Þjóðviljinn - 23.09.1956, Blaðsíða 4
§) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. september 1956
iVinsamleg ummæli botnaranna — Sjötugur „nng-
lingur" sendir gáskaíullan botn — Botnarnir —
Nýr fyrripartur (eða seinnipartur)
ÞÁ HELD SG að það sé rétt
að birta botna sem borizt
bafa. Sumir fylgja botnum
sinum úr hlaði með mjög vin-
samlegum ummælum um
þennan þátt, og get ég ekki
stillt mig um að tilfæra sumt
af því. „Fauti“ segir þetta m.
a.: „Kæri Bæjarpóstur! Ég
þakka þér kærlega fyrir vísna-
þættina, sem ég fylgist ætíð
með af mestu ánægju. Mér
datt í hug að senda þér botna
við vísuhelmingana frá því á
sunnudag:
Fyrripartur:
Fyrir brjósti berið nú
Bæjarpóstsins hagi.
Botn:
Heilafóstur finnst mér þú
fæða í mjósta lagi.
Þarna gerði ég þér að vísu
rangt til, en ég gat ómögu-
lega stillt mig, þar sem þú
lást svo vel við höggi.... “
★
ÍBOTNAR í þessum dúr eru
einmitt „líf og yndi“ Bæjar-
póstsins, og hygg ég, að
„Fauti“ sé snjall hagyrðing-
ur. Og utan af landi komu
botnar, ásamt eftirfarandi
fylgibréfi: „Heiðraði Bæjar-
póstur! Af því ég hef stund-
um fyrir tómstundaföndur að
setja saman bundið mál, þá
datt mér í hug að senda þér
botna við vísnaupphöfin, sem
þú birtir í sunnudagspóstin-
um. Býst þó varla við að þú
sjáir þér fært að birta þá. Ég
er ekki allskostar ánægður
með botninn við upphaf H.
Mér finnst ekki viðeigandi,
þegar menn á annað borð eru
komnir í Edenslund, að þeir
verði sorginni svo að bráð,
sízt með þeim ofurþunga, að
hvert tár þeirra vegi 1000
pund. Þér finnst nú kannski
minn botn nokkuð gáska-
fenginn, en það kemur til af
því að ég er ekki eldri en rétt
nýlega sjötugur...
★
EN HÉR koma svo botnarnir.
Fyrripartur I.:
Fyrir brjósti berið nú
Bæjarpóstsins hagi.
Botnar:
1. Honum er Ijóst að heilabú
hans er í mjósta lagi.
2. Andans gjósti eyðir þú
í lífs hrjósturflagi.
3. Alltaf bjóst við öðr’ en snú-
ast í fósturjagi.
4. Ei með þjósti er mín trú
að hann ljósti Bragi.
5. Innst á hrjóstrum andans
á í gjóstudragi. [bú
6. Heilafóstur finnst mér þú
fæða í mjósta lagi.
Fyrripartur n:
Eina stund í Edenslundi
okkar fundum saman bar.
Botnar:
1. Á þeirri stund í þessum
lundi
þúsund pund hvert tár
mitt var.
2. Við lítið dund hjá ljúfu
sprundi
leynast undur veraldar.
3. Glöð var lund með Ijúfu
sprundi,
lífs við bundum eiða þar.
4. Auðargrundin orðlaus
stundi,
ástarmundum vafin þar.
5. Dável undum ýmsu dundi,
ástartundrið sprungið var.
6. Mér fannst, að grundin
gefa mundi
góðar undirsængurnar.
(Þennan botn sendi sjötugi
„unglingurinn“, sem skrifaði
bréfið, er tilfært var hér áð-
an).
7. Seimagrundin og ég undi;
■— ást við bundum saman
þar.
★
FLEIRI botnar hafa held ég
ekki borizt, en hér er fyrri-
partur handa ykkur. —
Kannski er þetta líka betri
botn, og þá prjónið þið bara
framan við það, m. ö. o. þið
getið notað þetta fyrir fyrri-
eða seinnipart, allt eftir geð-
þótta og hentugleikum.
„Bekrasvið og blóðmörsiður
bráðum kviðinn fylla minn“.
Bæjarpóstinum hefur borizt
bréf frá Kletti, en það bíður
þriðjudags vegna þrengsla.
fi s
Múrarameistar- I
ar athugið j
Ungur maður óskar eftir ■
að komast að sem nemi. Hef- •
ur gagnfræðapróf og er van- j
ur byggingarvinnu. Tilboð:
óskast sent blaðinu fyrir:
þriðjudagskvöld. — Merkt: :
„Múraranemi".
LIGGUB LEIÐIN
UtaGlGCUS
xmsm
Minningarkortin era tU söln
f okrifstoín Sósíalistaflokks-
ins, Tjarnargötn 20; afgreiðsln
Þjóðviijans; Bókabúð Kron;
Bókabúð Máls og menningar,
Skólavörðustíg 21; og í Bóka-
verzlun Þorvaldar Bjarnason-
nr i HafnarfirðL
A f g r e i ð s I b s t ú I k u r
Nokkrar stúlkur verð'a ráðnar að mjólkurbú'ð-
um voru í haust. Einnig aðstoðarstúlka í brauð-
gerð. Upplýsingar í skrifstofu vorri.
KSjélkursamsalan
■
fitsvarsskrá Njarðvíkurhrepps i
1956 |
Skrá yfir niðurjöfnun útsvara í Njarðvíkur-
hreppi fyrir árið 1956 liggur frammi til sýnis í :
skrifstofu hreppsins, Þórustíg 3, Ytri Njarðvík, og 5
verzluninni Njarðvík h.f., Innri Njarðvík, frá og
með 24. september til 8. október 1956.
Kærufrestur er til 8. október 1956.
■
■
HreppsiteM Njarðvíkurlirepps.
J
Fvrsta hlutavelta haustsins
heíst í Lisíamannaskálanum kl. 2 í dag. — Glæsilegt úrval vinninga. — Stórkostlegt happ-
drætti, m.a. ílugferð til Kaupmannahafnar, ferð til Englands, reiðhjól, matvara í miklu úr-
vali o. fl., o. fl.
Aðgangur ókeypis Drátturinn 2 krónur
Freistið gæfunnar í Listamannaskálanum i dag-
I. R.
v//‘JVWMnMAMAnMMMMMAnflMAMMAIVIWJ^MMnW^miWUVWUVWVWWVWWWWIWWUWWUMWUWVWMnAWWUWVMVn^mi