Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 6
— ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. september 1956 SUÓÐVILJINN ] Útgefandi: twmeiningarflokkur alpýOu — Sósialistaflokkurinn S---------------------------S Siðf erðisvottorð íhaldsins I A LÞÝÐUBLAÐIÐ gerir í ! gær vesaldarlegar tilraun- 1 ir til að afsaka þá samvinnu sem hægri klíkan í Alþýðu- flokknum hefur ákveðið að hafa við íhaldið í Alþýðusam- handskosningunum. Betur væri þó heima setið en af stað farið hjá þjónum hægri manna við Alþýðublaðið. 1 Helzta afsökunin er sú að það 1 eigi'að velja sendimenn íhalds ins í verkalýðshreyfingunni á þing heildarsamtakanna vegna 1 „félagslegra verðleika". Og í- haldsmanninum sem Eggert Þorsteinsson stillir upp við hliðina á sér í Múrarafélagi Reykjavikur er gefið það sið- íerðisvottorð, að hann hafi reynst „öruggur og traustur fulltrúi". Það er aldrei að Al- þýðublaðið útdeildir einkun- unurn tii sendimanna íhalds- ins í verkalýðsfélögunum. i AÐ er að sjálfsögðu rétt hjá Alþýðublaðinu að þeir fulltrúar íhaldsins sem hægri menn Alþýðuflokksins hafa samfylkt með í undanförnum kosningum til Alþýðusam- foandsþings hafa í hvívetna reynzt sjónarmiðum atvinnu- rekendaflokksins „öruggir og traustir fulltrúar“. Erindi þeirra á Alþýðusambandsþing hefur aldrei verið annað en að tryggja íhaldinu áhrif og völd í þeim samtökum sem það hefur ofsótt og svívirt frá upphafi vega. Þetta tókst á tímabili vegna íhaldsþjónustu hægri mannanna í Alþýðu- flokknuni. Alþýðan fékk af því svo dýrkeypta reynslu að þau samtök vinstri manna voru mynduð um land allt í verkalýðshreyfingunni sem á síðasta Alþýðusambandsþingi ráku íhaldsagentana af hönd- um sér og hófu heildarsam- tökin aftur til þess vegs og þeirrar virðingar sem þau verðskulda og þurfa að njóta ÓTT hægri menn Alþýðu- flokksins hafi nú tekið þá ákvörðun að gerast á ný hand bendi íhaldsins og samfylkja með því í kosningunum til Alþýðusambandsþings mun verkalýðurinn um allt land móta afstöðu sína með hlið- sjón af þeirri reynslu sem fengin er af völdum íhaldsins í Alþýðusambandinu. Sú reynsla er sannarlega ekki þannig vaxin að hún hvetji til endurtekningar á ævintýr- inu. Hægri menn Alþýðu- flokksins munu því hafa skömm eina og skaða af þjóns lund sinni og hjálparstarfsemi við íhaldið. Verkalýðurinn mun svara þeim eins og efni standa til. Meðlimir verka- lýðsfélaganna vísa á bug liðs- bón samfylkingar íhalds og hægri krata en fylkja sér af einhug og festu um þá sam- bandsforustu sem gert hefur Alþýðusambandið að nýju að því valdi og baráttutæki sem svarar til þarfa og þroska verklýðsstéttarinnar. Hefðu þá séð „græna jötuna!” A LÞÝÐUBLAÐIÐ hefur ** mjög lagt sig fram um það að undanförnu að reyna vekia tortryggni hjá almenn- ingi út af tillögum um launa- bætur til fastra nefnda sem starfa á vegum bæjarstjórnar, er samdar höfðu verið á veg- um endurskoðunardeildar bæj- arins í framhaldi af samþykkt nýr’T'r launareglugerðar bæj- ar.tarfsmanna. t'ITT af því sem Alþýðu- blaðið hefur lagt áherzlu á að koma inn hjá lesendum sínum er að bæjarráíi foafi samþykkt tillögurnar eftir að vísitala og verðlag hafði verið fest með bráðabirgðalögum. Alþýðublaðið veit þó betur. Lr unahækkunin var sam- þj kkt í bæjarráði nærri mán- uði áður en bráðabirgðalögin voru gefin út. Þá hefur Al- þýðublaðið að sjálfsögðu ekk- ert verið að hafa fyrir því að greina frá þeirri staðreynd að þóknun fyrir nefndastörf á vegum bæjarins hefur haldizt óbreytt alla tíð síðan 1945 þegar undan er skilin tak- mörkuð vísitöluuppbót. Hvoru tveggja þessu hefur blaðið leynt í því skyni að gera ó- | hróður sinn útgengilegri. Og | eftir skrifum Alþýðublaðsins I að dæma mætti ætla að það ! yæri nú orðin stefna Alþýðu- flokksins að engir nema fast- skipaðir og hálaunaðir emb- ættismenn eigi þess kost að skaðlausu að gegna trúnaðar- störfum á vegum bæjarins. Blaðið sem kennir sig við al- þýðuna virðist ekki skilja að verkamenn og aðrir láglauna- menn eiga ekki hægt um vik að sinna nefndarstörfum.nema fyrir komi hæfileg greiðsla. Þeir hafa ekki aðstöðu til að foalda óskertum launum á sama tíma og þeir vinna opin- ber trúnaðarstörf eins Qjt tíðkast um þá fjölmennu bitl- ingahjörð sem hægri menn Alþýðuflokksins foafa komið á framfæri hins opinhera. EIR sem þekkja til í röð- um hægri krata og vita að þeir hafa vegna beinnar þjónustusemi við íhaldið, kall- að yfir sig slíka einangrun í, bæjarmálum að þeir eiga ekki lengur neinn fulltrúa í bæjar- ráði né ýmsum öðrum föstum nefndum fara nærri um á- stæðuna til hneykslunar AI- þýðublaðsins. Hefði staðið öðruvísi á hefðu hægri mennirnir aðeins séð fram- undan „græna jötuna“ þegar endurskoðunardeildin lagði til að breyta launum fastra nefnda til nokkurrar hækkun- ar um leið og bæjarstarfs- menn fengu sínar launabætur. Guðmundur Amlaugsson: Þrjár fyrstu umferðimar í loka- keppni Olympíuskákmótsins Fyrsta umferS Moskva, fimmtud. 13. sept. Nú eru búnar þrjár fyrstu umferðirnar í lokakeppninni. Það var ekkert bil haft milli lokakeppninnar og undanrás- anna, haldið áfram rakleitt og við tefldum fyrstu umferð- ina á mánudaginn við Austur- Þýzkaland. Þar unnum við sigur með 3V2 vinning gegn y2 Og þótti ágætt. Þetta er einn bezti sigur okkar á mót- inu til þessa, því að við höf- um talið Austur-Þjóðverja einhvern hættulegasta keppi- nautinn í þessari keppni. Þetta kvöld gekk allt mjög vel, allt heppnaðist eiginlega sem reynt var — það er nú svona í skák, manni hættir til að tala um heppni og óheppni, þó það megi kannski segja, að það sé bara góð eða slæm taflmennska, en enginn mað- ur sér allt í skákinni og spurningin er þá hvort það sem manni sést yfir skiptir máli eða ekki. Stundum kem- ur fyrir að eitthvert smáat- riði, sem ekki virtist hafa neina þýðingu, ríður bagga- muninn. Friðrik hafði svart gegn Uhlmann, sem er ung og upp- rennandi skákstjarna og bezti skákmaður Austur-Þjóðverja núna. Þetta var tiltölulega róleg skák, en Friðriki tókst að ná undirtökunum á mið- borðinu. Það var sérstaklega einn reitur, sem hann gat notað ákaflega vel fyrir ridd- ara sinn, og þrengdi hann síð- an smám saman að Uhlmann, þannig að Uhlmann mátti gef- ast upp e'ftir rúmlega 30 leiki, þegar svo var komið, að hann hlaut að bíða hnekki, missa annaðhvort skiptamun við ill- an leik, eða jafnvel heilan mann. Ingi tefldi við Dittmann og hafði hvítt. Það var býsna fjörug skák, allt í háa lofti og átti Dittmann eiginlega sökina á því, því að hann færði dansinn upp, en Ingi tók rösklega á móti, og þetta var dálítið tvísýnt um tíma, því staðan var öpin og hættu- leg hjá báðum. En það kom í ljós, að Ingi hafði í fullu tré við andstæðing sinn og snéri skákinni meira óg meira sér í vil, og þegar Dittmann gafst upp, stóðu á honum öll járn, svo að það var ekki annað sýnt en hann yrði mát í fáum leikjuih, eða yrði að gjalda afhroð annars. Baldur tefldi við Hermann og hafði svart. Það var mjög flókin skák, sem Baldur tefldi ákaflega frumlega. Hann hleypti Hermann talsvert mik- ið fram, svo að í fljótu bragði virtist Hermann hafa yfir- burðastöðu, en er betur var að gætt, komu veilur fljót- lega í ljós. Taflið varð býsna erfitt og Hermann notaði mik- inn umhugsunartíma, en Bald- ur var aftur á móti mjög vel á sig kominn, tefldi hratt og eins og hann hefði fullmótaða áætlun, sem hann fylgdi, og þar kom að lokum, að Her- mann fór yfir tímatakmörkin og átti þá eftir eina þrjá eða fjóra leiki, en taflið var tap- að í þeirri stöðu. Á fjórða borði tefldi Frey- steinn gegn Fuchs og hafði hvítt. Þessir sömu andstæð- ingar hittust á æfingamótinu í Kaupmannahöfn í sumar og þá vann Freysteinn skálc sem var af ýmsum talin bezta skák þess móts. I þetta skipti varð minna úr vopnaviðskipt- um, því að taflið jafnaðist til- tölulega fljótt og keppendur komu sér saman um jafn- tefli. • _% Onnur umferS Önnur umferð var tefld á þriðjudaginn, þann ellefta, og þá áttum við að fást við Belg- íu. Ég gat því miður ekki komið því við að vera við- staddur fyrr en leið á leikinn, ég kom þegar búið. var að tefla í hálfan fimmta tíma og fékk þær sorgarfréttir, að Belgía hefði unnið okkur með 2y2 vinning gegn iy2. Þetta kom okkur algerlega á óvænt, því að við höfðum ekki talið Belgíu verulega foættulegan keppinaut, en svona getur það gengið. Belgíumenn eiga einn stórmeistara, nýbakaðan reyndar, O’Kelly og hann tefldi við Friðrik. Það var býsna flókin skák, að mér skilst, og O’Kelly vann skipta- mun í tvísýnni stöðu, en flýtti sér þá að bjóða Frið- riki jafntefli og Friðrik þáði. Hann sá reyndar eftir því á eftir; að vísu mátti telja jafn- tefli einsætt í skákinni, en eins og O’Kelly hafði hugsað sér að tefla hana, hefði hann lent í talsvert mikilli hættu. Ingi þáði líka jafnteflistil- boð og sá líka hálfpartinn eftir því. Hann stóð öllu bet- ur, en þótti ekki nógu mikill munur til þess að halda áfram að tefla til vinnings. Aftur á móti hallaði frekar á Baldur, hann var í erfið- leikum, en sneri sig út úr þeim með því að komast yf- ir í tafllok með mislita bisk- *upa og peði minna, en það er jafntefli. Þannig urðu allar þrjár fyrstu skákirnar jafntefli, en á fjórða borði tapaði Sigur- geir fyrir andstæðingi sínum. Sigurgeir átti líka gott tafl framan af, en fór rangt í sakirnar, þegar hann hafnaði því að fara yfir í tafllok, heldur hélt áfram að tefla miðtafl, sem var talsvert hættulegt fyrir hann. Hann hélt hann kæmist út úr þess- um erfiðleikum, en það fór á aðra leið. Andstæðingur hans tefldi mjög vel og sótti kóng- inn heim með fallegri sókn. Úrslitin þarna urðu sem sagt 2i/2 fyrir Belgíu og 1 y2 fyrir okkur, alvarlegt skakka- fall sem við höfðum alls ekki reiknað með fyrirfram. ÞriSja umferS Þriðja umferðin var tefld í gær, og þá höfðum við Chile sem andstæðing í annað sinn. Okkur þótti þá kominn tími til foefnda, satt að segja, því að Ohile hafði veitt okkur verstu skráveifuna í undan- rásunum, þar sem þeir sigr- uðu okkur með 3 vinningum gegn 1. Við stilltum upp nokkurn veginn sama liði og þá og þeir gerðu slíkt hið sama, svo að á þrem efstu borðunum áttust við alveg sömu andstæðingar og í fyrri keppninni. Þetta var mjög al- varleg og spennandi keppni. Nú hafði Friðrik hvítt gegn Flores og honum tókst að hefna fyrir eina ósigur sinn í fyrri umferðinni. Flores fékk snemma þröngt tafl, svo að Friðrik stóð greinilega betur, en hann varðist með talsvert mikilli seiglu og hugkvæmni, þannig að það gekk erfiðlega að brjóta virkin niður. Það tókst nú samt, þannig að þeg- ar komnir voru um 40 leikir mátti Flores gefast upp. Ingi hafði svart við Leteli- er og tefldi hálfglannalega byrjun, satt að segja. En það rættist vel úr öllu, þó að það liti ekki vel út fyrir Inga, Letelier gat um tíma unnið peð og þeir landar hans reikn- uðu sýnilega með, að hann væri með vinningsstöðu, en hann hugsaði sig lengi um og hætti svo við það, enda kom á daginn við rannsókn á eftir, að Ingi hefði fengið talsvert gott mótspil fyrir peðið, svo að það hefði sennilega ekki borgað sig að hirða það. En eins og skákin tefldist þá jafnaðist staðan og gat eigin- lega hvorugur gert neitt. Ingi stóð sízt lakar, er þeir sömdu um jafntefli. Letelier tókst þyí ekki að hefna sín á Inga. Og Baldri tókst ekki heldur að hefna fyrir sinn eina ósig- ur. Hann tefldi aftur við Ad- er og hafði hvítt. Sú skák var mjög lokuð og Ader tefldi býsna vel og foafði eiginlega sízt lakara tafl. Þó var þetta jafnteflislegt, þegar Baldur byrjaði að sprikla svolítið, hann fórnaði peði og síðan öðru og fékk nokkuð hættu- lega sókn, að þvi er virtist, en Ader sneri sig út úr því og skákin fór í tafllok, hróka- tafllok, þar sem Ader á peði meira, en það peð er tvípeð og okkur sýndust vinnings- möguleikarnir vera litlir, eða engir. Ef Baldri tekst að halda jafntefli, tekst okkur að nokkru leyti að foefna fyr- ir ósigurinn, við vinnum þá Chile með 2y2 gegn iy2, en ef Baldur tapar verða vinn- ingarnir 2 gegn 2. (Eftir að Guðmundur sendí þetta luku þeir Baldur og: Ajd- er skák sinni og varð foún jafntefli. Þá hefur það íallið Framfoald á 11. síðu ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.