Þjóðviljinn - 27.09.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1956, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. september 1956 Samstillt alþýða Framhald af 7. síðu íhaldsmennirnir segja nú um verk ríkisstjómarinnar, að hun hafi einmitt gert það, sem þeir hafi viljað gera, en ekki getað komið fram vegna andstöðu vínnustéttanna. Vitanlega er það alls ekki rétt, að íhaldið hafi viljað gera þser ráðstafan- ir, sem ríkisstjórnin nú hefur gert, og hefur margsinnis ver- ið sýnt fram á hér í blaðinu, auk þess sem það sannast bezt með því, að jafnhliða því, sem íhaldið segist hafa viljað gera nefndar ráðstafanir rægir það þær nú, svo sem það framast getur. En ástæðan fyrir því, að það segir, í öðru orðinu, að það hafi viljað gera þetta sjálft, þegar í vor, er sú, að íhaldið finnur, að gerðir núver- andi stjórnar finna hljómgrunn hjá alþýðu manna. Launastéttirnar hafa lengi fundið og vitað að nauðsyn var róttækra ráðstafana í dýrtíðar- málunum, og þær fagna því að íilraunir skuli nú gerðar í þá átt. Vísitölukerfið hefur ekki ieikið neina jafn grátt á und- anförnum árum sem launþeg- an.a og þess vegna skilja þeir manna bezt, hver nauðsyn er að tekið sé fyrir verðbólg- una, og þeir vita, að það verð- ur þeim til hagsbóta áður en Iangir tímar líða, og það jafn- vel þótt þeir verði að færa einhverjar stundarfórnir. En sú röksemd íhaldsins, að það hafi ekkert getað að að- hafst í vérðbólgumálunum vegna andstöðu vinnustéttanna, er athyglisverð út af fyrir sig. Ekki vegna þess, að sönn sé í þessu tilfelli, heldur vegna þess, að í henni felst mikilsverð viðurkenning á styrk alþýðu- samtakanna. Með þessu er í- haldið raunverulega að viður- kenna það, að samtök alþýð- unnar við sjó og í sveit eru orðin það þroskuð og sterk, að ógerlegt er fyrir ríkisvaldið að ganga í berhögg við þau. Land- inu verður ekki stjórnað svo að vel fari í andstöðu við samtök hins vinnandi fólks. Þetta hefði íhaldið átt að vera búið að læra fyrir löngu og breyta eft- ir því, Og alþýðan sjálf verður að muna eftir þessari viðurkenn- ingu voldugasta andstæðings hennar, og minnast þess jafnan hver styrkur hennar er. Ef hún minnist þess getur hún jafnan boðið andstæðingunum byrgin, hverju nafni sem nefnast, og þá getur hún tryggt það, að aftur- haldspostularnir fái aldrei tæki- færi til að níðast á réttindum hennar. Samtök alþýðunnar eiga að vera leiðarljós núver- andi ríkisstjórnar og það er á þeirra valdi, að vilji þeirra sé virtur. Aðeins verða sam- tökin að leggja á það áherzlu, að hleypa ekki andstæðingun- um inn fyrir borgarmúra sína, enda þótt asnar þeirra séu klyf j- aðir gulli og fögrum loforðum. íhaldið hefur oft reynt að ná fótfestu innan verkalýðssamtak- anna og tilgangur þess hefur jafnan verið einn og hinn sami: Að freista þess að eyðileggja samtökin innan frá. Sem betur fer hefur þetta ekki heppnazt, en hættan er enn til staðar, ef verkalýðurinn er sér ekki nægilega meðvitandi um hana eða stendur ekki nægilega á verði um samtök sín. Það verður því aldrei um of brýnt fyrir íslenzkri alþýðu, að hún geri sér ljóst, hver styrkur er fólginn í samtökum hennar, ef þau eru samstillt og ein- huga. Þá eru þau það afl, sem enginn fær sigrað, og þá ráða þau úrslitum um gang hinna þýðingarmestu mála. (Verkamaðurinn) Aukinn markaður fyrir hrað- frysfan fisk í Bretlandi sem Norðmenn ©g Svíar nota vel Aukinn markaður er nú aö skapast í Englandi fyrir hraöfrystan fisk. Fylgir það sömu þróun og í flestum öðrum löndum, þar sem freðfiskur í neytendapökkum sækir stöðugt á. Fregnir berast nú um að verið sé aö undirbúa og hefja sölu á norskum freðfiski í Englandi. Sölumiðstöð Norðmanna „Norsk frossen fisk“, sem 60 hraðfrystihús standa að, hefur nýverið stofnað sölufélag í Englandi, er nefnist „Frionor", en undir því vörumerki eru af- urðir seldar. Fiskurinn er flutt- ur inn um Grimsby, en félagið hefur kæliklefa og skrifstofur á Billingsgate fiskmarkaðnum í Lundúnum. Roðflettur — beinlaus Frionor-fiskurinn er roðflett- ur og beinlaus þorskur og ýsa í punds og hálfpundspökkum. Þá selur félagið einnig frysta fiskbita í ídýfu og raspi, sem eru tilbúnir á pönnuna og einn- ig soðnar fiskikökur. Er þessi framleiðsla skyld fiskbitunum, sem nú eru að hefja innreið sína í Englandi, líkt og í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Hið sænska „Findus" Sænska matvælafirmað Find- us, sem þekkt er hér á landi fyrir niðursoðið grænmeti og ávexti, hefur hafið sölu í Eng- landi á hraðfrystum fiski frá Noregi. Fiskinn fær félagið frá frystihúsi í Hammerfest í Norð- ur-Noregi, er það hefur keypt hlut í. Reglubundnar ferðir Flutningaskipið Tor frá Háls- ingborg hefur reglubundnar ferðir til Englands. Það er bú- ið kælikleíum og flytur það Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfélags íslands, á flugi yfir Reykjavík Vefrarferðlr Flugfélags Islands verða nokkru fleiri en undanfarin ár bmði í miUUtmda- og innanlandsflugi Farþegafjöldi með flugvélum Flugfélags fslands hefur aldrei í sögu félagsins verið meiri en á þessu ári, einkum sl. sumar. Vetraráætlun Flugfélagsins gengur í gildi 1. okt. n.k. og hefur bæði millilanda- og innanlandsferðum verið fjölgað frá því sem verið hefur undanfarin ár. MILLIL AND AFLU G: Vetraráætlun millilandaflugs- ins er tvískipt. Fyrri hluti hennar miðast við tímabilið 1. okt. til 14. jan., en síðari hlut- inn við tímabilið frá 15. jan. fram I apríl. Helzta breytingin frá sl. vetri verður sú, að fyrri hluta vetrar verða farnar 4 áætlunarferðir á viku frá Reykjavik til útlanda í stað þriggja á sama tíma í fyrra. Aukningin er fólgin í því, að ferðir milli Reykjavíkur og Hamborgar verða nú tvær á viku í stað einnar í fyrra. Áætlunarflug til Osló Framan af vetri verða þá áætlunarferðir F.í. milli landa sem hér segir: Frá Reykjavík til Lundúna fram og aftur sam- dægurs hvern þriðjudag. Til Glasgow verður farið fram og aftur samdægurs á föstudögum. Flugferðir til Kaupmannahafn- ar og Hamborgar verða á mið- vikudögum og laugardögum og þaðan til Reykjavíkur næsta dag. í miðvikudags- og fimmtu- dagsferðunum verður höfð við- koma í Osló. Er þetta í fyrsta skipti, sem haldið er uppi áætl- unarflugi til Oslóar allan vetur- inn. hálfsmánaðarlega til Englands allar tegundir framleiðslu Find- us-fyrirtækisins, hraðfrystan fisk, kjúklinga, grænmeti, á- vexti o. fl. Er það brezkt inn- flutningsfyrirtæki, sem annast alla dreifingu vörunnar í Eng- landi og vinnur nú að því að auka sölukerfið. (Frá S. H.) Framhaldsferðir til London I sambandi við Glasgow-ferð- irnar eru flugferðir á vegum BEA til og frá Lundúnum, svo að segja má, að milli Reykja- víkur og Lundúna verði tvær ferðir á viku til miðs janúar. Eftir 15. janúar falla niður föstudagsferðir til og frá Glas- gow, í stað þess verður komið við í Glasgow í Lundúnaferð- unum á þriðjudögum. Að öðru leyti verður ferðum hagað eins og fyrr er sagt. Uinboð fyrir 9 heimskunn flugfélög Flugfélag Islands hefur nú aðalumboð á íslandi fyrir 9 INNANLANDSFLUG: Ferðum f jölgað Vetraráætlun innanlandsflugs- ins gengur einnig í gildi 1. okt. Verður hún í höfuðatriðum eins og sl. vetur nema hvað fjölgað verður nokkuð ferðum til Ak- ureyrar og Isafjarðar. Á leið- inni Reykjavík — Akureyri — Reykjavík fjölgar ferðum um 3 á viku frá því í fyrravetur. Þá var farin ein ferð á dag, en. nú verður bætt við síðdegis- ferðum á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Þá verður einnig fjölgað ferðum milli Reykjavíkur og Isafjarð- ar. Verða þær 5 vikulega í vet- ur í stað 4 í fyrra. Ferðafjöldi innanlands Ferðafjöldi innanlands verð- ur þá sem hér segir. Ferðir Milli Reykjavikur á viku og Akureyrar ......... 10 heimskunn flugfélög: Aero 0/YMilli Reykjavíkur (Finnland), Air Franee (Fraklc- land), B.E.A. (Bretland), K.L. M. (Holland), Lufthansa (Þýzkaland), Sabena (Belgía), S.A.S. (Skandinavía), Swissair (Sviss) og T.W.A. (Bandarík- in). Selur F.I. farmiða á flug- leiðum þessara félaga um all- an heim og veitir upplýsingar um ferðir í framhaldi af áætl- unum félagsins til útlanda. I Baraakotin komin aftur T0LED0 Fischersundi. og Vestmannaeyja .... 7 Milli Reykjavíkur og Isafjarðar ....... 5 Milli Reykjavíkur og Egilsstaða ....... 3 (Til Egilsstaða 4 í október). Tvær ferðir á viku verða farnar til Blönduóss, Sauðár- króks, Hornafjarðar og Fagur- hólsmýrar og ein ferð á viku til annarra staða, þ.e. Hellis- sands, Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Flateyrar, Þingeyrar, Hólmavíkur, Kirkjubæjarklaust- urs, Siglufjarðar, Kópaskers og Þórshafnar. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því, að vikulegur flugtímafjöldi Faxanna í vetur verði 871/2 klst. í innanlands- flugi eða tæplega 12y2 klst. á dag til jafnaðar. Frá Hellsuverndarstöð Reykjavíkur Húð- og kynsjúkdómadeild opin daglega kl. 1-2, nema laugardaga kl. 9-10 árdegis. Ókeypis lækning- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.