í Reykjavík,
en síðari hluta dags mun ut-
anríkisráðherra Kanada ræða
við blaðamenn. Þá mun og ut-
anríkisráðherra Kanada taka á
móti gestum að Hótel Borg.
Undir miðnætti halda þau síðan
af stað til Kanada frá Reykja-
víkurflugvelli.
1 fylgdarliði utanríkisráð-
herrans verður, auk sendiherra
Kanada, Mr. Ray Crepault,
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu
í Ottawa.
1 þessari opinberu heimsókn
kemur utanríkisráðherrann
fram sem fulltrúi ríkisstjórnar
sinnar og lands, en eigi sem
sérstakur sendimaður Atlants-
hafsráðsins.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
uldsstöðum. Lítill eða enginn
lax hefur gengið í þessar ár.
í Meðalfellsvatn í Kjós var
sleppt ársgömlum laxaseiðum í
tilraunaskyni og voru seiðin
merkt.
Laxastigar og eldisstöðvar
Tveir laxastigar hafa verið
í smíðum í sumar. í Fróðá á
Snæfellsnesi var lokið við laxa-
stiga og sprengt fyrir fiskvegi
í Blöndu ofan við Blönduós og
mun stiginn verða fullgerður á
næsta ári. Þá hafa gönguskil-
yrði 'fyrir fisk verið bætt í
Reykjadalsá í Borgarfirði og
unnið var að því að bæta lífs-
skilyrðin fyrir lax í efri hluta
Hítár á Mýrum.
Eldisstöðvar hafa starfað
með svipuðum hætti og í fyrra
og hafa nokkrar nýjar eldis-
tjarnir verið teknar í notkun í
sumar.
Merkingar laxa og silungs
Veiðimálaskrifstofan hefur
merkt lax og silung á undan-
förnum árum og hafa margir
merktir fiskar endurveiðzt í
sumar. M. a. hefur murta verið
merkt í Þingvallavatni norðan-
verðu, en ekki hefur verið til-
kynnt um, að nein þeirra hafi
veiðzt þar í sumar, þó að lík-
legt megi telja, að svo hafi ver-
ið. Veiðimálaskrifstofan greiðir
verðlaun fyrir upplýsingar um
merkta laxa og silunga, sem
veiðast.
HlðOVIUINM
Sunnudagur 23. september 1956 — 21. árg. — 217. tölublað
Larsen hefur betri
útkomu en Botvinnik
Skák þeirra lauk með jaíntefli, en Larsen
hafði saml alltaf betra tafl
Bent Larsen, hinn ungi danski skákmeistari, var ekkl
langt frá því aö sigra heimsmeistarann Botvinnik, þeg-
ar sveitir Danmerkur og Sovétríkjanna áttust við á skák-
mótinu í Moskva.
Skák þeirra'lauk að vísu með
jafntefli, en í skeyti frá Guð-
mundi Arnlaugssyni segir, að
Bent hafi rejmdar alltaf haft
betr.a tafl. Danir töpuðu öllum
hinum þrem skákunum við Sov-
étríkin.
Moskvaútvarpið sagði á þriðju-
daginn var, að hinn ungi Dani
væri eftirlæti
allra sem fylgd-
ust með olympíu
skákmótinu. Þá
hafði hann náð
betri árangri við
fyrsta borð en
sjálfur Botvinn-
ik.
Larsen hafði
þá teflt 13 skák-
ir, unnið níu,
tapað einni og gert þrjú jafn-
tefli, vinningshlutfall rúmlega
80%. Botvinnik hafði teflt tíu
skákir, unnið fimm og gert fimm
jafntefli, vinningshlutfall 75%.
Það er sérstaklega athyglis-
vert að Larsen hafði fram til
þriðjudagsins ekki sleppt úr
Bent Larsen
einni einustu skák, og gerir það
hinn góða árangur hans enn
glæsilegri. Það er talið víst, að
stjóm alþjóðaskáksambandsics
muni samþykkja tillöguna um
að sæma hann stórmeistaranafn-
bót, og yrði hann fyrsti Dan,-
inn til að hljóta hana.
ísland í 1. sæti eft-
ir 8 ■mferðir
Eftir átta umferðir á skák-
mótinu í Moskva voru íslending-
ar efstir í miðflokknum, en
Svíar og Austurríkismenn næstir
og jafnir. Biðskák Baldurs og
Fr.akkans Norodjans úr 6. um-
ferð lauk með jafntefli, en skák
Inga og Borteville fór aftur í
bið.
í 9. umferð tefldu fslen#ingar
við Austurríkismenn og tapaði
Ingi þar slysalega fyrir Dúck-
steiner, Baldur gerði jafntefli
við Pramashuber, en skákir
Friðriks og Robatsj og Frey-
steins og Lochvenc fóru í bið.
Undanhald vesturveldanna í
Súezmálinu eykur sáttalíkur
Indverska sfjórnin sögS bjarfsýnni á aS
samkomulag fakist, Menon til London
Líkur á samkomulagi í Súezdeilunni eru taldar hafa
batnað að mun eftir Lundúnaráðstefnuna, en þar neydd-
ust vesturveldin til að láta að nokkru undan nær ein-
róma kröfu annaira ríkja, sem þar áttu fulltrúa, um að
deilan yrði leyst á friðsamlegan hátt.
Indverska stjórnin kom sam-
an á fund í gær og ræddi um
Súezmálið og niðurstöður Lund-
únaráðstefnunnar. Fréttaritari
brezka útvarpsins í Nýju Del-
hí segir, að enda þótt indversk-
ir ráðamenn hafi ekki látið í
Ijós opinberlega neina skoðun
á árangri ráðstefnunnar, sé
það vitað, að indverska stjórnin
sé nú bjartsýnni á samkomu-
lag í Súezdeilunni en hún hef-
ur verið síðan deilan reis. Yf-
irlýsing ráðstefnunnar er talin
nægilega hógværlega orðuð til
að hægt verði að taka upp
beina samninga við Egypta, en
á það hafa Indverjar frá upp-
hafi lagt áherzlu.
Menon, fulltrúi Nehrus for-
sætisráðherra, hefur undan-
farna fjóra daga dvalizt í Kaí-
ró til viðræðna við Nasser og
aðra egypzka ráðamenn. Hann
flaug í gær til London og mun
þar ræða við brezka ráðamenn
og er enginn vafi á því, að til-
gangur þessara viðræðna hans
er sá að miðla málum.
Flestir fulltrúanna á Lund-
únaráðstefnunni eru nú farnir
heim. Margir þeirra lýstu við
brottförina yfir ánægju sinni
með niðurstöður ráðstefnunnar.
Pineau, utanríkisráðherra
Frakka, tók í annan streng og
sagði ráðstefnuna hafa verið
því nær gagnslausa.
Stjórnmálafréttaritari brezka
útvarpsins sagði í gær, að því
væri ekki að leyna, að þau
„notendasamtök Súezskurðar-
ins“ sem ákveðið væri að
stofna á ráðstefnunni, væii
með öðru sniði en vesturveldin
hefðu upphaflega ætlað sér. En
þetta hefði verið óhjákvæmi-
legt, þar sem meirihluti full-
Framhald á 5. síðu.
Flogið fyrir að ekld sé áti
Lærdómsríkur fréttaburður í Alþýðublaðinu
a
Alþýðublaðið birtir í gær á
forsíðu með stóru letri þriggja
dálka fyrirsögn svohljóðandi:
„Kommúnistar efna til sam-
vinnu við íhaldið í SMF um kjör
á þing ASÍ“. Þegar greinin
undir fyrirsögninni er lesin
kemur í ljós að tilefnið er svo-
hljóðandi:
„Þá hefur það flogið fyrir
(!), að ekki sé útilokað (!), að
einn eða tveir íhaldsfulltrúar
eigi að fá að fljóta með á
lista „eiiiingarmanna“ í Sam-
bandi matreiðslu og fram-
reiðslumanna.“
Það er ekki að undra þott'
Alþýðublaðið setji feita og
flatarmálsfreka fyrirsögn á ,
slíkan fréttaburð! Að sjálf-
sögðu er ekki um neina samn-
inga að ræða milli vinstri
manna og íhaldsins í SMF, og
ekki er vitað að kosning þar
sé undirbúin að öðru en því
að stjóm sambandsins er ný-
lega búin að kjósa uppstilling-
arnefnd sem ekki hefur lokið
störfum.