Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 11
SNNf i.- ••• • ••
r~------
James M. Cain
Mlldred Plerce
___-_____________________________________i
109. dagur
„Jæja, þá — “
,,Þú má,tt ekki nöldra.“
Hún lyfti hönd hans og kyssti hana og svo fóru þau
aftur aS tala um fyrirtækin og hin almennu vandamál.
Hann hélt því íiam að þau yrðu aðeins leyst með að-
stóð Vedu. Eftir annað hanastélið var hann vissari í
símii sök. „Það er hún sem bakar þér mest útgjöldin,
og hún vinnur sér inn stórfé. Hún verður að leggja
fram sinn skerf.“
„Eg vildi ekki að hún kæmist að því.“
„Eg vildi ekki heldur að hún kæmist aö því, en
hún fékk samt að vita þegar ég fór á hausinn. Ef hún
hefði átt peninga þegar Pieree heimilin komust í ó-
göngur og ég hefði notað þá, og við ættum Pierce
heimilin ennþá, þá væri hún betur stödd, er það ekki.“
Mildred þrýsti höndina á Bert og dreypti á glasinu
sínu, svo þrýsti hún hana enn fastar og hlustaði á
útvarpið stundarkorn, sem gaf frá sér lága, stynj-
andi tónlist. Hún hafði ekki gert sér Ijóst fyrr en nú
að Bert hafði rjálfur. oröið að þola allt þetta, hún
hafði ekki ein oröið að þjást. Bert hallaði sér.fram og
sagði lágri röddu sem var í samræmi vi útvarpið: „Og -
hver kom eiginiega fótum undir stúlkuna? Hver borg- ■
aði alla þessa tónlistarkennslu? Og píanóið? Og bílinn?
Og fötin? Og —“
„Þú gerðir þiít.“
„Það var lítið.“
„Þú gerðir mikið.“ Samlíkingin á Pierce heimilunum
h.f. og Miidred Pierce h.f. ásamt rúgwhiskýi og sóda
hafði gert Bert nátengdari henni en hann hafði verið
nokkru sinni fyrr, og hún var staðráöin í. aö láta hann
nióta sannmælis. „Þú gerðir mikið. Já, við jtifðum
góðu lífi fyrir kveppuna, Bert, eins góðu lífi og nokktir
fjölskylda getur lifað hér á landi eða annars staðar.
Og sú velsæld stóð lengi. Veda var ellefu áx*a þegar við
skildum og nú er hún aöeins tvítug. Eg hef haldiö
áfram í níu án en hjá þér voru það eilefu ár.“
„Ellefu ár og átta mánuðir.“
Bert di'ap tittlinga framan í Mildred og hún bar
hönd hans upp að kinn sinni. „Gott og vel, ellefu ár
og átta mánuðir, fyrst þú þai'ft endilega að minnast
á það. Og ég er fegin því, að það voru aðeins átta
mánuöir. Hvernig lízt þér á þaö? Hver sem er getur
eignast barn níu mánuðum eftir giftinguna. En hjá
mér voru mánuðirnir aöeins átta, og þao sannar aö
ég elskaði þig, er það ekki?“
„Eg er á sama máli, Mildi’ed.“
Mildred kyssti hönd hans hvað eftir annað og lengi
vel sögðu þau ekkert meðan xxtvarpið stundi. Svo sagði
Bert: „Viltu að ég tali við stúlkuna?"
„Eg get ekki beðið hana urn peninga, Bert.“
„Þá geri ég þ&ð. Eg skal koma á morgun og tala. um
þetta í ailri vinsemd og koma henni í skilning um hvað
henni ber að gcia. Það er hlægilegt að þú skuiir berj-
ast í bökkum, þurfa að sjá fyrir heixni sem græðir á tá
og fingri.“
„Nei, nei. Eg veðset húsi. f Glendale.“
„Og hvað stoðar það? Þú færö fimm þúsund út á
það sem endast í nokkrar vikur og þá ertu aftur í sömu
sporum. Hxxn verður að leggja fram sinn skerf og halda
því áfram.“
Þau gengu upp sti’öndina að Sólarlagsgötu og óku
heimleiöis þegjandi. En allt 1 einu stöðvaði Bert bílinn
og leit á hana. „Mildred, þú verður að gera það sjálf.“
„.... Hvers vegna?“
„Vegna þess að bú verður að gera það í kvöld.“
„Eg get það ekki. Þaö er oi'ðið framorðið. Hún er
soínuð —“
„Það stendur rétt á sama hvað er fi’amorðið eöa
hvort hún sefur eða ekki. Þú verður að tala við hana.
Vegna þess að þú gleymir og ég gleymi og við gleymum
bæði hvern við eigum í höggi við. Mildred, það er
er ekki hægt að treysta Wally Burgan frá degi til dags.
Plann er ótíndur erkiþorpari, það vitum við. Hann var
félagi minn og hann sveik mig, og hann var félagi
þinn og hann sveik þig. En heyrðu nú, Mildred: Hann
Sunnudagur 23. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11
var líka félagi Vedu. Ef til vill er hann nú að búa sig
undir aö svíkja. hana. Ef til vill er hann nú að reyna að
ná í peningana hennar —“
„Hann getur það ekki, því að þetta eru skuldir fyrir-
tækisins —“
„Hvernig veiztu þaö?“
„Nú, hann —“
,.Já, það er einmitt það. Hann sagði þér þaö. Wally
Burgan sagði þér það. Trxxirðu öllu sem hann segir?
Trúirðu hverju sem hann segir? Ef til vill var fundui’-1
inn í kvöld ekki annað en gervifundur. Ef til vill ætlar
hann að neyöa þig til að taka við peningum Vedu
sem fjárhaldsmaður hennai’, svo að hann geti nálg- j
azt þá. Mundu það að hún er ekki oi’ðin myndug. Ef
til vill fleygir hann í okkur skjölunum á morgun. Mild-
red, þú veröur cð tala við hana í kvöld. Og þú flytur
meö hana úr húsinu, svo að engir stefnuvottar geti
fundið ykkur. Þið borðið með mér morgunverð í Brown
Dei’by í Hollywood og þá verð ég farinn að láta hendur
standa fram úr ermum. Við boi’ðum saman fjögur, og
sá fjórði verður lögfræöingur.“
Samsærishugur og æfvæni rak Mildred upp í herbergi
Vedu, þótt nauðsyn hefði aldi'ei getaö rekið hana þang-
að. Klukkan var orðin meira en þrjú þegar hún kom
upp akbrautina og húsið var aldimmt, að undanteknu
ljósinu í anddyrxnu niðri. Hún setti bílinn inn, gekk á
grasinu til að gera engan hávaða og opnaði aðaldyrnar. j
Hún slökkti ljósið, þreifaöi sig upp stigann og gætti
þess að ganga á ábi’eiðunni, svo að fótátak hennar!
heyrðist ekki. Hun læddist eftir ganginum aö herbergi
Vedu og bai’ði að dyrum. Hún fékk ekkert svar. Hún
barði aftur með fingurgómunum, laust og mjúklega.
Enn var ekki svarað. Hún tók í húninn og gekk inn.
Hún kveikti ekki, heldur læddist að rúminu og laut
niður til að snerta Vedu, tala við hana, svo að henni
Sháhþáttur
Framhald á 6. síðu.
niðui; úr frásögn Guðmundar
að segja frá skák Freysteins
við Chilebúann Jhninez, en
hún varð einnig jafntefli).
I þessym fyrstu þrem um-
ferðum iiefur það komið í
]jós,., að Sviarnir eni einna
öflugastir. Þeir hafa unnið
tvo stórsigra og leit út fyrir
að þeir ætluðu að vinna þriðja
sigurinn í gær. Ennfremur
hafa Hollendingar staðið sig
mjög vel, en það eru ekki
búnar nema þrjár umferðir af
ellefu, svo að það er of
snemmt að spá nokkru um
lokasigurinn.
Okkur líður hér öllum vel
og menn biðja að heilsa heira.
Guðmundur.
heldur
Kvenfélag Háteigssóknar s
9. október. Félagskonur og S
aðrar safnaðarkonur eru s
vinsamlega beðnar að
styrkja bazaiinn. :
Akt jamova:
V Jr’JUUWinfftrWðl/CU,
mánudaginn 24. september klukkan 20
Khaiida áhfjamova:
Einleikur á fiðlu
Tsjækofskí: Serenata Melancolique
Sarsitski: Mazurka
Glazunov: Milliþáttur úr Raymonde
Saínt-Saens: Introduction og Rondo
capriccioso
Bimiíií Bashíxolf:
Einleikur á píanó
Beethoven: Sónata op. 31 í C-dúr
Chopin: Mazurka
Chopin: Etýða í c-moll op. 25
Debussy: Gleðieyjan
Taiajaia Lavr©va:
Einsöngur
Gliere: Söngur nætui’galans
Dsersinskí: Vocalise úr óperanni
„Langt frá Moskvu“
Grieg: Söngur Sólveigar
---— Svanurinn
Rossini: Cansonetta
Viktoi Morozov:
Einsöngur
Tsjækofskí; Rómans
Dragomiskí: Rómans
Gounod: Söngur Mefistófelesar
úr óperunni „Faust“
Massenet: Saknaðarljóð
Tsjækofskí: Mansöngur Don Juans
Rússnesk þjóðlög: Á göngu i Péturs-
stræti. Drykkjuvisa
Unáirleihur: Fried.a Bauer
Aðgöngumtðar seldir i Þjóðleikhúsinu frá kl. 1.15 í dag og frá kl. 1.15 á mánudag.
--------------------------------------------------------------------------------ZA
Útgcfandí: Samciningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson
(áb.'i, SiguiðuT Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Bla'ðamenn: Asmundur Slgur-
jónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. —
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3
línur). — Askriftarverð kr. 25 á mánuði í Reykjavík og nágrennii 22 annar**taðar. — Lausasöluverð kr. 1. — PrentsmiðJ**'
ÞJóðviljans h.f.